Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 24

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 24
ERLENT 24 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ DREGIÐ hefur úr vinsældum Yassers Arafats meðal Palestínu- manna en margir eru afar ósáttir við þá spillingu sem talin er ein- kenna heimastjórn þá, sem Arafat veitir forystu. Enginn annar leið- togi Palestínumanna nýtur þó slíkra vinsælda, að líklegt sé að hann geti velt Arafat úr sessi. Þetta má lesa úr skoðanakönn- un sem gerð var meðal Palest- ínumanna í síðustu viku. Kom fram í könnuninni að mikill stuðn- ingur er við umbætur í heima- stjórninni, m.a. að reka skuli spillta ráðherra, skipuleggja ör- yggisveitir Palestínumanna upp á nýtt og halda kosningar innan fárra mánaða. Ef marka má könnunina nýtur Arafat stuðnings 35% Palestínu- manna, en sambærileg tala var 46% í júlí 2000, áður en yfirstand- andi átök við Ísraela brutust út. Arafat naut 36% stuðnings í könn- un sem gerð var í desember 2001. Marwan Barghouti, leiðtogi Fatah-hreyfingar Arafats á Vest- urbakkanum, er næstvinsælastur palestínskra stjórnmálamanna, hefur 19% fylgi meðal almennings. Barghouti, sem Ísraelar handtóku í síðasta mánuði vegna gruns um að hann skipulegði sjálfsmorðs- árásir gegn ísraelskum borgurum, nýtur meiri vinsælda nú en í des- ember, en þá fékk hann 11% fylgi í sambærilegri könnun. Skoðanakönnunina gerði sjálf- stæð stofnun sem sérhæfir sig í gerð kannana meðal Palestínu- manna. 1.317 manns tóku þátt í könnuninni og voru vikmörk henn- ar 3%. Khalil Shikaki, sem starfar hjá stofnuninni sem gerði könnunina, sagði niðurstöðuna sýna að vin- sældir Arafats væru minni núna en nokkru sinni áður, en Arafat hefur verið leiðtogi Palestínu- manna í fjóra áratugi. „Almenningur telur ekki að Arafat sýni forystu, fólki finnst ekki ljóst hvað það er sem hann vill,“ sagði Shikaki. „Honum hefur mistekist á tvennum vígstöðvum; að binda enda á hernám Ísraela og byggja upp lýðræðislegt, palest- ínskt ríki.“ Þetta breytir þó ekki því, segir Shikaki, að það er enginn annar í sjónmáli sem gæti skorað Arafat á hólm og það er næsta víst að sú staða breytist ekki á meðan enn standa yfir átök við Ísraela. „Áfram verður litið á Arafat sem tákn væntinganna um brottför Ísraela. Á meðan Arafat er á lífi mun enginn ógna stöðu hans.“ Vinsældir Arafats aldrei minni Ramallah. AP. STJÓRNARKREPPAN, sem nú er komi upp í Ísrael eftir að þingmenn hins bókstafstrúaða Shas-flokks neituðu að samþykkja aðhaldsað- gerðir stjórnarinnar, sýnir vel hve illa er komið í ísraelsku efnahagslífi. Það er að sligast undir gífurlegum kostnaði við herförina gegn Palest- ínumönnum, lítilli fjárfestingu og miklum samdrætti í mikilvægum at- vinnugreinum. Fréttaskýrendur telja líklegt, að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísr- aels, muni takast að ná einhverju málamiðlunarsamkomulagi um fjár- lögin en þeir leggja áherslu á, að það sé ekki til nein skyndilausn á erfið- leikunum, nema ef vera skyldi frið- arsamningur við Palestínumenn. Þjóðarframleiðslan minnkar Ástandið í ísraelsku efnahagslífi hefur stórversnað síðan Palestínu- menn hófu uppreisnina gegn her- námi Ísraela á Vesturbakkanum og Gaza í september 2000. Verðbólgan er á uppleið og þjóðarframleiðslan dróst saman um 0,5% á síðasta ári. Hefur það ekki gerst síðan 1953. Hafa Ísraelar orðið verr úti í sam- drættinum í heimsbúskapnum en margir aðrir, einkum vegna þess hve hátæknifyrirtækin vega þungt. Fréttaskýrendur benda á, að þótt aðhaldsaðgerðirnar, nýir skattar og útgjaldastöðvun, verði samþykktar, þá muni það breyta litlu um stöðu ríkissjóðs. Erlendir fjárfestar og er- lendir ferðamenn muni halda áfram að forðast landið. „Það er harla fátt, sem Sharon getur gert,“ sagði Gil Feiler, prófess- or í hagfræði við Bar-lan-háskólann, og bætti því við, að ísraelskur al- menningur væri búinn að missa alla trú á efnahagsráðstöfunum stjórnar- innar. „Ef þetta heldur áfram mun verða mikill fjármagnsflótti frá landinu og gengi gjaldmiðilsins, shekelsins, hrynur. Þá munu margir verða til að flytja sinn atvinnurekstur til annarra landa.“ Shekelinn féll í gær um 0,9% gagn- vart dollara og lánstraust ríkisins og einkafyrirtækja er á niðurleið. Auknir skattar, aukinn samdráttur Fréttaskýrendur segja, að það versta við aðhaldsaðgerðirnar sé, að þær veiti í raun lítið aðhald. Sam- kvæmt þeim á að hækka virðisauka- skatt um 1% og skera niður barna- bætur. Þær verða þó aðeins skornar niður hjá þeim fjölskyldum, sem eiga engan í hernum eða tengdum störf- um. Það á einkum við um ísraelska araba og bókstafstrúaða gyðinga, sem eru undanþegnir herskyldu. Að auki á að skattleggja meira arð af fjárfestingum og verð á bensíni og tóbaki hefur þegar verið hækkað. Feiler segir, að skattahækkunin muni aðeins verða til að draga enn úr eftirspurn og þar með auka á sam- dráttinn. Þá bendir hann á, að skat- taáþján sé óvíða meiri en í Ísrael og ekki óalgengt, að fólk greiði um 60% teknanna til hins opinbera. Óttast fjár- magnsflótta AP Þrír þingmenn bókstafstrúaðra gyðinga á Ísraelsþingi. Þeir felldu að- haldsaðgerðir stjórnarinnar vegna þess, að þær gera ráð fyrir minni barnabótum til fjölskyldna, sem eiga engan tengdan hernum. Jerúsalem. AFP. GERT var ráð fyrir að tugir þús- unda friðarsinna myndu taka þátt í mótmælum, sem skipulögð höfðu verið í Berlín í gær í tilefni heim- sóknar George W. Bush Bandaríkja- forseta til Þýskalands í dag. Bush mun í heimsókninni eiga viðræður við Gerhard Schröder, kanslara Þýskalands, um samskipti Banda- ríkjanna og Evrópuþjóðanna og um baráttuna gegn hryðjuverkum. Meira en 240 samtök, sem og margir liðsmenn stjórnmálaflokka, sem aðild eiga að ríkisstjórn Þýska- lands eða borgarstjórn Berlínar, tóku þátt í mótmælunum í gær en þau fóru fram undir yfirskriftinni „öxull hins góða“, og var þar verið að vísa til ummæla Bush í vetur um „öxulveldi hins illa“, þ.e. Írak, Íran og Norður-Kóreu. Talsmaður mótmælenda lagði áherslu á að mótmælin snerust ekki um andúð á Bandaríkjunum og Bandaríkjamönnum heldur væri meiningin að mótmæla þeirri til- hneigingu Bandaríkjastjórnar að grípa til einhliða aðgerða í utan- ríkis- og umhverfismálum. Dagblaðið Berliner Zeitung sagði í leiðara í gær að Schröder myndi að sjálfsögðu taka Bush fagnandi. Margir Þjóðverjar væru þó ósáttir við stefnu Bandaríkjamanna. „Aldr- ei fyrr hefur neinn forseti Banda- ríkjanna virst okkur jafnfjarlægur og aldrei áður hafa þýskir rík- isborgarar haft jafnmiklar efasemd- ir um stefnumál öflugasta banda- manns þeirra,“ sagði í leiðaranum. Fer einnig til Rússlands, Frakklands og Ítalíu Það eru einkum áform Banda- ríkjamanna um árásir á Írak sem andúð Evrópumanna beinist að, sem og ákvörðun þeirra um að leggja verndartolla á innflutning landbún- aðarvara og stáls til Bandaríkjanna. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tók hins vegar upp hanskann fyrir Bush, við upphaf Evrópuheimsóknar hans, í viðtali við The Times í gær. Sagði Blair þar að hann teldi það eitt af verkefnum sínum, að koma í veg fyrir að fólki tækist að rjúfa skarð í samstöðu Evrópumanna og Bandaríkjanna. „Þeir einu sem myndu hagnast af slíkri vök milli vina væru hin illu öfl í veröldinni,“ sagði Blair. Bush kemur til Berlínar í dag en heldur síðan til Moskvu og Sankti Pétursborgar í Rússlandi en þar mun hann m.a. undirrita, ásamt Vladimír Pútín Rússlandsforseta, samkomulag um fækkun kjarna- vopna. Síðan fer Bush til Frakk- lands og endar loks Evrópuför sína í Róm, en þar mun hann sækja leið- togafund Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Er ætlunin að skrifa þar undir samkomulag um sérstakt samstarfs- ráð NATO og Rússa, sem samþykkt var á utanríkisráðherrafundi NATO hér í Reykjavík í síðustu viku. Þúsundir mótmæla komu Bush til Berlínar AP Einn mótmælenda heldur á lofti auglýsingaspjaldi sem á stendur: „George W. Bush – helsti hryðjuverkamaður heimsins.“ Berlín, London. AFP. BANDARÍSKI líffræðingurinn Stephen Jay Gould lést úr krabba- meini á heimili sínu í New York sl. mánudag, sextug- ur að aldri. Skrif Goulds um þróun- arkenninguna og steingervinga- fræði hafa vakið mikla athygli jafnt meðal fræði- manna sem al- mennings. The New York Times segir hann hafa verið einn áhrifamesta þróunarfræð- ing tuttugustu aldar, og „ef til vill sá þekktasti síðan Charles Darwin“. Skrif Goulds vöktu oft hörð við- brögð, og litu fylgismenn sköpunar- kenningarinnar á hann sem helsta óvin sinn. En viðhorf Goulds urðu einnig til þess að vísindamenn neyddust til að endurskoða viðtekn- ar hugmyndir um þróunarferli. Meðal þróunarkenningarsinna var ekki einhugur um kenningar Goulds. Var það einkum kenning hans um „rofið jafnvægi“ sem vakti deilur. Hann hélt því fram, að þróun yrði í tiltölulega hröðum gusum breytinga á tegundum, fremur en í hægfara, samfelldum breytingum. Stephen Jay Gould látinn Boston. AP. Gould

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.