Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 33
ggja. Það
þetta er
m íbúana
vinnuleysi
þjóðarinn-
alls stað-
varla föt-
mundur.
maður
tti Ingi-
, fyrrver-
og Kofi
óra SÞ.
æri til að
tala við Clinton. Ég hef hitt hann
einu sinni áður og þetta er óskap-
lega hlýr og elskulegur maður.
Hann er augsýnilega mjög vinsæll
og hann hefur mikla útgeislun og
það var mjög gaman fyrir okkur
að fá að heilsa aðeins upp á hann.
Við hittum Kofi Annan líka sem
var mjög glaður yfir því að fulltrúi
Íslands skyldi vera viðstaddur.
Hann sagðist vera ánægður með
hvernig til hefði tekist með hátíða-
höldin. Sameinuðu þjóðirnar hafa
unnið stórkostlegt starf í landinu
og þótt þær dragi sig á vissan hátt
í hlé verða áfram í landinu lög-
reglusveitir og friðargæslusveitir
á vegum SÞ.“
Fólkið er bjartsýnt
Ingimundur hitti ennfremur yf-
irmann Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunarinnar (WHO) en stofn-
unin hefur unnið mjög gott starf í
landinu að sögn Ingimundar. Öll
heilsugæsla, eins og skólakerfið
hafi verið lögð í rúst en nú er unn-
ið að enduruppbyggingu hennar.
Ingimundur hefur heimildir fyrir
því að 12,5% barna í landinu deyi
áður en fimm ára aldri er náð.
„Það er líka mjög mikið um að
þungaðar konur deyi og það er
óskaplega mikil eymd í landinu, en
samt er fólk mjög glatt einhvern-
veginn þrátt fyrir allar þrenging-
arnar. Ég held að fólkið sé á viss-
an hátt bjartsýnt. Kofi Annan
sagði það líka í ræðu sinni að SÞ
myndu halda áfram að styðja við
bakið á þjóðinni, enda verður það
að gerast.“
Spurður um framtíð hins nýja
ríkis segir hlutina ekki líta illa út
að fátæktinni undanskilinni. „Allt
sem gert hefur verið undanfarið
hefur gengið mjög vel. Mér skilst
að hættan sé einna mest á landa-
mærum Austur- og Vestur-Tímor,
en þar eru SÞ með friðargæslu-
sveitir. Mér finnst þetta ekki líta
mjög illa út, nema hvað fátækting
er mikil. Ég held ég hafi séð það í
einhverjum gögnum að um 60%
þjóðarinnar hefur einna dollara á
dag eða minna. Fátæktin er því al-
veg ofboðsleg.“
A-Tímor við upphaf sjálfstæðis þjóðarinnar
Reuters
g fátækt er í Austur-Tímor og mikið uppbyggingarstarf er framundan.
AP
Austur-Tímor hafi verið eyðilögð árið 1999.
onan stendur í var eitt sinn veitingahús.
SVÍAR fóru nýlegameð forystuna í Evr-ópusambandinu í eittmisseri og í
tengslum við það hlutverk
heimsótti ég öll ríkin í Aust-
ur-Evropu sem sótt hafa um
aðild að sambandinu. Fulltrú-
ar stjórna þeirra ræddu mik-
ið stefnuna í landbúnaðar-
málum. En þeim fannst ekki
jafnspennandi að fjalla um
jafnrétti, verslun með konur
eða vændi. Þeir ráku upp
stór augu þegar ég talaði um
launamun í Svíþjóð. „Við er-
um ekki með sérstök laun
fyrir konur,“ sögðu þeir.
Þeim fannst ekki að hægt
væri að benda á mikil vanda-
mál á sviði jafnréttismála.
Það var hörmulegt að margar
konur skyldu „stunda vændi“
og „selja sig til útlanda“ en
„enginn getur hindrað frjálst
fólk í að gera það sem það
vill við líkama sinn“.
En þegar ég hitti að máli í
sömu heimsókn ýmis frjáls
félagasamtök sem vinna að
málefnum vændiskvenna og
kvenna sem eiga undir högg
að sækja var dregin upp allt
önnur mynd. Þá fékk ég upp-
lýsingar um umfang vandans.
Fjöldi kvenna í þessum
löndum er tældur eða þving-
aður til þessarar þrælaversl-
unar nútímans. Þetta eru
kaldranaleg viðskipti þar sem
líkami konunnar er lagður að
jöfnu við kæliskáp eða skó.
Konunum er ýtt út í vændi,
tillitslausir sölumenn og
melludólgar kynlífsiðnaðarins
finna oft viðskiptavini meðal
efnaðra manna frá Vestur-
Evrópu og Evrópusamband-
inu. Þetta er bakgrunnur
sænska átaksins sem beinist
að sameiginlegri baráttu
Norðurlandaþjóðanna og
Eystrasaltsþjóðanna gegn
sölu á konum.
Ég lagði síðastliðið sumar
fram tillögu um sameiginlega
baráttu á fundi ráðherra
jafnréttismála frá Norður-
löndunum og Eystrasaltsríkj-
unum á ráðstefnunni Konur
og lýðræði [WoMen and De-
mocracy] í Vilnius. Sænsku
tillögunni var mjög vel tekið.
Dómsmálaráðherrar um-
ræddra ríkja hafa einnig sýnt
málinu áhuga. Þess vegna fer
nú fram barátta af hálfu
stjórnvalda í átta ríkjum
gegn sölu á konum á Norð-
urlöndunum og í Eystrasalts-
ríkjunum. Er þetta fyrsta
raunverulega merkið um ár-
angur af því að ráðherrarnir
ákváðu í sameiningu að beita
sér gegn slíkri sölumennsku.
Sameiginlega baráttan
hefst með ráðstefnu í Tallinn
29.–31. maí með þátttöku
Eistlands, Lettlands, Lithá-
ens, Danmerkur, Finnlands,
Íslands, Noregs og Svíþjóð-
ar. Þjóðirnar líta á baráttuna
sem upphaf skipulagðrar
samvinnu til langs tíma gegn
verslun með konur. Samtímis
er efnt til herferðar í hverju
landi þar sem áherslan er
lögð á viðfangsefni á staðn-
um.
Ég er nú [17. maí] í Malmö
á Skáni til að kynna sænska
hluta baráttunnar gegn
vændi og verslun með konur
en átakið hefst í vikunni.
Margar vísbendingar eru um
að verslun með konur sé mik-
ið stunduð á Skáni og jafn-
framt að umræddar konur
komi fyrst og fremst frá
Ungverjalandi, Rúmeníu,
Tékklandi, Slóvakíu og
Litháen. Við vitum að Sví-
þjóð gegnir hlutverki við-
komustaðar, þangað eru er-
lendar konur sendar og síðan
fluttar áfram til Danmerkur
þar sem ætlunin er að nota
þær í vændi. Skánn og nán-
asta umhverfi héraðsins er
mikilvægur þáttur í ferlinu,
með borgunum Ystad og
Trelleborg og Eyrarsund-
sbrúnni.
Helsta markmiðið er að
miðla upplýsingum til að efla
meðvitund almennings um
vændi og verslun með konur
um allan heim. Til langs tíma
er takmarkið einnig að hamla
gegn vændi og verslun með
konur í Svíþjóð þar sem land-
ið er notað sem áfangastöð.
Við beinum sérstaklega at-
hyglinni að körlum sem not-
færa sér konur og börn, eink-
um stúlkur, sem stunda
vændi, í Svíþjóð og annars
staðar í heiminum. Reynt
verður að ná til karla á öllum
aldri, þeirra sem þegar nýta
sér vændiskonur og einnig
þeirra sem gætu orðið við-
skiptavinir vændiskvenna.
Rannsókn sem gerð var á
vegum heilbrigðiseftirlitsins
sænska, gefur til kynna að
áttundi hver karlmaður í Sví-
þjóð nýti sér einhvern tíma á
ævinni vændiskonu. Kaup-
endurnir eru eins og þversnið
af samfélagi karla í landinu,
eru á öllum aldri og úr öllum
lögum samfélagsins. Meiri-
hluti þessara karla er giftur
eða í sambúð og á barn eða
börn.
Mikilvægur hluti sameigin-
lega átaksins er að hafa hönd
í bagga með og kynna starf
sem þegar hefur verið unnið
á þessu sviði og þekkingu og
reynslu sem tengist könnun-
um á vændi og verslun með
konur og er til staðar hjá
sænskum stjórnvöldum,
kvennahreyfingum, öðrum
frjálsum félagasamtökum og
í háskólunum.
En samtímis viljum við líka
vekja athygli á þeim kjörum
sem misnotuðu konurnar og
börnin lifa við.
Frá árinu 1999 hafa verið í
gildi einstök lög í Svíþjóð
sem banna kaup á kynlífs-
þjónustu. Konur og börn eru
ekki vörur sem á að vera
hægt að kaupa fyrir peninga.
Ekki í Svíþjóð, hjá grann-
þjóðum okkar eða nokkurs
staðar í heiminum.
Binda verður
enda á verslun
með konur
Svíar hafa tekið frumkvæði í baráttu gegn því að konur séu seldar í kynlífs-
þrældóm og fengið hinar norrænu þjóðirnar og Eystrasaltsþjóðirnar í lið
með sér. Margareta Winberg, ráðherra jafnréttismála í Svíþjóð, segir að
mikið sé um að kaupahéðnar á þessu sviði noti Svíþjóð sem viðkomustað.
Grein Winberg birtist í
blaðinu Sydsvenskan fyrir
helgi og er birt hér með góð-
fúslegu leyfi ráðherrans, einn-
ig myndirnar sem notaðar eru
í átakinu er hún segir frá.
Efst á spjaldinu stendur: „Einn af hverj-
um átta körlum hefur einhvern tíma
keypt kynlífsþjónustu.“
Spjald með áletruninni: „Æ fleiri karlar
stunda viðskipti á Netinu.“
Eitt af spjöldunum sem notuð verða í her-
ferðinni gegn kynlífsverslun í Svíþjóð. Á
því stendur efst: „Nú gengur þorskurinn
við strendur Eystrasaltsins.“ Þess ber að
geta að þorskur getur í sænsku merkt við-
skiptavinur vændiskonu. Neðst stendur:
„Það er afbrot að kaupa kynlífsþjónustu.“
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 33
u þjóð-
öðva.“
Austur-
jálfstæði
á því að
dinu.
arinnar
væri loksins orðinn að
veruleika reyndi fyrst
fyrir alvöru á sam-
stöðu þjóðarinnar.
„Þeir hafa kosið sér
alveg frábæran leið-
toga Xanana Gusmao,
sem hefur tekið sér
Nelson Mandela til
fyrirmyndar og hefur
lagt mjög mikla
áherslu á að menn nái
sáttum en ekki verði
staðið fyrir hefndum.
Það hefur verið talað
um að draga nokkra
menn fyrir rétt en síð-
an verði þeim veitt
sakaruppgjöf. Hugs-
unin með þessu er að leiða sann-
leikann í ljós en að sleppa refsing-
unum. Þótt auðvitað eigi menn að
vera ábyrgir gerða sinna þá getur
þessi afstaða skipt miklu máli við
að halda frið í landinu.
Á Austur-Tímor er mikil fátækt
og mikil sár eftir þau átök sem
þarna hafa átt sér stað. Íbúar
landsins þurfa óskaplega mikið á
stuðningi að halda. Eins og dæmin
sanna er alltaf viss hætta á spill-
ingu þegar menn komast sjálfir að
kjötkötlunum. Vonandi tekst leið-
togum landsins að sigla framhjá
þessu. Fulltrúar Sameinuðu þjóð-
anna verða áfram í landinu og
munu veita landsmönnum stuðn-
ing.“
Kristín sagði að Austur-
Tímorar væri þjóð sem væri sam-
sett úr mörgum þjóðflokkum og í
landinu væru töluð mörg tungu-
mál. Það væri því ekki auðvelt að
búa til friðsamlegt samfélag á A-
Tímor. Þarna væri mikið verk að
vinna.
Kristín sagðist hafa fylgst með
athöfninni þegar formlega var
gengið frá sjálfstæði Austur-
Tímor á fréttastöðinni CNN. Hún
sagðist því hafa tekið þátt í fögn-
uði þjóðarinnar.
ningi að halda
Kristín
Ástgeirsdóttir