Morgunblaðið - 19.05.2002, Síða 16

Morgunblaðið - 19.05.2002, Síða 16
Kristín Pétursdóttir er framkvæmdastjóri fjárstýringar og annast þar fjármögnun bankans, millibankaviðskipti og viðskipti með afleiður og gjaldeyri. Kristín er hálfnorsk og hefur bæði búið, lært og starfað í Noregi. Hún tók meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum frá Handelshøy- skolen í Bergen og vann meðal annars um tíma við afleiðuviðskipti hjá olíu- risanum Statoil. Störf hennar einkennast af heiðarleika, þjónustulund og nákvæmni sem byggð er á sterkum fræðilegum grunni. Kristín er ein fárra kvenna í fram- línu íslensks fjármálalífs. „Umsvif fjárstýringarsviðs verða sífellt meiri í takt við aukna starfsemi erlendis og aukinn styrk fyrirtækisins. Starfið krefst stjórnunarhæfileika, faglegra vinnubragða og töluverðrar áræðni. Ég er mikil keppnis- kona – var í landsliðinu í handknattleik til margra ára – og fyrir mér kemur aldrei neitt annað til greina en að gera mitt allra besta. Alltaf!“ Kristín Pétursdóttir er í hópi lykilstarfsmanna Kaupþings

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.