Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 39
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 39
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
kvað upp dóm yfir konu hinn 13.
maí síðastliðinn. Hvorki er ástæða
né tilefni til að rekja í þessu grein-
arkorni brot konunnar eða dóminn
yfir henni, heldur miklu fremur þá
vanvirðingu sem Héraðsdómur
Reykjavíkur sýnir heyrnarlausu
fólki í dóminum. Það vill nefnilega
svo til að viðkomandi kona er
heyrnarlaus. Í dóminum segir orð-
rétt: „… þar sem ákærða er bæði
heyrnarlaus og mállaus …“ (let-
urbr. mín). Í dóminum kemur hins
vegar skýrt fram að hún tali tákn-
mál. Það má því túlka orð Héraðs-
dóms sem svo að táknmál sé ekki
tungumál og að heyrnarlaust fólk
sé mállaust fólk. Í þessum orðum
felast botnlausir fordómar, að ekki
sé talað um þá vanvirðingu sem
heyrnarlausum samborgurum okk-
ar er sýnd með slíku orðalagi. Þeir
fjölmiðlar sem í kjölfarið greindu
frá dóminum, tóku gagnrýnislaust
upp orðalag Héraðsdóms, og sögðu
konuna vera bæði heyrnarlausa og
mállausa. Þar með er þeim skila-
boðum Héraðsdóms komið á fram-
færi við almenning að heyrnarlaus-
ir séu mállausir.
Ég tel því fullt tilefni til að upp-
lýsa dómara Héraðsdóms Reykja-
víkur og aðra þá sem vaða í sömu
villu og svima og þeir, að íslenskt
táknmál er fullkomið og sjálfstætt
tungumál, sem gagnast þeim er
það nota fullkomlega í samskiptum
sínum. Táknmál er fyrsta tungu-
mál nær allra heyrnarlausra og
margra heyrnarskertra, sem svo
nota íslensku sem sitt annað tungu-
mál, í meira eða minna mæli.
Hitt er svo annað mál að van-
þekkingu og virðingarleysi Héraðs-
dóms má e.t.v. að hluta til útskýra
með því að Alþingi Íslendinga hef-
ur ekki enn sinnt þeim sjálfsögðu
mannréttindum heyrnarlausra að
lögfesta íslenskt táknmál sem móð-
urmál heyrnarlausra og heyrnar-
skertra, svo sem gert hefur verið í
flestum nágrannalöndum okkar. Á
121. löggjafarþingi Alþingis, vetur-
inn 1996 til 1997, lagði Svavar
Gestsson, þáv. alþingismaður fram
þingsályktunartillögu um að
menntamálaráðherra yrði falið að
undirbúa frumvarp til laga um að
íslenska táknmálið yrði viðurkennt
sem móðurmál heyrnarlausra og
heyrnarskertra hér á landi. Litlar
umræður urðu um þessa tillögu.
Hún mætti þó miklum skilningi
þeirra sem tjáðu sig um hana og
fór svo að hún var samþykkt með
34 samhljóða atkvæðum, 29 voru
fjarstaddir. Síðan hefur fátt til
frumvarpsins spurst og eru nú liðin
rúm 5 ár. Það er því e.t.v. ekki
nema von að virðulegir dómarar
Héraðsdóms telji heyrnarlausa
vera málleysingja, þegar þeirra
móðurmál fæst ekki viðurkennt
sem slíkt á Alþingi. Slík lögfesting
er engan veginn orðin tóm, því fyr-
ir utan það að vera viðurkenning á
tungumáli heyrnarlausra, fælist í
slíkri lagasetningu aukin trygging
heyrnarlausra fyrir ýmissi þjón-
ustu sem annars er ekki tryggð, og
ber þar hæst túlkaþjónustu þeim
til handa, sem þeir eru mjög háðir í
samskiptum við heyrandi fólk í
hinu opinberu stjórnkerfi. Í því
ljósi er vert að benda á þá hryggi-
legu staðreynd, sem fram kemur í
dómi Héraðsdóms, að konan, sem
sakfelld var í Héraðsdómi hinn 13.
maí, hefur ekki fengið þá táknmáls-
túlkun sem henni er nauðsynleg, þá
undanförnu 7 mánuði sem hún hef-
ur verið í fangelsi. Það þarf ekki
mikið hugmyndaflug til að ímynda
sér þá óskaplegu einangrun sem
konan hefur mátt búa við af þess-
um sökum.
Sonur minn er 13 ára. Hann er
heyrnarlaus, en hann er langt frá
því að vera mállaus. Hann á lifandi
samskipti við umhverfi sitt og not-
ar til þess íslenskt táknmál. Ég
frábið mér fyrir hans hönd þá van-
virðingu að íslenskir dómstólar og
íslenska ríkið líti á hann sem mál-
leysingja, og geri raunar kröfu til
þess að Héraðsdómur Reykjavíkur
biðji hann og annað heyrnarlaust
fólk afsökunar á orðalagi sínu og
hugsun í garð heyrnarlauss fólks
og móðurmáls þeirra. Því hvort
sem Alþingi hefur döngun í sér eða
ekki til að standa vörð um réttindi
þessa minnihlutahóps, þá er ís-
lenskt táknmál móðurmál heyrnar-
lausra samlanda okkar.
Jóhann Hlíðar
Harðarson
Dómur
Íslenskt táknmál, segir
Jóhann Hlíðar Harð-
arson, er fullkomið og
sjálfstætt tungumál.
Höfundur er faðir
heyrnarlauss drengs.
Er heyrnarlaust fólk
líka mállaust?
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Oxygen face