Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 32
I NGIMUNDUR Sigfússon, sendiherra Ís- lands í Japan, var í síðustu viku fulltrúi íslensku ríkisstjórnarinnar í Austur-Tímor þegar landið öðlaðist sjálf- stæði, en hið nýja ríki er jafnframt hið fyrsta til að verða sjálfstætt á 21. öld- inni. Ingimundur var meðal fulltrúa 89 ríkja sem voru viðstaddir fyrstu sjálfstæðishátíð Austur-Tímor, sem verið hefur undir stjórn Samein- uðu þjóðanna síðan í október 1999 eftir 23 ára valdatíma Indónesa, sem lauk með allsherjareyðilegg- ingu í landinu og miklu blóðbaði. Nú hefur forseti landsins Xanana Gusmao og ríkisstjórn hans tekið við stjórninni af Sameinuðu þjóð- unum, sem munu þó áfram vera til staðar með fulltrúa í landinu. Lýst var yfir sjálfstæði á mið- nætti hins 20. maí. Voru ráðherrar í nýrri ríkisstjórn landsins settir í embætti sín og að því loknu hald- inn fundur í þjóðþingi landsins þar sem var samþykkt m.a. að leita eftir aðild að SÞ. Gekk algjöran berserksgang Undanfarið hefur nokkur upp- bygging átt sér stað í landinu og segir Ingimundur að SÞ hafi unn- ið mikið og gott starf í þeim efnum eftir gríðarmikla eyði- leggingu af völdum vígasveita sem gengu berserksgang í kjölfar þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 1999 þegar sem mik- ill meirihluti þjóðar- innar greiddi at- kvæði með sjálfstæði frá Indónesum. „Þetta fólk gekk al- gjöran berserksgang og eyðilagði allt sem hægt var að eyði- leggja,“ segir Ingi- mundur. Ég held að 95% allra húsa í landinu hafi verið brennd. Búfénaður var drepinn, akrar, skólar og spítalar eyðilagð- ir. Þetta sér maður ennþá þótt fólk á vegum Sameinuðu þjóðanna segi að ástandið sé gjörbreytt frá því sem það var fyrir 6 mánuðum. Það hefur mjög mikið verið gert en samt er óskaplegt að sjá þetta allt saman því fátæktin og eymdin er svo mikil. Ég hef aldrei séð annað eins.“ Ingimundur sá á ferðum sínum m.a. tvo skóla sem höfðu verið eyðilagðir. Annar var stór tækni- skóli þar sem 5 þúsund nemendur höfðu verið við nám og hinn var gagnfræðaskóli sem hlaut sömu örlög. „Það er búið að eyðileggja allt, sama hvað það er. Maður sér alls staðar eyðilagðar byggingar en þó líka að það er verið er að lagfæra þær og endurbyg breytir því þó ekki að hræðilegt.“ Hann segir spurður um að þeir séu allslausir, atv sé um 80% og um 60% þj ar séu ólæs. „Maður sér ar að fólkið á ekki neitt, v in utan á sig,“ segir Ingim Clinton elskulegur m Í heimsókn sinni hit mundur m.a. Bill Clinton, andi Bandaríkjaforseta, Annan, framkvæmdastjó „Ég hafði aðeins tækifæ Ingimundur Sigfússon sendiherra um ástandið í A Fólkið glatt þrátt fyrir miklar þrengingar Gríðarleg Ingimundur Sigfússon Talið er að 95% húsa á Rústirnar sem ko Ingimundur Sigfússon fór frá Austur-Tímor í gær eftir að hafa verið viðstaddur þegar þjóðin öðlaðist langþráð sjálfstæði. Hann segir við Morgunblaðið að fólk sé bjartsýnt þrátt fyrir mikla fátækt og eyðileggingu í landinu. 32 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KRISTÍN Ástgeirsdóttir,fyrrverandi alþing-ismaður, segir að íbúarAustur-Tímor þurfi á mikilli aðstoð og stuðningi að halda á næstu árum. Sjálfstæði landsins sé aðeins eitt skref í upp- byggingu samfélags sem hafi ár- um saman búið við kúgun og ófrið. Þjóðin sé fátæk og í sárum eftir átökin sem þar hafi staðið. Kristín hefur í gegnum árin sýnt sjálfstæðisbaráttu íbúa á Austur-Tímor mikinn áhuga og leitaðist við að styðja baráttu þeirra eftir mætti meðan hún sat á Alþingi Íslendinga. Kristín sagðist fyrst hafa kynnst sjálfstæðisbaráttu íbúa á Austur-Tímor í gegnum störf sín fyrir Evrópuráðið. Hún sagðist m.a. hafa heimsótt miðstöð A- Tímora í Lissabon í Portúgal. Ár- ið 1994 hefði norskur bar- áttuhópur fyrir sjálfstæði A- Tímor kynnt málið fyrir henni. Í hópnum var Íslendingur sem heit- ir Sigurjón Einarsson, en hann býr í Osló. „Árið eftir leitaði Sigurjón til mín með ósk um að ég skrifaði bréf til norsku Nóbelsnefnd- arinnar vegna friðarverð- launanna. Mér fannst það tilvalið og fékk þær stöllur mínar, Krist- ínu Einarsdóttur og Önnu Ólafs- dóttur Björnsson, í lið mér og við sendum bréf til nefndarinnar og tilnefndum til friðarverðlaunanna Jose Ramos-Horta, sem þá var landflótta talsmaður A-Tímora, og Carlo Belo biskup, sem bjó í A- Tímor. Eftir að þær fóru af þingi tilnefndi ég þá áfram í þrjú skipti og þeir fengu síðan friðarverðlaun Nob- els 1997. Hver sem okkar þáttur var í því þá er a.m.k. ljóst að þessi friðarverðlaun skiptu sköpum. Þau vöktu gríðarmikila athygli á málstað þessarar litlu þjóðar. Þeir nýttu sér þann meðbyr og þrýst- ingur stórjókst á stjórn Indónesíu sem ákvað loks að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu árið 1999. Í kjölfarið urðu þarna mikil átök sem Sameinuðu irnar tóku svo að sér að stö Kristín sagði að íbúar í A Tímor hefðu barist fyrir sj í fjöldamörg ár eða allt frá Portúgalar stjórnuðu land Þegar þessi draumur þjóð Þurfa á miklum stuðn Kristín Ástgeirs- dóttir um ný- fengið sjálfstæði Austur-Tímor STAÐAN Í KOSNINGABARÁTTUNNI Lokaspretturinn í kosningabarátt-unni vegna sveitarstjórnarkosn-inganna stendur nú yfir og að venju beinist athyglin langmest að bar- áttunni milli Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Gall- up-könnun, sem ríkisfjölmiðlarnir kynntu í gærkvöldi bendir til þess að bilið sé að breikka á ný á milli Reykja- víkurlista og Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt þessari nýjustu könnun Gallup fær Reykjavíkurlistinn 52,4% atkvæða, Sjálfstæðisflokkurinn 41,8% atkvæða og aðrir minna. Þessi könnun Gallup er gerð frá laugardegi til mánu- dags. Niðurstöður hennar vekja ekki sízt athygli vegna þess að fyrir helgi kynnti Gallup niðurstöður könnunar, sem gerð var seinni hluta liðinnar viku en nið- urstaða hennar var sú að Reykjavíkur- listinn fengi 48,5% atkvæða en Sjálf- stæðisflokkur 45,2%. Þessi niðurstaða var mjög samhljóða könnun, sem Fé- lagsvísindastofnun gerði fyrir Morgun- blaðið dagana 6.–9. maí sl. og birt var í blaðinu laugardaginn 11. maí en skv. henni var gert ráð fyrir að Reykjavík- urlistinn fengi 48,8% atkvæða en Sjálf- stæðisflokkur 45,6%. Sú umtalsverða sveifla, sem virðist hafa orðið um síðustu helgi til Reykja- víkurlistans og frá Sjálfstæðisflokki vekur spurningar. Ein skýringin kann að vera sú að þeir kjósendur Reykjavík- urlistans, sem voru orðnir óánægðir með störf borgarfulltrúa listans hafi hrokkið við þegar í ljós kom hversu mjótt var á munum og skilað sér í auknu fylgi við Reykjavíkurlistann. Skoðanir eru augljóslega skiptar um pólitísk áhrif þeirra sviptinga, sem staðið hafa síðustu daga vegna viljayf- irlýsingar borgarstjóra og heilbrigðis- ráðherra vegna byggingar hjúkrunar- heimilis fyrir aldraða. Gera má ráð fyrir að síðasta könnun Gallup, sem sýnir aukinn mun á milli Reykjavíkurlista og Sjálfstæðisflokks hleypi nýjum krafti í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Það hefur áður gerzt að stjórnmálaflokkar hafi notað óhagstæðar niðurstöður skoðanakann- ana fyrir þá nokkrum dögum fyrir kosningar sér til framdráttar. Eitt skýrasta dæmið um það var skyndileg uppsveifla í fylgi Alþýðubandalags fyr- ir tveimur áratugum eða svo síðustu daga kosningabaráttu í kjölfar óhag- stæðra skoðanakannana. Fleiri dæmi eru um að mikil sveifla verði hjá kjósendum síðustu 2–3 daga kosningabaráttu þannig að ekki er hægt að draga of víðtækar ályktanir af nýjustu könnun Gallup. Ekki verður annað sagt en kosninga- baráttan hafi farið vel fram og verið málefnaleg þótt alltaf kvikni deilur um framsetningu á einstökum málum í kosningabaráttu. Úrslitin í Reykjavík eru ekki ráðin. Það verður lokaspretturinn sem skiptir sköpum. Reynslan sýnir að umræður forystumanna framboðslistanna í Reykjavík í sjónvarpi kvöldið fyrir kjördag skipta miklu máli. Þótt Reykjavík vegi að sjálfsögðu þyngst í kosningabaráttunni geta úrslit í stærstu kaupstöðum landsins, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggð- inni gefið mikilvægar upplýsingar um, hvernig landið liggur hjá kjósendum í aðdraganda þingkosninga, sem fara fram að ári. Það er ekki sízt staðan í fylgi stjórnarflokka og stjórnarand- stöðuflokka, sem athyglin mun beinast að þegar horft verður á úrslitin í heild og getur gefið vísbendingu um það, sem framundan er á landsvísu. Sameiginleg- ir framboðslistar flækja þó þá mynd. Þannig verður lítið vitað um fylgi ein- stakra flokka, sem standa að Reykja- víkurlistanum í höfuðborginni sjálfri vegna samstarfs þeirra á vettvangi Reykjavíkurlistans. Sú liðskönnun, sem sveitarstjórnarkosningar óneitanlega eru fyrir þingkosningar kemur því þeim flokkum að litlu gagni í Reykjavík. UPPNÁM Í KERFINU Frá því var greint í Morgunblaðinu sl.sunnudag að Bónusverzlanirnar hefðu fimm sinnum á árinu þurft að flytja inn sveppi flugleiðis frá Hollandi um helgi til að anna eftirspurn, en eini íslenzki sveppaframleiðandinn hefur ekki við. Af hverju kílói innfluttra sveppa þarf Bónus að greiða 100 króna magntoll. Tollalækkun stjórnvalda á innfluttu grænmeti fyrr á árinu náði þannig aðeins til verðtolls, sem áður var lagður á sveppina auk magntollsins. Sveppir eru ein þriggja grænmetisteg- unda, sem enn bera magntoll. Vegna magntollsins eru hollenzku sveppirnir dýrari í innkaupum en ís- lenzkir en Bónus selur þá á sama verði, tekur m.ö.o. á sig magntollinn. Guðmundur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Bónuss, bendir í Morgun- blaðinu á að hér skjóti skökku við þegar íslenzka varan sé ekki til. Það sé algjör óþarfi að setja á verndartoll þegar ekk- ert sé til að vernda. Í blaðinu segir Guðmundur Sigþórs- son, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, að ráðuneytið sé nú að skoða að lækka magntollinn, en hann verði ekki felldur niður eins og verðtollurinn. Og af hverju ekki? Í frétt Morgunblaðsins segir: „Ástæðan er sú, að sögn Guð- mundar, að ef 95% grænmetisins, sem er sveppir í þessu tilviki, eru fáanleg hér á landi og 5% fengin erlendis frá yrðu þessi 95%, sem framleidd eru í sam- keppni við erlenda hlutann, í uppnámi ef gjaldið yrði með öllu afnumið. „Það verða að vera hæfileg gjöld.““ Þetta er alveg sérstök landbúnaðar- kerfisrökfræði, sem enginn skilur nema innanbúðarmenn í því kerfi. Af hverju í ósköpunum ættu þessi 95% að vera í ein- hverju uppnámi þótt hingað til lands yrðu flutt fáein tonn af sveppum, þar sem kílóið yrði hundrað krónum ódýr- ara en ella? Landbúnaðarkerfinu fynd- ist náttúrlega alveg voðalegt ef þessi eini sveppaframleiðandi, sem hefur komið sér þægilega fyrir á markaðnum hér á landi, fengi bara agnarlitla er- lenda samkeppni svo sem eina helgi í mánuði. En hvernig ætti það að geta orðið að einhverju uppnámi? Þetta mál sýnir að þrátt fyrir umbæt- ur síðustu missera er enn langt í land að frjáls samkeppni og eðlileg markaðslög- mál ríki á grænmetismarkaðnum og að hið opinbera landbúnaðarkerfi lítur enn á sig sem sérstakan gæzlumann hags- muna framleiðenda – í þessu tilviki bara eins framleiðanda. Betur má því ef duga skal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.