Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
RÆTIST spár um framtíðarupp-
byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar til ársins 2025 mun farþega-
fjöldinn aukast úr 1,4 milljónum í 4,4
milljónir, flugvélastæðum verða fjölg-
að úr 12 í 27 og bílastæðum úr 1.500 í
4.800. Þá er gert ráð fyrir að fjöldi
fluga á ári aukist úr 12.200 í 34.200 og
starfsmannafjöldi úr 1.800 í 5.000 en
þá er miðað við starfsmenn í og við
stöðina sjálfa auk áhafna og starfs-
manna flugfélaganna sem reka flug
um Keflavíkurflugvöll.
Tilgangur framtíðaruppbyggingar
Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.,
FLE, er að meta framtíðarsýn á þró-
un flugstöðvarsvæðisins. Markmið
þeirra er að forgangsraða framtíðar-
fjárfestingum, tryggja rekstrar-
grundvöll fyrirtækisins og tryggja
þjónustu og þægindi við farþega.
Gert er ráð fyrir að þessi uppbygging
kosti á bilinu 25 til 30 milljarða króna,
þ.e. kostnaður við byggingar, flughlöð
og akstursbrautir. Unnt er að ráðast í
hana í nokkrum áföngum.
Stefnt að ákvörðun
með haustinu
Fulltrúar stjórnar Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar hf. kynntu í gær til-
lögur um þróun og uppbyggingu
stöðvarinnar og um landnýtingu á
flugvallarsvæðinu. Gísli Guðmunds-
son, formaður stjórnarinnar, sagði að
breska fyrirtækið BAA, sem rekur
um 80 flugvelli og fríhafnir í Englandi
og sinnir víðar ýmsum öðrum rekstri
sem tengist flugi, hefði verið fengið til
verkefnisins. Verkefnið var þríþætt,
að gera spá um farþegafjöldann, að
meta núverandi afkastagetu og móta
tillögur til framtíðar. Gísli sagði
stjórnina íhuga að gera tillögur BAA
að sínum og Höskuldur Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri FLE, sagði stefnt
að því að taka ákvörðun með haustinu
um hvernig staðið yrði að forgangs-
röðun uppbyggingarinnar. Hann
sagði eiginfjárstöðu fyrirtækisins
sterka og reksturinn í góðu horfi og
því væri unnt að leggja í meiri fjár-
festingar á næstu árum. Skuldir
stöðvarinnar í dag eru nærri 9 millj-
arðar króna.
Fram kom á fundinum að forsend-
ur fyrir mati BAA um fjölgun flug-
farþega eru m.a. spár íslenskra efna-
hagsyfirvalda um hagvöxt á Íslandi,
upplýsingar um sögu flugstarfsemi,
markaðssókn ferðamálayfirvalda,
þróun flugfargjalda, flugupplýsinga-
kerfi Keflavíkurflugvallar og almenn-
ar forsendur um þróun í flugi í Evr-
ópu á næstu misserum. Spá BAA
gerir ráð fyrir að fjöldi farþega verði
kominn í 2,8 milljónir árið 2015 og um
4,4 milljónir árið 2025. Bjartsýn spá
BAA þýðir 5,2 milljónir farþega árið
2025 en svartsýn spá gerir ráð fyrir
3,5 milljónum farþega. Sagði Hösk-
uldur að gera mætti ráð fyrir að raun-
hæft væri að ætla farþegafjöldann á
bilinu 3,9 til tæplega fimm milljóna
árið 2025.
Tillögurnar gera ráð fyrir verulegri
stækkun flugstöðvarinnar en for-
senda þeirra er sú að stærð og um-
fang stöðvarinnar skuli ráðast af há-
marksfjölda farþega á mestu
álagstímum en ekki af fjölda farþega
á ári. Höskuldur segir fyrsta skrefið
líklega að stækka sjálfa flugstöðvar-
bygginguna bæði til austurs og vest-
urs til að bæta innritunaraðstöðuna
og auka afköst í meðferð farangurs.
Þá segir hann einnig brýnt að stækka
tengibygginguna milli flugstöðvar-
innar og nýju suðurbyggingarinnar,
breikka hana og koma fyrir færi-
böndum fyrir farþega til að flýta ferð
þeirra og auka afköst tengibygging-
arinnar. Þetta segir hann að þyrfti að
ráðast í á næstu þremur til fjórum ár-
um. Einnig segir hann brýnt að fjölga
sem fyrst bílastæðum og reisa bíla-
stæðahús sem tengt yrði flugstöðinni.
Þá gera tillögurnar ráð fyrir all-
mörgum nýjum flughlöðum. Byggðir
yrðu tveir landgangar til austurs frá
núverandi tengibyggingu og yrðu
stæði við hvorn landgang fyrir 10-15
flugvélar. Þessa landganga mætti
byggja í áföngum og kom fram í máli
forráðamanna FLE að yrðu tillög-
urnar samþykktar í stórum dráttum
yrðu þær teknar til endurskoðunar
eftir því sem forsendur í flugheim-
inum breyttust. Lögðu þeir áherslu á
að svigrúm væri til að skipta stækk-
uninni í áfanga eftir þróun flug-
umferðar.
Í tillögu um landrými er gert ráð
fyrir svæði fyrir innanlandsflugstöð
austan við núverandi bílastæði flug-
vallarins. Höskuldur segir að þarna
sé gert ráð fyrir að innanlandsflugið
flytjist hugsanlega til Keflavíkurflug-
vallar eftir árið 2016 og sé einungis
verið að sýna fram á að hægt sé að
finna því stað á flugvallarsvæðinu.
Einnig segir hann setta fram hug-
mynd að aðkomu járnbrautar ef sú
yrði raunin í framtíðinni. Tillögur
breska fyrirtækisins gera einnig ráð
fyrir rými fyrir byggingu hótels og
skrifstofuhúss nokkru vestan flug-
stöðvarinnar en slíkar byggingar
yrðu ekki reistar á vegum FLE.
Forval á rekstraraðilum
næstu ára í sumar
Í sumar verður efnt til forvals á
rekstraraðilum á brottfararsvæði
flugstöðvarinnar og um ýmsa þjón-
ustu utan fríverslunarsvæðisins.
Samningar um verslunarrekstur,
veitingasölu og aðra þjónustu í FLE
renna út um áramót og er markmið
með forvalinu að fá nýjar hugmyndir
um rekstur í stöðinni og gera núver-
andi aðilum kleift að koma nýjum
hugmyndum sínum á framfæri.
Forráðamenn FLE segja að kröf-
ur um stækkun, aukið öryggi, þjón-
ustu, hraða og hagkvæmni skipti at-
vinnugreinina mestu máli. Lögðu
þeir áherslu á að til að svo geti orðið
þurfi að tryggja sveigjanlegt athafna-
rými og lagalega umgjörð sem henti
sem best þróuninni á flugstöðvar-
svæðinu. Segir Höskuldur að kanna
megi ýmis atriði varðandi landnotkun
og skipulag flugvallarstarfseminnar
og hvernig það snertir varnarsvæðið.
Um þetta þurfi viðræður við yfirvöld
og skipulags-, byggingar- og um-
hverfisnefnd varnarsvæðisins.
Tillögur kynntar um uppbyggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar til ársins 2025
Búist við að farþegum fjölgi
úr 1,4 í um 4,4 milljónir
Margháttuð uppbygging Flugstöðvar Leifs
Eiríkssonar næstu árin gæti kostað 25 til 30
milljarða króna verði farið að tillögum breska
flugvallarfyrirtækisins BAA. Jóhannes
Tómasson kynnti sér tillögurnar.
Ljósmynd/Víkurfréttir
Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar, kynnti helstu atriðin í tillögum um framtíðarþróun stöðvarinnar.
joto@mbl.is
Á FYRSTA ársfjórðungi líðandi
árs voru 157.300 manns starf-
andi samanborið við 158.000 á
sama tíma í fyrra, en þetta jafn-
gildir 0,5% fækkun. Hagstofa
Íslands hefur birt útreikninga
sína um áætlaðan fjölda starf-
andi eftir ársfjórðungum. Þetta
er í þriðja sinn sem Hagstofan
birtir þessa útreikninga en þeir
eru byggðir á gögnum ríkis-
skattstjóra um staðgreiðslu af
launum og reiknuðu endurgjaldi
auk þess sem hliðsjón er höfð af
niðurstöðum vinnumarkaðs-
rannsókna Hagstofunnar. Sam-
kvæmt þessum útreikningum
fækkaði starfandi karlmönnum
um 1.900 milli ára en starfandi
konum fjölgaði um 1.100 á fyrsta
ársfjórðungi 2002 miðað við
sama ársfjórðung í fyrra.
Fólki í vinnu
fækkar
KONA var flutt með þyrlu
Landhelgisgæslunnar á sjúkra-
hús eftir bílveltu á Laugadals-
vegi á móts við Þóroddsstaði
skömmu eftir miðnætti í fyrri-
nótt. Þá var ökumaður og annar
farþegi fluttir með sjúkrabílum
á Landspítala – háskólasjúkra-
hús. Að sögn lögreglunnar á
Selfossi þurfti að klippa bílinn
til að ná fólkinu út. Konan, sem
flutt var með þyrlunni, slasaðist
mest, en hún er þó ekki alvar-
lega slösuð. Andlitsbein hennar
brotnuðu, en hún var farþegi í
framsæti. Fólkið er um eða
undir tvítugu. Skömmu áður en
slysið varð hafði fólkið sett á sig
öryggisbelti.
Laugadalsvegur
Þrennt á
sjúkrahús
eftir bílveltu
HÉRAÐSDÓMUR Vestur-
lands dæmdi í gær að Verka-
lýðsfélagi Akraness væri skylt
að veita Vilhjálmi Birgissyni,
félagsmanni í verkalýðsfélag-
inu, aðgang að öllum bókhalds-
gögnum félagsins fyrir árin
1997, 1998 og 1999.
Fram kom af hálfu stefnanda
að við framlagningu reikninga
Verkalýðsfélags Akraness fyrir
árið 2000 hafi hann talið, þrátt
fyrir takmarkaðan aðgang að
bókhaldsgögnum ársins, að
nokkur atriði væru ekki í sam-
ræmi við eðlilega starfshætti.
Taldi hann meðal annars að
launagreiðslur hafi verið
greiddar án stjórnarsamþykkt-
ar og að ekki hafi legið fyrir
stjórnarsamþykktir á ýmsum
kaupum félagsins sem ekki
tengdust daglegum rekstri.
Auglýsingatekjur hafi vant-
að í bókhaldið og sömuleiðis
upplýsingar um viðskipti fé-
lagsins við stéttarfélögin; sam-
eiginlegt félag verkalýðsfélag-
anna á Akranesi. Þá hafi hann
haft grun um mjög óheppilega
ávöxtunarstefnu hjá félaginu.
Fram kom af hálfu fulltrúa
stefnda að rangt væri að veru-
legar deilur hefðu verið innan
félagsins og að ásakanir um
slælega ávöxtun og óráðsíu
hefðu verið hafðar uppi.
Í dómi héraðsdóms kemur
fram að verkalýðsfélaginu sé
skylt að birta umrædd bók-
haldsgögn og fellst dómari ekki
á þá kröfu stefnanda að réttur
til að skoða bókhaldsgögn fé-
lagsins sé háður samþykki eða
vilja félagsfundar.
Verkalýðsfélag
Akraness
Skylt að
birta bók-
haldsgögn