Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 20
20 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
varandi verkjum. Hann skýrir þetta
nánar: „Þegar læknar sjá ekki nein
sýnileg einkenni með þeirri tækni
sem þeir hafa yfir að ráða þá hafa
þeir tilhneigingu til að draga í efa
sannsögli viðkomandi. Þeir sjá ef til
vill ekki merki um sannanleg sam-
fallsbrot eða þrýsting á taug svo
dæmi séu tekin. Í slíkum tilfellum
er hætta á að látið sé að því liggja
að um móðursýki sé að ræða eða
menn eru grunaðir um að vera
fíkniefnaneytendur að reyna að ná
sér í deyfilyf hjá lækninum. En hér
getur verið á ferðinni það sem við
köllum skynfíkn. Sá sem haldinn er
skynfíkn hefur fengið ákveðin
skammt af verkjalyfjum en sækist
eftir meiru. Það getur litið út eins
og um fíkn sé að ræða en í raun hef-
ur maðurinn fengið of lítið af lyfinu.
Það sem skilur á milli fíkilsins og
verkjasjúklingsins er að sá síðast-
nefndi er að fá lausn frá verkjunum
til að geta snúið sér betur að hinu
daglega lífi. Fíkillinn er að sækjast
eftir efninu til að flýja frá raun-
verulegu lífi.
Það getur stundum verið mjög
erfitt að segja í hvoru liðinu við-
komandi einstaklingur er. Það er
því mikilvægt að læknirinn geri
samning við sjúklinginn þannig að
hann geti fylgt honum eftir og
þannig áttað sig á hvaða áhrif lyfið
hefur á hann.“
Gera samning við sjúklinginn
Nú hefur verið rætt um það að
sumir læknar ávísi ótæpilega morf-
íni til fíkla. Hvernig líta þessi mál
út frá þínum sjónarhóli séð?
„Það er auðvitað glæpsamlegt að
gera slíkt og hefur ekkert með
verkjameðferð að gera. En það má
ekki gleyma því í þessari umræðu
að rannsóknir hafa sýnt að sjúk-
lingum með langvarandi verki geta
gagnast þessi lyf og þau geta bætt
líf margra. Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin, WHO, hefur til dæmis
sett það sem mælikvarða hversu vel
gengur að meðhöndla krabbameins-
verki hve auðvelt er að ná í morfín-
lyf í viðkomandi landi. Þá er auðvit-
að miðað við að það sé veitt undir
handleiðslu læknis.
Hætta er á því að umræðan um
að læknar séu að ávísa morfíni til
saklausra ungmenna verði til þess
að þeir sem raunverulega þurfa á
morfíni að halda fá þau síður. Allar
takmarknir sem heilbrigðisyfirvöld
setja á ávísun morfíns fyrir þá sem
þurfa þess með geta leitt til verri
verkjameðferðar.
Við sem gefum morfín höfum
eins og ég sagði hér að framan leit-
ast við að gera samning við sjúk-
linginn um að við fáum að fylgjast
með honum og hann strengi þess
heit að fara ekki til annarra til að
ná í lyfin. Við höfum líka haft sam-
vinnu við fá apótek svo unnt sé að
fylgjast betur með hvað hver fær af
lyfjum. Í gegnum þessa síu hefur
auðvitað einn og einn sloppið sem
ekki hefur gagnast lyfið og hefur
lent í vandræðum vegna þessa.
Þetta er því miður aukaverkun af
góðri verkjameðferð ef svo má
segja. Það má líka geta þess að það
er mun vandasamara að meðhöndla
fólk með langvarandi verki sem á
auk þess sögu um alkóhólisma eða
aðra fíkn. Þær aðstæður sem nú
eru í samfélaginu gera að verkum
að við getum ekki sinnt þessum
sjúklingum sem skyldi. Slíkir
verkjasjúklingar þurfa mun meira
eftirlit en hinir sem eiga enga sögu
um fíkn. Þetta fólk verður því oft
útundan þegar verið er að með-
höndla verki.“
Sigurður segir að fræðileg þekk-
ing á tilurð verkja hafi gengið mjög
hratt fram á undanförnum árum.
„Búast má við á næstu árum að
verkjameðferð verði mun hnitmið-
aðri en hún hefur áður verið. Það
sem vantar þó fyrst og fremst hér á
landi nú er að fólk geti fengið góða
verkjameðferð hvar sem það býr á
landinu en sú er ekki raunin.“
he@mbl.is
Þ
AÐ eru þrjú ár síðan
Margret fann fyrir tví-
sýni en ári síðar var hún
send í heilaskanna og þá
kom í ljós að hún var með æxli við
heilastofn. „Það var spurning hvort
ég myndi lifa með æxlinu sem var
góðkynja og óx hægt en ég hafði
líklega verið með þetta æxli í um
tuttugu ár. Endirinn varð þó sá að
ég var hvött til að láta fjarlægja
æxlið. Við aðgerðina kom í ljós að
augntaug var þétt upp við æxlið og
önnur taug vinstra megin í andlit-
inu var flækt inn í það. Það var þó
ekki fyrr en eftir aðgerðina að ég
fékk verk í andlitið.
Þegar Margret er beðin um að
lýsa verknum, segist hún helst
geta líkt honum við að vera í
spennitreyju. „Það er eins og allar
taugar séu strekktar vinstra megin
í andlitinu og aftur fyrir annað eyr-
að. Þessi verkur er alltaf til staðar.
Ég vakna við hann á morgnana og
það getur verið erfitt að sofna frá
honum á kvöldin og oft hef ég
þurft svefnlyf til að geta sofnað.
Það hafa þó komið fyrir tímabil
sem mér líður skár.“
Farið á milli lækna
Margret hefur farið á milli lækna
til að fá bót meina sinna, – en án
árangurs. „Ég var á Reykjalundi í
fyrravor í sjö vikur og það var mjög
gott. Ég náði þar upp meira þreki
og leið almennt betur en áður.“
Hún segir ýmislegt hafi, á þessum
árum, verið reynt til að losa hana
við verkinn. „Um tíma var ég á
verkjalyfum en þau höfðu engin
áhrif svo þeim var sjálfhætt. Ég hef
verið í sjúkraþjálfun og í nálast-
ungumeðferð og ég hef farið í höf-
uðbeina- og spjaldhryggsmeðferð.
Ég fór í augnaaðgerð nýlega því
eftir heilauppskurðinn gat ég ekki
stjórnað auganu, það lá fast í
augnkverkinni. Eftir þá aðgerð fékk
ég bjúg og blóðþurrð í auga, svo ég
fór að hugsa um hvort það gætu
verið tengsl á milli þess og verks-
ins. Læknar sem ég talaði við telja
það þó ekki vera.
Hún segist hafa tekið þá ákvörð-
un fljótlega eftir aðgerðina að fara
að vinna. Margret starfar sem leik-
listarkennari við Menntaskólann í
Hamrahlíð. „Fyrst var ég í rúmlega
hálfu starfi en varð að minnka við
mig. Ég hef fundið það með tím-
anum að ég þoli aðeins visst álag.
Ef ég verð mjög þreytt verður
verkurinn ákafari. Ég er að reyna
að finna jafnvægi á milli þess að
vera virk og passa mig á því að
verða ekki of þreytt. En það getur
verið erfitt að halda einbeitingu
undir þessum kringumstæðum.“
Aldrei fullkomlega ég sjálf
Hvernig er andleg líðan þín?
„Hún er svolítið sveiflukennd. Ég
næ því að byggja mig upp á milli
og gleymi verknum og mér tekst
að halda hlutunum gangandi. Það
verður svo sennilega til þess að ég
verð of virk og þá versnar verk-
urinn og andlega líðanin líka. Kvíði
er líka fylgifiskur verkjarins og ég
hef tilhneiginu til þunglyndis. Ég
hef fengið þunglyndislyf og eflaust
hafa þau hjálpað mér yfir einhvern
hjalla en mér finnst ég ekkert betri
með þeim þegar til lengri tíma er
litið. Þeim var því líka sjálfhætt. Í
stað þess leita ég í minn innri styrk
og svo á ég góða að.“
Hvað finnst þér verst við að hafa
þennan verk?
Hún situr hljóð og hugsar sig
um. „Ég er aldrei fullkomlega ég
sjálf,“ segir hún svo. „En ég held
ég vinni þetta svolítið út frá því að
ég sé að bíða eftir kraftaverkinu,
að verkurinn hverfi einn góðan
veðurdag.“
Nú ert þú með heimili og börn á
unglingsaldri og hefur því í nógu að
snúast.
„Fjölskyldan situr svolítið á hak-
anum … finnst mér,“ segir hún og
það gætir samviskubits. „Ég hef
lagt meiri áherslu á að halda mér
gangandi í vinnu en að vera hús-
móðir. En það hlýtur að hafa áhrif á
þau að ég er veik.“
Margir eiga meira bágt en ég
Hefur einhver ýjað að því að þú
sért bara ímyndunarveik?
„Nei, ég hef ekki orðið vör við
það. Hins vegar finnst mér stund-
um að það sé viss árátta að telja
að það sé sjúklingnum sjálfum að
kenna ef eitthvað er að; rót vand-
ans megi rekja til þess að hann
hafi ekki nógu jákvæða sýn á lífið
og þess vegna sé hann með verki.
Þessa afstöðu finnst mér ég finna
jafnt hjá einstaklingum sem starfa
innan heilbrigðiskerfisins og hjá
þeim sem stunda óhefðbundnar
lækningar. Auðvitað hefur jákvætt
hugarfar einhver áhrif. – Ég var að
hugsa um það um daginn að ef ég
hefði aðstæður til þá mundi mig
langa til að leggjast í heimshorna-
flakk og sinna mínum áhugamálum
um tíma. Ég er reyndar að reyna
að koma mér í klaustur á Ítalíu í
sumar.“
Hefur þú leitað í bænina?
„Já, en ekkert meira en áður.“
Hún viðurkennir að stundum sé
hún afar ósátt við þennan verk
sem plagar hana alla daga. „Það
koma þó þeir tímar að ég hugsa –
hvað er ég að kvarta, það eiga
margir mun meira bágt en ég.“
Beðið eftir kraftaverki
Morgunblaðið/Þorkell
„Það er eins og allar taugar séu strekktar vinstra megin í andlitinu og aftur
fyrir annað eyrað,“ segir Margret Guttormsdóttir sem hefur haft þennan
verk látlaust í tvö ár.
Í tvö ár hefur Margret Gutt-
ormsdóttir, sem hér segir
sögu sína, haft viðvarandi
verk í andlitinu eða síðan
góðkynja æxli við heilastofn
var fjarlægt úr höfði hennar.
félagslegan, andlegan og trúarlegan
stuðning. Teymisvinna okkar er m.a.
viðleitni til að viðhalda þessum gæð-
um heilbrigðisþjónustunnar. Hlut-
verk félagsráðgjafans er að aðstoða
sjúkling og fjölskyldu hans að takast
á við þessar breytingar og erfiðleika
sem sjúkdómar og viðvarandi verkir
hafa í för með sér. Breytingarnar
tengjast oft fjárhag og atvinnu og
samskiptum og tengslum innan og ut-
an fjölskyldunnar.
Þeim veika og fjölskyldu hans
stendur til boða fræðsla, ráðgjöf og
stuðningur varðandi þetta. Það þarf
að finna þau úrræði í umhverfi sjúk-
lingsins og fjölskyldu hans sem eru
fyrir hendi. Síðan þarf að tengja þessi
úrræði þannig að þjónustan nýtist
sem best. Dæmi um þetta er ýmis
heimaþjónusta frá félagsþjónustu og
heilsugæslu. Þá þarf oft að koma á
sambandi við Tryggingastofnun rík-
isins, lífeyrissjóði og sjúkrasjóði
verkalýðsfélaga ef sækja á um
sjúkradagpeninga, örorku eða endur-
hæfingarlífeyri. Þá standa til boða
einstaklings-, hjóna- eða fjölskyldu-
viðtöl til stuðnings við þessar aðstæð-
ur. Þetta er liður í því að sjúkling-
urinn og fjölskyldan fái heildrænan
stuðning og endurhæfingu.“
Sjálfshjálpin mikilvæg
Doktorsritgerð Eiríks Líndal sál-
fræðings fjallar um áhrif verkja á ein-
staklinginn. Eiríkur er einn af stofn-
endum verkjateymisins ásamt
Sigurði Árnasyni krabbameinssér-
fræðingi og Halldóri Jónssyni bækl-
unarsérfræðingi. Hlutverk Eiríks í
verkjateyminu felst einkum í að
greina hvort um sé að ræða sálfræði-
leg vandamál samfara verkjunum, en
Eiríkur hefur stundað rannsóknir og
meðferð við verkjavandamálum í 20
ár. „Ef andleg líðan sjúklingsins er
ekki góð þá leitast ég við að aðstoða
hann við að ná tökum á lífi sínu og
samskiptum við fjölskylduna. Til þess
eru ýmsar aðferðir eins og stuðnings-
viðtöl, innsæismeðferð og hugræn at-
ferlismeðferð.
Ef ekki er hægt að gera frekari að-
gerðir eða gera önnur inngrip, þá
reyni ég að hjálpa sjúklingnum til að
sætta sig við að ekkert frekar sé hægt
að gera til að losa hann alveg við verk-
inn.“
Eiríkur segir mjög einstaklings-
bundið hvernig viðbrögðin eru við
langvinnum verkjum. „Algeng við-
brögð eru, vonleysi, þunglyndi og
kvíði fyrir framtíðinni. Stöðugum
verkjum geta líka fylgt svefnvanda-
mál og einangrun frá öðrum. Ég að-
stoða einnig sjúklinga við að takast á
við þunglyndi sem er algengur fylgi-
fiskur langvinnra verkja.“
Eiríkur er spurður að því hvort séu
starfandi hér á landi sjálfshjálparhóp-
ar þeirra sem þjást af langvinnum
verkjum? Segist hann ekki þekkja til
hópa hérlendis sem snúist eingöngu
um verki. Til séu sérhæfðir hópar, til
dæmis á vegum Gigtarfélagsins sem
stofnaðir hefðu verið um ákveðna
sjúkdóma. „Ég tel mikla þörf á sjálfs-
hjálparhópi um verki, og væri ég
tilbúinn að hjálpa til við stofnun slíks
hóps ef einhverjir hefðu áhuga. Ég tel
mjög mikilvægt að sjúklingurinn
vinni sjálfur í sínum málum með opn-
um huga og hann bíði ekki eftir því að
aðrir geri eitthvað fyrir hann.“
Djúpslökun eða dáleiðsla er stund-
um notuð til að lina þrautir þeirra
sem haldnir eru langvarandi verkj-
um. Margrét Hákonardóttir geð-
hjúkrunarfræðingur hefur sérhæft
sig í djúpslökun. Segist hún stundum
vera beðin að hitta sjúklinga sem hafa
langvinna verki og finna fyrir and-
legri vanlíðan. „Djúpslökunin getur
hjálpað fólki að líða betur. Verkir
geta jafnvel minnkað eða að minnsta
kosti getur fólk umborið verkina bet-
ur. Suma sjúklinga hitti ég einu sinni
og aðra vikulega í marga mánuði.
Reynsla mín er sú að slökunin hafi
oftast reynst vel. Ef fólk er trúarlega
innstillt hefur bænin einnig gefist vel
með dáleiðslunni.“
Morgunblaðið/Kristinn
Verkjateymi Landspítala — háskólasjúkrahúss skipa, talið frá vinstri, Anna Rós Jóhannesdóttir félagsráðgjafi, Margrét
Hákonardóttir geðhjúkrunarfræðingur, Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri teymisins,
Sigurður Árnason, sérfræðingur í krabbameinslækningum, dr. Eiríkur Líndal sálfræðingur, Bjarni Valtýsson, sérfræðingur
í svæfinga- og gjörgæslulækningum, og Guðmundur Björnsson, sérfræðingur í deyfingum.
A '33"
-3"
?
3":
'
#
-33'3"
0; 3
7
3"
-
# ""
&'-'
7
7
7
7
5#B
5#B
5#B
+)!
!*
C!*
+
+!
*!!
C!!
!!
!@*!!
,!!
@,!!
7'- ' "
"
'-'
3" -D!
E
'
'
-6=46
=
:5#/8'
-D!
&-D'
3 '3' ""
F"
&!7
""-
3&
'
!!3
;'-'
"'
"$
'
' " < " ' G3; "$G" !?'5#B '
"
@!,'''
- 3 '
!
0 0
4 5
+)!!
!*!
C!*!
+
+!!
*!!
C!!
!!!
!"