Morgunblaðið - 12.06.2002, Page 2
HANN minnir eilítið á kúreka úr
villta vestrinu, hestamaðurinn með
barðastóra hattinn, sem fékk sér
reiðtúr á hestasvæðinu í Víðidal í
gær. Sól skein í heiði og jörðin
var brakandi þurr og þá er fátt
betra en að njóta lífsins úti í nátt-
úrunni. Hitinn komst enda í 23
stig um miðjan dag í Reykjavík í
gær og er þetta mesti hiti sem
mældur hefur verið í júnímánuði í
borginni frá upphafi mælinga, árið
1920. Heldur svalara veður var
hins vegar í öðrum landshlutum í
gær. Í dag er gert ráð fyrir að hiti
verði víða 13–20 stig að deginum,
en hlýjast verður á suðvesturhorn-
inu.
Sprett
úr spori í
veðursæl-
um Víðidal
Morgunblaðið/Árni Sæberg
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isJón Arnar þjálfar lið
Breiðabliks/B1
Stærsti sigur Íra
á HM/B3
4 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Morgunblaðinu
í dag fylgir aug-
lýsingablaðið
Sjónvarps-
dagskráin.
Blaðinu verður
dreift um allt
land.
JÓN Kristjánsson heilbrigðisráð-
herra segist fylgjast vel með þeirri
umræðu sem fram fer hér á landi
og erlendis um einkarekstur inni á
sjúkrastofnunum. Umræðan sé at-
hyglisverð en ákvarðanir hafi ekki
verið teknar um frekari einkavæð-
ingu.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu á laugardag eru uppi hug-
myndir í Svíþjóð og Danmörku um
að bjóða út rekstur einstakra deilda
á ríkisreknum sjúkrahúsum og hafa
danskir stjórnmálamenn deilt um
þessar hugmyndir.
Jón minnir á að hugmyndir hafi
verið uppi hérlendis um að einka-
væða göngudeildir Landspítalans.
Tíðindin frá Norðurlöndum séu
angi af þeirri umræðu.
„Það eru engin sérstök einka-
væðingaráform uppi hjá okkur.
Fram fer mikil einkavæðing inni í
kerfinu með samningum við einka-
reknar stofur sérfræðinga. Það hef-
ur ekki náð til inniliggjandi sjúk-
linga,“ segir Jón og bendir á að í
raun sé starfandi stór og einkarek-
in göngudeild í Mjódd án þess að
þar séu sjúklingar lagðir inn.
„Menn verða að gá vel að sér í
þessu, kanna hvað sé hagkvæmt og
hvað veiti sjúklingunum besta þjón-
ustu. Við höfum ekki viljað útiloka
neinar leiðir. Rekstrarformið er
ákveðið tæki en aðalatriðið er að
sambærilegir möguleikar séu fyrir
alla þegna þjóðfélagsins,“ segir
heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðisráðherra um einkarekstur sjúkradeilda
Athyglisverð umræða
sem fylgst er vel með
Tillögur meirihluta sagnfræðiskorar Háskóla Íslands
Áliti dómnefndar hafn-
að og staðan auglýst
MEIRIHLUTI á fundi kennara við
sagnfræðiskor heimspekideildar Há-
skóla Íslands vill að áliti dómnefndar
um hæfi umsækjenda um starf lekt-
ors í fornleifafræði verði hafnað og
staðan auglýst að nýju hér á landi og
erlendis. Taldir eru annmarkar á
álitinu og að í því hafi fundist merki
um hlutdrægni, líkt og stöðunefnd
heimspekideildar hafði komist að.
Sagnfræðiskor fundaði í gær þar
sem níu kennarar greiddu atkvæði af
ellefu sem mættu, en 13 kennarar til-
heyra sagnfræðiskor. Tveir yfirgáfu
fundinn áður en til atkvæðagreiðslu
kom en tveir kennarar voru staddir
erlendis. Að sögn Más Jónssonar,
formanns sagnfræðiskorar, sam-
þykktu sex kennarar umrædda
ályktun, tveir voru á móti og einn
skilaði auðu. Önnur tillaga kom ekki
fram og er ályktunin eftirfarandi:
„Fundur í sagnfræðiskor í heim-
spekideild HÍ 11. júní 2002 hefur
fjallað um álit dómnefndar um hæfi
umsækjenda um starf kennara í
fornleifafræði dagsett 27. maí sl.
Skorin tekur undir samþykkt stöðu-
nefndar heimspekideildar frá 10.
júní sl. um að á álitinu séu ýmsir ann-
markar og þar sé að finna merki um
hlutdrægni. Meðal annmarka á álit-
inu er að menntun umsækjenda í
fornleifafræði virðist ekki vera metin
sem skyldi. Sagnfræðiskor telur því
ekki unnt að taka afstöðu til umsækj-
enda á grundvelli álitsins. Hún legg-
ur því til að álitinu verði hafnað og
kennarastaðan auglýst að nýju hér-
lendis og erlendis.“
Viðmiðun fyrir deildarfund
Már Jónsson sagði við Morgun-
blaðið að nokkur umræða hefði átt
sér stað á fundinum þar sem menn
hefðu skipst á skoðunum um málið. Í
kjölfarið hefði tillaga að ályktun ver-
ið lögð fram, hún kynnt og borin
undir atkvæði. Hann benti á að þessi
ályktun yrði lögð fram til ráðgjafar
og viðmiðunar fyrir deildarfund
heimspekideildar. Þar munu kennar-
ar deildarinnar þurfa að gera upp
hug sinn til málsins.
Albönsku flótta-
mennirnir eru
enn í Færeyjum
ALBÖNSKU flóttamennirnir
fimm sem komu með Norrænu
til Seyðisfjarðar á fimmtudag og
var vísað héðan úr landi hafa
sótt um pólitískt hæli í Fær-
eyjum.
Að sögn lögregluyfirvalda í
Þórshöfn eru mennirnir ennþá í
Færeyjum og munu ekki yfir-
gefa landið fyrr en ákvörðun
hefur verið tekin í máli þeirra.
Málefni útlendinga í Færeyjum
eru í höndum danskra yfirvalda
og gat færeyska lögreglan ekki
sagt til um hvenær mennirnir
fengju lausn sinna mála.
Mjög sjaldgæft er að flótta-
menn sækist eftir hælisvist í
Færeyjum og taldi lögreglan að
meira en áratugur væri síðan
slíkt gerðist síðast. Málið hefur
vakið mikla athygli í Færeyjum
og má meðal annars sjá skoð-
anakönnun á heimasíðu Dimma-
lætting, eins helsta dagblaðs
Færeyja, um hvort veita eigi
Albönunum pólitískt hæli í Fær-
eyjum eða vísa þeim úr landi.
Borgarbyggð
Úrslitin
standa
ÞRIGGJA manna nefnd lögfræð-
inga tilkynnti í gær að hún hefði
hafnað kæru framsóknarmanna í
Borgarbyggð vegna sveitarstjórn-
arkosninganna í Borgarbyggð og
standa úrslitin því óbreytt.
Kosningarnar fóru þannig að D-
listi sjálfstæðismanna fékk fjóra
menn kjörna, B-listi framsóknar-
manna fékk þrjá menn kjörna og
L-listi Borgarbyggðarlista fékk tvo
menn kjörna. Annar maður á L-
lista og fjórði maður á B-lista voru
með jafnmörg atkvæði á bak við sig
og var af þeim sökum varpað hlut-
kesti um sætið, sem féll í skaut L-
lista.
Í nefndinni voru héraðsdómslög-
mennirnir Tryggvi Bjarnason og
Jón Haukur Hauksson á Akranesi
og Stefán Skjaldarson, skattstjóri á
Vesturlandi.
MORGUNBLAÐINU í dag
fylgir blaðauki um samskipti
Íslands og Kína. Blaðaukinn er
gefinn út í tilefni opinberrar
heimsóknar Jiang Zemin, for-
seta Kína, sem hefst á morgun,
fimmtudag. M.a. eru rifjuð upp
samskipti ríkjanna á sviði
stjórnmála, viðskipta, menn-
ingar og íþrótta.
Í DESEMBER sem leið voru 30 ár
frá því stjórnmálasamband komst á
milli Íslands og Kína. Á þessu tíma-
bili hafa samskipti þjóðanna aukist
ár frá ári, en þau voru reyndar ekki
mikil áður.
Stærsti markaðurinn
Halldór Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra segir að samskipti Íslands
og Kína hafi verið mjög mikil og vin-
samleg frá því stjórnmálasambandi
hafi verið komið á milli þeirra í des-
ember 1971. Hann hafi sjálfur farið
tvisvar í opinbera heimsókn til Kína,
fyrst með Vigdísi Finnbogadóttur,
þáverandi forseta Íslands, 1995, og
síðan aftur í fyrra. Aðrir ráðherrar
hafi auk þess farið oft í opinberar
heimsóknir til Kína og kínverskir
ráðamenn hafi sótt Ísland heim. „Við
höfum verið að byggja upp við-
skiptatengsl og sú vinna hefur þegar
skilað nokkrum árangri, en við ger-
um okkur vonir um að hún beri enn
meiri árangur í framtíðinni,“ segir
utanríkisráðherra og vísar m.a. til
þess að tollar á íslenskum vörum í
Kína hafi verið allt of háir. Við aðild
Kína að Heimsviðskiptastofnuninni,
WTO, hafi verið samið um lækkun
þeirra og Íslendingar leggi áherslu á
frekari lækkun til að örva þessi við-
skipti. Jafnframt hafi verið lagður
grunnur að meiri ferðamanna-
straumi milli landanna og almennum
samskiptum. Á sama tíma hafi póli-
tíska samvinnan aukist innan al-
þjóðastofnana. „Uppbyggingin í
Kína hefur verið ævintýri líkust og
það liggur fyrir að Kína verður einn
stærsti markaður í heimi, þegar litið
er inn í framtíðina, því um leið og
framleiðslan eykst þá eykst velmeg-
un og kaupmáttur almennings, og
viðskipti blómstra í kjölfarið,“ segir
Halldór.
Kristniboði fyrsti ræðismaðurinn
Segja má að íslenskir kristniboðar
hafi að sumu leyti rutt veginn fyrir
samskipti þjóðanna á fyrri hluta ný
liðinnar aldar. Hjónin Astrid og Jó-
hann Hannesson voru m.a. í Kína frá
1939 til 1946 en þá flúðu þau til Hong
Kong og fóru síðan til Íslands þar
sem þau voru í tvö ár. 1948 fékk Jó-
hann skipun sem ræðismaður í
Yiyang en eftir valdatöku kommún-
ista 1949 fóru þau aftur til Hong
Kong og var Jóhann þar til 1953.
Astrid segir að mikill órói hafi verið í
Kína, ekki síst í þeim fylkjum þar
sem þau hafi starfað. Bjarni Bene-
diktsson utanríkisráðherra hafi því
skipað Jóhann sem ræðismann til að
styrkja stöðu þeirra og það hafi kom-
ið sér vel, en þau hafi ekki haft nein
opinber samskipti við Kína. Skúli
Svavarsson, framkvæmdastjóri
Kristniboðssambandsins, segir að
það hafi verið algengt að kristniboð-
ar hafi sinnt opinberum trún
aðarstörfum án þess að blanda sér í
stjórnmálin.
Stjórnmálasamband árið 1971
Lýðveldið Kína var meðal stofn-
ríkja Sameinuðu þjóðanna og hafði
neitunarvald í Öryggisráðinu. 1.
október 1949 lýstu kommúnistar yfir
stofnun Kínverska alþýðulýðveld-
isins. Stjórn þjóðernissinna flúði til
Taívans (Formósu) þar sem hún kall-
aði sig áfram stjórn Lýðveldisins
Kína og taldi sig löglega stjórn alls
Kínaveldis. Þessi stjórn skipaði sæti
Kína hjá Sameinuðu þjóðunum, þar
til stjórn Kínverska alþýðulýðveld-
isins fékk aðildina í sínar hendur 26.
október 1971. Vinstri stjórn Ólafs Jó-
hannessonar tók við völdum 14. júlí
1971 og í stefnuyfirlýsingu hennar
var m a tekið fram að stuðlað skyldi
að því að Kínverska alþýðulýðveldið
tæki sæti Kína hjá SÞ, og Ísland var
á meðal þeirra ríkja sem greiddu at-
kvæði með breytingunni á þingi SÞ.
Í bók Péturs J. Thorsteinssonar,
Utanríkisþjónusta Íslands og utan-
ríkismál, segir m.a. að Ísland hafi
haft sérstöðu meðal Norðurlanda-
ríkjanna í Kínamálinu. Danmörk,
Finnland, Noregur og Svíþjóð hafi
tekið upp stjórnmálasamstarf við
kommúnistastjórnina í Peking 1950
og því greitt atkvæði með því að Kín-
verska alþýðulýðveldið tæki sæti
Kína hjá SÞ. Frá 31. ágúst til 1. sept-
ember 1950 var fundur utanrík-
isráðherra Norðurlanda haldinn í
Reykjavík og er vitnað í fundargerð
þar sem sagt er að Bjarni Benedikts-
son hafi minnst á að aðalritarinn hafi
haldið því fram að kommúnista
stjórnin hefði rétt til þess að ákveða,
hver yrði fulltrúi Kína hjá Samein-
uðu þjóðunum. Íslendingar hefðu
ekki haft ástæðu til að taka afstöðu
til málsins með því að ekkert sam-
band hefði verið milli Íslands og
Kína.“ Í fundargerð frá utanríkis-
ráðherrafundi í Stokkhólmi 10. og 11.
október 1951, þar sem Magnús V.
Magnússon var eini fulltrúi Íslands,
var afstaða Íslands áréttuð og m.a.
haft eftir Magnúsi að „Ísland hefði
engin viðskipti við Kína“.
Um 20 árum síðar komst á stjórn-
málasamband á milli ríkjanna. Sig-
urður Bjarnason, sendiherra í Kaup-
mannahöfn, átti fund með Yueh
Siang, kínverska sendiherranum í
borginni, 10. nóvember 1971 og til-
kynnti honum að ríkisstjórn Íslands
óskaði eftir að semja við stjórnina í
Peking um stjórnmálasamband. Kín-
verjar svöruðu jákvætt nokkrum
dögum síðar en þar sem Ísland hafði
engin tengsl við ríkisstjórnina á Taí-
van voru engin vandkvæði á samn-
ingum. Viðræður fóru síðan fram um
málið og 14. desember 1971 var
samningur um stjórnmálasamband
undirritaður. Samdægurs gáfu Ís-
land og Kínverska alþýðulýðveldið út
sameiginlega yfirlýsingu um gagn-
kvæma viðurkenningu, stofnun
stjórnmálasambands og skipti á
sendiherrum.
„Kínverska ríkisstjórnin lýsir yfir
því á ný, að Taívan sé óaðskilj-
anlegur hluti landsvæðis Alþýðu-
lýðveldisins Kína, og er ríkisstjórn
Íslands sú yfirlýsing kínversku rík-
isstjórnarinnar kunn.
Ríkisstjórn Íslands viðurkennir
ríkisstjórn Alþýðulýðveldisins Kína
sem hina einu löglegu ríkisstjórn
Kína,“ segir í yfirlýsingunni.
Sambandinu fagnað
Kínverjar fögnuðu stjórnmála-
sambandinu og í ritstjórnargrein
Dagblaðs alþýðunnar í Peking 16.
desember 1971 kemur m.a. fram
að kínverska stjórnin styðji
Mjög mikil og
vinsamleg
stjórnmála-
leg samskipti
Reuters
Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, fór í opinbera heimsókn til Kína 1995. Hér kannar hún heiðursvörð í Peking með
Jiang Zemin, forseta Kína. Jiang kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun og endurgeldur þannig heimsókn Vigdísar.
Sigurður Bjarnason og frú Ólöf Pálsdóttir voru fyrstu sendiherrahjón Íslands gagnvart Kína og afhenti Sigurður Chou En-lai for-
sætisráðherra trúnaðarbréf sitt 25. september 1973. Löndin tóku upp stjórnmálasamband í lok ársins 1971.
Í s land og K ína hafa ver ið í s t jórnmálasambandi í
rúm 30 ár, en samsk ipt in e iga sér lengr i sögu .
Steinþór Guðbjartsson f let t i b löðum og bókum
og ræddi v ið mann og annan um þess i samsk ipt i .
Ísland og Kína
Jiang Zemin, forseti Kína, fjölmennasta ríkis heims, kemur í opinbera heimsókn til Íslands á morgun. Rúm
þrjátíu ár eru frá því Ísland og Kína tóku upp stjórnmálasamband. Af þessu tilefni rifjar Morgunblaðið upp
samskipti ríkjanna á undanförnum áratugum, m.a. á sviði stjórnmála, viðskipta, menningar og íþrótta.
Miðvikudagur 12. júní 2002
Blaðauki um
samskipti
Íslands og Kína
Ísland og Kína/C1-8
Atvinnu-
lausum
fjölgar
Í LOK maí voru 3.953 skráðir at-
vinnulausir borið saman við 2.096 í
maí í fyrra, samkvæmt gögnum
vinnumiðlana og samantekt Hag-
stofu Íslands.
Af skráðum atvinnulausum í maí
sem leið voru 1.056 manns eða 26,7%
á aldrinum 15 til 24 ára en 22,8% í
maí 2001. 801 einstaklingur eða
20,3% hafði verið sex mánuði eða
lengur á atvinnuleysisskrá í maí mið-
að við 24,9% í lok maí 2001.
Tölur um atvinnulausa ná til allra
sem eru skráðir atvinnulausir á við-
miðunardegi burtséð frá því hvort
þeir eigi rétt á bótum eða ekki.