Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 6

Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 12/5 –18/5 ERLENT INNLENT  VILJAYFIRLÝSING heilbrigðisráðherra og borgarstjóra um öldrunar- þjónustu felur í sér að hjúkrunarrýmum í borg- inni yrði fjölgað um 284 og að eignarhlutur ríkisins í hjúkrunarheimili í Soga- mýri verði 70%.  TEKJUR deCODE á ársfjórðungi þeim sem lauk 31. mars voru 865 milljónir króna en voru 5 milljónir á sama tímabili árið 2001.  HARALDUR Örn Ólafs- son komst á tind Everest á fimmtudagsmorgun. Hann er fimmti maðurinn í heiminum til að komast á hæsta tind hverrar heims- álfu og suður- og norður- pólinn. Hann setti heims- met í því að komast á pólana og hátindana sjö á sem skemmstum tíma.  DEILUR hafa staðið milli forstjóra og stjórnar- formanns Byggðastofn- unar. Gekk forstjóri af fundi stjórnar í byrjun maí þegar honum var meinað að taka ársreikninga fyrir á fundinum. Stjórnarfor- maður segir ástæður deilna húsnæðiskaup for- stjórans og stofnunarinnar sem hann hafi gert at- hugasemd við.  GUÐJÓN Þórðarson knattspyrnustjóri verður ekki áfram við stjórnvöl- inn hjá Stoke City og hef- ur stjórn félagsins rift samningi við hann sem gerður var til eins árs í maí á síðasta ári. Lögfræð- ingar Samtaka knatt- spyrnustjóra skoða nú málið. Allir utanríkisráðherr- ar NATO-ríkja mættu UTANRÍKISRÁÐHERRAR allra að- ildarríkja Atlantshafsbandalagsins sátu vorfund NATO í Reykjavík. Erlendir þátttakendur á fundinum voru rúmlega 750 að meðtöldum sendi- nefndum og alþjóðlegu starfsliði Atl- antshafsbandalagsins. Þá voru nokkur hundruð erlendir fréttamenn við- staddir fundinn. Strangar öryggisráð- stafanir voru gerðar á svæðinu þar sem fundirnir voru haldnir. Á fundinum var gengið frá samningi um stofnun sameiginlegs samstarfs- ráðs NATO-ríkjanna og Rússlands sem veitir Rússum aðild að ákvörðun- um bandalagsins. Ráðherrarnir staðfestu á fundinum þann ásetning sinn að ráða niðurlögum alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi og sögðust staðráðnir í að styrkja og efla viðbúnað eigin ríkja og sameiginlegan viðbúnað til að taka á þessari nýju ógn. Varnarliðið hluti af gagnkvæmum varnarviðbúnaði HALLDÓR Ásgrímsson og Colin Powell, utanríkisráðherrar Íslands og Bandaríkjanna, áttu óformlegar við- ræður um tvíhliða samskipti landanna. Sagði Powell á fréttamannafundi eftir viðræðurnar að samband landanna væri byggt á afar traustum grunni. Hann sagði að Bandaríkjamenn átt- uðu sig á mikilvægi veru Bandaríkja- hers hér á landi sem hluta af gagn- kvæmum varnarviðbúnaði landanna. Halldór Ásgrímsson sagði að ljóst væri að Bandaríkjamenn ætluðu sér að standa við þær skuldbindingar sem þeir hafi gagnvart Íslendingum með varnarsamningnum. Sagði hann að ekkert annað lægi fyrir en að þær flug- vélar, sem Bandaríkjaher hefur haft hér á landi í samræmi við bókun við varnarsamning Íslands og Bandaríkj- anna, yrðu hér áfram. Samið um fækkun kjarnavopna RÚSSAR og Bandaríkjamenn hafa komist að samkomulagi um að fækka verulega kjarnavopnum beggja ríkjanna. Verður samkomulagið und- irritað af þeim Vladimír Pútín Rúss- landsforseta og George W. Bush, for- seta Bandaríkjanna, þegar Bush kemur til Moskvu nú í vikunni. Mikil tíðindi urðu einnig á utanrík- isráðherrafundi Atlantshafsbandalags- ins (NATO) og samstarfsríkja þess, sem haldinn var hér í Reykjavík í vik- unni. Þar var gengið frá samkomulagi um nýtt samstarfsráð NATO og Rúss- lands sem veitir Rússum aðild að ákvörðunum bandalagsins. Samstarfsráðinu er ætlað að verða vettvangur þar sem NATO-ríkin nítján og Rússland geta undirbúið, samþykkt og síðan framfylgt ákvörðunum sem snerta sameiginlega hagsmuni þeirra. Samkomulagið verður undirritað á fundi í Róm 28. maí nk. Stórsigur hægri- flokka í Hollandi FULLVÍST er talið að Jan Peter Belkenende, leiðtogi Kristilegra demó- krata, verði næsti forsætisráðherra í Hollandi en þingkosningar fóru fram í landinu á miðvikudag. Kristilegir demókratar unnu mikinn sigur og er stærsti flokkurinn á þingi með 43 sæti, en alls sitja 150 á hollenska þinginu. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð í kosningunum en Verkamannaflokkur- inn, flokkur Wims Koks fráfarandi for- sætisráðherra, fékk aðeins 23 þing- sæti, en hafði 45 áður. Næststærsti flokkurinn á þingi eftir þessar kosn- ingar er Listi Pims Fortuyns, stjórn- málamannsins umdeilda sem myrtur var nýverið. Flokkurinn fékk 26 menn kjörna og er talinn líklegur til að eiga aðild að ríkisstjórn. Mat Herben var kjörinn nýr leiðtogi flokksins en hann er fyrrverandi blaðamaður.  MIÐSTJÓRN Likud- bandalagsins, flokks Ar- iels Sharons, forsætisráð- herra Ísraels, samþykkti í vikunni tillögu þar sem lýst er þeirri afstöðu að Palestínumenn eigi ekki að fá eigið ríki. Niður- staða miðstjórnarinnar gekk þvert gegn vilja Sharons.  JIMMY Carter, fyrrver- andi forseti Bandaríkj- anna, heimsótti Kúbu og hvatti hann þá Fidel Castro, forseta Kúbu, m.a. til að leyfa breytingar í lýðræðisátt í landinu. En Carter lýsti því líka yfir að Bandaríkin ættu að aflétta viðskiptabanni sínu á Kúbu.  Endurskoðunarfyrir- tækið Arthur Andersen er nú í talsverðum vanda eft- ir að David Duncan, fyrr- verandi starfsmaður þess, upplýsti fyrir rétti í Bandaríkjunum að honum hefði verið ljóst að verið væri að fremja lögbrot þegar Andersen ákvað að eyða gögnum um Enron- raforkufyrirtækið, sem nú er farið á hausinn.  HÚN olli miklu upp- námi í Bandaríkjunum sú uppljóstrun að George W. Bush Bandaríkjaforseta hefðu verið veittar upplýs- ingar um það fyrir 11. september sl. að möguleiki væri á að hryðjuverka- menn á vegum Osama bin Ladens hygðust ræna bandarískum flugvélum. Bush segir að upplýsing- arnar hafi verið almennar og að gripið hafi verið til viðeigandi ráðstafana. KYNJABUNDINN launamunur hjá starfsmönnum Reykjavíkurborgar mældist 7% í október 2001 og hefur hann minnkað um helming frá því í október 1995, þegar hann mældist 14%. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann skýrslu um samanburð launa karla og kvenna hjá Reykjavík- urborg og var skýrslan kynnt í gær. Ef borin eru saman dagvinnulaun karla og kvenna er munurinn ekki mælanlegur og virðist þessi 7% mun- ur liggja í yfirvinnugreiðslum. Árið 1995 fól borgarstjóri Fé- lagsvísindastofnun að kanna launa- mun kynjanna hjá Reykjavíkurborg og voru markmiðin með könnuninni að greina rætur jafnlaunavandans. Í mars 1995 mældist óskýrður launa- munur karla og kvenna 15,5%, en 14% í október sama ár eins og fyrr segir. „Í kjölfarið einsettum við okkur að breyta þessu og draga úr þessum launamun og höfum unnið að því síð- an með margvíslegum aðgerðum. Borgin setti sér starfsmanna- og jafnréttisstefnu, auk þess sem hún mótaði sjálfstæða stefnu í kjara- samningaviðræðum við sína samn- ingsaðila,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri. Hún telur að þessar markvissu aðgerðir séu að skila árangri, það sjáist í könnuninni nú. Að sögn Ingibjargar eru ýmsir þættir sem útskýra þessa þróun, ekki síst kjarasamningsatriði, eins og stórhækkun grunnlauna í mörgum hefðbundnum kvennastörfum og samræming á launatöflu fyrir stóran hluta borgarstarfsmanna. Hún legg- ur áherslu á að enn sé sjö prósenta munur til staðar og það sé sjö pró- sentum of mikið. Miklar vonir bundnar við samræmt starfsmat „Við hljótum að stefna að því að reyna að eyða þessum mun. Það er samt erfitt að sjá að það verði ein- göngu gert í gegnum kjarasamninga, vegna þess að munurinn skýrist enn í yfirvinnugreiðslum,“ segir hún og bendir á að nú séu bundnar miklar vonir við samræmt starfsmat fyrir alla fjölmenna starfshópa hjá Reykjavíkurborg, en þegar hefur verið samið við um 64% starfsmanna Reykjavíkurborgar um að ganga inn í slíkt samræmt starfsmat. „Ég hef aldrei rekist á könnun, hvorki hérlendis né erlendis, sem hefur sýnt jafnstóra sveiflu á jafn- skömmum tíma,“ segir Hildur Jóns- dóttir, jafnréttisráðgjafi Reykja- víkurborgar. Hún segir það jafnframt hafa komið sér á óvart að launamunurinn hafi minnkað svona mikið undanfarið, þar sem fræði- kenningar geri ráð fyrir að launa- munur kynja aukist á þensluskeiði og við séum nýbúin að ganga í gegnum þensluskeið. Skýringarnar á þessu segir Hildur vera að á vinnumark- aðnum gildi ýmis lögmál, sem stuðli að því að halda bilinu breiðu eða stía kynjunum í sundur aftur. „Þegar at- vinna eykst og efnahagsástand batn- ar eru karlmenn oft í störfum, sem meiri markaðssamkeppni er um. Til dæmis geta iðnaðarmenn og verk- fræðingar teflt yfirboðum úr einka- geiranum fram á móti atvinnurek- endum hjá hinu opinbera til að þrýsta á launin. Konur eru miklu síð- ur með þessa markaðsaðstöðu á vinnumarkaðnum. Markaðslögmálið virðist ekki virka á sama hátt fyrir konur og karla,“ bendir Hildur á. Stella Blöndal hjá Félagsvísinda- stofnun segir að sömu aðferðafræð- inni hafi verið beitt við könnunina nú og könnunina 1995. „Þetta er söguleg rannsókn sem við erum að gera núna, að því leyti að þetta er í fyrsta skipti sem við framkvæmum könnun fyrir sveitarfélag í annað sinn þannig að hægt sé að bera saman og skoða hvað gerst hefur. Reykjavíkurborg hefur lagt mikla áherslu á að reyna að út- rýma þessum kynbundna launamuni og nú erum við að reyna að leggja mat á það hvað hefur gerst á þessum árum frá 1995 til 2001,“ nefnir hún. Að sögn Stellu hefur sama að- ferðafræði verið notuð fyrir önnur sveitarfélög, til dæmis Akureyrarbæ árið 1998. Þar mældist launamunur- inn um 8%, þegar allir hópar voru teknir með.                      !     # $  #&  ' #&!%  ! #" !% $" $" % $! ! ( &!%  ! # $  #&  ' #&!%  ! #" !% $" $" % $! ! ( &!%  ! !"  "            ) * +   !     Skýrsla Félagsvísindastofnunar um launamun karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg Munurinn liggur í yfirvinnugreiðslum GÍSLI Ólafsson, læknir á Blönduósi, er í góðu líkamlegu formi. Hann lætur sig ekki muna um að hjóla í vinnuna þegar hann er að sinna störfum á heilsugæslunni á Skaga- strönd. Vegalengdin sem hann hjól- ar er 23 kílómetrar hvor leið þann- ig að til að komast í og úr vinnu hjólar hann 46 kílómetra. Þegar fréttaritari hitti Gísla kvaðst hann hafa verið um 45 mín- útur að hjóla frá Blönduósi til Skagastrandar enda hefði hann far- ið rólega – „… því það lítur ekki vel út að maður sé rennsveittur að tala við fólk sem mætir á heilsugæsl- una“, sagði hann. Gísli er einn þeirra sem fyrir stuttu fengu afhent ný, mjög full- komin og dýr keppnishjól eins og áður hefur komið fram í Morgun- blaðinu. Hann er líka vanur hjól- reiðamaður og hefur æft hjólreiðar um nokkurn tíma. Hjólar 23 kílómetra í vinnuna Skagaströnd. Morgunblaðið. Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.