Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 46
MINNINGAR 46 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Sigurveig Sigríð-ur Árnadóttir fæddist á Þverá í Svarfaðardal 24. september 1919. Hún lést á dvalar- heimilinu Hlíð 13. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Dórot- hea Friðrika Þórð- ardóttir, húsmóðir frá Syðra-Garðs- horni í Svarfaðardal, og Árni Jónsson, bóndi frá Sökku í Svarfaðardal. Systk- ini Sigurveigar voru í aldursröð, Lovísa Guðrún, húsmóðir á Ak- ureyri, f. 1908, látin, Jón Magn- ús, verksmiðjustjóri í Krossanesi, f. 1911, látinn, og Elín Sigur- björg, húsmóðir á Ísafirði, f. 1914. Sigurveig kynntist eigin- manni sínum á Akureyri, Jóni H. Oddssyni, húsgagnameistara og iðnrekanda frá Hlíð í Kollafirði á Ströndum, f. 24.7. 1912, d. 30.8. 1986, og gengu þau í hjónaband í desember 1939. Þau bjuggu alla sína tíð á Akureyri. Börn þeirra eru þrjú: Árni, f. 27.9. 1940, lést aðeins rúmlega 1½ árs gamall. Árni Sævar kenn- ari, f. 20.4. 1943, kvæntur Ólínu Steindórsdóttir, þau eiga fjögur börn og sjö barnabörn. Sig- ríður forstöðu- læknaritari, f. 16.2. 1947, kvænt Magn- úsi Lyngdal Stef- ánssyni, Sigríður á tvo syni af fyrra hjónabandi og fimm fósturbörn sem eru börn Magnúsar af fyrra hjónabandi. Sigríður og Árni eru bæði búsett á Akureyri. Sigurveig Sigríður ólst upp til 10 ára aldurs á Þverá, en rúm- lega fjögurra ára gömul missti hún föður sinn. Árið 1930 brá móðir hennar búi og flutti til Ak- ureyrar, en hún hafði til þess tíma rekið búið ásamt eldri börn- um sínum. Sigurveig lauk venju- legu skyldunámi á Akureyri, stundaði þar ýmis störf og settist í Húsmæðraskólann Ósk á Ísa- firði. Útför Sigurveigar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég var ekki gamall þegar ég vissi af tilvist Sigurveigar frænku minn- ar á Akureyri. Af systkinunum fjór- um frá Þverá var móðir mín sú eina sem flutti burt úr Eyjafirði – alla leið til Ísafjarðar. Á þeim tíma var það mikil vegalengd – miklu lengri en nútímafólk ímyndar sér. Á hverjum jólum bárust spennandi jólapakkar frá Sigurveigu og þótt ég hefði ekki séð hana vissi ég að þarna ætti ég náinn ættingja – ætt- ingja sem mér fór smám saman að þykja vænt um vegna þessarar hugulsemi í minn garð. Löngu síð- ar, þegar leið mín lá í Menntaskól- ann á Akureyri hitti ég frænku mína – ekki í fyrsta sinn en í fyrsta sinn sem ég mundi eftir. Eftir stutta veru í heimavist skólans flutti ég til hennar og bjó hjá þeim Jóni þar til ég lauk skólanámi rúm- um þremur árum síðar. Sigurveig var einstök manneskja og sá ættingi minn í móðurlegg, sem ég tók mestu ástfóstri við. Þá vetur sem ég bjó hjá þeim hjónum get ég sagt að ég hafi á sinn hátt litið á hana sem mína aðra móður. Á milli okkar var trúnaðarsam- band. Hún var glaðsinna, alltaf já- kvæð og hafði ánægju af að um- gangast fólk. Hún var hlý manneskja, opinská og tilfinninga- næm, hjálpsöm og lét öll mannleg samskipi sig miklu skipta. Hún gætti þess vel að rækta sambandið við frændfólk sitt og vini og enga manneskju hef ég fyrirhitt sem gerði jafn mikið af því. Má með sanni segja að heimili þeirra Jóns hafi verið eins konar krossgötur fyrir ættfólk þeirra beggja. Á þess- um árum hitti ég líklega fyrir fleiri ættmenni mín í móðurætt á heimili þeirra en ég hef síðan hitt á þeim tæplega 40 árum sem liðin eru. Sagt er að manneskjan þroskist við mótlætið. Á lífsleiðinni mátti Sigurveig þola margt slíkt. Fyrsta barn sitt, Árna, misstu þau Jón eins og hálfs árs úr heilahimnubólgu. Það varð henni mikill harmur. Síð- ar á lífsleiðinni, á miðjum aldri, þurfti frænka mín tvívegis að gang- ast undir miklar aðgerðir vegna krabbameins og er ég ekki í neinum vafa um að þetta mótaði hana mik- ið. Með þessa lífsreynslu að baki hughreysti hún margra, sem báru harm í hjarta eða áttu við sjúkdóma að stríða, fólk sem hún þekkti e.t.v. ekki mikið en vissi deili á. Hún gaf af sjálfri sér, stappaði stáli í fólk og miðlaði hlýju og styrk til þeirra sem þess þurftu með. Ég hef stund- um spurt mig þeirrar spurningar, þegar ég hugsa til baka, hvernig hún gat þetta og af svo miklu æðru- leysi. Svarið, sem ég hef komist næst er, að sumir séu svo vel af Guði gerðir að það er þeim auðvelt sem öðrum er ómögulegt. Jón missti hún árið 1986, eftir mikla og erfiða skurðaðgerð. Sig- urveig var hjá honum þegar hann lést á gjörgæsludeild. Hún hringdi í mig fljótt á eftir og vildi að ég kæmi til að kveðja vin minn. Það var ekki mín sterka hlið, að koma að dánarbeði, þótt ég harkaði af mér þarna. Þegar frænka mín leiddi mig inn á sjúkrastofuna og umgekkst látinn eiginmann sinn á svo eðlilegan og nærfærinn hátt, eins og hann væri sofandi, jók það styrk minn og hugrekki og þarna lærði ég ýmislegt. Ég á margt að þakka Sigurveigu og Jóni. Á árum mínum hjá þeim gerðist margt skemmtilegt eins og gerist hjá ungu fólki á milli 17 og 20 ára aldurs. Þau tóku þátt í ýmsum þeim atburðum og urðu á sinn hátt örlagavaldar hjá mér. Er ég þeim ævarandi þakklátur fyrir. Samband okkar var náið og fylgdust þau allt- af með okkur Steinunni eins og þau ættu í okkur hvert bein. Frænku minni þakka ég að leiðarlokum þá hugulsemi, sem hún sýndi mér alla tíð. Síðustu fjögur árin voru henni erfið. Stöðugt dró af henni og enda þótt hún hresstist nokkrum sinnum var fyrir séð að hverju stefndi. Hún naut góðrar umönnunar síðustu ár- in á dvalarheimilinu Hlíð á Akur- eyri og einnig annaðist Sigríður, dóttir hennar, móður sína af mikilli hugulsemi og nærgætni. Börnum hennar og ættingjum sendi ég sam- úðarkveðju okkar Steinunnar. Halldór Guðbjarnason. Á langri lífsleið eignast menn góða vini sem þeir standa í þakk- arskuld við. Meðal slíkra vina okkar hjóna er Sigurveig Árnadóttir, sem nú er kvödd hinstu kveðju, og henni er ætlaður hvílustaður við hlið eig- inmanns síns, Jóns Oddssonar, í kirkjugarðinum á Akureyri. Þar sem þau fóru, Jón og Veiga, hittist fyrir sannmenntað ráðdeildarfólk. Þar skorti ekkert á um jafnræði svarfdælskrar bóndadóttur og bóndasonar af Ströndum vestur. Þau fengu ekki auð fjár að heim- anbúnaði, en þeim mun meira af langræktaðri siðmenningu sem óx og dafnaði í framsæknu samfélagi Akureyrar á nýliðinni öld, þar sem saman fór félagshyggja og heilbrigt einstaklingsframtak heimamanna sjálfra og stuðlaði að hvers kyns framförum og góðum bæjarbrag. Sigurveig Árnadóttir var vel gerð kona, skynsöm og margfróð og eftir því viðræðugóð. Ef svarf- dælskt tungutak er til – sem ég veit að er til – var þetta heiða skýrmæli samgróið Veigu og engin tilgerð. Þau þrjátíu ár sem við hjón átt- um heima á Akureyri var traust og hald í vináttunni við Veigu og Jón. Þau gerðu sér margt ómakið okkar vegna. Skal það nú þakkað sem vert er. Minning Sigurveigar Árna- dóttur er okkur afar kær. Ingvar Gíslason. SIGURVEIG SIGRÍÐ- UR ÁRNADÓTTIR Jón Magnússon frá Skuld í Hafnarfirði er látinn í hárri elli að loknu farsælu ævi- starfi. Fyrir hönd Skógræktarfélags Hafnarfjarðar viljum við minnast hans með nokkr- um orðum. Jón var einn af stofn- endum Skógræktarfélags Hafnar- fjarðar, en það var stofnað 25. október 1946. Á stofnfundinum var hann kosinn í stjórn félagsins og sat í stjórn þess óslitið til 1986. Jón starfaði af brennandi áhuga að mál- efnum félagsins. Þegar félagið var JÓN MAGNÚSSON ✝ Jón Magnússonfæddist í Skuld í Hafnarfirði 19. sept- ember 1902. Hann lést á Hjúkrunar- heimilinu Sólvangi í Hafnarfirði 10. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 21. maí. nýstofnað, átti hann manna drýgstan þátt í að afla félagsmanna og var árangurinn slíkur, að örfáum mánuðum, eftir að félagið var stofnað, voru félagarn- ir orðnir ríflega 400 eða um 10% allra bæj- arbúa. Þó að hann væri mjög ötull skógrækt- armaður, gerði hann mjög lítið úr eigin starfi, en var sífellt að hvetja fólk til dáða í skógræktarstarfi. Í viðurkenningarskyni fyrir störf sín í þágu Skógræktar- félags Hafnarfjarðar var Jón út- nefndur heiðursfélagi þess á 40 ára afmæli félagsins 1986, og var hann fyrsti heiðursfélagi þess. Jón rak í áratugi gróðrarstöð, þar sem Hafnfirðingar og aðrir keyptu trjáplöntur. Sú starfsemi stuðlaði að aukinni trjárækt í görðum Hafn- firðinga. Var stöðin þekkt fyrir góð- ar plöntur, einkum birki. Oft gaf Jón skógræktarfélaginu trjáplöntur til gróðursetningar í skógræktar- girðingum þess. Þegar skógræktar- félagið kom á fót eigin gróðrarstöð fyrir um aldarfjórðungi, lagði hann sig fram um að miðla starfsfólki þess af þekkingu sinni og reynslu varðandi vinnubrögð við sáningu trjáfræs og uppeldi trjáplantna. Um líkt leyti og skógræktarfélag- ið var stofnað, byggði Jón sumarbú- stað í Smalaskála skammt frá Kald- árseli. Þar stundaði hann skógrækt af mikilli atorku, svo að þar sem áð- ur voru urðir og blásin börð, hefur síðustu áratugi verið sannkallaður unaðsreitur. Jón var ljóðelskur, kunni mikið af ættjarðarljóðum og mikill söng- maður. Hann tók oft lagið í hópi skógræktarmanna og annarra kunningja, og hélt hann þeim sið al- veg fram á síðustu mánuði ævi sinn- ar. Við kveðjum Jón með virðingu, þökkum samfylgdina og vináttuna og biðjum honum og ástvinum hans guðs blessunar. Fyrir hönd Skógræktarfélags Hafnarfjarðar, Hólmfríður Finnbogadótt- ir, Svanur Pálsson. #   !         !       %+1 %    2 )F4 @ 6( #  %"! !  .!      "#.! !     (* )++ ' #%!&  (= ! %!  (!   &    "! %! &  # ) "!  !  %! &  1 )  %' #%! &  +)(!  4& 5 56 5 5 56 *       !     6      ..+%.0% $ ! G ! "# .!        " 8  .      () **+ @ &#*%&    *   ?%&  =*  # *% (!  * &  # (&  !2%!   (;) @ ! !H( 4       456 *       !           2+2   ".  !  9  ," 1     %  -      6   ,     @6 (  2* &       !         1,-+, .-@ 0/00. ! ( #  % ! II !     " 8  .      (* **+   #   )&   @6   %!  )&  %  !2  5  * ) (!  '*; #4&  '  A !&   6  & * !    /@ 80% ,  ,+/001  # D   ( 4  2  () !  # ! 2@ !   .!        " $        () )++       /  (   2* :    @E1 JJ1+  &"  (! 4 !    &    "$ ,     $    ".     -      6           <2 J!H *
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.