Morgunblaðið - 19.05.2002, Blaðsíða 42
MINNINGAR
42 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Afi minn lokaði aug-
unum og lyfti upp
handleggjunum eins og
tónlistarstjórnandi
þegar hann hlustaði á tónlist sem
honum þótti fögur. Hann var eini
fullorðni maðurinn sem ég hafði séð
gera þetta. Ég varð að bíða þar til
tónlistin var þögnuð til að geta talað
við hann. Hann var ólíkur öllum sem
ég þekkti.
Ég hafði unun af að hlusta á sög-
urnar hans afa míns. Hann lagði
mikla rækt við öll smáatriði og
kunni að segja frá svo að hvert atvik
varð að spennusögu og ljóði í senn.
Það fór hrollur um mig af spennu í
hvert sinn er hann sagði mér söguna
af því er hann reyndi að kría saman
nægu fé til að kaupa hlut í hvernum
á Syðri-Reykjum. Hann allslaus
draumadrengur sem vildi rækta
grænmeti í glerhúsi og svo peninga-
mennirnir sem réðu örlögum hans.
Hún var líka dramatísk sagan hans
STEFÁN
ÁRNASON
✝ Stefán Árnasonfæddist við Lækj-
argötuna í Reykjavík
30. maí 1911. Hann
andaðist á sumar-
daginn fyrsta, 25.
apríl síðastliðinn, á
Hrafnistu í Hafnar-
firði og var útför
hans gerð frá Garða-
kirkju í kyrrþey 6.
maí.
af því þegar þau amma
Áslaug fóru með Ingu
dóttur sína nýfædda í
vörubíl áleiðis að
Syðri-Reykjum með
stóran spegil í fartesk-
inu sem var hætt kom-
inn alla leiðina á hol-
óttum vegi. Þau þurftu
að ganga síðasta spölin
með ungbarn og spegil
og hvort annað. Speg-
illinn er enn í svefn-
herberginu á Syðri-
Reykjum sextíu og
fimm árum síðar og
speglar okkur afkom-
endurna. Hún var einnig ávallt jafn
áhrifarík sagan af því þegar afi Stef-
án var tveggja ára í svefnherbergi
foreldra sinna á Skólavörðustígnum
og horfði á móður sína og nýfæddan
bróður. Hann lagði sérstaka rækt
við að lýsa grænum borðlampa þeg-
ar hér var komið við sögu og teikn-
aði hann annaðhvort í loftið með
höndunum eða á blað. Ég veit að all-
ir afkomendur hans geta séð þennan
lampa ljóslifandi í hugskotssjónum
sínum. Sögurnar urðu bara betri eft-
ir því sem ég heyrði þær oftar. Það
var líkt og þær fléttuðust saman við
mig og eru nú hluti af minni reynslu
og upplifun. Þó Skólavörðustígurinn
hafi breytt um svip síðan afi minn
þeystist þar um holtið með vinunum
eða ræktaði garðskikann sem
mamma hans úthlutaði honum þá er
ekki erfitt að gera sér í hugarlund
lífið þar fyrir tæpum hundrað árum
eftir að hafa hlustað á sögurnar hans
afa. Þær eru núna sögurnar mínar
líka.
Það var mikið ævintýri fyrir barn
sem ólst upp í Keflavík að koma í
gróðurvin og hlýja gufu hversins á
Syðri-Reykjum. Þar var töfralandið
þar sem afi var kóngur og amma
drottning og ég varð samstundis
prinsessa sem sveif um á á milli
blóma og hárra trjáa. Afi í skúrnum
að brenna platta og krúsir með tón-
listina í botni. Amma að töfra upp
blóm og jurtir. Ég fékk að vera að-
stoðarmaður í plattagerðinni og
klippa út myndir og raða diskum í
háa stafla. Ég fékk líka að fara í
Haukadalinn með afa í hlöðnum bíl
af minjagripum með myndum af
Gullfossi og Geysi handa ferða-
mönnunum sem horfðu forviða á
Strokk. Mér fannst ég fá að taka
þátt í æsispennandi starfi sem varð
til þess að Gullfoss og Geysir dreif-
uðust um allan heim á framandi
slóðir. Best var að geta haldið í
höndina á afa Stefáni og halla höfði
að öxl hans á meðan hann strauk
mér um vangann og sagði sögur, eða
bara þagði. Afi minn sýndi mér að
hægt er að upplifa töfra og mikil-
fengleika alls sem er ef maður bara
vill það. Það þarf bara að halda
hjartanu opnu og heitu eins og ís-
lenskum hver og vera sá sem maður
er.
Elín Agla Briem.
Það rennur betur og betur upp
fyrir mér, eftir því sem aldurinn
færist yfir, hversu mikil gæfa það er
í lífinu, að hafa hitt fyrir fólk sem
maður á samleið með. Ekki nokkur
áþreifanlegur hlutur í heimi hér
jafnast á við þá gleði sem hlý mann-
leg samskipti veita. Það er bæði
gömul saga og ný sem verður ekki of
oft sögð. Örlögin höguðu því svo að
við hjónin kynntumst Stefáni Árna-
syni garðyrkjubónda á Syðri-Reykj-
um í Biskupstungum, sem kvaddi
þennan heim nú á fyrsta degi sum-
arsins, og Áslaugu Ólafsdóttur konu
hans, sem lést að haustlagi fyrir að-
eins sex árum, ekki fyrr en tiltölu-
lega seint á lífsleiðinni.
Þó hafði Jón, bóndi minn, sem
smástrákur var sendur í sveit að
Torfastöðum í sömu sveit oftsinnis
heyrt á Stefán á Syðri-Reykjum
minnst af húsmóður sinni þar á bæ.
Sigurlaug prestfrú hafði alveg sér-
stakt dálæti á Stefáni sem góðum
granna og rómaði hún mannkosti
hans mjög. Eins dásamaði hún það
gómsæta grænmeti sem hann lagði
inn á eldhúsborð til hennar og heim-
ilisfólksins, en slíkt góðgæti var
heldur fátítt bæði til bæjar og sveita
í þá daga. Margur skærrauður tóm-
aturinn frá gróðurhúsi Stefáns á
Syðri-Reykjum rataði síðan sumarið
1940 upp í súðarherbergi til sama
smápilts sem þá um tíma þurfti að
liggja þar rúmfastur með aðeins
hverareykinn út um gluggann sér til
afþreyingar. Þessir sólvermdu
Syðri-Reykja tómatar urðu honum
æ síðar í huganum öllum öðrum
ávöxtum sætari og köstuðu þeir um
leið ævintýraljóma yfir töframann-
inn sem bara örstutt frá, á næsta
bæ, gat framleitt soddan undur.
En það vildi svo þannig til seinna
að við hjónin tengdumst Stefáni og
Áslaugu á Syðri-Reykjum gegnum
sameiginlegt áhugamál sem fljót-
lega varð flestum áhugamálum yf-
irsterkari. Það var þegar börn okkar
lögðu saman hönd í hönd út á lífsins
braut. Sonur okkar Sigurður og Ás-
laug Dóra Eyjólfsdóttir dótturdóttir
og fósturdóttir þeirra urðu hjón í
Skáholtkirkju árið1993 og eignuðust
með tíð og tíma börn og buru. Í
börnum þeirra þrem mættumst við
síðan öll fjögur svo að ekki verður að
skilið. Áslaug eldri fékk því miður
ekki að kynnast börnunum smáu en
elsti drengurinn Jón fæddist árið
eftir að hún dó. Síðan kom í heiminn
á einum og sama maídeginum í fyrra
lítill telpuhnoðri óg lítill dreng-
hnokki, og er þau voru vatni ausin á
dýrlegum sumardegi lögðum við
Stefán saman kraftana við að halda
sem samviskusamlegast á þeim und-
ir skírn. Mikil varð gleðin yfir nafn-
giftinni þegar þau voru látin heita í
höfuðið á okkur – Solveig og Stefán.
Nú á kveðjustundu vona ég ein-
læglega að litli nafni Stefáns á
Syðri-Reykjum og nafna mín tví-
burasystir hans megi líkjast langafa
sínum í sem flestu, því margt dug-
mikið og stórbrotið átti hann til í sín-
um ranni og munu aðrir mér kunn-
ugri geta betur sagt frá því en ég.
Það er þó eitt í fari hans sem mig
langar til að draga fram sem til fyr-
irmyndar var og gaman væri að niðj-
ar hans allir legðu sem mesta rækt
við. Það er sú virðing og blíða sem
hann í hvívetna sýndi bæði mælend-
um sem málleysingjum.
Íslendingar hafa löngum haft á
hraðbergi vísur um hreinlega allt
sem nafni tjáir að nefna. Eina slíka
langar mig til að draga fram úr hug-
arfylgsnunum eftir austfjarðaskáld-
ið Pál Ólafsson, sem sérdeilis vel
gæti átt við Stefán frá Syðri-Reykj-
um. Með henni kveð ég hann nú í
hinsta sinni um leið og ég þakka
honum margar ljúfar stundir.
Orð þín vóru æ svo hlý
og atlot þess á milli,
umgengnin þín æ og sí
einhver mesta snilli.
Solveig Jónsdóttir.
Það mun hafa verið
haustið 1945, að leiðir
okkar Haraldar Jó-
hannssonar lágu fyrst
saman; á Hressingar-
skálanum við Austur-
stræti. Hann sat þar
ásamt öðrum Skagamanni, Jóni Ás-
mundssyni, sem síðar átti eftir að
verða kunnur undir nafninu Jón
Óskar.
Haraldur var þá í Menntaskól-
anum og las undir stúdentspróf. Við
hittumst sjaldan, og varla er hægt
að segja að við kynnumst fyrr en
síðla sumars ’46 útí kóngsins Köb-
enhavn. Þar hittumst við stundum í
samnefndu konditóríi og drukkum
vont kaffi.
Mér fannst maðurinn nokkuð
óvenjulegur meðal Íslendinga sem
þá voru í Höfn. Hann var mjög
reglusamur, manna snyrtilegastur,
háttprúður svo af bar, vel lesinn,
leiddi aldrei umræðuna inn á per-
sónulegar brautir, hvorki varðandi
sjálfan hann né aðra. Umræðuefni
hans voru heimsmálin og listir,
einkum bókmenntir. Mér er minn-
isstætt að hann bauð mér heim til
sín á jólakvöld. Hann átti heima við
H.C. Ørstedsvej og hafði fengið
sendan íslenzkan mat að heiman:
svið, slátur, harðfisk, hangikjöt og
annað góðmeti. Þessu renndum við
niður með ropvatni og ræddum
heimspólitík og bókmenntir langt
fram á nótt. Ekki minnist ég þess,
að við höfum rætt mikið um jóla-
barnið.
Eitthvað hittumst við í Reykjavík
sumarið ’48. Þá hafði hann þýtt
ásamt Jóni Óskari bók H. Pearsons
um réttarhöldin yfir Oscar Wilde,
og Ragnar í Smára fékk mig til að
yfirfara þýðinguna.
Það var ekki fyrr en í London
haustið ’49 sem ég kynntist Haraldi
að ráði. Hann var þá farinn að lesa
hagfræði við Lundúnaháskóla, og
HARALDUR
JÓHANNSSON
✝ Haraldur Jó-hannsson fædd-
ist í Reykjavík 7. júlí
1926. Hann lést 18.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram í
kyrrþey frá Foss-
vogskapellu 25.
mars.
næsta vetur hittumst
við oft. Hann hafði út-
vegað mér ágætt hús-
næði í rólegu hverfi í
North Finchley þar
sem ég undi mér vel
nokkuð á annað ár.
Við hittumst þá iðu-
lega til að ræða
heimsmálin og bók-
menntirnar, m.a. þá
ráðgátu hvert væri
hið íslenzka ljóðskáld
sem birti kvæði sín
undir nafninu Anon-
ymus. Einhverju sinni
vildi hann endilega
sýna mér nóbelskáldið Thomas
Eliot og kvað ekkert auðveldara;
við þyrftum aðeins að mæta til
messu í kirkju eina í Kensington,
þar sem skáldið væri djákni eða svo
gott sem. Þetta gerðum við. Og
undir miðri messunni kom skáldið
með söfnunarbauk sem hann rak á
löngu priki inn í hvern kirkjubekk,
og að sjálfsögðu létum við eitthvert
klink í baukinn einsog allir aðrir,
svo að guðs kristni mætti eflast í
landinu.
Við hittumst oft þennan vetur.
Og til er mynd sem götuljósmynd-
ari tók af okkur nálægt Marble
Arch. Ég held á bók sem hann hafði
lánað mér: leikgerð Íslandsklukk-
unnar: Snæfríður Íslandssól. Svo
hvarf hann heim um vorið og var
sumarlangt heima einsog jafnan á
námsárum sínum.
Árin liðu. Stundum leið langur
tími milli þess sem við sáumst, og
oft hafði ég fáar spurnir af honum.
En haustið 1951 gerði hann mér
mikinn vinargreiða og alveg óum-
beðið. Hann útvegaði mér herbergi
hjá móðursystur sinni, Gunnfríði
Ebenezersdóttur, einhverri elsku-
legustu konu sem ég hef kynnzt. Í
herbergi þessu bjó Haraldur á
sumrin, og þangað hafði ég oft kom-
ið til Sigfúsar Daðasonar, sem var
þar til húsa á vetrum, áður en hann
fór til náms í París. Þetta litla hús á
horni Lindargötu og Smiðjustígs
stendur enn og verður vonandi
varðveitt, í stað þess að reisa þar
skýjakljúf.
Hálf öld er liðin síðan þetta var,
og margt hefur gerzt í heimsbyggð-
inni; margt farið á annan veg en við
vonuðum á meðan við vorum ungir.
Að loknu námi hóf Haraldur störf
hér heima; var stjórnarformaður
Útflutningssjóðs og Hlutatrygg-
ingasjóðs á árunum 1957 til ’62.
Hann tók einnig þátt í störfum
Sameiningarflokks alþýðu, sósíal-
istaflokksins, en var jafnan óáheyri-
legur ræðumaður, stundum langt á
undan sinni samtíð í viðhorfum og
kolómögulegt efni í alþingismann.
Hann brá því á það ráð að hverfa úr
landi og láta fjarrar þjóðir njóta
menntunar sinnar. Á árunum 1964
til ’68 var hann fyrirlesari í Malaja,
og í Jóhannesarborg í Suður-Afríku
var hann frá 1969 til ’71. Eftir það
kom hann heim og gerðist hagfræð-
ingur hjá Framkvæmdastofnun rík-
isins árin 1973 til 1977. Einn helzti
efnahagsráðgjafi vinstristjórnar
Hermanns Jónassonar hafði hann
verið á árunum 1956 til ’58. Síðustu
árin starfaði hann sjálfstætt.
Langir tímar liðu svo, að við
sáumst ekki nema með höppum og
glöppum. Aldrei heimsótti ég hann,
nema í þetta eina skipti á jólunum í
Köben. Hann gerði heldur ekki tíð-
reist til mín. Þó heimsótti hann mig
í síðasta sinn snemma á þessu ári
og virtist þá hafa fengið furðu góða
bót þeirra meina sem hrjáð höfðu
hann undanfarin ár. Þann 18. marz
var hann allur.
Menn hafa ekki alltaf verið á einu
máli um það hvort Haraldur hafi
verið maður einmana og jafnvel átt
bágt. Ég er ekki þeirrar skoðunar
að svo hafi verið. Hann kvæntist að
vísu aldrei og bjó alltaf einn, bæði
hér heima og erlendis. En áhuga-
mál sín átti hann, og hann var sí-
fellt að auka við þekkingu sína slík-
ur málamaður sem hann var; og
ekki má gleyma þeim fræðiritum
sem eftir hann liggja, því hann var
mjög starfsamur. Skáldskap fékkst
hann aldrei við, svo vitað sé. En
eina samtalsbók skrifaði hann; sam-
töl við verkalýðsleiðtogann Ólaf
Friðriksson.
Ekki held ég að hann hafi átt
neinn öfundarmann, og áreiðanlega
öfundaði hann engan. Hann var um-
talsfrómur og höfðaði til skynsemi
viðmælenda sinna fremur en tilfinn-
inga. Hann reyndi aldrei að vera
fyndinn, en hafði lúmskan húmor og
hló lágt. Alla tíð var hann mjög
neyzlugrannur og mesta furða hvað
hann hélt lengi heilsu. Hann var
manna kurteisastur, einkar barn-
góður og vildi öllum vel.
Slíks manns er gott að minnast.
Elías Mar.
Elsku amma mikið
er nú erfitt að kveðja
þig, þú varst alltaf svo
góð við mig. Það var
alltaf svo gott að koma til ykkar afa,
alltaf var ég velkomin. Við áttum
margar góðar stundir saman síðasta
sumar þegar ég labbaði oft til þín á
milli æfinga í fimleikunum, þá gafstu
mér alltaf að borða, svo spiluðum við
og spjölluðum saman. Þú komst allt-
af með útbreiddan faðminn þegar ég
kom og kysstir mig. Það verður
skrýtið að koma í Skorradalinn og þú
verður ekki þar.
Minningin um þig elsku amma
mun lifa í hjarta mínu.
Ég skal reyna að vera góð við afa
fyrir þig.
Ég finn, hve sárt ég sakna,
hve sorgin hjartað sker.
Af sætum svefni að vakna,
en sjá þig ekki hér;
því svipur þinn á sveimi
í svefni birtist mér.
Í drauma dularheimi
ég dvaldi í nótt hjá þér
(K.N.)
Þín
Sara Sif.
Elsku amma mín, það er svo sorg-
legt að þú sért dáin, þú varst alltaf
svo góð amma. Alltaf þegar ég kom
þá knúsaði ég þig, húðin þín var svo
mjúk og þú kallaðir mig svo oft
pönnukökukónginn þinn. Ef þú viss-
ir að ég var á leiðinni þá varst þú yf-
irleitt búin að baka pönnukökur þeg-
SVANFRÍÐUR
ÖRNÓLFSDÓTTIR
✝ Svanfríður Örn-ólfsdóttir fædd-
ist 4. mars 1920 á
Suðureyri í Súg-
andafirði. Hún lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 1. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Bústaðakirkju
13. maí.
ar ég kom. Guð geymi
þig, elsku amma mín.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Þinn
Sveinn Aron.
Hann læðist inn í huga minn
og langt þar gægist inn.
Hann laumast inn í hjartað
og lengst þar inn sig grefur.
Það er hinn sári söknuður
er seytlar það ég finn
og sáru angri veldur
er tári um kinnar vefur.
Þig kveð ég kæra frænka
og klökk í huga finn,
að hverfult er oft lífið
í okkar kalda heimi.
Þá hlý mér verður huggun
í hug minn líta inn
þar finna fagra mynd af þér
er ávallt vel ég geymi.
Er leggur þú á veginn
sem leið oss allra er
hve ljúft er mér að þakka
þá leiðir lágu saman.
Ég bið að góðir englar
og Guð nú fylgi þér
og gæti þess á himnum
þér fylgi gleði og gaman.
(Laufey Magnúsdóttir.)
Blessuð sé minning þín, kæra
frænka.
Innilegar samúðarkveðjur send-
um við Óskari og fjölskyldu hans.
Laufey Magnúsdóttir
og fjölskylda.