Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 2

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 2
FRÉTTIR 2 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isÓvíst að Rúnar Kristinsson spili gegn Norðmönnum/B2 Víkingur vann ÍR og Haukar Blika/B2 4 SÍÐUR Sérblöð í dag SEINNI tónleikar bandarísku sópr- ansöngkonunnar June Anderson á Listahátíð í Reykjavík verða í Há- skólabíói í kvöld kl. 20. Þegar ljósmyndara Morg- unblaðsins bar að garði í gærkvöldi voru þau Anderson og Jeff Cohen píanóleikari að hvíla lúin bein eftir það sem þau kölluðu skemmtilegan og erilsaman dag. Ætluðu þau sér að vera vel upplögð fyrir tón- leikana í kvöld. Listamennirnir tóku daginn snemma í gær en Anderson hafði lýst áhuga á því að skoða íslenska náttúru. Fóru þeir meðal annars á Þingvelli og að Geysi. Að sögn Sig- ríðar Margrétar Guðmundsdóttur, kynningarstjóra Listahátíðar, þótti Anderson mikið til þeirra staða koma. Eftir að komið var til Reykjavík- ur á ný brugðu Anderson og Cohen sér í verslunarleiðangur á Lauga- veginum. Að sögn Sigríðar Mar- grétar hreifst söngkonan þar eink- um af íslenskri hönnun og keypti eitthvað af gripum. Síðasti áningarstaður Anderson í gær var Listasafn Íslands, þar sem hún skoðaði sýningu á rússneskri myndlist. Skoðaði hún þar einnig ís- lenska list og hönnun og festi meðal annars kaup á slæðu eftir Rögnu Fróðadóttur. Sigríður Margrét segir að June Anderson sé afar ánægð með dvöl sína hér á landi, ekki síst viðtök- urnar á tónleikunum, sem hún átti ekki orð til að lýsa. Þá gladdist hún einnig yfir umsögnum í fjölmiðlum. „Það eina sem June Anderson hefur gert athugasemd við er hljómburð- urinn í Háskólabíói en hann er víst ekki það besta sem hún hefur kynnst. Hún samgleðst því Íslend- ingum með fyrirhugað tónlistar- hús,“ segir Sigríður Margrét. Morgunblaðið/Ómar Anderson ánægð með dvölina HJÓLREIÐAMAÐUR lenti í heldur leiðinlegri lífsreynslu á mánudag, annan í hvítasunnu, þegar hópur hestamanna meinaði honum för um akveginn sem liggur vestan og sunn- an við Elliðavatn. Sögðu hestamenn- irnir að hjólreiðamenn hefðu engan rétt á að vera þarna á ferð, sem er al- rangt, skv. upplýsingum frá lögreglu. Reiðvegir verða að vera merktir Tómas Jónsson var í hjólreiðatúr um Vatnsenda eins og oft áður, þegar hann mætti 7–8 hestamönnum á veg- inum og voru nokkrir þeirra með 2–3 hesta til reiðar. Sá sem fór fremstur sagði Tómasi að hann hefði engan rétt til að fara þarna um. Tómas sagði manninum að hann vissi betur en væri ekki í skapi til að deila við hann um þetta og hugðist fara sína leið. Kom þá að félagi hestamannsins, sem var með tvo hesta til reiðar og atti þeim að honum, þannig að Tómas taldi að sér stæði ógn af. „Ég reyndi þá að komast leiðar minnar en hópurinn kom í veg fyrir það,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið, en hinir hestamennirnir höfðu stillt hestum sínum upp í kring- um hann. Tvær konur sem voru í hópnum reyndu að malda í móinn og að lokum létu hestamennirnir af þessari hegðan. Tómas segir að á þessu hafi gengið í nokkrar mínútur. Tómasi þykir nóg um þennan yf- irgang hestamannanna. Í fyrsta lagi hafi þetta alls ekki verið reiðvegur heldur akvegur en þar að auki hafi hestamenn engan einkarétt á vega- slóðum og stígum. Skv. upplýsingum frá lögreglu eru reiðvegir sérstaklega merktir sem slíkir en teljast að öðrum kosti ekki vera reiðvegir. Í 9. grein vegalaga segir ennfremur að reiðvegir séu veg- ir sem einkum eru ætlaðir umferð ríðandi manna. Tómas segist vilja koma því á framfæri við hestamenn að þeir eigi engan einkarétt á vegaslóðum í Heið- mörk eða annars staðar og geti ekki bannað umferð gangandi vegfarenda eða hjólreiðamanna. Hann geri sér fyllilega grein fyrir því að sumir hestar geti fælst við að sjá reiðhjól og taki hann alltaf tillit til þess sem og þeir hjólreiðamenn sem hann þekki. Hestamenn meinuðu hjólreiðamanni för Einn atti hestum sínum að honum BORGARVERKFRÆÐINGUR og framkvæmdastjóri Íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, ÍTR, lögðu til í sameiginlegu bréfi til borgarráðs í ársbyrjun 1999 að fram færi forval á líkamsræktarstöðvum til að taka þátt í byggingu miðstöðvar heilsu- ræktar í Laugardal með borginni. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur sagði aðspurður í samtali við Morgunblaðið að þessi tillaga hefði verið gerð að loknum viðræð- um þeirra Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra ÍTR, við Björn K. Leifsson í World Class og Ágústu Johnson hjá Hreyfingu. Stefán sagði að ekki hefði farið fram formleg athugun á fjárhagsleg- um styrkleika þessara líkamsrækt- arstöðva. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu ákvað borgarráð í mars árið 1999 að ganga til samninga við Björn og eru jarðvegsfram- kvæmdir nú hafnar í Laugardal vegna byggingarinnar. Borgarstjóri hefur einnig sagt í Morgunblaðinu að fyrir mistök hafi Ágústu ekki verið tilkynnt um viljayfirlýsingu borgar- innar og Björns, sem undirrituð var í júlí árið 1999. Fregnaði Ágústa af yf- irlýsingunni í fjölmiðlum, eins og hún lýsti í samtali við Morgunblaðið í síðustu viku. „Okkur Ómari var falið að kanna þetta og við töluðum við Björn og Ágústu. Á þeim grunni komumst við að þeirri niðurstöðu að fleiri en einn hefði áhuga svo rétt væri að gera þetta með formlegum hætti. Við skrifuðum borgarráði bréf þar sem við lögðum til að auglýst yrði hverjir hefðu áhuga og fara því í nokkurs konar forval til að meta hverjir væru hæfir til að gera tilboð. Þetta var lagt fyrir borgarráð en það hikaði og frestaði málinu um tíma. Það ákvað svo sjálft, að mig minnir ágreinings- laust, að Björn væri áberandi hæf- astur og fól okkur að ganga til samn- inga við hann,“ sagði Stefán. Þótti eðlilegt að semja við Björn Hann sagði formlegan samanburð á rekstri líkamsræktarstöðva ekki hafa farið fram af hálfu embættis síns eða framkvæmdastjóra ÍTR. Ekki hefði komið til greina að fara í opið útboð, heldur auglýsa eftir mögulegum þátttakendum með for- vali. Stefán sagði að vafalaust hefði borgarráði þótt þetta flókin leið og ekki venjuleg. Aðgreina hefði átt framkvæmdina, líkt og gert hefði verið nú með því að borgin fjármagn- aði keppnislaugina og seldi World Class lóðarrétt undir sjálfa líkams- ræktarmiðstöðina. Haft var eftir Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, formanni ÍTR, í Morgunblaðinu í gær að það hefði verið „mat manna að áhugi og geta annarra aðila hefði ekki verið eins mikil“ og hjá Birni K. Leifssyni. Að- spurð á hverju þetta mat hefði verið byggt sagði Steinunn við Morgun- blaðið í gær að það hefði byggst á umsögn borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra ÍTR. Þeir hefðu rætt við talsmenn líkamsræktar- stöðva og gert borgarráði grein fyrir því. „Það var samdóma álit allra sjö borgarráðsfulltrúa að það væri eðli- legt að ganga til samninga við Björn. Eftir þessar könnunarviðræður var enginn ágreiningur uppi um það,“ sagði Steinunn. Borgarverkfræðingur og framkvæmdastjóri ÍTR rituðu borgarráði bréf Lögðu til forval vegna heilsu- ræktarmiðstöðvar í Laugardal 25 ÁRA íslenskur karlmaður var á sunnudag stöðvaður með tæplega eitt kíló af hassi á Keflavík- urflugvelli. Hafði hann límt hass- plöturnar á fótleggi sína en árvök- ulir tollverðir sáu við honum. Skv. upplýsingum frá tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvelli ferðaðist maðurinn á skilríkjum annars manns og gaf upp rangt nafn þegar hann var stöðvaður við venjubundið eftirlit við komuna frá Stokkhólmi. Málið telst upplýst og var mann- inum sleppt að loknum yf- irheyrslum. Með hassið á fótleggjunum ÁRLEG svokölluð Bright Eye- björgunaræfing á vegum NATO fór fram í gær suðaustur af landinu á milli Íslands og Færeyja. Íslend- ingar, Færeyingar og Bretar tóku þátt í æfingunni og notuðu liðsmenn Landhelgisgæslunnar Fokker-flug- vél og varðskip. Færeyingar lögðu til varðskip og þyrlu og Bretar Nimrod-þotu. Æfð var björgun úr sjó og samskipti björgunarstöðva þátttökulandanna en settar voru á svið aðstæður þar sem flugvél með sex manns átti að hafa farist í sjón- um. Tveir þeirra sem saknað var fundust í gær við fremur slæm leit- arskilyrði og heldur leitin áfram í dag, miðvikudag, með fulltingi liðs- manna Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli. Björgunaræfing á vegum NATO hjá Gæslunni Slasaður sjómaður sótt- ur á haf út TF-SIF, þyrla Landhelgisgæsl- unnar, sótti slasaðan sjómann um borð í norska línubátinn Froyanes og flutti hann á Land- spítalann á mánudag, annan í hvítasunnu. Báturinn hafði sam- band við Gæsluna klukkan 14.35 þegar hann var 120 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Mað- urinn hafði slasast á hendi og lenti áhöfn þyrlunnar með hann við Landspítalann í Fossvogi klukkan 16.27.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.