Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 57

Morgunblaðið - 19.05.2002, Page 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. MAÍ 2002 57 UNDANFARIN ár hefur það ver- ið mjög í tísku innan myndasögu- heimsins að riðla gömlum gildum of- urhetjusagnanna. Höfundar virðast hafa mikla þörf fyrir að gera upp sakirnar við sköpunarverk sín og þá arfleið sem þau hafa skilið eftir sig. Ég held mér sé óhætt að telja Watchmen eftir Alan Moore, sem kom út 1987, sem upphafs- og höf- uðverk þessarar stefnu. Þar er reynt að heimfæra þessar skálduðu ofur- hetjur; þessa tákngervinga mann- legra drauma á okkar daglega raun- veruleika. Hetjan í myndasögum hefur ekki verið söm síðan. Annað upphafsverk þessarar stefnu; verk þar sem gert var upp við hetjudýrkunina með mjög afgerandi og blóðugum hætti var Marshal Law sem kom fyrst út árið 1990 og var ný- lega endurútgefin. Marshal Law er andhetja í bókstaflegum skilningi þar sem hann eltir uppi aðrar hetjur og drepur eða hneppir í fangelsi. Hann starfar á vegum lögreglunnar í náinni framtíð þar sem fólk með of- urkrafta er samfélagsmein númer eitt; plága sem verður að eyða. Hann tekur starf sitt mjög alvarlega enda er hann sjálfur haldinn sjúklegu hetjuhatri þar sem hann sér að þær hafa skrumskælt öll þau gildi sem þeim var upphaflega ætlað að standa vörð um. Draumurinn um ofurmenn sem áttu að raungera allt það góða sem býr í anda mannsins hafði orðið að martröð. Enginn getur staðið undir slíkri dýrkun án þess að spill- ast. Pat Mills viðurkennir það í inn- gangi bókarinnar að sjálfum sé hon- um meinilla við ofurhetjur og hug- myndafræðina á bak við hetjudýrk- un. Hann lítur á þær sem bælingar- tæki fyrir drauma lesandans og vill eyða þeim höftum sem skapast hafa í myndasöguheiminum með þeirri gríðaráherslu sem lögð hefur verið á ofurhetjur. Merkilegt nokk gengur þessi ætlun hans upp að mestu leyti. Mills er greinilega mikið niðri fyrir en honum tekst þó að hemja mesta ofstopann og búa til sögu sem er gagnrýnin en þó fyrst og fremst fyndin og nokkuð spennandi. Hæðn- in er hér sterkasta vopnið til að af- hjúpa hversu hallærislegar persónur honum finnst Superman, Batman, Spiderman og aðrir af sama meiði vera. Sagan missir reyndar nokkuð dampinn eftir því sem á hana líður þegar pönkið víkur fyrir frekar hall- ærislegri sakamálasögu og póstmód- ernískum skýringum á tilvist hetj- unnar sem kúgunartæki karlkyns gegn konum. Það sem kemur bókinni vel yfir meðallag eru myndir Kevin O’Neills sem gerði nú síðast A League of Extraordinary Gentlemen. Hug- myndaauðgin er hreint framúrskar- andi og manni finnst á stundum sem síðurnar séu ekki nógu stórar til að koma öllum smátriðunum fyrir með góðu móti. Ofbeldið er mjög öfgafullt en verður í meðförum O’Neills frek- ar fyndið en óhugnanlegt. Persón- urnar eru sjónrænt mjög sterkar og stendur þar sjálfur Marshal Law fremstur í flokki eins og gína í leður- og latexvörubúð. Litunin er gróf og þægilega gamaldags miðað við þá of- uráherslu sem lögð er á tölvulitun í þessum geira í dag. Marshal Law er frábær háðs- ádeila og skemmtilega óforskömmuð í efnistökum sínum. Þess ber hins vegar að gæta að týna sér ekki í þeim köflum þar sem höfundarnir reyna að snúa þessu við og segja hluti ,,af fullri alvöru“ því þá fatast þeim flug- ið. Andsk… ofurhetjur Nú eru góð ráð dýr. Myndasaga vikunnar er Marshal Law: Fear and Loathing eftir Pat Mills (texti) og Kevin O’Neill (teikningar). Bókin er gefin út af Titan Books, 2002 og fæst í myndasöguversluninni Nexus. Heimir Snorrason MYNDASAGA VIKUNNAR GÓÐMENNSKA Juliu Roberts á sér greinilega engin takmörk. Sú staðreynd að hún er hæstlaunaða leikkona allra tíma hefur greinilega ekki haft þau áhrif að hún gleymi þeim sem ekki eru eins loðnir um lófana. Þetta sýndi óskarsverðlauna- leikkonan á dögunum þegar hún flaug með aldraða konu frá Chicago til Los Angeles í Bandaríkjunum vegna þess að sú gamla átti ekki fyrir farinu. Farþeginn, Ann Prichard, er 101 árs og var á leið til draumaborgarinnar Hollywood til að koma fram í sjón- varpsþætti. Þar átti hún að segja frá tveimur vináttusamböndum sem hafa enst henni í yfir 90 ár. Með hjálp Juliu komst Prichard á áfangastað og hefur trúlega staðið sig með stakri prýði í sjónvarpssal, þó það fylgi ekki sögunni. Julia Roberts brosir fram- an í heiminn. Julia Roberts gerir góðverk Vinur gamla mannsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.