Morgunblaðið - 19.05.2002, Side 50

Morgunblaðið - 19.05.2002, Side 50
Hver þekkir ljóðið? ÁGÆTU lesendur! Kann einhver ykkar ljóð þar sem í eru eftirfarandi erindi, sem vera kann að ég muni þó ekki rétt. Ég heyrði þetta sungið í útvarpi fyrir mörgum árum en man ekki hver söngvarinn var. Einnig þætti mér vænt um ef einhver gæti upplýst mig um hver höfundur ljóðsins er. Oft ég klifraði háa hjalla upp á hæstu brúnir fór og ég trúði því varla að verið gæti veröldin svona stór. Þá kom yfir mig þessi útþrá að engan ég festi blund og úr átthögum mínum ég ætlaði bara um ofurlitla stund. En nú lít ég í fjarska fjöllin þar sem forðum ég ungur var og ef aftur ég kem þangað einhvern tíma er ég sem gestur þar. Með fyrirfram þökk. Sveinbjörn Bjarnason, s.: 468 1210, fax 468 1211, póstfang: svbjarna@sim- net.is Góð þjónusta í Stúdíóblómum ÉG vil koma á framfæri ánægju minni með blóma- verslunina Stúdíóblóm í Mjóddinni. Þar ríkir mikil fagmennska, gott viðmót og gott verð. Vil ég hvetja fólk í hverfinu til að versla á heimaslóðum. Húsmóðir í Seljahverfi. Dýrahald Zorro vantar heimili 10 MÁNAÐA fress vantar heimili. Zorro er frekar loð- inn, svartur og hvítur og hann er inniköttur. Upplýs- ingar í síma 564 4608. Mjög gæfur og vanur börnum. Gormur er týndur GORMUR týndist 10. apr- íl. Hann er svartur og hvít- ur með hvítar loppur mjög loðið skott og hvítur á bringu. Hans er sárt sakn- að. Ef eitthverjir hafa orðið var við Gorm eru þeir vin- samlegast beðnir að hafa samband í síma 587-5609 eða 846-6075. Fundarlaun í boði. Ath. Gormur er inni- kisa og hefur því aldrei far- ið út nema í þetta skiptið svo hann kann að vera mjög hræddur. Þrílita læðu vantar heimili ÁRS gömul þrílit læða, blíð og góð, vantar heimili vegna ofnæmis eigenda. Upplýsingar í síma 869 3268. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags ÍBÚI í Reykjavík hefur áhuga á að vita hvort nokkur eigi svona vegg- teppi eins og þetta sem myndin er af. Mótívið mun vera kaupmaðurinn í Feneyjum eftir Shake- speare. Teppið var að lík- indum teiknað sér- staklega upp sem vegg- teppi og ofið í verk- smiðju, sem sést af því að vefnaðurinn er jafn og litir fábreyttir. Um- rætt teppi er ekki yngra en 100 ára en varla eldra en 150 ára. Stell- ingar persónanna minna á nýklassískan stíl um 1870 en búningar og húsgögn eru samkvæmt tísku sem ríkti á tímum Shakespeares. Þekki einhver svona teppi þá vinsamlega látið vita í síma 551-5746. Veggteppi DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara út Brúarfoss og Marschenland. Hafnarfjarðarhöfn: Á morgun fer Brúarfoss. Mannamót Aflagrandi 40 „Vor í vesturbæ.“ Dagana 23. 24. og 25. maí frá kl. 13– 17 verður hátíð með söng, dans og veislukaffi. Allir velkomnir. Eldri borgarar, Kjal- arnesi og Kjós. Fé- lagsstarfið í Hlaðhömr- um er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30. Spil og föndur. Lesklúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga á föstudögum kl. 11. Kór- æfingar fimmtudaga kl. 17–19. Uppl. hjá Svan- hildi í s. 586 8014 kl. 13– 16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Fræðslufundur um bein- vernd í umsjá Halldóru Björnsdóttur verður í Dvalarheimilinu Hlað- hömrum miðvikudaginn 22. maí kl. 20. Lyfja mun kynna beinþéttnimæl- ingu (ómskoðun). Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Á þriðjudag: Brids. Nýir spilarar velkomnir. Saumur undir leiðsögn og frjáls handavinna kl. 13.30. Spænskukennsla kl. 16.30. Vestmanna- eyjaferð 2.–4. júlí. Rúta, Herjólfur, gisting í 2 nætur. Frekari upplýs- ingar og skrásetning í Hraunseli og í síma 555- 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Kaffistofan op- in virka daga frá kl. 10– 13. Kaffi, blöðin og mat- ur í hádegi. Þeir sem hafa skráð sig í Vestfjarðaferð 18.–23. júní og Vestmannaeyjar 11.–13. júní þurfa að staðfesta ferðina fyrir 18. maí. Dagsferð 27. maí; Hafn- arfjörður-Heiðmörk. Kaffi og meðlæti. Leið- sögn: Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir. Brott- för frá Ásgarði, Glæsibæ, kl. 13, skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í skrúðgarða Reykjavíkur 29. maí. Brottför frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 13.30, skráning á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10 til 12 fh. í síma 588-2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði, Glæsibæ. Upplýs- ingar á skrifstofu FEB. Félagsvist og dansinn falla niður í dag. Brids verður ekki spilað á mánudaginn 20. maí. Þriðjudagur 21. maí. Skák kl. 13. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10–12. í s. 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Tómstundastarf eldri borgara í Reykjanesbæ. Sýning á handverki eldri borgara dagana 26.–31. maí, að báðum dögum meðtöldum. Kaffi- húsastemmning og lif- andi tónlist. Tekið á móti munum á sýninguna þriðjud. 21. maí í Selinu. Vesturgata 7. Farið verður miðvikudaginn 22. maí í Borgarleikhúsið að sjá leiksýninguna „Kryddlegin hjörtu“. Skráning í síma 562 7077. Kirkjustarf aldraðra, Digraneskirkju. Opið hús á þriðjudag kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fleira. Kvenfélag Kópavogs, farið verður út að borða 23. maí. Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst hjá Ólöfu, s: 554 0388 eða Guðmundu, s: 554 5164. Mæting kl. 19.15 í Hamraborg 10. Orlofsnefnd húsmæðra í Kópavogi. Á vegum nefndarinnar verða farn- ar tvær ferðir á þessu sumri: að Kirkjubæj- arklaustri 13.–15. júní, í Skagafjörð 22.–24. ágúst. Hvíldar- og hress- ingardvöl að Laug- arvatni 24.–30. júní. Innr. í s. 554 0388, Ólöf, s. 554 2199, Birna. Minningarkort Bergmál, líknar- og vinafélag. Minningar- kort til stuðnings orlofs- vikum fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Samúðar- og heilla- óskakort Gídeonfélags- ins er að finna í and- dyrum eða safn- aðarheimilum flestra kirkna á landinu, í Kirkjuhúsinu, á skrif- stofu KFUM&K og víð- ar. Þau eru einnig af- greidd á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vest- urgötu 40, alla virka daga frá kl. 14–16 eða í síma 562 1870. Allur ágóði fer til kaupa á Nýja testamentum sem gefin verða 10 ára skóla- börnum eða komið fyrir á sjúkrahúsum, hjúkr- unarheimilum, hótelum, fangelsum og víðar. Minningarspjöld Kristniboðssambands- ins fást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla), sími 588-8899. Minningarkort Graf- arvogskirkju. Minningarkort Grafarvogskirkju eru til sölu í kirkjunni í síma 587 9070 eða 587 9080. Einnig er hægt að nálgast kortin í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, Reykja- vík. Líknarsjóður Dómkirkj- unnar, minningarspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði, til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði, eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjushúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28, í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum í Reykja- vík: Skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, s. 535-1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðsapótek, Sogavegi 108, Árbæj- arapótek, Hraunbæ 102a, Bókbær í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkju- húsið, Laugavegi 31, Bókabúðin Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs Apótek, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfja, Set- bergi. Sparisjóðurinn, Strandgata 8–10, Kefla- vík: Apótek Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankinn, Hafnargötu 55–57. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákabraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf, Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guðmundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eftir- töldum stöðum á Austur- landi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Mið- vangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Ein- arsdóttir, Hafnarbraut 37. Í dag er sunnudagur 19. maí, 139. dagur ársins 2002. Hvítasunnu- dagur. Orð dagsins: Drottinn hefir heyrt grátbeiðni mína. Drottinn tekur á móti bæn minni. (Sálm. 6, 10.) Víkverji skrifar... GUÐJÓN Þórðarson verður ekkiþjálfari knattspyrnuliðsins Stoke City í Englandi áfram. Það hefur virst augljóst í nokkurn tíma að annar hvor yrði að víkja, Guðjón eða Gunnar Þór Gíslason, stjórn- arformaður félagsins, vegna þess að andað hefur köldu á milli þeirra. Víkverji veltir því fyrir sér hver taki við af Guðjóni sem knatt- spyrnustjóri Stoke og hvort ekki sé undarlegt út á við að Íslendingur- inn hætti nú sem þjálfari. Loks þegar takmarkið næst og liðið vinn- ur sér sæti í 1. deildinni er hann lát- inn fara! x x x SVO má velta því fyrir sér hvern-ig íslenskur almenningur bregst við, sem á sínum tíma keypti hlutabréf í félaginu. Einn úr þeim hópi, sem hafði samband við Vík- verja, sagði aðeins eina ástæðu hafa verið fyrir því að hann setti peninga í félagið: hann hefði tröllatrú á Guð- jóni Þórðarsyni sem þjálfara og væri viss um að hann gæti gert góða hluta með Stoke. Hann hefði ekki keypt sér hlut í félaginu til þess að Gunnar Þór Gíslason, eða einhver annar hinna íslensku fjár- festa, yrði stjórnarformaður ensks félagsliðs! Skyldi íslenskur almenningur hafa sama áhuga á að eiga hluta- bréf í Stoke eftir að Guðjón fer? Eða skiptir það kannski engu máli hjá þorra fólks hvort hann er við stjórnvölinn eður ei? x x x ÞÁ ER sumarið komið! Sólin far-in að skína og fótboltinn að rúlla. Íslandsmótið hefst á morgun og Víkverji bíður spenntur eftir því að sjá hvernig knattspyrnumenn koma undan vetri. Strax í fyrstu umferð Símadeild- arinnar, efstu deildar karla, á morgun, mætast m.a. FH og Fylk- ir, sem reiknað er með að verði bæði við toppinn í sumar, auk þess sem KR og Grindavík eigast við í vesturbænum í Reykjavík; alltaf er mikils vænst af KR-ingum, a.m.k. af hörðustu stuðningsmönnum fé- lagsins, og Grindvíkingum er að þessu sinni spáð Íslandsmeistara- tign í árlegri könnun þjálfara, fyr- irliða og forráðamanna félaganna í Símadeildinni. Víkverji er ánægður með hve Grindvíkingum er spáð góðu gengi. Það yrði stórskemmti- legt ef lið frá svo litlu bæjarfélagi sem Grindavík er næði að vinna meistaratitil. Sá árangur yrði öðr- um smærri byggðarlögum gott for- dæmi, og sýndi forystumönnum bæjarfélaga og íþróttamönnum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. x x x VÍKVERJI hafði lúmskt gamanaf því að aka í nágrenni hótels Sögu meðan á utanríkisráðherra- fundi NATÓ stóð í síðustu viku. Gríðarleg öryggisgæsla var á svæð- inu, eins og talsvert var fjallað um í fréttum, nokkuð myndarlegri girð- ingu var komið fyrir á Melunum og hugurinn reikaði til baka. Til að fullkomna verkið, og gefa fólki tækifæri til að endurlifa gamla tíð, hefði verið smart að hafa girð- inguna þónokkru hærri og úr báru- járni og mála hana síðan græna eða blágræna. Var ekki girðingin kringum Melavöllinn gamla ein- hvern veginn þannig síðustu árin? 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 galsafengin, 8 gróði, 9 nam, 10 erfiði, 11 stúlku- barn, 13 sleifin, 15 hagn- að, 18 bölva, 21 þreyta, 22 sverð, 23 treg, 24 kross- gatna. LÓÐRÉTT: 2 skellur, 3 dorga, 4 skella, 5 bareflis, 6 aumt, 7 eiga, 12 lítill maður, 14 dveljast, 15 blekking, 16 bónbjargarmann, 17 gömul, 18 bókum, 19 kátt, 20 eyðimörk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 ljóst, 4 búkur, 7 príla, 8 rósum, 9 náð, 11 atti, 13 gata, 14 lyfta, 15 tagl, 17 töng, 20 óra, 22 notum, 23 fauti, 24 aumur, 25 rella. Lóðrétt: 1 loppa, 2 ólíkt, 3 tían, 4 borð, 5 kasta, 6 remma, 10 álfar, 12 ill, 13 gat, 15 tunna, 16 gætum, 18 ötull, 19 geiga, 20 ómar, 21 afar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.