Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐ undanförnu hafa málefni rannsóknar- nefndar sjóslysa verið nokkuð til umfjöllunar í fjölmiðlum og hefur nefndin ekki séð ástæðu til að leiðrétta allar þær rangfærslur, sem fram hafa komið. En ekki verður hjá því komist að gera athuga- semdir við grein Garð- ars S. Gíslasonar lög- fræðings, sem birtist í Morgunblaðinu 16. maí sl. vegna þess hörmu- lega atburðar þegar Svanborg SH fórst við Svörtuloft 7. desember sl. og með henni þrír menn. Um efni lokaskýrslu nefndarinnar vegna umrædds slyss verður ekki fjallað. Nefndin hefur talað sínu máli með skýrslunni og hún stendur. Þess skal getið að nefndin var einhuga í málinu og enginn ágreiningur um efni skýrslunnar meðal nefndar- manna. Um þetta gilda svipuð sjón- armið og um dóma sem upp eru kveðnir. Dómarar deila hvorki við málsaðila né aðra eftir að dómur hef- ur fallið og það gerir rannsóknar- nefnd sjóslysa ekki heldur. Hér verður því aðeins vikið að formhlið málsins en þar er í mörgum atriðum ekki farið rétt með í grein Garðars. Strax eftir slysið hófst rannsókn nefndarinnar og lögðu starfsmenn og nefndarmenn mikla vinnu í að komast að or- sökum slyssins. Að- dróttanir um að þar hafi verið kastað til höndum eru því ósann- ar og fást ekki staðist. Starfsmenn og nefnd- armenn lögðu sig alla fram við rannsókn þessa máls sem og ann- arra mála sem nefndin fjallar um. Það er tvennt sem nefndin hefur ávallt að leiðar- ljósi við rannsóknir mála. Annars vegar að leita alltaf eftir því að komast að orsökum slyss og hins vegar að hraða af- greiðslu mála eins og unnt er, sér- staklega í alvarlegum málum. Drög að lokaskýrslu nefndarinnar voru síðan afgreidd eftir mikla um- fjöllun í nefndinni 15. apríl sl. og send viðkomandi aðilum til umsagn- ar lögum samkvæmt. Nefndinni bár- ust athugasemdir frá Garðari f.h. nánustu aðstandenda þeirra sem fór- ust. Nefndin fór nákvæmlega yfir þessar athugasemdir fyrir og á fundi nefndarinnar 10. maí sl. Af því tilefni voru gerðar smávægilegar breyting- ar á drögum að lokaskýrslu nefnd- arinnar en lokaskýrsla síðan af- greidd á fundinum. Það er fráleitt að halda því fram að nefndin hefði þurft lengri tíma til að fara yfir athuga- semdirnar að lokinni svo umfangs- mikilli rannsókn. Þess má geta að hluti athugasemdanna vék að því að drögin að lokaskýrslunni væru knöpp og flytja ætti til málsgreinar innan skýrslunnar og fella sumar út. Mikill hluti athugasemdanna laut síðan að björgunartækjum, aðallega björgunarbúningum. Vegna þessa skal tekið fram að það er ekki hlut- verk rannsóknarnefndar sjóslysa að fjalla um björgunarþátt málsins heldur er tilgangur rannsóknar nefndarinnar sá eini að koma í veg fyrir slys og að öryggi til sjós megi aukast og ekki að skipta sök eða ábyrgð. En eins og að líkum lætur koma björgunartæki og björgunar- aðgerðir oft til umfjöllunar í nefnd- inni og ekki er útilokað að þær að- stæður komi upp að nefndin sjái ástæðu til að tjá sig um þann þátt mála. Það þótti nefndinni hins vegar ekki í þessu tilfelli. Þá var vikið nokkuð ítarlega í athugasemdunum að niðurstöðu nefndarinnar hvað veður og sjósókn varðaði hinn 7. des- ember. Eins og áður hefur komið fram hefur nefndin talað með skýrslu sinni og mun ekki deila um efni hennar á síðum fjölmiðla. Það vekur furðu að lögfræðingur- inn skuli gera mál úr því í athuga- semdum sínum til nefndarinnar og í Morgunblaðinu að í drögum nefnd- arinnar að lokaskýrslu hafði misrit- ast 17. í stað 7. desember. Það hlýtur öllum að vera ljóst að þarna var um augljósa ritvillu (ásláttarvillu) að ræða. Lögfræðingnum hlýtur að vera kunnugt um að meira að segja í dómum er heimilt að leiðrétta slíkar ritvillur. Með þessari athugasemd virðast menn vera að eyða tíma og kröftum í annað en það sem máli skiptir, þ.e. hvers vegna slysið varð. Í einu orðinu telur lögfræðingur- inn að nefndin hafi ekki farið að lög- um en í hinu orðinu hvetur lögfræð- ingurinn til þess að nefndin brjóti beinlínis gegn lögunum um rann- sóknir sjóslysa. En samkvæmt lög- unum eiga ákveðnir aðilar að fá drög að lokaskýrslum nefndarinnar til umsagnar en ekki er ætlast til þess að viðkomandi fái þau gögn sem nefndin hefur undir höndum og byggir skýrslur sínar á. Samkvæmt lögunum er beinlínis bannað að af- henda gögn með framburði manna fyrir nefndinni. En framburður manna fyrir nefndinni skiptir oft miklu máli fyrir rannsóknir hennar. Með því að afhenda þá væri nefndin að brjóta lög og það mun hún ekki gera. Það er nú þannig, sem betur fer, að störf rannsóknarnefndar sjóslysa vekja athygli og þ. á m. hjá fjölmiðl- um og nefndin stjórnar að sjálfsögðu ekki umfjöllun fjölmiðla um loka- skýrslur nefndarinnar. Nefndin fagnar því að störf hennar vekji at- hygli því án allrar athygli mun nefndin ekki ná þeim markmiðum sem hún á að hafa að leiðarljósi. Ger- ir lögfræðingurinn athugasemd við það að lokaskýrsla nefndarinnar hafi komi til umfjöllunar í fjölmiðlum áð- ur en aðstandendur fengu hana í hendur. Vegna þess skal það ítrekað að drög að lokaskýrslunni voru send aðstandendum til skoðunar en drög- in urðu síðan að lokaskýrslu með smávægilegum breytingum. Þannig að lokaskýrsla nefndarinnar gat ekki komið þeim á óvart sem lesið höfðu drögin. Þá er hvergi kveðið á um að einhverjir ákveðnir aðilar skuli fá lokaskýrslur nefndarinnar fyrst í hendur. Í þessu sambandi skal þess getið að stefnt er að því að loka- skýrslur nefndarinnar verða fram- vegist birtar á ,,Netinu“ og þá helst sama dag og þær verða afgreiddar. Þá munu allir sem hagsmuna eiga að gæta og áhuga hafa geta lesið skýrsl- urnar á sama tíma. Vert er að geta þess að sami háttur er hafður á hjá Hæstarétti Íslands við birtingu dóma. Allir geta lesið þá á ,,Netinu“ um leið og þeir eru kveðnir upp og þar hafa hvorki aðilar né aðrir sér- stakan forgang. Eins og fyrr segir fagnar rann- sóknarnefnd sjóslysa allri málefna- legri umfjöllun um störf nefndarinn- ar en leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að menn fari þar rétt með stað- reyndir og fjalli um kjarna málsins. Sannleikurinn og staðreyndir mála skipta ávallt mestu máli en ekki sleggjudómar og yfirlýsingar sem eiga ekki við rök að styðjast. Sannleikurinn og stað- reyndir skipta öllu Ingi Tryggvason Sjóslys Samkvæmt lögunum er beinlínis bannað, segir Ingi Tryggvason, að af- henda gögn með fram- burði manna fyrir nefndinni. Höfundur er héraðsdóms- lögmaður og formaður rannsóknarnefndar sjóslysa. UMRÆÐUNNI um þróun lífrænnar mat- reiðslu á Íslandi má skipta í tvennt. Ann- ars vegar undanfarin ár og hins vegar framtíðarsýn. Lífræn framleiðsla, þar meðtalin mat- reiðsla á lífrænum af- urðum, á sér ekki langa sögu hér á landi. Þó má benda á að allt frá því að land byggðist bjuggum við lengst af við landbún- að, þar sem ekki komu við sögu þau efni og tilbúinn áburð- ur, sem matvælaframleiðsla dags- ins í dag byggist á, að stórum hluta. Á Sólheimum í Grímsnesi er ein elsta lífræna garðyrkjustöð á Norðurlöndum, en þar hófst lífræn ræktun árið 1930, nokkru síðar hóf Náttúrulækningafélag Íslands líf- ræna ræktun í Hveragerði. Vottuð lífræn framleiðsla, þar sem fylgt er ákveðnum reglum og stöðlum, á sér hins vegar sögu frá árinu 1994 þegar vottunarstofan Tún hóf starfsemi. Allt frá þeim tíma hefur matreiðsla á lífrænum afurðum aukist jafnt og þétt. Það eru þó helst fyrirtæki og stofnanir á sviði heilbrigðismála og einnig nokkrir leikskólar sem gengið hafa á undan í þeim efnum. Einnig hafa veitingahús, sem sérhæfa sig í hollri matargerð, verið áberandi í stækkandi hópi þeirra sem komið hafa auga á kosti lífrænna afurða. Að undanförnu hefur MATVÍS, í samvinnu við vottunarstofuna Tún, tekið þátt í norrænu samstarfi, sem fjallar um notkun lífrænna hráefna í matreiðslu. En hvernig sjáum við þróunina í lífrænni mat- reiðslu í framtíðinni? Þeirri spurn- ingu þurfum við að svara ef við ætlum að fylgja öðrum þjóðum í kringum okkur, bæði á Norður- löndum og annars staðar í Evrópu. Gagnvart fram- leiðslunni almennt þurfum við að vera tilbúin að taka fullan þátt í þróunarstarfi í lífrænni ræktun. Það þarf að jafna aðstöðu- mun þeirra bænda, sem stunda lífrænan landbúnað gagnvart þeim hefðbundna, t.d. með aðlögunarstuðn- ingi. Það er nauðsyn- legt að nota þær að- ferðir, sem viður- kenndar eru í lífrænni ræktun, til að bæta uppskeru og auka framleiðsluget- una til þess að gera framleiðend- um kleift að lækka vöruverð. Það þarf að auka skilning al- mennings og ráðamanna í garð líf- rænnar framleiðslu. Það þarf að gera það að pólitísku markmiði að neysla lífrænna afurða sé hluti af manneldisstefnu þjóðarinnar. Það gerum við meðal annars með því að stórauka kynningu og þekkingu á vottunarmerkingum til neytenda. Það er viðhorf margra að merking- ar á lífrænni framleiðslu séu einn allsherjar frumskógur. Þetta er þó ekki raunin, þótt vissulega velkist sumir í vafa þegar hugtök eins og „lífrænar varnir“ og „lífrænar að- ferðir“ eru í umræðunni. Þetta ásamt því að tengja lífræna vottun við umhverfismerki og umhverf- isvernd getur aukið gildi vottunar- innar og þar með viðhorf neytenda gagnvart henni. ESB hefur lagt til eitt merki um vottun á lífrænni framleiðslu til notkunar á svæði sínu. Það ætti að geta auðveldað neytendum aðgang að þessari vöru. Það er ekki nóg að auka og bæta framleiðsluna og gera almenning meðvitaðri um kosti lífrænnar framleiðslu. Það þarf að auka menntun og þekkingu meðal þeirra fagmanna, sem koma til með að vinna með hráefnið. Þar á ég við matreiðslumenn, kjötiðnað- armenn, bakara og framreiðslu- menn. Við lítum á lífræna fram- leiðslu og vinnslu á lífrænum afurðum sem framtíðarsýn. Það er því nauðsynlegt að setja inn í námsskrá viðkomandi faggreina, sem kenna vinnslu með matvæli, nám yfir lífræna framleiðslu og meðhöndlun á henni. Þar kemur inn í myndina samvinna atvinnu- lífsins og skóla. Ef við ætlum að geta boðið fólki upp á lífrænt ræktaða matvöru, hvort heldur er í leikskólum, skólum, sjúkrahúsum eða á veitingastöðum, þurfum við að eiga fagfólk sem kann með þessa vöru að fara. Nú kunna að vakna ýmsar spurningar varðandi framkvæmd alls þess sem reyfað hefur verið hér á undan. Það verður auðvitað að halda einhverjum samhljómi í uppbyggingu á þessum málaflokki. Það gengur til dæmis ekki að auka framreiðsluna, en á sama tíma að vanrækja menntunarþáttinn. Sóknarfærin eru þó sem fyrr fyrir lífræna framleiðslu og mat- reiðslu, á öldrunar- og sjúkra- stofnunum og heilsu- og náttúru- lækningahælum. Einnig eru spennandi verkefni framundan í tengslum við leikskóla og við ein- setningu grunnskóla, þar sem boð- ið verður upp á mötuneyti fyrir nemendur. Það má leiða að því lík- ur að foreldrar, sem eru kannski ekki alveg tilbúnir að breyta um neysluhætti fyrir sjálfa sig, geta verið reiðubúnir að bjóða börnum sínum upp á hollari lífshætti. Í dag eru starfandi þó nokkrir veitingastaðir, sem bjóða upp á líf- ræna matreiðslu. Eitt aðalum- kvörtunarefni á þeim stöðum, sem hug hafa á því að bjóða sínum við- skiptavinum upp á lífræna fram- leiðslu, er tímabundinn skortur á hráefni, sem þeir hyggjast nota í matseldina. Þetta vandamál má þó leysa þar til úr rætist með betra aðgengi að hráefni. Hótel og veit- ingastaðir geta boðið upp á hluta af matseðli með lífrænu hráefni eða til dæmis eina máltíð dagsins, svo sem morgunmat. Einnig er hægt að bjóða hópum, sem óska eftir lífrænum matseðli í tengslum við fundi eða árshátíðir. Með auk- inni vitund fyrir lífrænu hráefni á veitingastöðum getum við fetað í fótspor frænda okkar Finna og haldið matreiðslukeppnir, þar sem allt hráefni er lífrænt og mikið er lagt upp úr orkusparnaði og um- hverfissjónarmiðum. Varðandi ferðaþjónustuna er það án efa hagur okkar að vera í norrænu samstarfi um lífræna framleiðslu og nýta okkur net hagsmunaaðila í þeim málum. Það er mikilvægt að erlendir ferða- menn geti gengið að því vísu, að hér geti þeir nálgast lífræn mat- væli, bæði á veitingastöðum og í matvöruverslunum. Með auknum ferðamannastraumi til landsins, og þá sérstaklega svokallaðri vist- vænni ferðaþjónustu, megum við eiga von á því að fá hingað æ fleiri ferðamenn, sem gera kröfu til líf- rænnar matvöru. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að lífræn framreiðsla og matseld úr lífrænu hráefni kemur ekki alfarið í stað hefðbundinnar framleiðslu, a.m.k. ekki að svo stöddu, heldur er hún valkostur fyrir fólk, sem kýs hollari lífshætti og breytt viðhorf gagnvart um- hverfi sínu, því að þegar öllu er á botninn hvolft er lífræn fram- leiðsla hluti af umhverfisvernd. Lífræn mat- reiðsla á Íslandi Sigurður Magnússon Neysluvenjur Það þarf að gera það að pólitísku markmiði, seg- ir Sigurður Magnússon, að neysla lífrænna af- urða sé hluti af mann- eldisstefnu þjóðarinnar. Höfundur er formaður Félags matreiðslumanna. Eggjabikarar verð kr. 2.300 Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mánudag-föstudag 11-18 , laugardag 11-15 Vandaðar heimilis- og gjafavörur Kringlunni 4-12 - sími 533 1322 DUKA eldfast mót Verð kr. 5.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.