Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 4
FRÉTTIR
4 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UNNIÐ er nú að því að koma á
formlegu samstarfi milli Rannsókn-
arnefndar flugslysa, RNF, og syst-
urstofnana í nokkrum nálægum
löndum. Þetta kom fram í ávarpi
Sturlu Böðvarssonar samgönguráð-
herra þegar hann setti ráðstefnu um
flugöryggismál í gær. Var hún haldin
á vegum flugöryggissamtakanna
Flight Safety Foundation í samvinnu
við Íslandsdeild samtakanna.
Rannsóknanefndin hefur um ára-
bil átt margháttað samstarf við er-
lenda rannsakendur flugslysa. Hafa
flugritar t.d. verið sendir utan til af-
lestrar vegna flugatvika eða slysa
hérlendis. Einnig er skemmst að
minnast samstarfs RNF við Norsku
flugrannsóknastofnunina vegna
flugatviks Flugleiðavélar við Gard-
ermoen flugvöll en sú rannsókn
stendur enn yfir.
Þormóður Þormóðsson, formaður
RNF, tjáði Morgunblaðinu að málið
hefði verið í undirbúningi um skeið.
Rætt hefði verið við fulltrúa rann-
sóknarstofnana í Noregi, Danmörku,
Englandi og Kanada sem allir hefðu
tekið vel í slíkt samstarf. Drög að
samstarfssamningi væru tilbúin og
bjóst hann við að gengið yrði form-
lega frá samstarfssamningi við þessi
lönd fyrri part sumars.
Aðgangur að sérfræðiþekkingu
Þormóður segir hag Íslendinga af
samstarfi við erlendar rannsóknar-
stofnanir einkum þann að geta sótt
þangað sérfræðiþekkingu í þeim til-
vikum sem hana væri ekki að fá hér-
lendis við rannsókn mála. Með slík-
um samstarfssamningi myndu
viðkomandi þjóðir skuldbinda sig til
aðstoðar og það væri gagnkvæmt.
Íslendingar gætu lagt erlendum
þjóðum lið á ákveðnum sviðum einn-
ig. Þormóður sagði að þótt sam-
starfssamningur væri ekki fyrir
hendi ynnu stofnanir sem þessar iðu-
lega saman á grundvelli alþjóða-
samninga. Með beinum samningi við
einstakar þjóðir yrði það formlegra
og enn gagnlegra og myndi RNF
einbeita sér að tengslum og sam-
starfi við þessi lönd. Nefndi hann
einnig að starfsmenn RNF gætu sótt
aukna þekkingu og þjálfun til þess-
ara landa með samstarfssamningi.
Auk Þormóðs er Þorkell Ágústsson,
starfsmaður RNF.
Rannsóknanefnd flugslysa undirbýr gagnkvæma samvinnu við systurstofnanir
Samstarfssamningar við
fjögur lönd í burðarliðnum
MAÐUR hringdi í lögregluna í
Hafnarfirði í fyrrakvöld og hafði þá
sögu að segja að hann hefði farið í bíl
í Hveragerði og verið færður til
Hafnarfjarðar gegn vilja sínum. Að
sögn rannsóknarlögreglunnar í
Hafnarfirði er málið nú í rannsókn.
Færður til
Hafnar-
fjarðar gegn
eigin vilja
METÞÁTTTAKA var á aðalfundi
Lífeyrissjóðs verkfræðinga, þegar
426 sjóðsfélagar sátu – og stóðu –
fund sjóðsins í gær. Biðröðin eftir að
komast inn á fundinn var tugir metra
og liðaðist út á bílastæði fyrir utan
Grand Hótel, þar sem fundurinn var
haldinn. Vegna fjöldans dróst setn-
ing fundarins nokkuð og þegar fund-
arstjóri tók við stjórn fundarins varð
honum að orði að hann hefði aldrei
séð aðra eins mætingu á slíkum
fundi.
Ástæður hins mikla áhuga sjóðs-
félaga á þessum fundi eru vafalaust
tillögur sem fram voru komnar um
breytingar á samþykktum sjóðsins
um réttindi sjóðsfélaga. Tillöguflytj-
endur voru þrír félagar í Samtökum
eldri félaga í Lífeyrissjóði verkfræð-
inga, SEFL, en þeir telja að sjóður-
inn greiði of lítið út til þeirra sem
farnir eru að taka lífeyri og að breyta
þurfi reiknireglum sjóðsins varðandi
réttindi sjóðsfélaga. Sigurbjörn Guð-
mundsson formaður SEFL bar upp
tillögu þremenninganna og lýsti
hann meðal annars þeirri skoðun
sinni að tillagan kæmi sér ekki aðeins
vel fyrir elstu félagana heldur líka,
og jafnvel frekar, hina yngstu.
Jónas Bjarnason stjórnarmaður í
lífeyrissjóðnum var einn þeirra sem
mæltu gegn tillögunni. Sagðist hann
andvígur því að réttindi væru færð
milli kynslóða og að áfram væri rétt
að líta til þess hvenær iðgjöld væru
greidd inn í sjóðinn, þ.e. að króna
sem yngri maður greiddi inn og væri
lengi í sjóðnum væri meira virði en
króna sem eldri maður greiddi inn og
væri skemur í sjóðnum. Einnig tók til
máls Eiríkur Jónsson og sagðist
hann ekki vera sammála Jónasi um
að hægt væri að líta svo á að verið
væri að leggja til að færa réttindi
milli kynslóða, en lýsti sig þó andvíg-
an tillögunni.
Að loknum umræðum um tillöguna
var gengið til atkvæða og reyndust
32 fundarmenn samþykkir tillögunni
en 386 andvígir og var hún því felld.
Neikvæð raunávöxtun í fyrra
Áður en kom að afgreiðslu fyrr-
nefndrar tillögu voru á dagskrá fund-
arins skýrsla stjórnar og ársreikn-
ingar sjóðsins. Eysteinn Haraldsson
formaður stjórnar flutti skýrslu
hennar og lýsti þar meðal annars
þeirri skoðun sinni að verulegir ann-
markar væru á tillögu þremenning-
anna og varaði hann við því að hún
yrði samþykkt.
Hann lagði einnig áherslu á það að
meðalaldur í sjóðnum væri lágur og
að fjölgun ungra væri mikil en lítil
meðal þeirra sem tæku lífeyri. Þetta
þýddi að sjóðurinn gæti horft til
langs tíma varðandi fjárfestingar
sínar og þess vegna hefði hann fjár-
fest tiltölulega mikið í hlutabréfum. Í
sjóðnum hefðu verið 2.556 um ára-
mótin, fjölgað hefði um 187 á síðasta
ári og stefnt væri að enn meiri fjölg-
un, meðal annars með því að allir með
B.S.-gráðu eða sambærilegt háskóla-
nám ættu rétt á inngöngu í sjóðinn.
Eysteinn sagði raunávöxtun sjóðs-
ins hafa verið neikvæða um 5,15% á
síðasta ári, annað árið í röð sem
ávöxtunin hefði verið neikvæð. Ey-
steinn skýrði frá tryggingafræðilegri
úttekt á sjóðnum sem leitt hefði í ljós
að rúm 5% vantaði upp á að eignir
sjóðsins stæðu undir heildarskuld-
bindingum hans. Þetta þýddi ekki að
sjóðnum væri skylt að grípa til að-
gerða, en í þessu fælist aðvörun.
Fjallað var um reikninga sjóðsins
og kom fram að hrein eign til greiðslu
lífeyris hefði um áramót verið tæpir
tólf milljarðar króna, sem er 12,6%
aukning frá fyrra ári. Þá kom fram
að í fyrra hefði verið þriðja ár sér-
eignardeildar sjóðsins og hefði hrein
raunávöxtun hennar verið 2,65%. 445
sjóðsfélagar greiða til séreignar-
deildarinnar.
Í lok fundarins, meðan á talningu í
stjórnarkjöri stóð, lýsti formaður
sjóðsins ánægju sinni með mikla
þátttöku sjóðsfélaga í fundinum og
taldi mikinn ávinning af auknum
áhuga á lífeyrismálum. Kosið var á
milli þriggja manna um tvö laus
stjórnarsæti, en kosningin fór þannig
að stjórnin var óbreytt eftir. Í henni
sitja því áfram Eysteinn Haraldsson
formaður, Egill Skúli Ingibergsson,
Guðbrandur Guðmundsson, Jónas
Bjarnason og Rúnar Sigmarsson.
Aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga
Tekist á
um lífeyr-
isréttindi
Morgunblaðið/Kristinn
Löng biðröð myndaðist þegar aðalfundur Lífeyrissjóðs verkfræðinga
var haldinn í gær, en fyrir fundinum lágu tillögur um breytingar á sam-
þykktum sjóðsins.
SAMNINGAVIÐRÆÐUR um
björgunarlaun vegna björgun-
ar á togaranum Örfirisey eru á
lokastigi að sögn lögmanns
áhafnar á togaranum Snorra
Sturlusyni sem á síðustu
stundu kom í veg fyrir að Ör-
firisey ræki upp í Grænuhlíð í
mynni Jökulfjarða.
Heimir Örn Herbertsson
hdl. segir að samningaviðræð-
um sé að ljúka og búast megi
við niðurstöðu á næstu dögum.
Togararnir voru í samfloti í
Ísafjarðardjúpi aðfaranótt 10.
nóvember sl. þegar vélin í Ör-
firisey bilaði. Skipverjar settu
út tvö akkeri sem slitnuðu og
rak skipið hratt að landi í suð-
vestanroki. Björgunaraðgerðir
varðskipsmanna á Ægi reynd-
ust árangurslausar og því fór
Snorri til aðstoðar. Mikill sjó-
gangur gerði mönnum erfitt
fyrir, enda um 10–12 metra
ölduhæð og vindhraðinn að
jafnaði um 30–35 metrar á
sekúndu og mun meiri í hryðj-
um. Eftir eina misheppnaða
tilraun tókst stýrimanninum á
Snorra að skjóta línu yfir í Ör-
firisey en þá átti Örfirisey að-
eins eftir 1,3 sjómílur upp í
Grænuhlíð. Ekki er deilt um
að með þessu hafi skipverjar á
Snorra Sturlusyni afstýrt
strandi.
Verðmæti rúmlega
720 milljónir
Samkvæmt upplýsingum frá
Sjóvá-Almennum er trygg-
ingaverðmæti Örfiriseyjar 684
milljónir króna og verðmæti
aflans um borð var um 40
milljónir. Ekki eru skýr
ákvæði í siglingalögum hversu
há björgunarlaunin eiga að
vera. Í lögunum er hins vegar
kveðið á um að við ákvörðun
björgunarlauna skuli m.a. líta
til þess verðmætis sem var
bjargað, verklagni og atorku
björgunarmanna við að koma í
veg fyrir eða draga úr um-
hverfistjóni, eðlis og umfangs
hættunnar og verðmætis bún-
aðar björgunarmanna.
Af björgunarlaununum
skulu þrír fimmtu hlutar renna
til útgerðar en tveir fimmtu til
áhafnar. Hlut skipverja er
skipt þannig að skipstjóri fær
þriðjung en áhöfnin fær tvo
þriðju hluta.
Togararnir Örfirisey og
Snorri Sturluson eru báðir í
eigu Granda. Samkvæmt sigl-
ingalögum á það ekki að hafa
áhrif á björgunarlaun, né held-
ur að Sjóvá-Almennar eru
fjórði stærsti hluthafinn í
Granda, með rúmlega 5% hlut.
Komu í veg fyrir að
Örfirisey strandaði
við Grænuhlíð
Viðræð-
ur um
björgun-
arlaun á
lokastigi
ÞAÐ vantar ekki sveifluna hjá þess-
um vaska veiðimanni sem renndi
fyrir silung í Þingvallavatni í gær.
Hvort fiskurinn hafi látið freistast
af flugunni sem sveif svo listilega í
loftinu áður en hún tyllti sér á
vatnsflötinn skal ósagt látið en hitt
er víst að tilburðir stjórnandans
voru glæsilegir, a.m.k. séð með
hinu mennska auga. Morgunblaðið/Golli
Freist-
að með
flugu