Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 1
Varað við
hryðju-
verkum í
New York
BANDARÍSKA alríkislögregl-
an, FBI, varaði í gær yfirvöld
í New York-borg við því að
hryðjuverkamenn kynnu að
gera árásir á
Frelsisstytt-
una og ýmis
þekkt mann-
virki í borg-
inni.
Viðvörunin
byggist á upp-
lýsingum sem
fengist hafa
við yfir-
heyrslur yfir
föngum sem grunaðir eru um
aðild að hryðjuverkasamtök-
um. Þessar upplýsingar hafa
þó ekki verið staðfestar, að
sögn bandarískra embættis-
manna.
Öryggisgæslan
hert
Yfirvöld hafa hert öryggis-
gæsluna við minnismerki og
þekkt mannvirki í borginni
vegna viðvörunarinnar, meðal
annars við Brooklyn Bridge,
brú milli Manhattan og Brook-
lyn.
Raymond Kelly, lögreglu-
stjóri í New York, sagði að
lögregla borgarinnar gerði allt
sem í valdi hennar stæði til að
koma í veg fyrir hryðjuverk
og ætti náið samstarf við FBI.
Í dag hefst árlegur viðburður í
borginni, svonefnd Flotavika,
þar sem 22 skip úr bandaríska
sjóhernum og um 6.000 sjólið-
ar koma saman.
New York. AP.
Bush nýtur stuðnings/25
Frelsis-
styttan í
New York
118. TBL. 90. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 22. MAÍ 2002
ÓÞEKKTIR menn myrtu í gær
Adbul Ghani Lone, leiðtoga helstu
hreyfingar aðskilnaðarsinnaðra
múslíma í Kasmír þar sem mann-
skæð átök hafa geisað milli ind-
verskra og pakistanskra hermanna
síðustu daga.
Atal Bihari Vajpayee, forsætis-
ráðherra Indlands, sem heimsótti
indverska hluta Kasmír í gær,
sagði að morðið myndi ekki hindra
friðarumleitanir Indverja og hóf-
samra aðskilnaðarsinna.
Lone, sem var sjötugur, hafði
reynt að koma á friðarviðræðum
við Indverja og var andvígur vopn-
aðri baráttu fyrir aðskilnaði ind-
verska hluta Kasmír. „Hann beitti
sér fyrir friði og sú barátta kostaði
hann lífið,“ sagði Vajpayee. „Dauði
Lones þýðir að við verðum að
leggja enn harðar að okkur við að
koma á friði í Kasmír.“
Engin hreyfing hefur lýst morð-
inu á hendur sér. Lone og líf-
vörður hans voru
skotnir til bana í
árás tveggja
manna, sem
klæddust lög-
reglubúningum,
þegar hann var
viðstaddur minn-
ingarathöfn um
annan leiðtoga
aðskilnaðarsinna
sem var myrtur
fyrir 12 árum. Um 5.000 manns
sóttu athöfnina og annar tilræð-
ismannanna kastaði handsprengju
að hópnum en hún sprakk ekki.
Varað við
allsherjarstríði
Yfirvöld í indverska hluta Kasm-
ír kenndu Pakistönum um morðið
en stjórn Pakistans sagði það „enn
eitt dæmið um tilraunir indverska
hernámsliðsins til að brjóta að-
skilnaðarsinna í Kasmír á bak aft-
ur með morðum, ofbeldi og nauðg-
unum“.
Fimm óbreyttir borgarar voru í
gær sagðir hafa látið lífið í
sprengjuárásum indverskra og
pakistanskra hermanna yfir landa-
mærin. Ríkin hafa safnað alls um
milljón hermanna við landamærin.
Sendiherra Pakistans í Bret-
landi sagði að mikil hætta væri á
nýju allsherjarstríði milli grann-
ríkjanna tveggja sem ráða bæði
yfir kjarnavopnum. Ríkin hafa
tvisvar sinnum háð stríð vegna
deilunnar um Kasmír frá því að
þau fengu sjálfstæði frá Bretlandi
1947.
Srinagar. AP, AFP.
Abdul Ghani
Lone
Leiðtogi aðskilnaðar-
sinna í Kasmír myrtur
Ariel Sharon forsætisráðherra reynir að afstýra stjórnarkreppu
Vona að hægt verði að
bjarga ríkisstjórn Ísraels
Óttast fjármagnsflótta/24
Jerúsalem. AP, AFP.
ARIEL Sharon, forsætisráðherra
Ísraels, reyndi í gær að afstýra
stjórnarkreppu í landinu eftir að hafa
rekið fjóra ráðherra og sjö aðstoðar-
ráðherra tveggja flokka strangtrú-
aðra gyðinga úr samsteypustjórninni
vegna deilu um efnahagsstefnu henn-
ar. Náist ekki samkomulag í deilunni
kann stjórnin að missa meirihluta
sinn á þinginu og það gæti leitt til
nýrra kosninga. Bandamenn Sharons
á þinginu voru þó vongóðir um að
stjórnin héldi velli.
Ráðherrarnir voru reknir eftir að
flokkarnir tveir, Shas og Sameinaði
Tóra-flokkurinn, neituðu að styðja
lagafrumvarp fjármálaráðherrans
um að minnka útgjöldin til velferð-
armála og hækka skatta til að standa
straum af kostnaðinum við aðgerðir
hersins á svæðum Palestínumanna.
Strangtrúarflokkarnir eru andvígir
því að barnabætur verði lækkaðar,
enda eru margir kjósenda þeirra
barnmargir.
Frumvarpið var fellt seint í fyrra-
kvöld með 47 atkvæðum gegn 44.
Zeev Boim, forystumaður í flokki
Sharons, Likud, sagði að frumvarpið
yrði borið aftur undir atkvæði á
þinginu í dag og kvaðst vera að reyna
að fá miðflokkinn Shinui og að
minnsta kosti nokkra þingmenn
hægriflokksins Þjóðarsambandsins
til að ganga í stjórnina.
„Ég tel ekki að kosningar séu í
sjónmáli,“ sagði Boim.
Hugsanlegt er að Sharon reyni
einnig að ná samkomulagi við Shas og
Sameinaða Tóra-flokkinn áður en
brottvikning ráðherranna tekur
formlega gildi í kvöld. Giora Pordes,
forseti þingsins, sagði þó að ekki
kæmi til greina að breyta frumvarp-
inu áður en það yrði borið undir at-
kvæði aftur.
Eli Yishai, formaður Shas, léði
máls á samningaviðræðum um nýja
efnahagsstefnu sem gerði flokknum
kleift að vera áfram í stjórninni.
Shas er með 17 þingsæti og þriðji
stærsti flokkurinn á þingi Ísraels á
eftir Verkamannaflokknum (23 þing-
sæti) og Likud (19 sæti). Sameinaði
Tóra-flokkurinn er með fimm þing-
sæti.
Óttast að kosningar torveldi
friðarumleitanir
Náist ekki samkomulag við strang-
trúarflokkana verður samsteypu-
stjórnin með 60 þingsæti af 120. Sér-
fræðingar í ísraelskum stjórnmálum
segja að verulegar líkur séu á því að
flýta þurfi kosningum missi stjórnin
meirihlutann og telja að þær myndu
torvelda friðarumleitanir. Palestínu-
menn óttast að hægrisinnaðir and-
stæðingar friðarviðræðna fái meiri-
hluta á þinginu og myndi næstu
stjórn verði kosningunum flýtt.
AP
Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fylgist með þyrlu lenda á ísraelsku herskipi sem hann skoðaði í gær.
BRESKA lögreglan kynnti í
gær nýjasta vopnið í baráttunni
gegn glæpum – bíla með há-
tæknibúnað sem gerir lögregl-
unni kleift að fylgjast með ferð-
um þeirra ef þeim er stolið og
fjarstýra þeim.
Hátæknibúnaðurinn verður
settur í venjulega bíla sem verða
geymdir á götunum sem tálbeit-
ur. „Ólíkt því sem gerist þegar
þjófum á venjulegum bílum er
veitt eftirför standa þeir miklu
verr að vígi í tálbeitubílunum því
þeir komast að því, hvenær sem
lögreglan vill, að þeir geta
hvorki stýrt bílunum né komist
hjá handtöku,“ sagði talsmaður
leynilögreglunnar í London.
Hann kvað lögregluna geta
fylgst nákvæmlega með ferðum
þjófanna um leið og bílunum
væri stolið. Fyrstu tálbeitubíl-
arnir voru teknir í notkun í Ess-
ex. Reynist þeir vel verða þeir
notaðir út um allt Bretland.
Fjarstýrðir
bílar til að
góma þjófa
London. AP.
ÞÚSUNDIR manna komu saman í
miðborg Berlínar í gær til að mót-
mæla heimsókn George W. Bush
Bandaríkjaforseta til Þýskalands í
dag. Mótmælendurnir héldu á
stórri eftirmynd af Bush sem hélt
kyrkingaról um hálsinn á konu í
gervi „móður náttúru“.
Heimsókn
Bush mótmælt
Þúsundir mótmæla/24
AP