Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.05.2002, Qupperneq 26
LISTIR 26 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ „JÁ, ég hef trú á fólkinu. Það var fólkið, alþýðan, sem kom hingað á hvítasunnunni…Listasöfn eiga að vera í almenningsgörðum, þar sem öll fjölskyldan getur komið – það var unaðslegt að sjá þegar mæðurnar voru að koma með börnin sín um hvítasunnuna.“ Svo fórust Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara orð í viðtali við Þjóð- viljann árið 1959, en um hvítasunn- una það ár bauð hann Reykvíkingum í nýreista bogaskemmuna við heimili sitt, þar sem nú er Ásmundarsafn við Sigtún. Um 5 þúsund manns lögðu leið sína í safnið á tveimur dögum. Á mánudag, annan í hvítasunnu kl. 17, verður opnuð þar sýning á verkum listamannsins, undir yfirskriftinni Listin meðal fólksins. Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík og ber opnunardaginn upp á 109. afmælis- dag listamannsins. Í tilefni sýningarinnar hefur inn- gangi í Ásmundarsafn verið breytt og ganga sýningargestir nú beint inn í bogaskemmuna, í stað þess að ganga inn í þann hluta safnsins sem eitt sinn var íbúð listamannsins. Skemmuna byggði Ásmundur til að tryggja að almenningur ætti aðgang að þeim verkum hans, sem ekki gátu staðið í garðinum við húsið, eins og mörg verka hans gerðu og gera enn. „Hugmyndin að baki þessari sýningu er sú bjargfasta skoðun Ásmundar að listin ætti að vera meðal fólksins, ekki bara á söfnum fyrir útvalda. Þessi hugmynd hefur eflaust mótast af tvennu, annars vegar þætti högg- myndalistar í borgarumhverfi í Evr- ópu í byrjun síðustu aldar og hins vegar uppruna Ásmundar sjálfs í ís- lenskri sveit.“ segir Hanna Guðrún Styrmisdóttir, annar sýningarstjór- anna. Pétur H. Ármannsson, hinn sýn- ingarstjórinn, tekur undir þetta og segir að Ásmundur hafi á námsárun- um í Stokkhólmi kynnst listinni sem hluta af daglegu umhverfi fólks. Þar hafi hann m.a. lært húsaskreytingar og unnið fyrir arkitekt þar í borg, sem og raunar síðar hér á landi eins og veggskreytingar á Austurbæjar- skóla, lágmynd á Ljósafossvirkjun og hurðir Reykjavíkurapóteks bera vitni um, svo dæmi séu nefnd. „Ás- mundur ritaði greinar um borgar- skipulag og hlutverk listarinnar í því. Flest verka hans eru hugsuð í tengslum við líf og atvinnu fólks,“ segir Pétur. List í borginni og Helreið á myndbandi Sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar er í raun ekki bundin við Ásmundarsafnið eitt, því í sýningar- skrá er að finna kort yfir staðsetn- ingu listaverka hans í borginni, svo sýningargestir geta lagt upp í list- leiðangur. Í sumar er einnig fyrir- hugað að bjóða upp á gönguferðir um borgina, að skoða verk Ásmundar. Þá hefur verið útbúið myndband, þar sem tækninni er beitt til að sýna höggmyndina Helreiðina í mjög stækkaðri mynd, þar sem hún stend- ur þvert yfir veg. Hugmyndin að baki myndbandinu á rætur að rekja til þeirra ummæla Ásmundar, að hann hefði áhuga á að höggmyndin væri yfir Reykjavegi við hús hans. Blaða- maður Vísis tók hugmyndina upp og bætti um betur, því hann skeytti Hel- reiðinni inn á mynd af Ártúnsbrekku, sem eins konar borgarhliði. Samræða við samtímann Sýningarstjórarnir leggja áherslu á að setja líf og list Ásmundar í sam- hengi við Íslandssöguna, heimssög- una og listasöguna. „Ævistarf Ás- mundar spannar miklar breytingar,“ segir Hanna Guðrún. „Þeir atburðir sem mótuðu öldina eiga sér skírskot- un í verkum hans.“ Pétur segir yfirlit yfir helstu við- burði sögunnar varpa ljósi á sam- ræðu Ásmundar við samtímann. „Ás- mundur var í París árið 1930, hann upplifði heimskreppuna hér á landi og heimsstyrjöldina síðari, hann byggði hús, fylgdist með kalda stríð- inu og sá upphaf geimaldar. Þessi sveitapiltur kynntist öllum straum- um samtímans og var alltaf vakandi í list sinni. Undir lok ævinnar var hann orðinn leiður á elstu verkum sínum, en hafði alltaf jafnbrennandi áhuga á næsta verki.“ Hanna Guðrún segir Ásmund hafa verið mjög víðsýnan og umburðar- lyndan í listinni. „Hann var fljótur að tileinka sér nýjungar og fylgdist vel með, sótti t.a.m. sýningar í Gallerí SÚM á 7. og 8. áratugnum.“ Það hljóta að hafa verið mikil við- brigði fyrir Ásmund að flytja hingað til lands, eftir námsdvöl í Stokkhólmi og síðar París, þar sem dadaisminn blómstraði og listamenn skilgreindu hlutverk myndlistar upp á nýtt. „Þegar Ásmundur kom heim í byrjun fjórða áratugarins voru engir sýning- arsalir á landinu,“ segir Hanna Guð- rún. „Hann hélt því fyrstu sýningu sína í hálfköruðum Arnarhváli árið 1930. Lengi vel var lítill skilningur á verkum hans sem kom m.a. fram í viðbrögðum manna við áformum um að staðsetja verk hans í borgarland- inu.“ Þrátt fyrir ágætar viðtökur er- lendis kaus Ásmundur að búa hér á landi. Hann hafði tekið þátt í opin- beru höggmyndasýningunni í París haustið 1928 og vorið 1929 og fengið góða dóma fyrir verk sín. „List Ás- mundar er ósvikin og frumleg og skipar honum á bekk með hinum fremstu myndhöggvurum vorra tíma,“ var umsögn eins listgagnrýn- andans. Sýningarstjórarnir vonast til að sýningin Listin á meðal fólksins verði hvati að úttekt á ævi listamannsins. „Skráning ævisögu hans, í samhengi við þá tíma sem hann lifði, er skemmtilegt og mikilvægt verkefni,“ sagði Pétur að lokum. ÁSMUNDUR MEÐAL FÓLKSINS Morgunblaðið/Golli Ásmundur Sveinsson vildi að alþýðan nyti listarinnar. Hanna Guðrún Styrmisdóttir og Pétur H. Ármannsson sýningarstjórar í bogaskemmu Ásmundarsafns. Sýning á höggmyndum Ásmundar verður opnuð á morgun. Sýning á höggmyndum Ásmundar Sveinssonar verður opnuð á mánudag. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við sýningarstjórana Hönnu Guðrúnu Styrmisdóttur og Pétur H. Ármannsson. MARGRÉT Bóasdóttir sópran- söngkona og Miklós Dalmay pí- anóleikari frumflytja átta sönglög við ljóð íslenskra skálda í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi í dag kl. 17. Dagskráin er liður í verkefni Listahátíðar, Fyrir augu og eyru. Á undan lesa átta af þeim níu myndlistarmönnum sem eiga verk á sýningunni Mynd – íslensk sam- tímalist ljóðin. Þeir eru Anna Lín- dal, Birgir Andrésson, Bjarni Sig- urbjörnsson, Guðjón Bjarnason, Jón Óskar, Margrét H. Blöndal, Ómar Stefánsson og Svava Björnsdóttir. Ljóðin sem lesin verða og síðan flutt af Margréti eru Klippimynd eftir Þuríði Guðmundsdóttur við lag Hildigunnar Rúnarsdóttur, Liljur götunnar eftir Þuríði Guð- mundsdóttur við lag Elínar Gunn- laugsdóttur, Mansöngur eftir Jak- obínu Sigurðardóttur við lag Hákons Leifssonar, Mörg eru ljóðin eftir Þorstein frá Hamri við lag Hróðmars Inga Sigurbjörns- sonar, Dagavillt eftir Harald Agnar Leifsson við lag Huga Guð- mundssonar, Hrif eftir Jón Bjarman við lag Jóns Hlöðvers Áskelssonar, Mig dreymir við hrunið heiðarsel eftir Snorra Hjartarson við lag Jónasar Tóm- assonar og Á mörkum eftir Þor- stein frá Hamri við lag Kjartans Ólafssonar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Miklós Dalmay píanóleikari og Margrét Bóasdóttir sópransöngkona. Átta sönglög frumflutt Olíumálverk í Þjóðmenning- arhúsinu Á KAFFISTOFU Þjóðmenningar- hússins stendur nú yfir sýning á ol- íumálverkum Steinunnar Berg- steinsdóttur. Þetta er fyrsta mál- verkasýning Steinunnar og nefnist hún „Lóur í túni – eldur í jörð“ og jafnframt fyrsta sýningin í kaffi- stofu Þjóðmenningarhússins. Steinunn er einkum kunn fyrir textílhönnun og hefur unnið við að hanna íslenskar ullarvörur allt frá árinu 1978, var m.a. yfir hönnunar- deild Hildu hf. og stofnfélagi bæði í Galleríi Sóloni Íslandusi og Galleríi Langbrók. Nýlega setti Steinunn á markað ullarvörur undir sínu eigin merki og kallar þær Edda-Víking og eru munstrin að grunni til sótt í íslensku handritin og skreytilist víkinga, hinn gamla þjóðararf okk- ar. Sýningin er opin alla daga frá kl. 11–17 fram að mánaðamótum. Lokasýning í Vesturporti LOKASÝNING á leikritinu Með lykil um hálsinn verður á þriðjudags- kvöld kl. 21 í Vesturporti við Vest- urgötu, leikhúsi ungra atvinnuleik- ara. Leikritið var frumsýnt þann 2. mars og hefur að sögn aðstandenda gengið fyrir fullu húsi síðan. Nú verður sýningin að víkja fyrir öðrum verkefnum sem eru á döfinni á næstu vikum. Leikarar eru Þórunn Erna Clau- sen, Lára Sveinsdóttir, Björn Hlyn- ur Haraldsson og Erlendur Eiríks- son. Höfundur og leikstjóri er Agnar Jón. Kór í Krists- kirkju BANDARÍSKI Háskólakórinn frá Southwest Missouri undir stjórn Guy B. Weeb heldur tónleika í Kristskirkju annað kvöld, mánu- dagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð kórsins um Norð- urlönd. Flutt verða verk eftir Giov- anni Gabrieli, Joaquin de Prez, John Tavener og Alfred Schmitke. Aðgangur er ókeypis. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.