Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Viltu stytta þér leið? 96 áfangar í boði. Próf 12.-16. ágúst. Fjarnám í sumar! Allar upplýsingar á www.fa.is. Skráning hefst 21. maí. Fjölbrautaskólinn við Ármúla - faglegt nám til framtíðar Breidd 60 sm. Verð frá kr. 29.880,- Breidd 90 sm. Verð frá kr. 44.820,- w w w .d es ig n. is © 20 02 Skeifan 2 • 108 Reykjavík S. 530 5900 • Fax 530 5911 www.poulsen.is Baðinnréttingar Spegill m. ljósi fylgir. Hvítt eða viðarlitt. ÞAÐ mun ekki hafa farið framhjá lesendum Morgunblaðsins að vík- ingaskipið Íslendingur gæti hugs- anlega verið selt til útlanda – og það í kjölfar frægðarfarar þess til Nýja heimsins árið 2000. Íslend- ingur var smíðaður af Gunnari Marel Eggertssyni á árunum 1994– 1995 en var fyrst settur í sjó vorið 1996. Gunnar Marel gekk þegar með þann draum að sigla skipinu til Norður-Ameríku til að halda upp á þúsund ára afmæli landafunda Leifs Eiríkssonar. Sú ferð var farin og vakti verðskuldaðrar athygli, ekki einungis á Íslandi heldur í Kanada, Bandaríkjunum og víðar. Svo dæmi sé tekið var komu Ís- lendings til Nýfundnalands sjón- varpað í beinni útsendingu alls staðar í Kanada og var hún send út um allan heim um gervihnattadisk. Samt sem áður hefur Íslendingur verið í þurrkví í Bandaríkjunum frá því Ameríkuför lauk vegna fjárskorts. En þegar Íslendingur hef- ur þjónað íslensku þjóð- inni svo eftirminnilega á þessum miklu tíma- mótum, getum við rétt- lætt það að láta hann frá okkur á þennan hátt? Höfum við efni á því að láta hann úr greipum ganga? Ég vona ákaft að svarið sé nei, alls ekki. En af hverju er það svo mikilvægt að fá vík- ingaskipið aftur til Ís- lands? Svarið er marg- þætt: Íslendingur er ein sterkasta áþreifanlega tenging okkar við vík- ingaöldina. Landnámsmenn komu til landsins á slíkum skipum; sumir þeirra héldu áfram til Grænlands og Norður-Ameríku eins og Leifur Eiríksson gerði árið 1000. Íslend- ingur er mjög nákvæm eftirlíking af hinu fræga Gaukstaðaskipi sem er talið hafa verið smíðað árið 870 eða þarumbil. Því var Gaukstaða- skipið líklega sjófært og í fullri notkun á þeim tíma er fyrstu land- námsmennirnir komu til Íslands ár- ið 874. Íslenskur maður lagði í þá vinnu að smíða eftirlíkingu af þessu skipi: það er út af fyrir sig næg ástæða til þess að þjóðin ákveði að flytja Íslending heim þar sem við getum öll virt fyrir okkur þessa listasmíð. En það eru dýpri ástæð- ur fyrir því að koma Íslendingi heim til sín, ástæður sem eiga ræt- ur sínar í menningarlegu og sögu- legu gildi víkingaaldar og í við- skiptalegu framlagi Íslendings til jákvæðrar landkynningar. Víkingaöldin Víkingaöldin er almennt talin hafa staðið í tæplega þrjár aldir, frá því laust fyrir árið 800 og þangað til Vilhjálmur sigursæli réðst inn í England árið 1066, og jafnvel nokkrum áratugum lengur. Til- gangur víkingaferða var ekki ein- ungis að brjóta og bramla, stela og slátra. Norðmenn, Danir og Svíar fóru víða í margþættum tilgangi: til að versla, til að nema land og jafn- vel setjast þar að, og til að kynnast nýjum slóðum. Sumir víkinganna voru hraktir að heiman af pólitísk- um ástæðum, aðrir voru forvitnir, enn aðrir stunduðu viðskipti frá skipum sínum og svo framvegis. Þeir stofnuðu borgir eins og Dyfl- inni og settust að í þorpum sem uxu undir stjórn þeirra og urðu mið- stöðvar millilandaviðskipta. Rúss- nesku borgirnar Kiev (Kænugarðr á forníslensku) og Novgorod (Hólmgarðr) eru dæmi um mið- stöðvar sem þrifust í höndum vík- inga. Víkingaöldin og menning hennar leið undir lok á 11. öld á flestum stöðum. En þó voru undantekning- ar og er Ísland ein þeirra. Á af- skekktri eyju norður í hafi þreifst víkingamenningin mun lengur en á meginlandinu og á Norðurlöndum. Segja má að þessi menning hafi hér fengið frið til að þróast eins og henni var eiginlegt án mikilla af- skipta utanaðkom- andi áhrifa. Ein mik- ilvægasta afleiðing þessarar þróunar hlýtur að vera Al- þingi, elsta ríkis- stjórn sinnar tegund- ar á hnettinum. Þegar útlendingar spyrja efafullir hvert sé framlag Íslands til heimsmenningar þá geta allir Íslendingar svarað fullum hálsi að þjóðin hafi sýnt að þingræðisleg lands- stjórn geti þrifist í margar aldir. Svo er hægt að halda áfram og telja upp bókmenntir Íslendinga, listmálara og margt fleira sem hefur bæst við síðan. Menningargildi víkingaskipa Fræðimenn okkar tíma vita mik- ið – en þó lítið – um menningu vík- inganna. Stöðugt uppgötvast nýjar fornleifar frá víkingaöld, allt frá stökum peningum sem finnast á slóðum langt frá heimalöndum vík- inga að heilum skipum sem eru grafin upp og síðan rannsökuð. Hver rannsókn leiðir í ljós nýja þekkingu um það hvernig forfeður okkar bjuggu, hvers þeir neyttu, hvert þeir fóru og hvað þeir gerðu á nýjum slóðum. Því meira sem er vitað um víkingaöldina, þeim mun betur skiljum við fortíð okkar og sögu. Þessi saga er sterk undir- staða þjóðarstolts Íslendinga: það finnst varla sá Íslendingur sem er ekki mjög hreykinn af fornri menn- ingu og sögu föðurlandsins. Hlutverk skipa í þeirri sögu er stórt. Í dag eru stundaðar rann- sóknir um það hvort víkingar hafi komist alla leið til Mexíkó fyrir þús- und árum. Fundist hafa fornleifar á Flórídaskaganum sem teljast frá víkingum komnar. En án hinna hraðskreiðu víkingaskipa hefði lík- lega enginn landnámsmaður komist til Norður-Ameríku fyrr en löngu seinna; það hefði verið æði erfitt að komast til Íslands, hvað þá alla leið yfir Atlantshafið. Eins og var til- greint í bréfi til Morgunblaðsins fyrir nokkrum vikum: ,,Við Íslend- ingar erum af skipum komnir, af skipum mataðir og skipum háðir með öll aðföng . . .“ [Vitnað er í Velvakandabréf Valbergs Lárus- sonar sem birtist 13. apríl 2002.] Þannig var það frá landnámstímum og þannig er það enn. Ísland er enn þann dag í dag þjóð skipa: sú vel- megun sem getur af sér betri lífs- kjör fyrir alla er fyrst og fremst til komin vegna sjávarútvegs: sem sagt, vegna skipa. Frammistaða víkingaskipa Frammistaða hinna fornu vík- ingaskipa er talin ævintýralega góð, en smíði og rekstur nákvæmra eft- irlíkinga eins og Íslendings gefur okkur haldbærar vísbendingar um þá makalausu hæfni sem skipin sýndu á 9. til 11. öld. Áhugamenn um nútímasiglingar giska á í sak- leysi sínu að víkingaskip gætu hafa siglt á u.þ.b. 3–4 hnútum, en stað- reyndin er sú að þessar sjóþotur léku sér að því að sigla á 15–18 hnútum! Þær héldu uppi slíkum hraða langtímum saman, og þær gerðu það fyrir hvorki meira né minna en þúsund árum. Gunnar Marel upplifði það sjálfur þegar hann sigldi öðru víkingaskipi svip- uðu Íslendingi árið 1991. Með notk- un nútímatækja mældi hann hraða upp í 18 hnúta og varð vitni að því að Íslendingur sigldi á minnst 15 hnútum í tvo klukkutíma samfleytt! Annað sem kemur mönnum á óvart um víkingaskip er hversu sjó- fær þau voru í ólgusjó. Þrátt fyrir öldugang sem náði upp að stefni tóku þau ekki á sig sjó. Nútímasigl- ingakappar upplifa það hvað eftir annað að þeir verða holdvotir hvað sem þeir gera, en á siglingunni til New York tók Gunnar Marel eftir því – reyndar sér til nokkurrar undrunar – að sjórinn flæddi ekkert inn á skipið. Þetta eru ekki getgát- ur heldur staðreyndir sem nútíma- menn hafa sannað með því að byggja og sigla ,,alvöru“ víkinga- skipum. Íslenska þjóðin má vera – og á að vera – stolt af því að vera af fólki komin sem meðal annarra af- reka smíðaði slík undrafley. Eins má hún vera – og á að vera – stolt af því að eiga samlanda sem beitir dugnaði og hugsjón í þágu þessa elsta þáttar íslenskrar menningar. Framlag Íslendings til landkynningar og sérstaða skipsins En frammistaða Íslendings ein- skorðast ekki við að koma fólki á óvart með því að sigla á lygilegum hraða; hún einskorðast ekki heldur við það að hjálpa okkur að skilja hvernig menn á víkingaöld smíðuðu skipin sem báru þá til fjarlægra slóða á borð við Kiev, Norður-Afr- íku og Nýfundnaland, og jafnvel lengra í burtu eins og greint er frá hér fyrir ofan. Víkingaskipið Ís- lendingur er einnig viðskiptaeining sem getur gefið eitthvað í aðra hönd. Að siglingu lokinni árið 2000 höfðu ekki færri en 350.000 manns komið um borð til þess að skoða þetta merka skip. Um 230 íslenskir menningarviðburðir voru settir upp í Bandaríkjunum og Kanada árið 2000 en siglingin gegndi miklu hlut- verki í þessari menningarsprengju. Landkynningargildi siglingarinnar samkvæmt lokaskýrslu Landa- fundanefndar var áætlað um 3 milljarðar íslenskra króna. Það eru fáir atburðir sem hafa náð slíkri kynningu á alþjóðavísu. En mig óar við þeirri hugsun að aukinn fjöldi ferðamanna komi til Íslands í kjöl- far þessarar landkynningar – komi til að kynnast landi, þjóð og menn- ingu – og hér sé ekkert víkingaskip því Íslendingur hafi hrakist á brott. En landkynningin árið 2000 er bara byrjunin. Í réttu umhverfi gæti Íslendingur verið arðbær mið- punktur alhliða sýningar um forna íslenska menningu. Nú þegar kem- ur hingað fjöldi ferðamanna ár hvert til þess að fræðast um ís- lensku þjóðina og rætur hennar. Sá fjöldi myndi eflaust vaxa með til- komu ferðaþjónustu tengdri vík- ingamenningar. Þessi stækkandi hópur gesta myndi dvelja á hót- elum, borða á veitingahúsum, leigja bíla, versla í búðum, heimsækja söfn og náttúruperlur – og ekki ein- göngu á höfuðborgarsvæðinu. Öflug menningarþjónusta sem byggð væri utan um Íslending væri hressandi nýjung í ferðaþjónustu og hefði já- kvæðar afleiðingar fyrir íslenska efnahagslífið. Önnur spennandi hugmynd er sá möguleiki að sigla Íslendingi aftur heim frá Bandaríkjunum með pompi og prakt. Það væri einsdæmi ef skipi af þessu tagi væri siglt frá Íslandi til Norður-Ameríku og til baka. Athyglin sem beindist að Ís- landi í því tilviki gæfi sennilega af sér töluverðar tekjur. Sú jákvæða umfjöllun sem myndi fylgja slíku afreki vekti mikinn áhuga á Íslandi sem gæti skilað sér til þjóðarinnar í langan tíma. Einnig er hægt að ímynda sér að með réttri meðferð gæti Íslendingur varðveist í margar aldir – kannski heilt árþúsund, hver veit? – og verið einn af hornsteinum framsýnnar þjóðar í sýningum og hátíðum um ókomin ár. Markaðssetning íslenskrar menningar Á Íslenskum markaðsdegi 2002 sem haldinn var í febrúar síðastlið- inn kom hingað breski markaðs- setningarsérfræðingurinn John Williamson. Williamson hélt erindi um markaðssetningu og vöru- merkjasetningu og gaf Íslendingum ýmis góð ráð. Meðal annars tók hann vara við að Íslendingar legðu mikið í að auglýsa land og þjóð frá sjónarhorni náttúruperla enda sagði hann eitthvað á þessa leið: ,,Það er náttúra alls staðar.“ Sú at- hugasemd gefur í skyn að fyrst náttúra er alls staðar sé lítil ástæða fyrir útlendinga að leggja land und- ir fót í stórum stíl og koma alla leið til Íslands til að upplifa hana; hún fyrirfinnst heima fyrir, þó kannski í annarri mynd. Þegar maður hugsar um athugasemd Williamsons vakna spurningar sem þessar: Ef hann hefur rétt fyrir sér – að það sé ár- angurslítið að auglýsa það sem er úti um allt – hvað býður Ísland upp á sem er ekki ,,alls staðar“? Hver er sérstaða þessa lands? Meðal þeirra svara koma til hugar er: Forn víkingamenning. Gamla vík- ingamenningin er auðlind sem þjóð- in er rétt að byrja að nýta sér í við- skiptaskyni en ofangreindar tölur um vinsældir Íslendings og kynn- ingargildi Ameríkusiglingar hans gefa sterka vísbendingu um það hve miklum árangri væri hægt að ná með því að byggja upp ferða- þjónustu sem snúist gæti um þess- ar rætur íslenskrar menningar. Ís- lendingar hafa þegar byrjað á þessari braut á Eiríksstöðum og á söguslóðum Njálu. Ferðaþjónusta með Íslending í fararbroddi – sem tengdi saman fræðslu, menningu ÍSLENDING HEIM – AF HVERJU? Anna Benassi En það er ekki nóg að hugsjónamenn sitji heima í stofu og hristi hausinn yfir því að þjóð- in gæti verið á barmi mikils menningartaps ef Íslendingur seldist til útlanda. Það hlýtur að vera önnur leið, segir Anna Benassi. Við verð- um að taka saman hönd- um – ríkisstjórn, fyr- irtæki, stofnanir og einstaklingar: allir sem kæra sig um Ísland og íslenska menningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.