Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur og lektor við HÍ, er framkvæmdar- stjóri teymisins. Hún er sérmenntuð í verkjameðferð frá Bandaríkjunum. Starf hennar felst í að halda utan um starfsemi verkjateymisins og koma sjúklingunum í samband við viðeig- andi aðila í teyminu. Einnig veitir hún meðferð eins og við á. Oft felst það í stuðningsviðtölum. „Eitt af okkar hlutverkum er að styðja við fólk sem er í langtímameð- ferð á sterkum verkjalyfjum en mjög fáir læknar fást til að fylgja sjúkling- um markvisst eftir sem eru í lang- tímameðferð og fá stóra skammta af sterkum verkjalyfjum. Til okkar koma líka sjúklingar sem eru haldnir illkynja sjúkdómum og þurfa á sér- hæfðri verkjameðferð að halda.“ Anna Gyða segir algengt að sjúk- lingar með langvarandi verki, sem fái aðstoð verkjateymis, séu búnir að velkjast í kerfinu og oft séu aðrir læknar búnir að gefast upp á að með- höndla verkinn. En hún segir að ým- islegt sé hægt að gera við þessar að- stæður til að hjálpa fólkinu að lifa með reisn. Þá ekki síst að láta fólkið finna að það hefur stuðning. Anna Gyða segir ennfremur að erlendis séu langvarandi verkir sem ekki stafa af krabbameini gríðarlegt vandamál og heilbrigðiskerfi viðkomandi landa oft mjög illa í stakk búin til að sinna þess- um sjúklingahópi. Deyfingar sem læknismeðferð „Eitt meginmarkmið verkjateymis Landspítala – háskólasjúkrahúss er að minnka verki og minnka verkja- lyfjatöku, þá sérstaklega á sterkum lyfjum, auka getu fólks til athafna daglegs lífs og koma því aftur til vinnu sé þess nokkur kostur,“ segir Bjarni Valtýsson, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, en hann starfaði í Bandaríkjunum í tæp tíu ár við þverfaglega verkjadeild við háskólasjúkrahúsið í Madison í Wisconsin-ríki. Hann útskýrir hver starfsvettvangur hans er innan teym- isins: „Hann byggir á hefðbundum deyfingum. Einnig nota ég riðstraum á útvarpsbylgjutíðni (radio freq- uency) til að koma á breytingum í taugakerfinu til að lina þrautir. Þessi meðferð er einkum ætluð fólki með langvinna, góðkynja taugaverki og verki frá stoðkerfi. Þá gagnast þessi meðferð stundum þeim sem eru með illkynja verki. Fyrir útvalinn hóp ÞEGAR verkirnir eru orðnirþað miklir að sérfræðingarn-ir á deildum Landspítala –háskólasjúkrahúss ráða ekki við að draga úr þeim, er leitað til verkjateymis sem starfar innan sjúkrahússins. Tilgangur þess er að nálgast vandann út frá því sjónarmiði að taka heildstætt á máli sjúklingsins, þ.e. þverfaglega og reyna að sníða bestu lausnina fyrir hann. Í teyminu fer fyrst og fremst fram greiningar- vinna og viðeigandi meðferð ef við á. Haldnir eru verkjateymisfundir einu sinni í viku en þar eru teknar fyr- ir beiðnir frá inniliggjandi sjúkling- um, einnig frá sjúklingum sem hægt er að sinna á göngudeild. Anna Gyða fólks með langvinna verki veiti ég svokallaða þróaða meðferð (advanced pain therapy), sem felst annars vegar í að koma fyrir skautum í mænugöng- um til raförvunar á mænu til að breyta sársaukatilfinningunni í þægi- lega tilfinningu. Hins vegar að koma fyrir dælum undir húð sem gefa lyf í mænugöng þar sem þau verka beint á sársaukabrautirnar í bakhorni mænu. Þeir sem fá þessa meðhöndlun eru einkum þeir sem eru með tauga- verki og sérstaka tegund bakverkja. Einnig getur þessi meðferð átt við hjá sjúklingum með illkynja sjúkdóma í sérstökum tilfellum þar sem hefð- bundin verkjameðferð skilar ekki til- settum árangri.“ „Það sem snýr að mér í verkja- teyminu er einkum að sinna þeim sjúklingum sem þarfnast deyfinga við sínum verkjum,“ segir Guðmundur Björnsson, sérfræðingur í svæfinga- lækningum. „Stór hluti þeirra sjúk- linga sem ég meðhöndla er krabba- meinssjúklingar. Sumir þeirra fá „mænulegg“ til að stilla verki sem illa ræðst við með hefðbundinni lyfjagjöf. Oft er vísað til mín fólki með verki sem hafa staðið óeðlilega lengi yfir eftir skurðaðgerð og stefna í að verða langvinnir. Stundum má með deyf- ingu og annarri lyfjagjöf koma í veg fyrir þá þróun. Einnig fæ ég til mín sjúklinga sem haldnir eru lang- vinnum verkjum sem stafa ekki endi- lega af illkynja sjúkdómum. Inn í þessa meðferð blandast svo fjölþætt lyfjameðferð, oft í samvinnu við aðra lækna.“ Rannveig Einarsdóttir er lyfja- fræðingur með sérmenntun í klínískri lyfjafræði og er verkjateyminu til ráðgjafar um lyf og lyfjameðferðir. Hún segir sína þekkingu einkum nýt- ast til ráðgjafar varðandi lyfjameð- ferðir, þ.e. aukaverkanir, skammta- stærðir, milliverkanir milli lyfja o.s.frv. Aðstoða sjúklinginn og fjölskyldu hans Í sjúklingalögunum er ákvæði sem fjallar um gæði heilbrigðisþjónust- unnar en þar segir að sjúklingurinn eigi rétt á samfelldri þjónustu. Þetta bendir Anna Rós Jóhannesdóttir fé- lagsráðgjafi á og segir: „Þetta ákvæði felur í sér að það ríki samstarf milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofn- ana. Sjúklingur á að njóta stuðnings fjölskyldu, ættingja og vina og á að fá Hjálpa fólki að lifa með reisn Ekki aumingjaskapur VERKIR, þá sérstaklegalangvarandi verkir, erunú einn helsti dragbíturá lífsgæði í hinum vest-ræna heimi og svo mun verða eftir því sem öldruðum fjölg- ar. Síðastliðin fimmtíu ár hefur verkjameðferð verið sérstök grein innan læknisfræðinnar og rann- sóknir á orsökum verkja og hvernig beri að meðhöndla þá fara mjög vaxandi að sögn Sigurðar Árnason- ar, sérfræðings í krabbameinslækn- ingum við Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Sigurður var einn hvatamanna málþings um verki og verkjameðferð sem haldið var hér nýlega að tilhlutan EFIC sem er Verkjafræðifélag Evrópu, Europ- ean Federation of IASP Chapters. Þar var viðfangsefnið skoðað frá ýmsum hliðum, en talið er að milli 10–20% manna í vestrænum lönd- um þjáist af verkjum í lengur en sex mánuði og eru því með lang- vinna verki. „Það er þó mjög einstaklings- bundið hvernig menn þola að aðlag- ast langvarandi verkjum,“ segir Sigurður. „Í sumum tilfellum hafa þrálátir verkir ekki nein afgerandi áhrif á líf einstaklinga meðan aðrir verða gersamlega óvinnufærir og neyðast til að fá aðra til að hjálpa sér við einföldustu verk eins og að borða og fara á salerni.“ Sigurður bendir líka á að það þurfi að draga úr fordómum sam- félagsins gagnvart þeim sem eru með langvarandi verki og það gildi ekki síst um fordóma lækna, hjúkr- unarfræðinga, þingmanna og allra þeirra sem taka ákvarðanir sem varða þessi mál. „Krónískir verkir eru ekki aumingjaskapur heldur meiðandi og eyðileggjandi sjúk- dómur sem veldur samfélaginu miklu fjárhagslegu tapi. Þá þarf að fyrirbyggja með öllum ráðum. Það eru því margir þættir sem þarf að vaka yfir,“ segir hann. Þarf að kenna fólki að lifa með verkjunum Stórt hlutfall fólks sem þjáist af viðvarandi verkjum verður að hætta að vinna eða minnka við sig vinnu eða breyta um starf. Þannig hafa krónískir verkir gífurlega mik- il áhrif á líf þess fólks sem þjáist af þeim. En hverjar eru helstu orsakir langvarandi verkja? „Orsakirnar eru mismunandi. Þeir geta orðið til við það þegar ek- ið er aftan á bíl og það kemur hnykkur á höfuð og háls ökumanns- ins sem veldur skemmdum á mið- taugakerfinu og sú skemmd orsak- ar langvarandi verki. Menn sem haldnir eru gigtarsjúkdómum þjást gjarnan af krónískum verkjum, svo og þeir sem eru haldnir sjúkdómum vegna illkynja meina og menn geta haft króníska hjartaverki, svo dæmi séu tekin.“ Sigurður segir að oft geti verið mjög erfitt og jafnvel ómögulegt að finna orsakir þrálátra verkja. „Það er vegna þess að orsökin er tauga- fræðileg, þ.e. það verða efnafræði- legar breytingar í miðtaugakerfinu sem útlokað er að sýna fram á með aðferðum dagsins. Röntgenmyndir gefa oft á tíðum óljósa mynd eða ranga af því hvar meinsemdin ligg- ur.“ Hvaða er til ráða við viðvarandi og sárum verkjum? „Þegar fólk þjáist af langvinnum verkjum þarf að nálgast vandann úr mörgum áttum. Mikilvægast er ef til vill að kenna fólki að lifa með þrálátum verkjum þannig að það láti þá ekki stjórna algjörlega lífi sínu. Það er gert með því að skýra hvað er á ferðinni. Að hér sé um að ræða sjúkdóm í taugakerfinu en ekki aumingjaskap. Þá skiptir miklu máli að hreyfa sig eðlilega, stunda líkamsrækt og vera í góðu, líkamlegu formi. Stunda sjúkra- þjálfun og iðjuþjálfun. Þessir ein- staklingar geta þurft að skipu- leggja vinnuna, heimilisstörfin og frístundir upp á nýtt. Og nota þarf rétt lyf. Stundum getur verið erfitt að segja fyrir um hvaða verkjalyf verka og hver ekki á viðkomandi einkenni. Það þarf því í ýmsum til- vikum að reyna mörg lyf á sjúkling- unum og sjá hvað verkar. Stundum eru notuð lyf sem algengt er að nota við þunglyndi en þau gera það að verkum að maðurinn þolir verk- ina betur. Svo er hópur fólks sem gagnast sterk verkjalyf langtímum saman. Sá hópur er lítill. En það má ekki líta á það sem allsherj- arlausn við verkjum að taka inn sterk verkjalyf, það er svo langt í frá. Það er nú einu sinni svo að það er einstaklingsbundið hvað, hverjum og hvernig verkjalyfjameðferð gagnast. Sumum gagnast mun bet- ur sjúkraþjálfun. Lykilatriði er að vera raunsær. Og það gildir bæði fyrir sjúkling og lækni. Að segja ekki við þann sem haldinn er krón- ískum verkjum að hann geti losnað við þá fyrir fullt og allt því það er sjaldan að það gerist, sama hvaða aðferðum er beitt“ Fórdómar ríkjandi Eins og Sigurður kom að hér á framan þá ríkja miklir fordómar í garð þeirra sem haldnir eru lang- Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Sigurður Árnason, sérfræðingur í krabbameinslækningum á Landspít- alanum — háskólasjúkrahúsi. Teikning/Andrés Nokkuð stór hópur fólks er haldinn verkjum svo mánuðum og árum skiptir sem gerbreyta lífi þeirra. Þessir ein- staklingar mæta oft fordómum í sam- félaginu og eru jafnvel vændir um ímyndaða verki eða eru grunaðir um að vera fíklar sem eru að reyna að ná sér í deyfilyf. Hildur Einarsdóttir ræddi við Sigurð Árnason, sérfræðing í krabba- meinslækningum, um vandann sem fylgir slíkum meinum bæði fyrir sjúk- linginn og þann sem meðhöndlar hann. Langvarandi verkir eru einn helsti dragbítur á lífsgæði í hinum vestræna heimi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.