Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 49

Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 49
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 49 Símar: 515 1735 og 515 1736 Bréfasími: 515 1739 Farsími: 898 1720 Netfang: oskar@xd.is Utankjörfundaratkvæ›agrei›sla vegna sveitarstjórnarkosninganna 25. maí nk. fer fram í Ármúlaskóla ALLA DAGA kl. 10 - 22. Utankjörsta›askrifstofan veitir allar uppl‡singar og a›sto› vi› kosningu utan kjörfundar. Utankjörsta›askrifstofa Sjálfstæ›isflokksins Sjálfstæ›isfólk! Láti› okkur vita um stu›ningsmenn sem ekki ver›a heima á kjördag, t.d. námsfólk erlendis. Valhöll, Háaleitisbraut 1, 3. hæ›, 105 Reykjavík MRSTÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn laugardaginn 1. júní 2002 í Súlnasal Hótels Sögu og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Súlna- salar (suðurhlið Hótels Sögu) miðvikudaginn 22., fimmtudaginn 23. og föstudaginn 24. maí kl. 16-19 alla dagana. Samkvæmisklæðnaður. Stjórnin.  ENN eru grunnlaun tónlistar- kennara við fátæktarmörk. Nýút- skrifaðir tónlistarkennarar fá einungis kr. 119.999 í föst mán- aðarlaun og geta með engu móti framfleytt sér.  Enn þurfa kennarar með margra tuga starfsreynslu að leita á önn- ur mið, til að sjá sér og sínum far- borða.  Enn er kennsluskylda langhæst hjá tónlistarkennurum miðað við aðra kennara á Íslandi.  Enn er vinnutími þeirra að stórum hluta utan dagvinnutíma og á niðurlægjandi launum.  Enn er vinnuaðstaða bágborin í skólum.  Enn njóta tónlistarkennarar ekki aldursafsláttar, einir allra kenn- ara á Íslandi.  Enn eru almenn laun tónlistar- kennara í dag lægri en grunn- skólakennara, en þau fylgdu áður launum framhaldsskólakennara.  Enn ríkir blekking varðandi laun kennara. Fólk þarf að vinna meira til að fá hærri laun. Þetta sýnir virðingarleysi viðsemjenda okkar og vanþekkingu þeirra á tónlistarkennslunni og mikilvægi hennar í samfélaginu. Betur má ef duga skal. HELGA BJÖRK M. GRÉTUDÓTTIR, söngkennari, Sólvallagötu 50, Reykjavík. Enn hanga tónlistar- kennarar á horriminni Frá Helgu Björk M. Grétudóttur: FYRIR nokkrum dögum birti Morgunblaðið „frétt“ þess efnis, að 4 menn hefðu drepið með byssu- skotum fjölda fugla í nágrenni Reykjavíkur. Birt var mynd af mönnum þessum við aflann í báti sínum og þeir nafngreindir. Fréttin var skrifuð í einhvers konar aðdá- unarstíl þannig að halda mætti að þarna væru einhverjir sérstakir „fyrirmyndargarpar“ á ferð sem sérstök ástæða væri að dást að. Höfðu þeir drepið fjölda fugla, einkum sjófugla. Kváðust þeir ætla að éta eitthvað af aflanum en gefa kunningjum og vinum það sem þeir ætluðu sér ekki sjálfir. Sem náttúruunnanda þykir mér svona fréttaflutningur fyrir neðan allar hellur. Í það fyrsta er vægast sagt mjög vafasamt að munda hættulegum tólum á borð við byssur án þess að einhverjar sér- stakar ástæður séu fyrir því. Í eðli- legu veiðisamfélagi er veitt til einn- ar máltíðar í senn. Fjöldadráp á fuglum minnir á minkinn sem deyð- ir sér til gamans, engum til gagns. Því mætti spyrja nokkurra nær- göngulla spurninga: Eru veiðimenn þessir með byssu- leyfi til að fara með hættuleg og ógnandi skotvopn? Hafa þeir undir höndum veiði- kort eins og til er ætlast af veiði- mönnum? Hverjir eru þessir „kunningjar og vinir“? Eru það kannski fínir veitingastaðir sem hafa rándýra fuglavillibráð á boð- stólum á matseðlum sínum? Í framhaldi af þessu mætti beina þeirri spurningu til skattyfirvalda, hvort ekki sé ástæða til að athuga þessa hlunnindasjálftöku. Aðferð þessara fjórmenninga ber öll merki þess, að veitt sé í atvinnuskyni og aflanum skotið undan skatti. Og enn mætti beina spurningum að umhverfisráðuneytinu, Náttúru- fræðistofnun, Veiðimálastofnun, fuglaverndarfélaginu og ýmsum náttúruverndaraðiljum: Hvað finnst þessum aðiljum um fjölda- dráp á sjófuglum sem ekkert er of mikið af við sunnanverðan Faxa- flóa? Þess má geta, að í vetur sem leið varð vart við mikinn fugla- dauða við norðaustanvert landið. Fyllsta ástæða væri til, að fara mjög varlega að auka álag á stofn fuglategundar sem kann að vera á válista eða jafnvel í útrýmingar- hættu. Menn sem þessir ógna mjög líf- ríki í nágrenni Reykjavíkur. Þeir grafa undan fjölbreytni í fuglalífi við Faxaflóa sem fyllsta ástæða er til að varðveita sem best. Þess má geta að lokum, að við Faxaflóann er vaxandi ferðaþjón- usta á sviði náttúruskoðunar. Lagt er úr höfn frá nokkrum stöðum, lögð er megináhersla á hvalaskoð- un, en fuglaskoðun er ekki síður til þess fallin að sýna erlendum ferða- mönnum. Í ferðaþjónustunni er lögð áhersla á að skoða en ekki deyða eða spilla. Hagsmunir ferða- þjónustu eru því mjög miklir og það verður að tryggja alla möguleika að atvinnugrein þessi geti vaxið og dafnað um ókomna framtíð. Við eig- um fagurt land og umhverfi sem ekki má spilla undir neinum kring- umstæðum í þágu skammsýnna sjónarmiða. Líka við Faxaflóa! GUÐJÓN JENSSON, bókasafnsfræðingur og leiðsögumaður. Sjófuglar og byssumenn Frá Guðjóni Jenssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.