Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 22.05.2002, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 47 Foreldrar Jóns Einars voru Einars- ína Kristbjörg Páls- dóttir húsmóðir og Samúel Ólafsson síld- arsaltandi á Siglufirði. Systkini Jóns eru Anna, Ólafur, Agnar, Páll og Sigríður. Föðursystir mín, Anna Einars- dóttir, amma þeirra systkina ól þau upp, því dóttir hennar hafði lamast og var rúmliggjandi til margra ára. Jón flutti árið 1945 frá Siglufirði til Reykjavíkur. Hann lærði múr- verk á Siglufirði og lauk þaðan sveinsprófi árið 1945 og meistara- prófi árið 1955. Jón starfaði mest- an hluta ævi sinnar sem sjálfstæð- ur atvinnurekandi við múrverk og húsbyggingar til ársins 1998. Það var sama hvaða fjölda manns Jón hafði í vinnu, hann vann alla tíð JÓN EINAR SAMÚELSSON ✝ Jón Einar Breið-dal Samúelsson fæddist á Siglufirði 8. ágúst 1921. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 1. maí síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogskirkju 8. maí. sem þeir og sparaði sig aldrei. Þó gekk hann ekki alltaf heill til skógar, en hann féll ofan af þaki húss á Siglufirði á yngri árum og ég held hann hafi alltaf átt við af- leiðingar af því að líða. En hann var ekki að bera það á torg þótt honum liði ekki vel. Jón var alla tíð mjög raungóður mað- ur og gat örugglega ekki neitað neinum manni um greiða. Ég minnist Jóns frænda míns er ég var lítill drengur og var með annan fótinn á heimili hans að ég tók eftir því hversu góður og hjálpsamur hann var við ömmu sína sem orðin var öldruð og slitin. Hann var henni alltaf svo góður og þetta lýsir Jóni vel, því svona var hann alla tíð. Ég man að á yngri árum átti Jón kindur og hugsaði vel um þær. Hann heyjaði fyrir þeim fram í firði á Siglufirði og kom fyrir að ég og Páll bróðir hans fengum að fara með honum og höfðum gaman af. Er við Jón töluðum saman, þá rifjaði hann upp gamlar sögur frá Siglufirði og hafði mikið gaman af og gat þá ekki stillt sig um að hlæja, en hann var mjög grínsamur. Jón var afskaplega mikill vinnu- þjarkur og hafði hann verið búinn að byggja mörg fjölbýlishús og einbýlishús hérna í borginni til margra ára og var það örugglega vönduð vinna. Jón var þannig að hann hefði ekki viljað láta skrifa mikið um sig, og því verður þetta bara smákveðja. Ég sendi Lilju konu hans, Einari syni þeirra og systkinum Jóns hugheilar samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu góðs manns. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Karl Einarsson. Vinkona mín Ursula Beate Guðmundsson er látin. Eftir erfið veikindi hvílir hún nú í Guðsfriði. Kynni okkar hófust árið 1966 þegar ég flutti frá Þýskalandi til Akureyrar með mínum fyrri manni. Sameiginlegt móðurmál og bak- grunnur tengdi okkur og þrátt fyr- ir aldursmun fundum við fljótt að þetta var byrjun á góðri vináttu sem enda féll aldrei skuggi á. Margar hlýjar og fallegar minn- ingar fylla hug minn og hjarta. Samverustundirnar urðu margar af fjölmörgu tilefni til skiptis á heimilum okkar. Hún fylgdist af áhuga með að sjá börnin mín vaxa úr grasi og sagði mér frá sínum, sem voru komin á legg. Hún lifði fyrir fjölskyldu sína. Dótturdætr- um hennar þremur kenndi ég þýsku og kynntist þessum ynd- islegu stúlkum þannig. Eiginmenn okkar voru áhuga- samir meðlimir í Rótaryklúbbi Ak- ureyrar og fannst okkur gaman að taka árið 1975 þátt í að stofna Inn- er Wheel klúbbinn á Akureyri, sem er klúbbur eiginkvenna Rótarymanna. Það var alltaf gott að starfa með henni, hún var ÚRSÚLA B. GUÐMUNDSSON ✝ Úrsúla BeateGuðmundsson, fædd Piernay, fædd- ist 4. desember 1915 í Kiel í Þýskalandi. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrrþey frá Höfða- kapellu á Akureyri 6. maí síðastliðinn. traust og gefandi fé- lagskona. Ursula mun lifa í mínum minningum sem falleg og hlý manneskja er skapaði notalegt andrúmsloft í kringum sig. Hún sagði skemmtilega frá, var afbragðskokk- ur og hafði yndi af gestum. Hún naut þess að vera úti í náttúrunni. Hún var stolt kona en bar ekki tilfinningar sínar á torg. Það var gott að leita til hennar. Hún var vinur í raun. Þegar ég fór með börnum mínum þrem í nám til Þýskalands eftir að fyrri maður minn dó, sendi hún mér mörg skemmtileg bréf, til að leyfa mér að fylgjast með lífinu á Akureyri. Síðustu æviárin urðu henni erf- ið. Eftir fráfall manns síns Krist- jáns Péturs Guðmundssonar dró hún sig æ meira í hlé. En einnig þá skiptust á skin og skúrir, sumir dagarnir bjartari en aðrir. Undanfarnar vikur naut hún umhyggju starfsfólks Fjórðungs- sjúkrahússins og verður það starf seint oflofað. Á kveðjustund senda félagskon- urnar í Inner Wheel klúbbnum á Akureyri börnum hennar, barna- börnum og langömmubörnum inni- legustu samúðarkveðjur. Gisela Rabe-Stephan, forseti IWA. MORGUNBLAÐIÐ tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í sím- bréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsyn- legt er, að símanúmer höfund- ar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðu- grein af hæfilegri lengd, en aðr- ar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS- textaskrár. Þá eru ritvinnslu- kerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningar- greina LEGSTEINAR Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 ; ! <      6   1 6'  .!  " !! !       !        @+/=1 * 00   "   +(! 44 ! "#* 8 !   &!& *        6    . .;/001 6 !   ! "#  "!      5  &  !   "2 !   "   (= **+ 2    4& =  %6 !    #  5! & * $ +;.% ;+'  = &     "!    " ,  1 1  " 2 !     %  &    !     " #       () **+ >! ! .      !  !   " ,  1 1  <!           &!& * &       !  7-. % /00. #  (! 4  2()  (! 4 ! ( #  % ! II! "# !         5  !    " ,.       () +*+    (!    #*F&    5!   @ ! * 2 &   4&  "     #  @ &     A     #  *  56 & *    !          !     .-3 ,'/001  " K> .!        " ?     #  '      () **+  2$ 2   2  @ &    @  (  & & 5 56 *          "      .-+..+1 %++/  ;  6 > F"  !         5   .!       " / .      () 3++   5  5&    % &  '  A= ?&  = &#  &   4& % !  % &    @ ( &    &    5   &  %!   * Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.