Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 56

Morgunblaðið - 22.05.2002, Síða 56
DAGBÓK 56 MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Hljómsveitin Slade ÞEGAR ég heyrði auglýst að hljómsveitin Slade væri að koma „aftur“ til landsins til að spila á tónleikum í Broadway tók gamla Slade hjartað kipp en samt fullur efasemda um að 28 árum seinna væru þeir ennþá „orginal“, sérstaklega þar sem Broadway er þekkt fyrir að fá hingað „gamlar hljómsveitir“ með nýja tón- listarmenn innanborðs. Ég hringdi á Broadway og fullyrti stúlkan sem svaraði að þetta væru „org- inal“ Slade. Eftir umtal um að svo væri ekki hringdi ég aftur nokkrum dögum seinna, þá var svarað á þá leið að eftir þeirra bestu upplýsingum væru þetta „orginal“ Slade. Enn var ég efins. Þá datt mér í hug að at- huga Netið og fann þar síðu um Slade: www.slade.on- linehome.de. Þar kemur fram að tveir af „orginal“ Slade eru hættir og sá þriðji spilar stundum (af fjórum). Söngvarinn, sem er þeirra aðalsmerki, er hættur. Útvarpsstöðvarnar hömruðu á að Slade kæmu „aftur“ og Steríó gaf hlust- anda miða á tónleikana sem gat nefnt hverjir væru í Slade. Hann nefndi upphaf- legu hljómsveitina og fékk rétt fyrir. Ég meina, hljómsveitin heitir Slade, en viðskipta- hættir tónleikahaldarans eru hér þó nokkuð dregnir í efa. Það er vonandi að gamlir Slade-aðdáendur hafi ekki orðið fyrir von- brigðum og hafi haft gaman af eftiröpuninni. Jóhannes. Tilveran betri NÚ í vor, sem fyrravor, eru sælgætisbréf, bréfasnifsi, tómir sígarettupakkar og límbréfaplast fljúgandi ut- an í vegabrúnum og um allt þegar gengið er um göngu- stíga borgarinnar. Strætó- skýlin eru ötuð óhreinind- um, bakteríur fjúka upp úr hrákum og andrúmsloftið er skýmengað. Gætum við ekki öll tekið okkur á og gert umhverfisátak. Öllum þætti tilveran betri ef hreint væri í borginni. Edda. Góður þáttur á röngum tíma Í SJÓNVARPINU hefur verið til sýningar mjög góð- ur þáttur um tómstundir aldraðra – ný sýn á líf aldr- aðra. Það mætti sýna þennan þátt fyrr á kvöldin, helst klukkan 20, því eldri borg- arar sem dveljast á öldrun- arstofnunum eru í kvöld- kaffi þegar þátturinn er sýndur. Eins mætti endursýna hann um helgar að degi til. Starfsstúlka á öldrunarstofnun. Ódýrar vörur ÞAÐ eru svo góðar og ódýr- ar vörur hjá F-listanum sem er með bás í Kolaport- inu. Vil benda fólki á að versla þar. Breiðholtskona. Tapað/fundið Barnahúfa týndist RAUÐ, svört og hvít húfa úr flísefni með bangsa- myndum týndist annað- hvort í strætó eða í Kringl- unni. Húfunnar er sárt saknað. Ef einhver hefur orðið hennar var þá vinsam- legast hafið samband í síma 586 2327 eða 847 4599. Dýrahald Dvergkanínu og kisu vantar heimili HEIMILI vantar fyrir hvíta og svarta dvergkan- ínu. Búr fylgir. Einnig hálfs árs bröndóttan fress, hálf- persneskan. Upplýsingar í síma 561 1259 og 699 2880. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... EINU sinni sem oftar (samt ekkimjög oft) lagði Víkverji í fjall- göngu um hvítasunnuhelgina. Nánar tiltekið á hvítasunnudag. (Þá gat hann nefnilega jafnað sig nokkuð eftir afrekið á öðrum degi hvítasunnu). Annars var afrekið ekki mjög mikið í augum þjálfaðra göngumanna því það var ekki annað en Úlfarsfellið, eitt af bæjarfellum Reykvíkinga. Segir ekki annað af ferðum Vík- verja eða annarra sem lögðu leið sína á fellið en að veðrið var þokkalegt, skýjað og nokkur gjóla. Göngumenn dreifðust um fellið, völdu misjafnar leiðir upp og enn misjafnari leiðir nið- ur. Kannski væri skemmtilegast að ganga upp á fellið á einum stað og nið- ur á gagnstæðri hlið. Þá er vanda- málið að koma sér til baka í bílinn og ef menn vilja ekki lengja gönguferð- ina um allan helming verður bara að fá fleiri með og fleiri bíla og leggja þeim á áætluðum áfangastað. Í svona göngu er viðeigandi að bjóða góðan daginn þeim sem maður mætir, rétt eins og á göngustígunum í borgar- landinu, en ekki er fellið nógu stórt eða mikið til að staldra þurfi við og ræða helstu leiðir eða hættur sem þarf að varast. Það myndu menn lík- lega fremur gera á Laugaveginum (þessum á fjöllum) eða Fimmvörðu- hálsi eða öðrum alvörugönguferðum. x x x EFTIR allan þennan formála erkannski rétt að minnast á tilefni umfjöllunar um fellið hans Úlfars. Það eru hinir mörgu vegir og slóðar sem liggja um fellið. Kannski ekki margir en þeir eru á tveimur stöðum og nokkrir útúrdúrar á öðrum þeirra. Trúlega eru það einkum svifdreka- menn sem nota þessa vegi. Einn og einn ferðalang mátti þó sjá aka upp fjallið, líklega til að geta notið útsýnis- ins óþreyttur. En það er mikill mis- skilningur því göngumóður fjall- göngumaður nýtur þess miklu betur. Ekki síst þegar hann tyllir sér í skjól á fjallstindinum og vætir kverkarnar um leið og hann lætur líða úr sér fyrir ofanferðina. En aftur að vegaslóðunum. Þeir eru náttúrlega lýti í fellinu svona út um allt. Betur væri að hafa aðeins einn slóða og enga útúrdúra. Þegar búið er að spóla svona slóða hér og þar er hætta á að þeir verði sífellt fleiri. Ekki ætlar Víkverji þó að kenna svifdrekamönnum um þetta spark og það er enda aukaatriði. Spurningin er miklu fremur sú hvernig við ætlum að koma í veg fyrir frekari skemmdir. x x x FYRST verið er að fjalla um úti-veru er rétt að ljúka pistlinum á svipuðum nótum. Fagna má bæklingi Náttúruverndar ríkisins og Slysa- varnafélagsins Landsbjargar um ör- yggi ferðamanna sem virðist nýlega kominn út. Þar eru ýmsar gagnlegar ábendingar um undirbúning ferða um landið. Eru það atriði sem snúa að út- búnaði, veðri, tilkynningarskyldu, akstri á venjulegum vegum og óbyggðavegum, varað er við hvera- svæðum og lesendum bent á að vera ekki á ferð um jökla nema að vera vanur eða í fylgd með vönum jökla- mönnum. Allt eru þetta þarfar ábendingar. Margar lúta að almennri skynsemi sem flest venjulegt fólk býr yfir. Hins vegar þarf oft að minna okkur á hlut- ina og brýna þá fyrir okkur og að því leyti er lesturinn gagnlegur, ekki síst ef skynsemin er látin ráða. LÁRÉTT: 1 ódrengurinn, 8 at- burðarás, 9 deila, 10 gagnleg, 11 heimskingja, 13 fugls, 15 sverðs, 18 fiskur, 21 frístund, 22 greiða, 23 elsku, 24 hetjur. LÓÐRÉTT: 2 afrennsli, 3 álíta, 4 stinga, 5 út, 6 styrkt, 7 þrjót, 12 beiskur, 14 stormur, 15 á fæti, 16 svínuðu út, 17 klaufaleg- ur lestur, 18 lítilsvirtu, 19 hindra, 20 hina. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 eitil, 4 gítar, 7 gætin, 8 níðum, 9 dag, 11 leit, 13 snið, 14 útlát, 15 görn, 17 óbær, 20 err, 22 fénað, 23 elg- ur, 24 reika, 25 náinn. Lóðrétt: 1 engil, 2 titri, 3 lind, 4 göng, 5 túðan, 6 rúmið, 10 aular, 12 tún, 13 stó, 15 gæfur, 16 renni, 18 baggi, 19 rýran, 20 eðla, 21 regn. K r o s s g á t a 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Í MORGUNFRÉTTUM samtengdra rása 1 og 2 fimmtudaginn 16. maí var talað um að fólki hefði verið meinað að mæta til vinnu vegna NATO fund- arins. Sagði þulurinn að staðfest væri að sjö út- lendingar hefðu ekki fengið að mæta til vinnu. Einnig hefði þetta komið fyrir fleira fólk, „Íslend- inga þar á meðal“. Í allri þessari umræðu um for- dóma og dulda fordóma finnst mér það skamm- arlegt af samtengdum rásum 1 og 2 að láta svona fréttaflutning fara frá sér. Þetta eru nákvæmlega þessir duldu fordómar sem alltaf er verið að tala um. Að aðgreina borgara okkar í Íslendinga og út- lendinga og taka það svo sérstaklega fram að Ís- lendingar hefðu virkilega lent í því sama og útlend- ingarnir á ekki að gerast á þessum ríkisreknu rás- um sem eiga að vera til fyrirmyndar hvað virðu- leika og ábyrgð varðar. Ég mælist til þess að fréttafólk gæti að orða- lagi sínu og sé ekki með svona óvandaðan frétta- flutning. Lilja Sif Þorsteinsdóttir. Duldir fordómar Skipin Reykjavíkurhöfn: Brú- arfoss og Goðafoss koma og fara í dag. Mánafoss og Atlantic Peace koma í dag. Black Prince fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sigurbjörg, Obsha, Prizvanie og Erida komu í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Sól- vallagötu 48. Skrifstofa, s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14-17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka, s. 552 5277, opin 2. og 4. hvern miðvikud. kl. 14- 17. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 og kl. 13 vinnustofa. Vor í vesturbæ hefst fimmtu- daginn 23. maí, húsið opnað kl.13. Tískusýn- ing kl. 14. Glæðurnar kvennakór undir stjórn Sigurbjargar P Hólm- grímsdóttur syng- ur.Veislukaffi allan daginn. Árskógar 4. Kl. 9-12 baðþjónusta og opin handavinnustofan, kl. 13 spilað, kl. 13-16.30 opin smíðastofan. Bingó er 2. og 4. hvern föstudag. Dans hjá Sig- valda byrjar í júní. Púttvöllurinn er opin alla daga. Allar upplýs- ingar í s. 535 2700. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8- 13 hárgreiðsla, kl. 8- 12.30 böðun, kl. 9-16 handavinna, kl. 10-17 fótaaðgerð, kl. 10 banki, kl. 13 spiladag- ur. Dagana 25. 26. og 27 maí kl. 13-17 verður sýning á munum sem unnir hafa verið í fé- lagsstarfinu í vetur, harmonikkuleikur sunnudag og mánudag, kaffi og meðlæti. Allir velkomnir. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudög- um kl. 13-16.30, spil og föndur. Fræðslufundur um beinvernd í umsjá Halldóru Björnsdóttur verður í Dvalarheim- ilinu Hlaðhömrum í dag kl. 20. Lyfja mun kynna beinþéttimæl- ingu (ómskoðun). Les- klúbbur kl. 15.30 á fimmtudögum. Jóga föstudaga kl. 11. Kór- æfingar hjá Vorboðum fimmtudaga kl. 17-19. Uppl. hjá Svanhildi s. 586 8014 kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hárgreiðslu og fóta- nudd, s. 566 8060 kl. 8- 16. Félagsstarfið, Dalbraut 18-20. Kl. 9-12 aðstoð við böðun, kl. 9-16.45 hárgreiðslu- og handa- vinnustofur opnar, kl. 10-10.45 leikfimi, kl. 14.30 banki. Félag eldri borgara, Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15- 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30-18. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10- 12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handa- vinna, kl. 13.30 enska, byrjendur. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Línudans kl. 11, pílu- kast kl 13.30, gler- skurður kl. 13. Á morgun púttað í bæj- arútgerð kl 10-11.30, glerskurður kl. 13, fé- lagsvist kl. 13.30. Sameiginleg sýning á handverki eldri borg- ara í Hafnarfirði verð- ur 25. 26. og 27. maí í Hraunseli Flatahraunu 3. Opið alla dagana frá kl. 13-17. Kaffisala. Vestmanneyjaferð 2. til 4. júlí, rúta Herjólfur, gisting í 2 nætur. Upp- lýsingar og skrásetning í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin virka daga frá kl. 10-13. Kaffi, blöðin og matur í hádegi. Mið- vikudagur: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Glæsibæ kl. 10. Fimmtudagur: brids kl. 13, brids fyrir byrj- endur kl. 19.30. Dags- ferð 27. maí Hafn- arfjörður-Heiðmörk. Kaffi og meðlæti. Leið- sögn: Páll Gíslason og Pálína Jónsdóttir, brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13, skrán- ing hafin á skrifstofu FEB. Fræðslunefnd FEB stendur fyrir ferð í skrúðgarða Reykja- víkur 29. maí. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 13.30, skráning á skrif- stofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og miðvikudögum frá kl. 10-12 f.h. í s. 588 2111. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxafen 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9-16.30 fótsnyrting, opin vinnu- stofa, postulín, mósaik og gifsafsteypur, kl. 9– 13 hárgreiðsla, kl. 9–16 böðun. Opið sunnudaga frá kl. 14-16 blöðin og kaffi. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9-16.30 vinnustofur opnar, kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14 kóræfing. Í kvöld leikhúsferð að sjá „Kryddlegin hjörtu“ í Borgarleikhúsinu. Allar upplýsingar um starf- semina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 10 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 11 hæg leikfimi, kl. 13 fé- lagsvist FEBK, kl. 15- 16 viðtalstími FEBK, kl. 15.15 söngur, Guð- rún Lilja mætir með gítarinn, kl. 17 bobb. Hraunbær 105. Kl. 9 opin vinnustofa, handa- vinna, bútasaumur, kl. 9-12 útskurður, kl. 9-17 hárgreiðsla og fótaað- gerðir, kl. 11 banki, kl. 13 brids. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 böðun, föndur- klippimyndir, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teikn- un og málun. Fótaað- gerð, hársnyrting. Allir velkomnir. Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi, hittast á morgun kl. 10 í keilu í Mjódd. Spiluð verður keila, spjallað og heitt á könnunni. Allir velkomnir. Upp- lýsingar veitir Þráinn Hafsteinsson í s. 5454 500. Norðurbrún 1. Kl. 9- 16.45 opin vinnustofa, kl. 9-16 fótaaðgerðir, kl. 9-12 tréskurður, kl. 10 sögustund, kl. 13 banki, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Allir velkomnir. Hand- og listmunasýning verður 26. og 27. maí í borðsal félagsstarfsins kl. 13.30 til 17 báða dagana, kaffiveitingar, allir vel- komnir. Vesturgata 7. Kl. 8.25 sund, kl. 9-16 fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 9.15-16 postulínsmálun og myndmennt, kl. 13- 14 spurt og spjallað, kl. 13-16 tréskurður. Rúta fer kl. 12.15 í Bónus í Holtagörðum. Farið verður miðvikudaginn 22. maí í Borgarleik- húsið að sjá leiksýn- inguna „Kryddlegin hjörtu.“ Skráning í s. 562 7077. Vitatorg. Kl. 9 smíði og hárgreiðsla, kl. 10 fótaaðgerðir, morg- unstund, bókband og bútasaumur, kl. 12.30 verslunarferð, kl. 13 handmennt og kóræf- ing, kl. 13.30 bókband, kl. 15.30 kóræfing. Vor og sumarfagnaður verður haldinn fimmtu- daginn 30. maí kl. 17. Matur, gleði, söngur, gaman. Allir velkomnir. Upplýsingar í s. 561 0300 Barðstrendingafélagið Félagsvist í Konnakoti, Hverfisgötu 105, kl. 20.30 í kvöld. Allir vel- komnir. Vestfjarðaleið Mynda- sýning og kynning á ferðinni Færeyjar - Noregur 12.-27. júní er í kvöld kl. 20 í Fær- eyska sjómannaheim- ilinu, Brautarholti 29. Sýndar litskyggnur. Allir velkomnir, tekið við bókunum á staðn- um. Afsláttur fyrir eldri borgara. Sundhópur Jóhönnu, Gjábakki og Gullsmári. Vegna aukins gistirým- is eru sæti laus í ferða- lag um norðausturhluta landsins og á Langanes 1.-5. júlí, Allt fullorðið fólk er vel-komið. Upp- lýsingar, skráning og ferðaáætlun í s. 554 3400 og 564 5260. Í dag er miðvikudagur 22. maí, 142. dagur ársins 2002. Imbrudagar. Orð dagsins: Vér vitum, að þeim, sem Guð elska, samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvæmt ákvörðun Guðs. (Rómv. 8, 28.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.