Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 11 tekið meira til sín af þessari fjölgun en Reykja- vík nokkurn tíma. Ég lít á svæðið sem eina heild; þetta er eitt atvinnusvæði, einn húsnæð- ismarkaður og einn þjónustumarkaður; fólk býr í einu sveitarfélagi, sækir vinnu í annað og þjónustu í það þriðja. Flestu fólki á þessu svæði er nokk sama hvar hreppamörk liggja. Vandamálið í þessu sambandi er kannski einna helst það að maður hefur engin tök á því að skipta sér af skipulagsmálunum í Kópavogi. Ég verð að segja það sem mína skoðun að þar hafa verið gerð mörg mistök í skipulagsmálum sem við eigum eftir að súpa seyðið af í framtíð- inni.“ Hvað áttu við? „Ég gæti út af fyrir sig nefnt Smáralind í því sambandi. Það segir sig sjálft að þegar bætist jafn mikið við af verslunarhúsnæði og þegar hún opnaði vegur það að þeim verslunarsvæð- um sem fyrir eru. Meðal annars að miðborg Reykjavíkur og við vitum að í öðrum löndum hafa menn sett ákveðnar reglur um stærð og gerð slíkra markaða, oft á landsvísu. Ég vil líka nefna hvernig þeir hafa skipulagt byggðina; þetta er amerískt úthverfaskipulag sem menn eru að hverfa frá í flestum borgum. Slíkar skipulagshugmyndir eru ekki umgjörð um spennandi byggð að mínu mati; mikið af háhýs- um umkringdum umferðarmannvirkjum og bílastæðum, umhverfið allt í einhverjum ofur- skala, götumyndin gisin og lítið um græn svæði. Það er geysilega fallegt land í Kópavogi en bæjaryfirvöld hafa gert mörg mistök í skipulagsmálum af því að þau hafa flýtt sér um of og ekki sést fyrir.“ En hvers vegna hefur fólki fjölgað jafn mikið og raun ber vitni í Kópavogi á síðustu árum? „Ég held að ein ástæða þess að Reykjavík hefur um sinn ekki haft nógu sterka stöðu í samkeppninni um nýja íbúa sé sú að Kópavog- ur hefur einfaldlega átt betra land; land sem liggur miðlægt á höfuðborgarsvæðinu í Smára-, Linda- og Salahverfi, hverfum sem lágu að öðrum hverfum og voru eðlilegt fram- hald þeirra.“ Eigið þið hvergi svona land í Reykjavík? „Jú, í Vatnsmýrinni.“ Af hverju er þá ekki fyrr búið að gera eitt- hvað í því? „Það er kannski verkurinn. Allt hefur sinn tíma, eins og þar stendur. Núna hefur verið mótuð stefna um byggð í Vatnsmýri og ég tel að uppbygging þess svæðis sé algjör forsenda þess að við fáum öflugt og vel samkeppnishæft borgarsamfélag. Ég held að áhugi og skilning- ur fólks á skipulagsmálum og mikilvægi þeirra fyrir þróun borgarsamfélagsins sé miklu meiri eftir umræðuna og atkvæðagreiðsluna um flugvöllinn. Þess vegna held ég að það sé meiri skilningur en áður á nauðsyn þess að flugvöll- urinn víki og byggðin haldi innreið sína á þetta svæði. Það þarf ekki annað en að horfa á Ís- lenska erfðagreiningu við hliðina á Fluggörð- unum til að átta sig á því hvað núverandi notk- un Vatnsmýrarinnar er mikil tímaskekkja.“ Stefnan er skýr Þið hafið talað um að ein flugbraut geti orðið eftir á svæðinu en þú ert því greinilega mjög hlynnt að flugvöllurinn fari. Kemur til greina að setja það á stefnuskrána að völlurinn fari eins og hann leggur sig? „Við erum nýbúin að samþykkja aðalskipu- lag. Ég stóð að þeirri stefnumótun ásamt öðr- um í meirihluta borgarstjórnar Reykjavíkur og samkvæmt henni getur flugvöllurinn verið þarna á tveimur flugbrautum til 2016, en eftir það verður hann að láta undan síga. Við getum út af fyrir sig fellt okkur við að þarna verði rek- inn völlur áfram til 2024 á einni flugbraut ef flugmálayfirvöld telja það fullnægjandi, ef ekki verða þau að móta sér stefnu um það hvert þessi flugvöllur eigi að fara. Við þurfum auðvit- að að ræða þessi mál við flugmálayfirvöld en mætum þá í þær viðræður með skýra stefnu í málinu.“ Verðlaunatillaga um tónlistar- og ráðstefnu- hús í miðbænum hefur verið gagnrýnd fyrir að vera ekki í nægilegum tengslum við umhverfið; þarna verði stór bygging og önnur við hliðina, Seðlabankinn, og umferðarmannvirki í kring. Hvað segir þú um þessa gagnrýni? „Mér finnst mjög eðlilegt að skiptar skoð- anir séu á skipulagsmálum í tengslum við tón- listar- og ráðstefnuhúsið og get ekki í myndað mér annað en að mjög ólíkar skoðanir verði líka á húsinu þegar hönnun þess liggur fyrir. Þetta er alþekkt í öðrum borgum; ég veit ekki um neina slíka byggingu sem ekki hefur verið umdeild, að jafnvel eru þess mörg dæmi að upp blossi hatrammar deilur. Mannvirkið er í mið- borginni, hún er sameign okkar allra og allir hafa skoðanir á henni. Samkvæmt tillögunni eru göngutengsl frá miðborg Reykjavíkur og að aðaltorginu inni í þessari byggingu, að tón- listar- og ráðstefnusölunum og hótelinu þannig að það á að vera mjög gott flæði frá bygging- unni inn í miðborgina. Þetta er hins vegar mjög stórt og fyrirferð- armikið mannvirki enda er mjög mikilvægt að tónlistarsalirnir, ráðstefnusalirnir og hótelið virki saman þannig sem ein heild, myndi hag- kvæma rekstrareiningu til að það fáist einhver til þess að sjá um reksturinn og til að koma að fjárfestingunni. Við eigum nóg af minnisvörð- um þar sem hefur gleymst að hugsa fyrir kostnaðinum við rekstur þeirra. Við ætlum að setja opinbert fé í tónlistarhúsið og hluta ráð- stefnuhússins en við ætlum líka að leita að fjár- festum sem eru tilbúnir til að byggja hótelið og koma inn í ráðstefnuaðstöðuna, og menn verða að geta látið dæmið ganga upp.“ Hafnarstrætið hefur verið vandamál. Hver verða tengsl þess við umrætt mannvirki? „Sannið þið til; Hafnarstræti á eftir að verða einhver skemmtilegasta gata borgarinnar áður en langt um líður og það mun einmitt tengjast tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Norðurvængur miðborgarinnar einkennist af stórum mann- virkjum; Grófarhúsinu, Hafnarhúsinu, Toll- húsinu, væntanlegu tónlistar- og ráðstefnuhúsi og svo Seðlabankanum. Í Kvosinni tekur svo við smágerðari byggð og þetta getur tengst ágætlega saman. Ég sé fyrir mér glæsilegt tón- listar- og ráðstefnuhús, nútímalegt og þar sem byggingarlist er í hávegum höfð. Frá þessu húsi flæða gestir inn í miðborg Reyjavíkur þar sem þeir upplifa hið sögulega umhverfi borg- arinnar og ná tengslum við andblæ gömlu Reykjavíkur. Og fyrsta gatan sem þá er komið inní er einmitt Hafnarstrætið, sem er mjög ríkt af fallegum byggingum frá því um aldamótin sem þurfa svolitla andlitslyftingu.“ Reykjavíkurlistinn lofaði fyrir kosningarnar 1994 að öll börn eins árs og eldri fengju vistun á leikskóla skv. óskum foreldra. Þetta var eitt- hvað endurskoðað fyrir kosningarnar 1998 og nú lofið þið að allir eldri en 18 mánaða fái leik- skólapláss ákjörtímabilinu. Er eitthvað meira að marka loforðin í dag en áður? „Já, vegna þess að nú liggja allar forsend- urnar fyrir. Árið 1994 var nákvæmlega sama upp á teningnum í leikskólamálum og öllum öðrum málum; hjá borgaryfirvöldum var bara lifað frá hendinni til munnsins. Það voru ekki til áætlanir um eitt eða neitt; ekki um einsetn- ingu grunnskólanna, húsnæðisþörf, kostnað eða hvernig ætti að ganga til verks. Það voru engar áætlanir um hvernig menn ætluðu að fjármagna hreinsun strandlengjunnar eða taka á leikskólamálum. Nema þá að taka lán. Það var ekki einu sinni vitað hvernig staðan var í leikskólamálum, hver þörfin væri, vegna þess að hér máttu ekki aðrir sækja um heilsdags leikskólapláss en einstæðir foreldrar og náms- menn og foreldrar höfðu aldrei verið spurðir hvað þeir vildu. Þegar við buðum fram 1994 vanmátum við einfaldlega þörfina fyrir leik- skólapláss. 1995 og 1996 fórum við í það að kanna hina raunverulegu þörf og hvað fólk vildi. Í ljós kom að þörfin var mun meiri en nokkurn óraði fyrir og nær allir vildu heils- dagspláss. 1997 var mörkuð ný stefna á vegum leikskóla Reykjavíkur og við gerðum kjósend- um grein fyrir því að við myndum ekki ná því marki sem við settum okkur ’94. Í kosning- unum 1998 settum við svo fram hugmyndina um dagvistartryggingu, það er að segja að öll börn í Reykjavík – hjá dagmæðrum, í einka- reknum leikskólum eða borgarreknum – nytu niðurgreiddrar dagvistunar. Nú fá allir sem eru með börn hjá dagforeldrum niðurgreidda dagvistun sem ekki var áður og greiðslur til einkarekinna leikskóla hafa hækkað þrefalt í okkar tíð.“ Skiptir máli fyrir lýðræðið og pólitíska um- ræðu að R-listinn stjórni borginni áfram Að lokum; hvers vegna á fólk að kjósa R- listann frekar en aðra sem eru í boði? „Það er einfalt. Í fyrsta lagi tel ég að fólk eigi að kjósa Reykjavíkurlistann vegna þeirra verka sem við höfum staðið fyrir í borginni. Ég tel að við getum verið mjög stolt af því sem við höfum gert, sem hefur fyrst og fremst verið uppbygging í þágu barna og fjölskyldufólks. Ég nefni aftur skólana og leikskólana, þar hefur Grettistaki verið lyft; búið að byggja 50 þúsund fermetra af skólahúsnæði og yfir 100 nýjar leikskóladeildir. Þetta er minnisvarðinn sem Reykjavíkurlistinn hefur byggt yfir börn í Reykjavík og ég er mjög stolt af honum. Þessu til viðbótar eru svo öll þau fjölmörgu verk sem hrint hefur verið í framkvæmd og verða hvar- vetna á vegi okkar, t.d. í menningarmálum, íþróttamálum, umhverfismálum, félagsmálum og atvinnumálum. Á þessum grunni byggjum við okkar sýn til framtíðar og munum takast á við ný verkefni á öllum þessum sviðum. Ég tel líka brýnt að þróa nýjar skipulagshugmyndir um Reykjavík þannig að við fáum hérna borg sem getur staðið undir nafni og getur tekið þátt í þeirri samkeppni sem við munum standa andspænis á komandi árum við aðrar borgir austan hafs og vestan, um bæði fólk og fyr- irtæki. Þá verðum við að geta boðið hér upp á lífsgæði eins og þau gerast best þannig að hér vilji fólk búa, ala upp sín börn og njóta ellinnar. Þar fyrir utan má það ekki gerast að við vöknum upp að morgni 26. maí og einn og sama flokkurinn ráði landsstjórninni, borgarstjórn- inni, stærstu sveitarfélögunum, fjármálakerf- inu og fjölmiðlunum. Þar að auki finnst mér forysta flokksins ekki fara vel með vald – hún vill beygja alla til hlýðni. Þess vegna held ég það skipti máli fyrir lýðræðið og pólitíska um- ræðu í landinu að Reykjavíkurborg sé stýrt áfram af Reykjavíkurlistanum.“ En hvers vegna á fólk ekki að kjósa D-list- ann eða önnur framboð sem eru í boði? „Ég legg það ekki í vana minn að fella palla- dóma yfir andstæðingunum – þó að ég geti tek- ist hart á við þá um pólitík – og hef enga þörf fyrir að sverta þeirra frambjóðendur eða mál- stað. Mér leiðist pólitísk barátta sem er háð undir neikvæðum formerkjum. Ég hef reynt að temja mér það í pólitík að leggja fram mín sjón- armið, segja fyrir hvað ég stend og leita eftir stuðningi á þeim forsendum. Ég ætla að halda mig við það eins lengi og kostur er.“ R-listans Morgunblaðið/Kristinn „Það er […] bæði hagkvæmara og heppilegra að byggja fyrst annars staðar og fólk getur svo í framtíðinni tekið ákvörðun um þetta land í Geldinganesi.“ skapti@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.