Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 38
UMRÆÐAN
38 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞJÓÐLEG sam-
tök náms- og starfsráð-
gjafa (International
Association for Edu-
cational and Vocational
Guidance eða IAEVG)
urðu hálfrar aldar
gömul í september á
síðasta ári og héldu
ráðstefnu í París af því
tilefni. Félag náms- og
starfsráðgjafa á Ís-
landi (Fns), sem eru
þar meðlimir, hélt upp
á 20 ára afmæli í des-
ember sl. Á þessum
tímamótum er mikil-
vægt að líta um öxl,
skoða náms- og starfs-
ráðgjöf/-fræðslu í víðu samhengi og
kynna aðdragandann að stofnun
IAEVG og hlutverk þeirra.
Stofnun IAEVG
Upphafið má rekja til fimmta ára-
tugar síðustu aldar er hópi náms- og
starfsráðgjafa í Evrópu fannst mik-
ilvægt að auka samstarf sín á milli og
skiptast m.a. á hugmyndum og árang-
ursríkum aðferðum. Þessir áhuga-
sömu einstaklingar hittust í París árið
1951 þar sem IAEVG var stofnað.
Síðan þá hafa samtökin stækkað mik-
ið og ná nú til 70 landa víðs vegar um
heiminn. Markmið samtakanna hafa
lítið breyst frá upphafi og eru að:
stuðla að og bæta samskipti
milli ráðgjafa og stofnana sem
starfa við náms- og starfsráð-
gjöf
hvetja fagmenn til stöðugrar
þróunar á hugmyndum, þjálfun
og rannsóknum á sviði ráðgjaf-
ar
safna/dreifa upplýsingum um
nýjustu aðferðir og rannsóknir í
ráðgjöf
Hlutverk
Ráðgjafarnir sem hittust árið 1951
lögðu grunninn að hlutverki IAEVG
og hefur það lítið breyst frá upphafi.
Það er að:
berjast fyrir því að allir sem
þurfa og vilja fræðslu og ráðgjöf
geti fengið hana hjá hæfum og
viðurkenndum einstaklingi með
sérmenntun
ákveða þá lágmarks þjónustu
sem veita á nemendum og fólki í
atvinnuleit
ákveða grunnþjálfun og þau
skilyrði sem ráðgjafi þarf
stuðla að þjálfun og endur-
menntun fyrir starfandi ráð-
gjafa
þróa aðferðir til að meta ráðgjöf
og fræðslu
semja siðareglur fyrir fagstétt-
ina og fylgja þeim eftir
hvetja til þróunar á viðeigandi
gögnum og þróa árangursríkar
aðferðir við ráðgjöf
Rannsóknir, útgáfa og fræðsla
IAEVG eru í samstarfi við
UNESCO um framkvæmd og birt-
ingu rannsókna á sviði náms- og
starfsráðgjafar. Félagið gefur út fag-
tímaritið „The International Journal
for Educational and Vocational Guid-
ance“ auk fréttabréfs.
Á þeim 50 árum sem liðin eru hefur
birst fjöldi greina og rannsókna. Ef
litið er yfir efnið má sjá að nokkur
málefni virðast stöðugt í umræðunni.
Þar má nefna stuðning við nemendur
með sérþarfir, samstarf skóla og at-
vinnulífs, aukna tæknivæðingu, að-
lögun ungs fólks að breyttri heims-
mynd, undirbúning nemenda fyrir
þátttöku í atvinnulífinu, þjálfun og
menntun ráðgjafa. Þessi málefni eru
enn í dag ofarlega í huga starfandi
ráðgjafa og voru nokkur þeirra til
umfjöllunar á ráðstefnunni sem
greinarhöfundar sátu í París síðast-
liðið haust.
Alþjóðleg ráðstefna 2001
Ráðstefnan sem bar yfirskriftina
,,Ráðgjöf; hindranir og frelsi“ var
haldin í París. Um 1800 manns sóttu
ráðstefnuna frá um 50 löndum. Fyr-
irlesarar voru frá öllum heimshorn-
um og tóku þeir á ýmsum málefnum
sem efst eru á baugi í náms- og stafs-
ráðgjöf. Þeir fjölluðu m.a. um ráðgjöf
í síbreytilegum heimi og áhrif al-
þjóðavæðingar á hreyfanleika fólks.
Fram kom að náms- og starfsráðgjöf
er að eflast um allan heim t.a.m. í þró-
unarríkjunum þar sem litið er á hana
sem eins konar brú yfir í betri heim.
Eftirspurn eftir ráðgjöfum eykst
jafnt og þétt og væntingar fólks eru
orðnar meiri en áður til faglegrar ráð-
gjafar.
Litið var á þróunina síðustu 50 ár-
in. Störf erfast ekki lengur til næstu
kynslóðar, unglingsárin vara lengur
og starfsvali er frestað fram eftir öllu.
Einnig var minnt á að við lifum í
heimi örra breytinga í fjölmenning-
arsamfélagi þar sem reglur og gildi
eru ekki eins hjá öllum.
Einn sérstaklega fróðlegur fyrir-
lestur fjallaði um hindranir og frelsi.
Sveigjanleiki er mikilvægur þegar við
hugum að hindrunum og frelsi. Við
verðum að gera okkur grein fyrir að
þetta eru ekki andstæð hugtök heldur
eru þau háð hvort öðru. Rætt var um
hindranir sem koma t.d. fram þegar
farið er að meta og mæla vinnuafköst.
Í nútíma þjóðfélagi er oft miðað við að
magn sé viðmiðið en ekki gæðin, þar
sem gæðin ættu að vera í fyrirrúmi.
Margir horfa bara á sýnilega útkomu
í þeim tilgangi að meta árangur. Þessi
stefna var gagnrýnd. Með þessu móti
værum við ekki að nota bestu aðferð-
ina við mælingar og gæti hún því leitt
til fölsunar (á tölum) og óánægju hjá
starfsmanni. Hinn efnislegi heimur
vinnunnar er aðeins toppurinn á ís-
jakanum. Nefna má heimilisstörf og
umönnunarstörf í þessu samhengi en
þeirra verður eiginlega fyrst vart
þegar þau eru ekki unnin.
Lokaorð
Ferð á ráðstefnu sem þessa er
mjög gefandi. Að hitta fólk víðs vegar
að úr heiminum sem er að glíma við
sömu viðfangsefni er auðgandi fyrir
starfið. Í samanburði við Ísland mátti
sjá hversu ör þróunin hefur verið hjá
okkur en við Háskóla Íslands hefur
verið námsbraut í náms- og starfsráð-
gjöf í 10 ár. Einnig var stigið það
framfaraskref í upphafi vetrar þegar
fjarnámi við HÍ fyrir starfandi starfs-
ráðgjafa var hrint í framkvæmd.
Fyrir félag eins og Fns er nauðsyn-
legt að vera í alþjóðlegu samstarfi.
Með því móti halda félagsmenn við
fagþekkingu sinni og taka þátt í þeirri
umræðu sem hæst ber hverju sinni.
Mikill kraftur er í Fns og félagsmenn
virkir. Félagið gefur út fréttablað,
Skutluna, og er með heimasíðu:
www.fns.is auk þess að halda nám-
skeið og fræðslufundi reglulega.
Greinarhöfundar vilja benda á að víða
erlendis eru starfræktar þjónustu-
miðstöðvar þar sem nemendur, for-
eldrar og aðrir þeir sem þurfa á
náms- og starfsráðgjöf að halda geta
leitað til fagaðila. Þar er greiður að-
gangur að alls kyns gögnum um nám,
störf og að netupplýsingaveitum.
Þangað geta náms- og starfsráðgjaf-
ar einnig leitað til að afla sér nýjustu
upplýsinga og gagna í faginu. Í nefnd-
aráliti mrn. frá 1998 um eflingu náms-
og starfsráðgjafar kemur fram mik-
ilvægi þess að koma á fót slíkri mið-
stöð. Við tökum heilshugar undir þau
orð því þörfin fyrir leiðsögn um þenn-
an frumskóg upplýsinga um náms- og
starfsmöguleika vex dag frá degi,
bæði hjá nemendum en ekki síður
meðal starfsfólks á vinnumarkaði.
Inga Jóna
Þórsdóttir
Starfsráðgjöf
Mikill kraftur er í Fé-
lagi náms- og starfs-
ráðgjafa, segja Hrönn
Baldursdóttir og Inga
Jóna Þórsdóttir, og fé-
lagsmenn virkir.
Höfundar eru náms-
og starfsráðgjafar.
Hrönn
Baldursdóttir
Alþjóðasamtök náms-
og starfsráðgjafa
ÞAÐ hefur vafalaust
ekki farið framhjá
neinum að sannkölluð
ógnaröld hefur geisað í
Palestínu og Ísrael síð-
an Ariel Sharon heim-
sótti hina hernumdu
Musterishæð fyrir um
einu og hálfu ári ásamt
fjölmennu her- og lög-
regluliði.
Undanfarið hefur
heimsbyggðin horft
upp á ofbeldið á svæð-
inu stigmagnast.
Þær raddir verða
háværari að hér sé á
ferðinni vítahringur
sem ómögulegt sé að
leysa og margir vestrænir ráða-
menn tala um að Ísraelsmenn og
Palestínumenn eigi jafnmikla sök á
ófriðnum. Hér er verið að breiða yf-
ir kjarna málsins; 35 ára hernám
Ísraelsmanna á palestínsku landi og
þá staðreynd að lykillinn að lausn
átakanna er að finna í samþykktum
Sameinuðu þjóðanna. Það er hrein-
lega kjánalegt að leggja að jöfnu eitt
öflugasta herveldi heims og varn-
arlausa þjóð sem ekki aðeins hefur
fallist á samþykktir SÞ heldur einn-
ig nýjar vopnahlés- og friðartillögur
Bandaríkjamanna og Sádi-Araba.
Palestínska þjóðin hefur mátt þola
hernám og kúgun Ísraelsmanna í
áratugi og það hefur
aldrei verið mikilvæg-
ara en nú að taka undir
kröfur hennar um al-
þjóðlega vernd.
Palestínska þjóðin,
sem telur um sjö millj-
ónir, er þjóð án heima-
lands. Um ein milljón
þeirra býr sem annars-
flokks þegnar í sérríki
ætluðu Gyðingum, Ísr-
ael, en Palestínumenn
eru bæði múslímar og
kristnir. Meginpartur
þjóðarinnar býr hins
vegar án ríkisborgara-
réttar við ísraelskt
hernám, á einangruð-
um sjálfstjórnarsvæðum og sem
flóttamenn. Samkvæmt flótta-
mannahjálp SÞ eru palestínskir
flóttamenn um fjórar milljónir og
hírist þriðjungur þeirra í flótta-
mannabúðum. Réttur þeirra til að
snúa aftur til heimkynna sinna hef-
ur verið sniðgenginn af Ísraels-
stjórn í áratugi þrátt fyrir marg-
ítrekaðar ályktanir SÞ.
Kúgunar- og
hernámsstefna Ísraela
Ísraelsmenn hertóku síðustu
landsvæðin sem áður tilheyrðu Pal-
estínu, Vesturbakkann og Gaza-
ströndina, fyrir 35 árum. Þótt þessi
svæði hafi ekki verið innlimuð í Ísr-
aelsríki hefur hernámsliðið innleitt
þar kerfi þar sem fólki er gróflega
mismunað eftir þjóðerni og trú.
Þessi ísraelska útgáfa af apartheid,
eða aðskilnaðarstefnu, er jafnvel
grimmilegri en sú sem leið undir lok
í Suður-Afríku fyrir rúmum áratug.
Þar sem Ísraelsmenn telja Genfar-
sáttmálann og önnur alþjóðalög ekki
gilda á hernámssvæðum sínum eru
íbúar þeirra réttlausir og ofurseldir
vilja hernámsliðsins.
Einn af hornsteinum kúgunar-
stefnu Ísraela og ein helsta hindr-
unin í átt til friðar á svæðinu er
skipulagt landrán Ísraelsmanna.
Mörg ákjósanlegustu landsvæði
Palestínumanna hafa á undanförn-
um áratugum verið gerð upptæk
fyrir aðflutta Gyðinga og í dag hefur
helmingur alls lands á Vesturbakk-
anum og Gaza verið lagður undir
landránsbyggðir og starfsemi hers-
ins. Hið aðflutta landránsfólk býr
sem herraþjóð í landi annarra og
nýtur m.a. kosningaréttar og ann-
arra réttinda samkvæmt ísraelskum
lögum, auk forgangs til vatnsveitu.
Varla þarf að taka það fram að
landránið stenst hvorki alþjóðalög
né samþykktir SÞ.
Innan Ísraelsríkis er Palestínu-
mönnum einnig mismunað á skipu-
lagðan hátt.
Bæði fyrir og eftir stofnun Ísr-
aelsríkis hafa eigur þeirra, íbúðar-
hús og landsvæði verið gerð upptæk
í stórum stíl og komið í hendur Gyð-
inga. Um 90% allra Palestínumanna
í Ísrael búa á svokölluðum „örygg-
issvæðum“ undir herlögum þar sem
aðgangur þeirra að mennta- og
sjúkrakerfi landsins er takmarkað-
ur og atvinnumöguleikar mun síðri.
Sumar arabískar byggðir innan Ísr-
aels eru flokkaðar sem „ósamþykkt-
ar“ og fá ekki rafmagn, þó vatns-
veita til þeirra hafi verið tryggð
eftir úrskurð Alþjóðadómstólsins í
Haag.
Augljósasta misréttið felst þó í
lögum Ísraelsríkis þar sem fólki af
gyðingatrú, sem aldrei hefur stigið
fæti á landið helga, er tryggður rétt-
ur til að flytjast til Ísraels og Palest-
ínu á meðan palestínskum flótta-
mönnum er neitað um að snúa aftur
til heimkynna sinna.
Réttmætar kröfur
Palestínumanna
Þegar aðildarríki SÞ samþykktu
árið 1947 að skipta Palestínu milli
Gyðinga, sem flestir voru aðkomu-
menn og aðeins tæpur þriðjungur
íbúanna, og Palestínumanna, fengu
þeir fyrrnefndu yfir helming lands-
ins. Í átökunum sem fylgdu skipt-
ingunni náðu Ísraelsmenn 78%
landsins á sitt vald og lögðu síðar
undir sig alla Palestínu. Í dag krefj-
ast Palestínumenn þess aðeins að fá
aftur þau svæði sem Ísraelar her-
tóku árið 1967 (22% af upprunalegri
stærð Palestínu) og stofna þar sjálf-
stætt ríki, að palestínskir flótta-
menn fái að snúa aftur og að land-
ránið verði stöðvað. Þessar kröfur
eru allar í takt við samþykktir SÞ.
Barátta Palestínumanna fyrir
frelsi sínu og mannréttindum hefur
stundum tekið á sig ljóta mynd. Í
dag sjáum við ungt fólk, sem lifað
hefur við hernám og í flóttamanna-
búðum allt sitt líf, svo blindað af
hatri að það er tilbúið að taka eigið
líf í hryðjuverkaárásum á ísraelska
borgara. Sjálfsmorðsárásir skaða
frelsisbaráttu Palestínumanna
meira en nokkuð annað, enda for-
dæmdar af palestínskum yfirvöld-
um. Þær breyta því hins vegar ekki
að stöðva verður undirrót hatursins,
kúgunarkefi Ísraela og hernám
þeirra á palestínsku landi.
Hvað getum við
Íslendingar gert?
Þótt við Íslendingar séum fámenn
þjóð getur stefna okkar í alþjóða-
málum skipt máli. Til dæmis voru
ráðamenn okkar fljótir að viður-
kenna sjálfstæði Eystrasaltsríkj-
anna fyrir um áratug og fulltrúar
okkar hjá SÞ áttu ekki í vandræðum
með að greiða atkvæði með skipt-
ingu Palestínu árið 1947 og gegna
stóru hlutverki í stofnun Ísraelsrík-
is. Er ekki kominn tími til að við við-
urkennum og styðjum í verki rétt
Palestínumanna til að fá að snúa aft-
ur til heimalands síns og lifa sem
frjáls þjóð í eigin ríki?
Við höfum tök á að láta rödd okk-
ar heyrast á alþjóðavettvangi og
nota atkvæðisréttinn hjá SÞ með
skynsamlegri hætti en að sitja hjá
þegar kosið er um hvort senda eigi
alþjóðlegt friðargæslulið til verndar
Palestínumönnum. Við eigum að
sýna heiminum gott fordæmi og
slíta stjórnálatengslum við ríkis-
stjórn Sharons og setja við-
skiptabann á Ísrael þar til ráða-
menn þar í landi fallast á að virða
alþjóðalög, friðarsamninga og sam-
þykktir SÞ. Alþjóðlegur þrýstingur
getur skipt sköpum í baráttunni
gegn hernámi og mismunun fólks
eftir trú og þjóðerni. Fall aðskiln-
aðarstefnunnar í Suður-Afríku er
gott dæmi um það.
Aðskilnaðarstefna í Palestínu
Eldar
Ástþórsson
Ófriður
Við eigum að slíta
stjórnmálatengslum
við ríkisstjórn Sharons
og setja viðskiptabann
á Ísraela, segir Eldar
Ástþórsson, þar til
þeir fallast á að virða
alþjóðalög.
Höfundur er sagnfræðinemi og vara-
maður í stjórn Félagins Ísland-
Palestína.