Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 42
HESTAR
42 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vörurnar
sem virka
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
UNGA fólkið setti nokkurn svip á
mótið hjá Sörla. Ungu mennirnir
Daníel Ingi Smárason og Hinrik Þ.
Sigurðsson hafa nú lokið yngri
flokka ferlinum og spreyttu þeir sig
við hina bestu að þessu sinni og varð
vel ágengt. Daníel sigraði í fimm-
gangi á Vestfjörð frá Fremri-Hvestu
og var í úrslitum í öðrum greinum.
Boðið var upp á flokk áhugamanna
en ekki virðist enn grundvöllur fyrir
meistaraflokki enn sem komið er
hjá Sörla. Spurningin er hvort þeir
fylgi ekki í kjölfar annarra félaga
og opni mótið sitt á næsta ári. Opn-
un mótsins hefur ekki átt fylgi að
fagna fram að þessu en Sigurður E.
Ævarsson sagði að sér fyndist orðin
breyting á eftir þetta mót. Þátttaka
hefði verið lítil og líklegt að það
mundi hleypa lífi í keppnina ef það
yrði opnað á næsta ári.
Nú í annað sinn opnar Faxi sitt
íþróttamót og sagði Rósa Emils-
dóttir að þátttaka hefði verið þokka-
leg en heldur lakari þó en í fyrra.
Sölvi Sigurðarson úr Herði gerði
góða ferð í Borgarfjörðinn, sigraði í
bæði fjór- og fimmgangi og varð
stigahæstur keppenda í opnum
flokki.
Þá má geta þess að nýr formaður
var kjörinn á aðalfundi Faxa nýlega.
Þar tók við Sigurður Ragnarsson á
Ferjubakka en hann er enginn ný-
græðingur í félagsmálum hesta-
manna. Hefur hann setið í stjórn
Landsambands hestamannafélaga
um árabil auk þess að vera formað-
ur hjá Andvara í Garðabæ áður en
hann flutti í Borgarfjörð.
Ungu mennirnir kveðja
sér hljóðs hjá Sörla
Aðeins tvö mót voru haldin um hvítasunnuhelgina. Sörli
í Hafnarfirði hélt sitt árlega íþróttamót og var það lokað
en Faxi í Borgarfirði var með sitt mót opið í annað sinn.
Valdimar Kristinsson fjallar hér um þessi mót.
Morgunblaðið/Vakri
Vel bar í veiði hjá Sölva Sigurðarsyni í Borgarfirði, hann sópaði að sér gulli og öðrum góðmálmum, sigraði í
fimmgangi og varð annar í gæðingaskeiði á Fannari frá Keldudal og fjórgangi á Ísaki frá Ytri Bægisá.
Afmælisgjöfin virkar vel hjá Atla Guðmundssyni sem er Sprettur frá
Skarði en kona hans gaf honum hann í afmælisgjöf á sínum tíma. Þeir
sigruðu í gæðingaskeiði og 150 metra skeiði en Sprettur missti skeifu í
úrslitum fimmgangs og það þýddi fimmta sætið.
Snorri Dal vann góðan sigur á Greifa í slaktaumatölti hjá Sörla.
MARGT góðra hrossa verður í
keppni á gæðingamóti Fáks um
helgina. Meðal þeirra sem þar
ætla sér stóra hluti er Ragnar
Tómasson sem í gær gekk frá
kaupum á stóðhestinum Hegra
frá Glæsibæ. Kaupir Ragnar hest-
inn ásamt Helga Vilhjálmssyni
sem gjarnan er kenndur við sæl-
gætisgerðina Góu.
Hegri sem er undan Ófeigi frá
Flugumýri hefur vakið athygli
undanfarin ár fyrir létta og fagra
framgöngu. Seljandi er Gunnlaug-
ur Jónsson og segir Ragnar það
samkomulag milli kaupenda og
seljenda að gefa ekki upp sölu-
verð.
Ragnar hyggst keppa á Hegra í
B-flokki gæðinga og kvaðst hann
gera sér vonir um góðan árangur.
Hann minnti á að keppnin væri
um leið val á gæðingum sem Fák-
ur mun tefla fram á landsmótinu
á Vindheimamelum og var hann
vongóður um að Hegri yrði þar á
meðal og hann þá einnig.
Sigurbjörn Bárðarson hefur
verið með Hegra í þjálfun und-
anfarnar vikur og sagði Ragnar
að hann hefði tekið hestsmissin-
um með karlmennsku eins og
honum er einum lagið en pantaði
fyrsta folatollinn hjá klárnum um
leið og honum var tilkynnt um
kaupin.
Ragnar Tómasson og Helgi í
Góu kaupa Hegra frá Glæsibæ
Í SVARGREIN við
greinum mínum í Mbl.
2. maí og 15. maí sl.,
sem Pétur Bjarnason
skrifar í Morgunblaðið
18. maí sl., heldur hann
því fram að stjórn Haf-
rannsóknastofnunar-
innar sé „ekki eiginleg
stjórn í venjulegum
skilningi þess orðs,
heldur er í reynd miklu
fremur ráðgefandi fyr-
ir ráðherra og for-
stjóra. Stjórnin er þess
vegna ekki sambærileg
við stjórnir fyrirtækja
(jafnvel ekki fyrirtækja
sem alfarið eru í eigu
ríkisins) eins og ég ætla að Árni
þekki til“.
Í lögum nr. 64. 1965 III. kafla um
Hafrannsóknastofnun, 10. gr., segir
svo: „Hafrannsóknastofnunin er
sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir
undir sjávarútvegsráðuneytið.“
11. gr. laganna mælir fyrir um
skipan stjórnar stofnunarinnar. 12.
gr. laganna kveður ákveðið á um
hvernig stofnuninni skuli stjórnað og
segir m.a. svo: „Stjórnin hefur á
hendi yfirstjórn stofnunarinnar og
tekur ákvarðanir um meginatriði í
stefnu og starfi hennar,“ o.s.frv., eins
og rakið var í fyrri grein.
Í 13. gr. laganna segir m.a.: „Sjáv-
arútvegsráðherra skipar forstjóra að
fengnum tillögum stjórnar stofnun-
arinnar til fimm ára í senn …“
Þá er í 16. og 18. grein laganna
einnig kveðið nánar á um hlutverk
stjórnar stofnunarinnar.
Samkvæmt framanrituðum til-
vitnunum er alveg ljóst til hvers lög-
gjafinn ætlast af stjórn Hafró. Jafn-
framt er það ljóst, skv. grein Péturs
Bjarnasonar, að stjórn stofnunarinn-
ar vinnur ekki eins og lögin leggja
fyrir hana. Hvernig á mönnum að
detta í hug að ráðherraskipuð stjórn
vinni ekki samkvæmt þeim lögum
sem um hana gilda, eins og Pétur
heldur fram? Og hver er ástæða
þess? Ekkert í grein Péturs skýrði
það ráðslag.
Þegar skipan stjórnar Hafró er
gagnrýnd er það að sjálfsögðu gert
með tilliti til ákvæða laga um hlut-
verk stjórnarinnar. Reiknað er með
því að stjórnin sé yfirstjórn stofn-
unarinnar, eins og lögin segja til um,
og þeir sem þar sitja viti hvert hlut-
verk þeirra er.
Yfirstjórn stofnana eða fyrirtækja
á að vita hvað þar gerist og hvað er
líklegt að gerist á næstunni.
Því gefur það augaleið að stjórn-
armenn í Hafró, sem störfuðu eins
og til er ætlast skv. lögum, eiga að
hafa upplýsingar sem ekki liggja á
hvers manns borði.
Pétur Bjarnason segist ekki hafa
ímyndunarafl til þess að sjá hvernig
hægt er að misnota þær upplýsingar
sem fást á stjórnarfundum í þágu
þeirra fyrirtækja, sem stjórnar-
mennirnir tengjast. Þetta verður
skiljanlegt í því ljósi að stjórnin er,
að sögn Péturs, ráðgefandi fyrir ráð-
herra og forstjóra og kemur því með
þekkinguna inn í stofnunina, en fær
hana ekki þar, og stjórnar ekki
stofnuninni.
En það má einnig líta orð Péturs
öðrum augum og spyrja: Ráðleggja
stjórnendur stórra sjávarútvegsfyr-
irtækja, sem sitja í stjórn Hafró, ráð-
herra og forstjóra
örugglega heilt, með
hagsmuni alls sjávarút-
vegsins í huga, þótt
ráðin færu í bága við
hagsmuni fyrirtækja
þeirra? Er engin hætta
á að ákvarðanir stjórn-
arinnar markist af
hagsmunum stjórn-
enda þeirra stórfyrir-
tækja, sem í henni
sitja?
Því hefur ekki verið
haldið fram í greinum
mínum að upplýsingar,
sem stjórnarmenn
byggju yfir vegna
starfa sinna í Hafró,
hafi verið misnotaðar.
Hins vegar er hverjum manni ljóst
að sá sjávarútvegsforstjóri, sem býr
yfir upplýsingum sem aðrir hafa
ekki, svo sem upplýsingum um
ástand fiskistofna og væntanlega
ráðgjöf stofnunarinnar, hefur for-
skot á aðra um að gera ráðstafanir til
að tryggja og bæta hag síns fyrir-
tækis, færu stjórnvöld t.d. að ráðum
Hafró um skerðingu á leyfilegum
afla.
Pétur nefnir að upplýsingar frá
Hafró séu birtar jafnóðum og þær
verða til, nánast á sama tíma, eftir að
hafa verið í vinnuferli hjá Alþjóða-
hafrannsóknaráðinu. Það vinnuferli
tekur langan tíma. Hverjir þekkja
þau gögn sem send eru Alþjóðahaf-
rannsóknaráðinu? Veit stjórnin ekk-
ert hvað í þeim gögnum er?
Pétur segir Hafrannsóknastofn-
unina njóta mikils trausts. Það kann
að vera rétt. En stofnunin sætir
einnig mikilli gagnrýni. Ein undirrót
þeirrar gagnrýni er skipan stjórnar
stofnunarinnar. Önnur er einokun
stofnunarinnar á rannsóknum í lög-
sögunni og andstaða hennar við að
hleypa þar öðrum að, sem dæmi eru
um. Og enn önnur er það haft, sem
stofnunin leggur á vísindalegar um-
ræður utan stofnunarinnar.
Að sjálfsögðu vilja allir að vísinda-
legt sjálfstæði Hafró sé tryggt, en
Pétur telur það hafið yfir allan vafa
að svo sé. Það hefur hins vegar verið
dregið í efa, af mönnum sem eru til
þess færir, og m.a. með þeim rökum
að stjórnin sé skipuð með þeim hætti
sem raunin er á.
Besta ráðið til að tryggja sjálf-
stæði og framgang Hafrannsókna-
stofnunarinnar og eyða efasemdum
um vísindalegt sjálfstæði hennar er
að breyta sem snarast skipan stjórn-
ar stofnunarinnar þannig að í henni
starfi menn, óháðir einstökum sjáv-
arútvegsfyrirtækjum, sem stjórni
stofnuninni eins og fyrir er lagt í lög-
um, en ekki með öðrum hætti, eins
og Pétur Bjarnason heldur fram að
gert sé. Það er því brýnt verkefni
löggjafans að koma þeim breyting-
um í verk.
Enn um stjórn-
arsetu í Hafró
Árni
Þormóðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri.
Hagsmunaárekstrar
Að sjálfsögðu vilja allir,
segir Árni Þormóðsson,
að vísindalegt sjálfstæði
Hafró sé tryggt.
UMRÆÐAN