Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 53

Morgunblaðið - 22.05.2002, Side 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 53 JUNIOR Chamber Ísland veitti viðurkenningu, sem nefnist Fram- úrskarandi ungir einstaklingar, miðvikudaginn 15. maí. Fjórir ein- staklingar hlutu viðurkenningu. Á sviði persónulegs árangurs hlaut hana Haraldur Örn Ólafsson fjallagarpur og pólfari, á sviði viðskipta og frumkvöðla Magnús Scheving íþróttamaður, rithöf- undur og framkvæmdastjóri, á sviði menningar og lista Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona og á sviði samfélagsmála Marsibil Sæ- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Götusmiðjunnar. Að mati dómnefndar hafa allir þessir einstaklingar unnið af heil- indum og frumkvæði hvert á sínu sviði. Að undanförnu hafa verið unnar ítarlegar umsóknir um þessa einstaklinga sem sendar verða í alþjóðlega keppni, The Outstanding Persons of The World 2002, á vegum Junior Chamber International. Í þessa al- þjóðlegu keppni eru sendar um- sóknir hvaðanæva úr heiminum. Á Heimsþingi Junior Chamber International, sem haldið verður í nóvember næstkomandi, hljóta svo tíu einstaklingar viðurkenn- inguna Outstanding Young Per- son of The World 2002. Þessi verðlaun eiga sér talsvert langa sögu á alþjóðavísu en þetta er einungis í annað sinn sem verð- launin eru veitt á Íslandi. Örn Sigurðsson, landsforseti Junior Chamber, sagði af þessu tilefni að það væri von hans að tilnefningin yrði árlegur viðburður héðan í frá og að með tímanum yrði það keppikefli ungra einstaklinga, sem eru að takast á við krefjandi verkefni, að fá tilnefninguna Framúrskarandi ungur ein- staklingur. Morgunblaðið/Jim Smart Á myndinni eru f.v. Örn Sigurðsson, landsforseti JCÍ, Margrét Vilhjálmsdóttir, Marsibil Sæmundsdóttir, Una Björk, eiginkona Haraldar Arnar, og Ragnheiður Melsteð, sem tók við viðurkenningunni f. Magnús Scheving. JC veitir viðurkenningar 21. ÞING Norræna líffæraígræðslu- félagsins (The Scandinavian Transplantation Society) verður haldið í Háskólabíói dagana 22.–24. maí. Þing þessi eru haldin annað hvert ár og skiptast Norðurlöndin fimm á um að halda þau. Þátttak- endur verða á þriðja hundrað og koma einkum frá Norðurlöndum en einnig frá öðrum löndum svo sem Eystrasaltslöndunum, Austurríki og Bretlandi. Gestafyrirlesarar eru m.a.: Blanca Miranda frá Spáni, sem veitir for- stöðu stofnun þeirri sem annast öfl- un líffæra til ígræðslu þar í landi, og Hrefna Guðmundsdóttir, sem fjallar um rannsóknir sem vonir standa til að valda muni byltingu í líffæraíg- ræðslu í framtíðinni. Á þinginu verða fluttar skýrslur um ígræðslustarf- semi á Norðurlöndum á vegum stofnunarinnar Scandiatransplant en öll ígræðslusjúkrahús á Norður- löndum eru aðilar að þeirri stofnun. Heilbrigðisráðuneytið er aðili að stofnuninni fyrir Íslands hönd þar eð líffæraígræðslur fara ekki fram hér- lendis. Mörg frjáls erindi liggja fyrir þinginu ýmist til munnlegs flutnings eða á veggspjöldum. Meðal þeirra má nefna erindi Páls Ásmundssonar og fleiri um árangur nýrnaígræðslu í íslenska sjúklinga 1970–2000, segir í fréttatilkynningu. Þing Norræna líffæraígræðslu- félagsins MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fjár- málaskrifstofu Reykjanesbæjar: „Í tilefni af heilsíðuauglýsingu er birtist í Morgunblaðinu föstudaginn 17. maí um álagningu fasteigna- gjalda á eldri borgara vill fjármála- skrifstofa Reykjanesbæjar koma á framfæri athugasemd við villandi samanburð á fasteignagjöldum. Í auglýsingunni er vísað í grein Péturs Guðmundssonar sem birtist í félagsriti eldri borgara í Reykjavík. Í greininni er þess getið að ,,hafa verði í huga að fasteigna- og lóðar- mat er alltaf miklu lægra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu“. Fasteigna- og lóðarmat í Reykja- nesbæ á sambærilegri eign og kem- ur fram í auglýsingunni er um kr. 7.600.000. Álögð gjöld á slíka eign með af- slætti væru nálægt kr. 51.000 en ekki kr. 105.000 eins og fram kemur.“ Athugasemd INGA Jóna Þórðardóttir borgar- fulltrúi fjallar um skipulagsmál á opnum fundi í kosningamiðstöð sjálf- stæðismanna í Skaftahlíð 24 í dag, miðvikudaginn 22. maí, kl. 17.30, segir í fréttatilkynningu. Fjallar um skipulagsmál ÍÞRÓTTAFÉLAG Reykjavíkur heldur almennan borgarafund í dag, miðvikudaginn 22. maí, kl. 20 í ÍR- heimilinu með Alfreð Þorsteinssyni af R-lista og Vilhjálmi Þ. Vilhjálms- syni af D-lista um æskulýðs- og tóm- stundamál í Breiðholtinu, segir í fréttatilkynningu. Borgara- fundur ÍR ALMANNATENGSLAFÉLAG Ís- lands heldur fund um innri almanna- tengsl fyrirtækja miðvikudaginn 22. maí kl. 8.10-9.30 á Grand Hóteli í Reykjavík. Á fundinum verður rætt um mikilvægi góðra samskiptaleiða og upplýsingaflæðis innan fyrir- tækja og hvernig megi nýta innri al- mannatengsl í starfsmannamálum. Fyrirlesarar á fundinum eru Guð- jón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Flugleiða, Ólafur Jón Ingólfsson, starfsmannastjóri Sjóvár-Almennra hf., Heiða Lára Aðalsteinsdóttir, upplýsinga- og markaðsstjóri A. Karlssonar, og Svali H. Björgvins- son, forstöðumaður starfsmannaráð- gjafar PricewaterHouse Consulting. Fundurinn er öllum opinn og verð með morgunmat er 1.500 kr. Fundur um innri almannatengsl BARBARA W. Hodson prófessor í talmeinafræði við Wichita State Uni- versity, Kansas, heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHÍ fimmtudaginn 23. maí kl. 16.15 í sal Sjómannaskóla Íslands við Háteigs- veg um hljóðkerfisvitund og málm- eðvitund. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fyrirlestur um málmeðvitund KVENFRAMBJÓÐENDUR Sjálf- stæðisflokksins í Kópavogi halda op- inn fund á Café Prestó, Hlíðasmára 15, í dag, miðvikudaginn 22. maí, kl. 21. Auk þess sem frambjóðendurnir fjalla um helstu málefni fyrir kom- andi sveitarstjórnakosningar verður fyrirspurnum fundarmanna svarað. Markmið fundarins er að vekja um- ræður um pólitíkina í Kópavogi og framtíðarsýn. Jafnframt verður Pharmaco með kynningu á nýjung- um í snyrtivörum. Allir velkomnir, segir í fréttatilkynningu. Konukvöld á Café Prestó STJÓRNMÁLAAFLIÐ „Vinstri hægri snú“ stendur fyrir hátíð í Húsi málarans fimmtudaginn 23. maí kl. 21, að því er segir í fréttatilkynn- ingu. Hátíð í Húsi málarans MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Verkalýðs- félaginu Hlíf: „Stjórn Verkalýðsfélagsins Hlífar tekur undir sameiginlega yfirlýsingu Alþýðusambands Íslands og Sam- taka atvinnulífsins um rauð strik en telur að í henni hefði átt að koma fram að íbúðarlán hafa hækkað um- talsvert undanfarin misseri vegna verðtrygginga sem á þeim eru. Þarna er um afgerandi hækkun að ræða sem eykur greiðslubyrði al- mennings. Sem betur fer bendir flest til þess að verðbólgan lækki á næstu mánuðum en það munu íbúðarlánin ekki gera, heldur munu fyrrgreindar hækkanir fylgja launafólki til síðustu greiðslu. Til þess að mæta þessari auknu greiðslubyrði verður að afnema verðtryggingu íbúðarlána. Óstöðug- leikinn í fjármálum þjóðarinnar er ekki vegna of hárra launa hjá verka- fólki, heldur vegna þeirrar verð- tryggðu okurvaxta er hér gilda, sem eru bæði atvinnurekendum og launa- fólki til skaða.“ Vilja afnema verðtryggingu íbúðalána HELGA Hilmisdóttir, doktorsnemi við Háskólann í Helsinki, heldur op- inberan fyrirlestur á vegum Ís- lenska málfræðifélagsins í dag, mið- vikudaginn 22. maí, kl. 16.15 í stofu 422 í Árnagarði. Allir eru velkomn- ir. Fyrirlesturinn nefnist: Nú? Fjallar hann um smáorðið nú í ís- lenskum samtölum með hliðsjón af kenningum samtalsfræðanna (con- versation analysis). Umfjöllunin byggist á 10 klukkustundum af töl- uðu máli (hversdagslegum samtöl- um og útvarpsefni). Helga Hilmisdóttir lauk fil.mag.- prófi í norrænum málum frá Há- skólanum í Helsinki árið 1999. Hún er nú í doktorsnámi við sama há- skóla og er að skrifa doktorsritgerð um hlutverk smáorðsins nú í ís- lenskum samtölum, segir í frétta- tilkynningu. Málfræði- fyrirlestur OPIÐ hús verður um mat á um- hverfisáhrifum Norðlingaölduveitu í stjórnstöð Landsvirkjunar við Bú- staðaveg á morgun, 22. maí, frá kl. 16–19. Þar verður hægt að kynna sér helstu niðurstöður matsskýrslunn- ar og framhald matsferlisins. Einn- ig gefst tækifæri til að ræða við fulltrúa Landsvirkjunar og ráð- gjafa um matið á umhverfisáhrifum Norðlingaölduveitu. Matsskýrslan er á heimasíðu verkefnisins, www.nordlingaalda- .is, ásamt ýmsu öðru kynningar- efni. Mat á umhverf- isáhrifum Norð- lingaölduveitu MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning: „Ferðaþjónustan Lónkoti í Skagafirði stendur fyrir þremur mörkuðum í sumar. Markaðirnir fara fram síðasta sunnudag í júní, júlí og ágúst og eru haldnir í risa- tjaldi staðarins, sem er hið stærsta á landinu. Dagarnir eru: 30. júní, 28. júlí og 25. ágúst. Markaðirnir eru opnir gestum frá kl. 13 til 18, en sölufólk hefur auk þess tímann frá kl. 10 til 13 til að koma sér fyr- ir. Hægt er að fá frekari upplýs- ingar og panta söluborð hjá Ferða- þjónustunni Lónkoti. Markaðir í Lónkoti hafa verið árvissir síðan 1999.“ Markaður í Skagafirði GUÐFRÆÐINEMARNIR Gunn- ar Jóhannesson og Kornelia Eich- horn flytja lokapredikanir sínar í kapellu Háskóla Íslands í dag, mið- vikudaginn 22. maí, kl. 18. Allir eru velkomnir, segir í fréttatilkynn- ingu. Lokapredik- anir í guð- fræðideild Hvítasunnuhelgin var annasöm hjá lög- reglunni í Reykjavík. Mikil umferð var frá höfuðborgarsvæðinu á föstudag og síðan var þungur umferðarstraumur til höfuðborg- arinnar á sunnudag og mánudag. Alls voru 116 ökumenn grunaðir um of hraðan. Því miður varð helgin ekki slysa- laus. Á föstudag var ekið á konu í miðborginni sem var flutt á slysa- deild með sjúkrabifreið en hún hafði fótbrotnað, úlnliðsbrotnað og fengið skurð á höfuð. Á sunnudag varð harður árekstur á Suður- landsvegi við afleggjarann að Fjár- borgum. Ökumaður annarrar bif- reiðarinnar var að bíða eftir að geta beygt inn afleggjarann og kastaðist bifreiðin rúmlega 20 metra við höggið, þrír farþegar voru í bifreiðinni. Á vettvang komu þrjár sjúkrabifreiðar og ein tækja- bifreið ásamt lögreglu. Í hinni bif- reiðinni voru tveir menn. Ökumenn og farþegar í báðum bifreiðunum voru fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið og draga þurfti báðar bifreiðarnar af vettvangi. Á föstudags- og laugardags- kvöld var nokkur fjöldi í miðborg Reykjavíkur, flest var á tímabilinu 3 til 5 um nóttina. Slagsmál í miðbænum Á föstudagskvöldið var lögregla kölluð til aðstoðar vegna slagsmála á horni Pósthússtrætis og Austur- strætis en þar hafði sést í eftirlits- myndavélum hvar menn slógust. Það mál var leyst án aðgerða en upplýsingar teknar. Í miðborginni var stöðvaður töluverður fjölda bif- reiða og gætt að ástandi ökumanna og þurfti í fjórum tilvikum frekari rannsókna við. Maður kom á mið- borgarstöð en á hann hafði verið ráðist og hann sleginn í Austur- stræti, lögreglan ók honum á slysa- deild. Á laugardagskvöldi mynduðust nokkrar biðraðir við skemmtistað- ina og var ölvun talsverð. Nokkuð var um slagsmál og í nokkrum til- fellum þurfti að aðstoða dyraverði veitingahúsa vegna ölvaðra gesta sem þeir áttu í vandræðum með að hemja. Sem dæmi þá „skallaði“ maður tvo dyraverði á skemmti- stað með þeim afleiðingum að hann nefbraut annan þeirra en það kvarnaðist úr tönn hjá hinum. Árásarmaður var handtekinn og fluttur í fangageymslu. Úr dagbók lögreglunnar 17. til 21. maí. Annasöm hvítasunnuhelgi hjá lögreglu KJÖRSKRÁ vegna borgarstjórnar- kosninga í Reykjavík er nú aðgengi- leg almenningi á vef Reykjavíkur- borgar, www.reykjavik.is. Þar er hægt að fletta rafrænt upp í kjör- skrá og fá upplýsingar um á hvaða kjörstað maður eigi að kjósa og í hvaða kjördeild. Með því að slá inn kennitölu er flett upp í kjörskrá og upplýsingar um kjörstað og kjör- deild birtar. Markmiðið með þessu er að auðvelda fólki að nálgast upp- lýsingar um hvar kjósa eigi og er þetta liður í bættri rafrænni þjón- ustu við borgarbúa, segir í frétta- tilkynningu. Kjörskráin í Reykjavík aðgengileg á vefnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.