Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 23
REKSTRARLEYFI og eftirlit með
þorskeldi er nú á höndum Fiskistofu
eftir nýja lagasetningu Alþingis um
eldi nytjastofna sjávar. Fiskistofu-
stjóri segir Fiskistofu óundirbúna að
taka við þessu og vanti reglur, fjár-
muni, mannskap og sérfræðiþekk-
ingu til að sinna málefninu. Það sé
því ljóst að umsóknum um þorskeldi
sem bærust á næstunni yrði ekki
sinnt að svo komnu máli.
Þetta kom meðal annars fram á
kynningarfundi um framtíð þorsk-
eldis, sem haldinn var á Reyðarfirði,
en slíkir fundir hafa jafnframt verið
haldnir á Ísafirði, Akureyri og
Grundarfirði, á vegum atvinnuþró-
unarfélaga viðkomandi svæða.
Fundurinn tengdist þriggja daga
námskeiði um kvíaeldi, sem haldið
var af Hólaskóla og Fræðsluneti
Austurlands, í samstarfi við aðila á
Austurlandi.
Á fundinum var farið yfir verkefn-
ið „Þorskeldi á Íslandi, stefnumörk-
un og upplýsingabanki“ sem er sam-
starfsverkefni sjávarútvegsdeildar
Háskólans á Akureyri, Hafrann-
sóknastofnunar og sjávarútvegsfyr-
irtækja.
Valdimar Ingi Gunnarsson sjávar-
útvegsfræðingur er yfirmaður verk-
efnisins og kynnti hann á fundinum
markmið þess, sem felast í mati á
samkeppnishæfni þorskeldis á Ís-
landi, mótun stefnu í rannsókna- og
þróunarvinnuog öflun og miðlun
upplýsinga um þorskeldi. Megin-
áhersla var lögð á að kynna veiðar á
villtum þorski til áframeldis í sjókví-
um. Það mun enn sem komið er vera
hagkvæmari kostur en seiðaeldi,
sem stafar einkum af ónógum rann-
sóknum á eldi þorskseiða og miklum
kostnaði við framleiðslu þeirra. Í er-
indum var m.a. fjallað um veiðar á
þorski og áhrif þeirra á fisk til áfram-
eldis, reynslu af áframeldi þorsks á
Íslandi, fóðurfræði, matfiskeldi á
þorski, eldistækni og arðsemi þorsk-
eldis.
Villtur þorskur mun ekki standast
samanburð við eldisþorsk
Menn eru sammála um að til
lengri tíma litið muni villtur þorskur
ekki standast samanburð við eldis-
þorsk í vinnslu. Eldisþorskurinn sé
holdmeiri, auðveldara að stjórna nýt-
ingu framboðs og slátra þegar verð
er hátt og þorsk vantar á markað.
Í erindi um sjúkdóma í þorski kom
m.a. fram að Íslendingar eru að
mörgu leyti betur staddir en aðrar
þjóðir hvað það varðar. Í Noregi er
til dæmis kominn upp kvilli sem veld-
ur þungum búsifjum í þorskeldi; svo-
kölluð sundmagasótt, sem lýsir sér í
því að seiðin synda á hlið og ná ekki
til sín fóðri. Hún leggst á 1,5 til 2g
seiði og ekki er vitað hvað veldur
henni, en Norðmenn hyggjast leggja
mikla fjármuni í rannsóknir á þess-
um sjúkdómi.
Valdimar Ingi segir Norðmenn
orðna nokkuð stórtæka í þorskeldi
og hafi það vakið áhuga Íslendinga.
Þá sé fiskeldi hugsanlega sá vaxtar-
broddur sem sjávarútvegsfyrirtæki
telji vænlegan til arðsemi. Þorskeldi
hér á landi sé þó algerlega á byrj-
unarstigi og ekki um arðsemi að
ræða enn sem komið er. Fjárfestar
úr atvinnulífinu munu þó tilbúnir til
að veita þessu athygli þegar frekari
þekking liggur fyrir.
Um 40 þátttakendur voru á fund-
inum og var mikið rætt um tvö helstu
vandamálin í þorskeldi; seiðafram-
leiðsluna og stjórnun á kynþroska.
Menn spurðu hvort heppilegra væri
að veiða fiskinn horaðan eða vel á sig
kominn og um árangur sjódælingar
eða súrefnisgjafar til fisksins á leið í
kvíar. Dragnót og leiðigildrur virðast
heppilegustu veiðarfærin á þorski til
áframeldis og gæta þarf þess að taka
þorskinn á réttu dýpi svo sundmag-
inn springi ekki, ella þarf að tappa af
honum lofti með einum eða öðrum
hætti. Vöxtur, eldistími, fóðurstuð-
ull, flakanýting og lifrarstærð var
einnig meðal umhugsunarefna.
Þórður Ásgeirsson fiskistofustjóri
sat hluta fundarins. Rekstrarleyfi og
eftirlit með þorskeldi er nú á hönd-
um Fiskistofu eftir nýja lagasetn-
ingu Alþingis um eldi nytjastofna
sjávar. Hann sagði Fiskistofu óund-
irbúna að taka við þessu og vantaði
reglur, fjármuni, mannskap og sér-
fræðiþekkingu til að sinna málefn-
inu. Það væri ljóst að umsóknum um
þorskeldi sem bærust á næstunni
yrði ekki sinnt að svo komnu máli.
Hvað eftirlit með eldinu varðaði, ætti
sjávarútvegsráðuneytið eftir að gefa
út gjaldskrá þar að lútandi.
Þórður sagði að margt þyrfti að
hafa í huga þegar reglur um þorsk-
eldi yrðu samdar. Hann benti í því
sambandi á viðamiklar reglur Evr-
ópusambandsins um eldisafurðir,
sem taka m.a. á fóðrun, meðhöndlun
og eftirliti með nytjaveiðum. Aug-
ljóst væri að Evrópusambandið
myndi krefjast að þessar reglur yrðu
innleiddar á Íslandi, ef eldisfiskur
héðan ætti að eiga leið inn á Evr-
ópumarkaði. Þá sagði Þórður Fiski-
stofu að sjálfsögðu reyna að sinna
þessu nýja verkefni sínu sem best, en
embættið þyrfti að fá rétt tæki í
hendurnar til að svo mætti verða.
Austurland vænlegt
til kvíaeldis
Eins og áður hefur komið fram í
fréttum hefur Síldarvinnslan á Nes-
kaupstað sótt um leyfi til að ala 2000
tonn af þorski í Norðfirði. Þar hefur
eldisþorskur verið í kvíum síðan í
nóvember sl. og er unnið að ýmsum
rannsóknum á því hvernig fiskurinn
hefst við. Aðstæður fyrir fiskeldi á
Austurlandi hafa ákveðna sérstöðu
fram yfir aðra landshluta, sem felst
einkum í hærra hitastigi sjávar að
vetrarlagi, ásamt öðrum umhverfis-
þáttum.
Í erindi um fóðurlíffræði þorsks
kom fram að gerð hefur verið úttekt
á framboði á hráefni til votfóður-
gerðar eftir landshlutum og er þar
byggt á löndunartölum árið 2000.
Um 18.600 tonn falla til á Austur-
landi af fiskafskurði sem nota mætti
til fóðrunar eldisþorsks, en það er
einkum síldarafskurður.
Þau fyrirtæki sem nú hafa mest
umsvif í þorskeldi eru Þórsberg á
Tálknafirði, Hraðfrystihús Gunnvar-
ar á Ísafirði og Útgerðarfélag Ak-
ureyringa, auk smærri aðila. Miðað
við áætlanir er reiknað með 300 til
500 tonna afla á árinu.
Þorskeldi á
byrjunarreit
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Áhugamenn um þorskeldi hittust á Reyðarfirði til að kynna sér stöðu greinarinnar.
Fiskistofa ekki í stakk búin til að
sinna lögbundnum leyfisveitingum
og eftirliti með þorskeldi
Egilsstöðum. Morgunblaðið.
EGILL Árnason hf. hefur yf-
irtekið rekstur Artico ehf. sem
verður héðan í frá rekið sem
sjálfstæð deild innan EÁ.
Þessi deild fyrirtækisins mun
einbeita sér að þjónustu við
hönnuði og verktaka og mun
Gunnar Árnason veita deild-
inni forstöðu. Boðnar verða
sömu vörur og Artico ehf.
hafði á boðstólum, þ.e. Movin-
ord kerfisveggir, kerfisloft,
felliveggir og skyldar vörur.
Movinord kerfisveggir verða
jafnan til í ákveðnu magni á
lager. Strax í upphafi verður
lögð aukin áhersla á loft-
aklæðningar og mun verða
mögulegt að afgreiða beint af
lager tvær til þrjár gerðir.
Meðal annarra vöruflokka sem
þessi deild mun þjónusta eru
flísar og náttúrusteinn til ut-
anhússklæðninga og upphengi-
kerfi fyrir bæði flísar og flest-
ar aðrar gerðir utanhúss-
klæðninga.
Egill Árna-
son hf.
yfirtekur
Artico
FRUMHERJI hf. hagnaðist um
eitt hundrað þúsund krónur á
fyrsta fjórðungi ársins, en allt árið í
fyrra var hagnaður 32,3 milljónir
króna. Í fréttatilkynningu frá félag-
inu segir að reksturinn á fyrsta árs-
fjórðungi hafi gengið vel en tekjur á
þeim fjórðungi séu iðulega hlutfalls-
lega minni en síðar á árinu.
Rekstrartekjur voru 161 milljón
króna og hagnaður fyrir afskriftir
og fjármagnsliði var 29 milljónir
króna, eða 18,3% af rekstrartekjum.
Allt árið í fyrra var þetta hlutfall
27,4%. Afskriftir námu 26 milljón-
um króna og fjármagnsgjöld 3 millj-
ónum króna. Hagnaður fyrir skatta
nam tæpum sex hundruð þúsund
krónum, en eitt hundrað þúsund
krónum eftir skatta, eins og áður
sagði. Eignir félagsins nema 812
milljónum króna og eigið fé 362
milljónum króna. Eiginfjárhlutfallið
er 45% og veltufjárhlutfallið 0,77.
Í tilkynningunni kemur fram að
gert sé ráð fyrir betri afkomu á
þessu ári en því síðasta. Verkefna-
staða félagsins á öllum rekstrar-
sviðum þess sé með svipuðum hætti
og á síðasta ári, fyrir utan það að
nú komi til tekjur vegna þjónustu
orkusölumæla allt árið. Að auki hafi
félagið tekið að sér umsjón með
framkvæmd ökuprófa á öllu landinu
frá og með 1. apríl síðastliðnum, en
gera megi ráð fyrir að árlegar
tekjur vegna þessa séu á bilinu 40–
50 milljónir króna.
Hundrað þúsund
króna hagnaður
Þriggja mánaða uppgjör Frumherja