Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í
STEFNUSKRÁ ykkar segir
„Sjálfstæðisflokkurinn mun
treysta fjárhagsstöðu Reykjavík-
ur með hagræðingu og sparnað í
rekstri að leiðarljósi“. Hvernig
ætlið þið að gera það?
„Í stóru fyrirtæki eins og
Reykjavík eru margar leiðir til
þess að hafa í frammi hagræði og
sparnað. Ef við berum saman
hlutfall skatttekna í Reykjavík og Kópavogi
sem fer í rekstur, er hlutfallið um 82% í
Reykjavík en 63% í Kópavogi. Þarna munar
19% og þetta sýnir að það er hægt að halda
þannig utan um rekstur sveitarfélags að hann
taki ekki jafnmikinn hluta af skatttekjum og
hann gerir í Reykjavík.
Það er ekki lögmál að svo stór hluti af fjár-
munum okkar skattgreiðenda fari í rekstur-
inn. Við ætlum að setja Reykjavík í fyrsta sæti
og það er greinilegt að Reykjavík er ekki í
fyrsta sæti hvað þetta varðar. Við höfum það
markmið að lækka þetta hlutfall og skapa með
því rýmri fjárráð til þess að gera aðra hluti.“
Getur þú nefnt sérstök dæmi um leiðir sem
þið ætlið að fara í sparnaði?
„Hér hef ég þegar nefnt hin almennu
rekstrarútgjöld. Aðhald vegna þeirra og meiri
virðing fyrir áætlanagerð en felst til dæmis í
því, að skuldaaukning fari 40% fram úr áætlun
eins og hér á síðasta ári, er leið til að þess að
ná nýjum og betri tökum á fjármálum Reykja-
víkurborgar. Ef litið er á einstök mál, hefðum
við til dæmis ekki fjárfest af alkunnu gáleysi
R-listans í Línu.Neti. Sumir segja, ja, það er
búið að gera það, en ég segi, þeir sem einu
sinni sýna slíkt gáleysi í meðferð opinberra
fjármuna eru líklegir til að gera það aftur ef
tækifæri gefst. Við hefðum ekki keypt Áburð-
arverksmiðjuna á yfirverði, og við ætlum ekki
að eyða 3–4 milljörðum í að flytja Geldinganes-
ið. Það er nánast lögmál í íslenskum stjórn-
málum, að það kemur í hlut Sjálfstæðisflokks-
ins að taka skipulega á fjármálum og af
ráðdeild eftir lausatök vinstri flokkanna. Sá
tími er kominn í Reykjavík. Við ætlum að for-
gangsraða í þágu ákveðinna málefna og teljum
að hægt sé að gera það án þess að halda áfram
á þeirri braut skuldasöfnunar sem verið hef-
ur.“
Reykjavík tapað milljarði vegna þröngsýni
í skipulags- og lóðamálum
Þið segist ætla að lækka skatta, hvaðan ætl-
ið þið að fá fjármagn inn í rekstur borgarinn-
ar?
„Við ætlum að lækka fasteignagjöld á eldri
borgara og öryrkja og teljum að það kosti 220
milljónir króna á ári, við ætlum að fella hol-
ræsagjaldið niður í áföngum en það er um 200
milljónir króna á ári, við ætlum að fjölga
hjúkrunarrýmum fyrir 250 milljónir króna á
ári. Samtals eru þetta 670 milljónir króna á
ári. Í fjármáladæmi fyrirtækis sem er með
meira en 30 milljarða króna tekjur á ári, eru
þetta ekki fjárhæðir sem ráða því hvort við
séum réttum megin við strikið eða ekki.
Við höfum einnig hugmyndir um meiri
tekjur borgarsjóðs. Við ætlum að fjölga greið-
endum opinberra gjalda í Reykjavík með því
að hverfa frá skömmtunar- og uppboðsstefnu í
lóðamálum, fá fleiri til að búa hér og breikka
grunn þeirra sem greiða útsvar. Reykjavík
hefur ekki aðrar tekjur en af íbúunum og fyr-
irtækjunum í borginni, það verður að fjölga
þeim og það verður að halda í þá sem eru
bestu greiðendurnir. Of margir af þeim sem
eru að koma sér upp húsnæði eða stækka við
sig hafa neyðst til þess að flytja frá Reykjavík.
Þegar litið er yfir fólksflutningana frá Reykja-
vík á liðnum árum, teljum við, að Reykjavík
hafi tapað einum milljarði með minni tekjum á
ári vegna þröngsýni í skipulags- og lóðamálum
undanfarin átta ár. Raunar hefur beinlínis ver-
ið gefið til kynna, að það sé ekki í samræmi við
hagsmuni Reykjavíkur að laða til sín fleiri
íbúa. Þegar rætt er um fjármálastjórn opin-
berra aðila, hefur verið sýnt fram á það, meðal
annars hjá þeirri ríkisstjórn sem nú situr, að
lækkun gjalda getur leitt til þess að tekjurnar
aukist, ef rétt er á málum haldið. Dæmið um
nýlega lækkun skatta á fyrirtæki sýnir það
svart á hvítu. Álagning holræsaskatts og ann-
arra gjalda á borgarbúa í tíð R-listans, hefur
dregið úr svigrúmi manna til að njóta sín í at-
vinnulífi eða á öðrum vettvangi og lækkun
þessara gjalda getur hæglega aukið tekjur
borgarsjóðs með vaxandi umsvifum. Aukin
umsvif skila meiri tekjum, það er okkar stefna
og hún skilur okkur með skýrum hætti frá R-
listanum og öðrum vinstri sinnum.“
Hvert er ykkar viðhorf til höfuðborgar-
svæðisins? Teljið þið að ef uppbygging er mikil
í öðru bæjarfélagi, t.d. Kópavogi, skerði það
hagsmuni borgarinnar?
„Samstarf á höfuðborgarsvæðinu skilar góð-
um árangri á mörgum sviðum. Þetta samstarf
á að þróa áfram af víðsýni. Við erum síður en
svo á móti því að fólk reki atvinnustarfsemi
þar sem það telur það hagkvæmast. Okkur
finnst hins vegar dapurlegt að menn telji að
hagkvæmara sé að vera annars staðar en í
Reykjavík. Við sjáum fyrirtæki eins og Marel
og Tölvumyndir, fyrir utan mörg önnur, flytja
á brott frá Reykjavík. Það er metnaður okkar,
að Reykjavík sé ekki síðri kostur fyrir þessi og
önnur fyrirtæki. Á kosningafundi í Grafarvogi
kom fram hjá atvinnurekanda, að þegar Gunn-
ar I. Birgisson var á kosningaferð í Kópavogi
hafi menn sagt honum, að hann ætti ekki mörg
atkvæði í fyrirtækjum þar, því að þar væru
Reykvíkingar í miklum meirihluta.“
Orkuveitan verður ekki seld
Það er á stefnuskrá ykkar að selja Línu.-
Net. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi D-
listans sagði hins vegar í sjónvarpsfréttum í
vikunni að fyrirtækið væri verðlaust. Hvernig
fer þetta saman?
„Markaðurinn mun ráða verðinu á Línu.-
Neti. Það er mjög óskynsamlegt fyrir borgina
að halda þessum rekstri áfram og borga jafn-
mikið með honum og gert hefur verið. Í öllum
atvinnurekstri gildir það lögmál að sé starf-
semi haldið úti með því að borga með henni,
eins og gert hefur verið með Línu.Neti, grefur
hún undan allri greininni og eyðileggur hana
að lokum. Við höfum séð þetta gerast hér og
þegar svona staða kemur upp ríkja engar heil-
brigðar samkeppnisforsendur. Það á eftir að
koma í ljós hvað markaðurinn vill greiða fyrir
Línu.Net en höfuðmáli skiptir að setja tapp-
ann í þetta fjárrennsli frá Orkuveitunni.“
Þær raddir heyrast að komist Sjálfstæð-
isflokkurinn til valda í borginni muni hann
beita sér fyrir því að selja hlut borgarinnar í
Orkuveitunni. Er þetta rétt?
„Nei, við viljum að Orkuveitan verði áfram
sterkt og öflugt borgarfyrirtæki og veiti borg-
arbúum þá þjónustu sem hún á að veita. Það er
ekki á stefnuskrá okkar að selja Orkuveituna
og sérkennilegt að heyra andstæðinga okkar
segjast vita meira um hug okkar í þessu máli
en við sjálf. Eina fyrirtækið sem við höfum á
stefnunni að selja er Lína.Net. Það hafa verið
teknir 17 milljarðar út úr Orkuveitunni á síð-
ustu árum til þess að fegra stöðu borgarsjóðs.
Þetta er ekki skynsamleg fjármálastjórn. Það
á að halda vel utan um allar eigur borgarinnar,
hvar svo sem þær eru, en ekki eyðileggja eitt
fyrirtæki til þess að fegra stöðu hinna.“
Leikaraskapur í Orkuveitunni
Hvað munið þið gera til að bæta stöðu Orku-
veitunnar komist þið til valda?
„Við munum hverfa frá þeim leikaraskap
sem einkennir stjórn fyrirtækisins undir for-
ystu Alfreðs Þorsteinssonar. Ekkert fyrirtæki
vex og dafnar við slíkar aðstæður, enda hefur
eigið fé Orkuveitunnar rýrnað um 10 millj-
arða, fjárfest er í skrifstofuhúsnæði fyrir 3–4
milljarða, skuldir hækka úr 125 milljónum
króna fyrir 8 árum í meira en 20.000 milljónir
krónur núna. Við munum ekki líða það, að
Orkuveitan sé rekin með tapi eins og gert var
á síðasta ári. Leikaraskapur Alfreðs hefur
spillt ímynd Orkuveitunnar, ekki síst ábyrgð-
arlaust tal hans um að kaupa Landssímann
eða selja Perluna og nú síðast Línu.Net., sem
kallaði fram athugasemdir þeirra, sem hann
nefndi til sögunnar og vilja greinilega ekki
vera í neinu slagtogi við Alfreð. Er furðulegt,
hve mikil ítök Alfreð hefur í öllum fjármálum
Reykjavíkurborgar, enda er litið á hann sem
einskonar gullkistuvörð R-listans og í krafti
þess vega orð og afstaða hans þyngra en Ingi-
bjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar á reynir
við mikilvægar ákvarðanir um fjármál. Orku-
veitan á að einbeita sér að því að veita góða
þjónustu. Hún á ekki að vera þungamiðja í
valdabaráttu meðal borgarfulltrúa eða leið
þeirra til að halda veislur í eigin nafni. Það er
ótrúlegt að stjórn fyrirtækisins sé með þess-
um hætti.“
D-listinn vill hverfa aftur til úthlutana á lóð-
um. Það er ávallt hætta á að úthlutanir verði
pólitískar. Hvaða reglum viljið þið fylgja ef
þær eiga ekki að vera pólitískar?
„Spurningin byggist á röngum forsendum
og gengur út frá því, að skömmtunarstefna sé
eina leiðin í lóðamálum. Davíð Oddsson hafði
þann hátt á sem borgarstjóri að skipuleggja
Grafarvogssvæðið sem einskonar lóðabanka.
Lóðunum var ekki úthlutað heldur biðu þær
eftir þeim sem komu og vildu byggja. Þetta er
stefna í þágu einkaframtaksins, að framboðið
sé nóg og í samræmi við eftirspurn. Vinstri
menn vilja hins vegar stýra öllu, búa til skort
og notfæra sér síðan skortinn til þess að bjóða
lóðir upp, verðið hækkar í réttu hlutfalli við
skortinn, enda eru lóðir alltof dýrar á eina
svæðinu sem R-listinn hefur skipulagt í Graf-
arholti. Síðan er mjög erfitt að selja íbúðir á
lóðunum vegna þess að þær eru svo dýrar.
Þetta er ekki stefna sem á að halda áfram. Við
eigum að virkja krafta einstaklinganna með
því að skapa þeim svigrúm á þessu sviði eins
og öðrum. Sérstaklega vil ég beita mér fyrir
úrræðum til að auðvelda ungu fólki að koma
eigin þaki yfir höfuðið á þeim forsendum, sem
hver og einn telur bestar fyrir sig.“
Geldinganesið næsta stóra byggingarlandið
Á hvaða svæðum viljið þið úthluta lóðum
með þessum hætti sem þú lýsir?
„Við lítum á Geldinganesið sem næsta stóra
byggingarlandið. Þar á að vera hægt að reisa
byggð fyrir 10 þúsund manns.“
En ef þú lítur aðeins á næstu fjögur árin?
„Það á að sjálfsögðu að nýta land, sem hefur
verið skipulagt, á meðan unnið er að því að
gjörbreyta um stefnu varðandi Geldinganesið.
Við þurfum að breyta aðalskipulaginu, við vilj-
um ekki láta eyðileggja Geldinganesið með
höfn, iðnaðarsvæði og mengandi starfsemi.
Við viljum hafa þar íbúðabyggð. Sama á við
um Skuggahverfið, Slippsvæðið við Mýrar-
götu, strætólóðina við Kirkjusand og fleiri
svæði.
Árið 1982 höfðu sumir ekki trú á því að Dav-
íð Oddsson gæti breytt úthlutunarkerfinu. En
það gerðist og þá sannaðist, að lóðaskortur er
ekki náttúrulögmál. Ég veit, að við getum snú-
ið af rangri braut R-listans á tiltölulega á
skömmum tíma.“
Framtíð hafnarinnar í Sundahöfn
Þið viljið eingöngu hafa íbúðabyggð í Geld-
inganesi en þar er nú meðal annars gert ráð
fyrir framtíðarhöfn Reykjavíkurborgar. Hvar
á Reykjavíkurhöfn að vera í framtíðinni fyrst
hún á ekki að vera í Geldinganesi?
„Ný stórskipahöfn þarf gífurlega mikið at-
hafnarými. Hún þarf að minnsta kosti jafn-
mikið ef ekki meira og það athafnarými sem
Sundahöfnin hefur núna, þ.e. allt svæði Eim-
skips, Samskipa og annarra sem þarna eru.
Auk þess þarf hún öflugar aðkomuleiðir og
veruleg sjónmengun er af slíkri höfn. Í sjón-
varpsþætti talaði Dagur Eggertsson um það
að víða erlendis væri íbúðarbyggð nálægt
slíkri höfn og skapaði það skemmtilegt borg-
arsamfélag. Þarna er um grundvallarmisskiln-
ing að ræða. Íbúðarbyggð er yfirleitt aldrei
nálægt vöruhöfnum heldur gömlum höfnum
eins og í gömlu höfninni í Kaupmannahöfn eða
í Reykjavík, Boston, Sydney, Höfðaborg og
víða þar sem menn hafa byggt upp allt annars
konar andrúmsloft, smábáta og lifandi mann-
líf. Stóru áætlanaskipafélögin Eimskip og
Samskip hafa verið að fjárfesta mjög mikið á
sínum athafnasvæðum við Sundahöfn og munu
halda því áfram á næstu árum. Eimskip er að
byggja vörudreifingarmiðstöð í Sundahöfn og
Samskip mun væntanlega gera hið sama.
Þessi hús verða ekki flutt burtu. Mikið er fjár-
fest í tækjabúnaði, viðleguköntum og öðru sem
nýtast mun til næstu áratuga.
Framtíð hafnarinnar er í Sundahöfn næstu
áratugi. Hún er alls ekki fullnýtt. Ef flytja á
starfsemi þessara félaga í Geldinganes yrði
væntanlega að gera það að öllu leyti. Starf-
semi félaganna getur ekki verið tvískipt þann-
ig að annaðhvort fara þau bæði með alla sína
starfsemi yfir í Geldinganes eða annað hvort
félagið. Í vöruhöfnum erlendis reyna menn yf-
irleitt að hafa sameiginlega aðstöðu fyrir
marga aðila á einum stað í stað þess að dreifa
þessu.
Umræðan um Geldinganesið og stórskipa-
höfn þar hefur verið afar yfirborðskennd. Ef á
að hafa þarna alvöru stórskipahöfn fyrir áætl-
unarsiglingar Íslendinga til og frá landinu er
verið að tala um gríðarlegt mál, mikla fjárfest-
ingu og mikið landrými. Það er ekki hægt að
gera þetta með einhverjum hálfum huga og
með litlum skika eins og R-listinn heldur. Ný
höfn mundi þurfa mikið landrými og þetta
væri mikil fjárfesting fyrir alla aðila og þá
spurning hvað skuli gera við Sundahöfnina.
Þegar aðalskipulagið er lesið stendur skýrt og
greinilega, að í Geldinganesi skuli vera höfn og
iðnaðarsvæði. Við sjálfstæðismenn erum ein-
dregið á móti því.“
Fyrsta skrefið að viðurkenna vandann
Mikið hefur verið talað um vanda og skipu-
lag miðborgarinnar. Hvaða úrræði hefur D-
listinn í málefnum miðborgarinnar?
„Það þarf að styrkja miðborgina. Við viljum
fyrst og fremst fjölga íbúum í miðborginni og í
nágrenni hennar. Við horfum til uppbyggingar
í Skuggahverfinu, Slippsvæðinu, Vatnsmýr-
inni og á hafnarsvæðinu þar sem tónlistar- og
ráðstefnumiðstöð mun rísa. Við teljum að það
þurfi að vera jafnvægi á milli gamalla og nýrra
bygginga og miðborgin hafi það yfirbragð að
menn átti sig á því að þeir séu í hjarta Reykja-
víkur.“
Það er því ekki mikill ágreiningur um
hvernig byggja eigi upp miðborgina á milli
ykkar og R-listans?
„Það er ágreiningur á milli okkar um það
hvort miðborgin stendur vel eða illa. Þau segja
að allt sé í lagi og hún standi vel. Við teljum að
það þurfi að gera betur. Við viljum virkja fólk
og fyrirtæki til að efla miðborgina, að þar
verði tekist á við raunveruleg verkefni, sam-
kvæmt áætlunum og markmiðum. Það hefur
lítið verið fjárfest í miðborginni nýlega. Hún
er á undanhaldi þegar litið er til verslunar og
þjónustu. Leiðin sem við viljum fara er að
breyta yfirbragði miðborgarinnar svo að fólk
telji eftirsóknarvert að vera þar og reka þar
fyrirtæki. Við ætlum að sýna þessu svæði öllu
virðingu um leið og við viljum að sjálfsögðu
veg annarra hverfa borgarinnar sem mestan
og bestan. Fyrsta skrefið til að snúa vörn í
sókn er að viðurkenna vandann. Við köllum
stöðumælagjöldin miðborgarskatt og teljum
þau meðal þess, sem veldur þar sérstökum
vanda, þess vegna boðum við önnur úrræði.“
Hvernig ætlið þið að hafa eftirlit með því
hve lengi fólk er í stæðunum?
„Það má fara ýmsar leiðir til þess, m.a. með
skífumælum.“
Þið hafið sagt að þið viljið friða, en ekki um
of. Ert þú með einhverjar hugmyndir um hús
sem nú eru friðuð sem mega fara?
„Ég hef engin sérstök hús í huga. Hitt veit
ég, að við ákvarðanir um friðun húsa er ekki
um neinar algildar reglur að ræða. Lagt er
mat á verndun húsa með þekkingu á bygging-
arsögunni að leiðarljósi og oftast leitað lausna
sem sameina hagnýtingu og friðun. Við eigum
ekki frekar að festa Reykjavík í fortíðarfjötra
en umturna öllu, sem hefur menningarlegt og
byggingarsögulegt gildi.“
Eining um flugvallarmálið innan D-listans
Þið hafið sagt að flugvöllurinn sé mikið
sundrungarmál innan R-listans. Eru fulltrúar
D-listans eitthvað meira sammála um örlög
hans?
„Við erum alveg sammála um þá stefnu sem
við boðum á okkar lista, sem er að mínu mati
skynsamlegasta stefnan sem hægt er að hafa
miðað við að það gerist ekkert í þessu máli
fyrr en eftir 2016. Við viljum sem fyrst komast
að niðurstöðu um það, sem á að gerast eftir
2016 og við viljum byggja hana á öllum hald-
bærum upplýsingum sem við höfum. Ráðandi
Kominn tími til
Kosningar til borgarstjórnar í Reykjavík eru eftir sex daga og
síðasti sprettur kosningabaráttunnar er hafinn. Ragna Sara
Jónsdóttir og Skapti Hallgrímsson skunduðu í Valhöll og
spurðu Björn Bjarnason, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins,
út í helstu baráttumál kosninganna.
Björn Bjarnason borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins