Morgunblaðið - 12.06.2002, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 9
Fyrir brúðkaupið
Glæsilegir kjólar,
dragtir og dress
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
undirfataverslun
Síðumúla 3-5,
sími 553 7355.
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
laugard. kl. 11-15.
2 snið af brjóstahöldurum
í skálastærðunum B, C, D.
Litir: Hvítt - gull.
2 snið af buxum í stíl.
Sendum í póstkröfu.
Ný
sending -
nýjar línur
Tensel settin frá
Jensen
komin aftur
Takmarkað magn
Einnig ný sending af dökkum gallabuxum
Verslun fyrir konur
Mjódd sími 557 5900 og Laugavegi 44 sími 562 8070
Laugavegi 63, sími 551 4422
Maura sumarkápur
Sumarkápur
Regnkápur
Ýmis sumartilboð
Stuttjakkar kr. 14.900
i il
j . .
Til að auglýsa á þessari síðu hafðu
samband við okkur í
síma 569 1111 eða sendu okkur
tölvupóst á augl@mbl.is
SKIPULAG heilbrigðiskerfisins má
að mati Hauks Valdimarssonar að-
stoðarlandlæknis bæta með því að
efla þátt grunnþjónustu á borð við
heilsugæslu. Það megi gera án þess
að auka fjármagn inn í kerfið eða
draga úr vægi annarrar þjónustu.
Haukur var inntur eftir viðbrögð-
um við ummælum Einars Odds Krist-
jánssonar, varaformanns fjárlaga-
nefndar Alþingis, í Morgunblaðinu í
gær þess efnis að skipulagi heilbrigð-
isþjónustunnar væri ábótavant og
efla þyrfti heilsugæsluna frekar en að
færa þjónustu upp á hæsta stig með
hátækniaðgerðum.
„Ég er þó ekki sammála Einari
Oddi um að það sé hægt að stilla mál-
inu þannig upp að annaðhvort velji
menn grunnþjónustu eða hátækni-
þjónustu. Þessi stig þurfa bæði að
virka saman eins og vel smurðar vél-
ar. Með því að bæta grunnþjónustuna
væri eflaust hægt að bæta ástandið
og taka þá á málum fyrr og á öðru
þjónustustigi en verið er að gera,“
segir Haukur og vísar þar einkum til
höfuðborgarsvæðisins þar sem kvart-
að hafi verið undan aðgengi að grunn-
þjónustunni, þ.e. heilsugæslustöðv-
unum.
Aðspurður hvort heilbrigðisyfir-
völd hafi um of lagt áherslu á að há-
marka gæði þjónustunnar telur
Haukur svo ekki vera. Íslendingar
geti verið stoltir af því að bera sig
saman við það besta sem þekkist í
heiminum á sviði heilbrigðismála. Nú
séu flestar aðgerðir gerðar hér á landi
og almenn sátt hafi verið um að stefna
að því. Haukur segir að ekki megi
draga úr þeirri áherslu heldur frekar
að beina þjónustunni inn á réttar
brautir og dreifa álaginu betur.
Efla má
þátt grunn-
þjónustunnar
Skipulag heilbrigðiskerfisins að
mati landlæknisembættisins
LÝSTAR kröfur í þrotabú VN vegg-
efnis ehf., áður Metró-Málarans-
Veggfóðrarans ehf., í Skeifunni 8 í
Reykjavík, nema um 90 milljónum
króna skv. upplýsingum frá skipta-
stjóra, þar af um þriðjungur vegna
vangoldinna opinberra gjalda. Eng-
ar eignir fundust í búinu.
Verslanirnar Málarinn og Vegg-
fóðrarinn voru settar á laggirnar á
millistríðsárunum en voru sameinað-
ar árið 1997 og síðan reknar undir
merkjum Metró-keðjunnar. Skipta-
fundur í þrotabúinu verður haldinn
10. júní nk. Komi ekki fram ábend-
ingar um eignir í síðasta lagi á þeim
fundi verður skiptum í búinu lokið.
Þrotabú VN
veggefnis ehf.
Lýstar
kröfur 90
milljónir
ÞRÍR fulltrúar Ríkisendurskoðunar
kynntu skýrslu hennar um fjárfram-
lög ríkisins til Sólheima í Grímsnesi
fyrir fjárlaganefnd Alþingis á mánu-
dag.
Eins og fram hefur komið gerði
Ríkisendurskoðun ýmsar athuga-
semdir við starfsemi Sólheima á dög-
unum og kemur m.a. fram í skýrsl-
unni að framlögum ríkisins hafi ekki
verið varið í samræmi við samning
ríkisins og Sólheima, en að mati Sól-
heima var samningurinn ekki lengur
í gildi.
Einar Oddur Kristjánsson, vara-
formaður fjárlaganefndar Alþingis,
segir að ríkisendurskoðandi og tveir
starfsmenn stofnunarinnar til við-
bótar hafi farið yfir skýrsluna með
fjárlaganefndinni, en hún hafi ekki
tekið neina ákvörðun í málinu. Hins
vegar hafi efni skýrslunnar verið
rætt og ljóst væri að það væri vilji í
fjárlaganefndinni til að bera klæði á
vopnin.
Skýrsla Ríkisendur-
skoðunar um fjár-
framlög til Sólheima
Skýrslan
kynnt fjár-
laganefnd
Alþingis
♦ ♦ ♦
ORÐIN streita, asi og erill hverfa
úr huganum og gleymast þegar að-
komumaður úr þéttbýlinu dvelur
vikupart í Flatey á Breiðafirði.
Þessi hugtök eru líka óþörf í orða-
forða heimamanna. Eins og í öðrum
sveitum snýst lífið þar um skepnur
og gróður og veðurfar en ekki yfir-
vinnu eða æðibunugang eða sjón-
varp. Því eru klukkur óþarfar og
nægilegt að fylgjast með tímanum
af almanaki eða árstíðum.
Tveir ábúendur eru í Flatey og
búa þar árið um kring. Tekjur hafa
þeir af sauðfé og æðardúni og til
viðurværis að auki eru hlunnindi úr
sjó. Geta bændur sótt sér fisk í soð-
ið fyrir heimilið og lundi er veiddur
ef ástæða þykir til.
Meðal vorverka Flateyjarbænda
er að flytja mest af sauðfénu frá
eynni yfir í nálægar grösugar eyjar
eða uppá fastalandið. Í eyjunum
gengur féð sumarlangt. Ekki væsir
um það og lömbin eru væn þegar
þau eru sótt að hausti. Borgar-
börnin gátu rétt hjálparhönd við að
koma fé í bát en ekki þurfti svo sem
annað að gera en standa fyrir
skepnunum og síðan runnu þær
sína leið niður í fjöruna.
Eftir nokkurt brölt yfir þang-
sleipa steina tosuðu bændur og að-
stoðarmenn eitt og eitt lamb um
borð og ginntu með þeim mæður-
nar sömu leið. Stöku sinnum ætluðu
lömbin sér annað en í bátinn og
fengu í staðinn bað í fjöruborðinu.
En það gerðist hjá mannfólkinu
líka og kippti sér enginn upp við
það. Veðrið var stillt og nógu hlýtt
enda verður féð ekki flutt frá eynni
nema í blíðu.
Allmörg fleiri hús eru í Flatey en
tilheyra búunum tveimur. Í pláss-
inu hafa afkomendur og ættingjar
sem tengjast eynni haldið við göml-
um húsum og sumir reist þar ný
hús í gömlum stíl. Fátt manna er í
þessum húsum lungann úr árinu en
á vorin færist í þau líf. Iða þau öll
um hásumarið þegar þarna dveljast
nokkrir tugir manna og gestkvæmt
er einnig hjá bændum og margt í
heimili á sumrin. Þar eru líka tvö
hús starfsmannafélaga sem vel eru
nýtt á sumrin.
Ekki er undarlegt að menn drag-
ist að Flatey til dvalar. Hvort sem
menn verða þátttakendur í eyjalíf-
inu með bændum eða sinna húsa-
lagfæringum með sumarfólkinu
eða eru bara áhorfendur og gestir
er dvöl í eynni sérstæð. Þar gengur
allt á öðrum hraða en í þéttbýlinu
og með öðru hugarfari en á fasta-
landinu. Fyrir borgarbörnin er það
ný tegund af næringu að kynnast
þessu lífi. Í góðviðrinu á dögunum
hægðist líka á fuglalífinu og jafnvel
krían gat ekki verið aðgangshörð í
slíkri blíðu. Hún rétt nennti að
garga á göngufólk.
Flatey er ekki mjög stór að flat-
armáli, um hana má auðveldlega
ganga þvera og endilanga á dag-
parti. Hluti hennar er friðaður allri
umferð milli 15. maí og 15. júlí
vegna varpfugla, ekki síst þórs-
hana. Í Flatey eru nefnilega aðal-
varpstöðvar hans á Íslandi og þar
sem pörin eru ekki mörg þarf að
gefa þeim frið ef vera mætti til að
styrkja viðkomu þeirra. Ýmsa fleiri
fugla hitta menn fyrir, svo sem
máva og svartfugla og er þar líka
sólskríkja og stelkur og æðarfugl
eins og öðrum Breiðafjarðareyjum.
Féð flutt burt og fólk
kemur í staðinn
Baldur sér um að halda Flatey í sambandi við land
árið um kring.
Þegar bjart er og stillt í Flatey hafa bæði menn og
fuglar hægt um sig.
Morgunblaðið/jt
Féð dregið um borð, lömbin fyrst og ærnar fylgja afkvæmunum eftir.
joto@mbl.is