Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HUGMYNDAÞING um framtíðar-
skipulag svokallaðs Mýrargötu-
svæðis verður haldið í Ráðhúsi
Reykjavíkur í dag. Hugmynda-
vinnan sem þar verður unnin verð-
ur síðan höfð til hliðsjónar í fyr-
irhugaðri samkeppni um skipulag
svæðisins.
Svæðið sem um ræðir afmarkast
af Ánanaustum og Grandagarði í
vestri, slippasvæði og Ægisgarði í
Reykjavíkurhöfn í norðri, Norður-
stíg í austri og Vesturgötu í suðri.
Að sögn Helgu Bragadóttur, deild-
arstjóra hjá Skipulags- og bygg-
ingasviði Reykjavíkur, er hug-
myndin að fá fram sjónarmið
hagsmunaaðila á svæðinu, s.s.
íbúa, atvinnurekenda og annarra
sem þar starfa, en á þinginu verð-
ur til umræðu staða skipulags- og
umferðarmála á svæðinu og fram-
tíðarsýn á hafnar-, athafna- og
íbúðarsvæði.
Helga segir standa til að efna til
samkeppni um skipulag svæðisins í
haust og hugmyndir frá þinginu
verði síðan notaðar við undirbún-
ing samkeppnislýsingarinnar. Eru
allir sem hagsmuna hafa að gæta á
svæðinu því hvattir til að mæta og
greina frá sínum hugmyndum og
væntingum varðandi framtíð þess.
Hugmyndaþingið verður sem
fyrr segir haldið í Ráðhúsi Reykja-
víkur í dag, miðvikudaginn 12.
júní, og hefst það klukkan 16:30.
Hugmyndaþing
um Mýrar-
götusvæðið
Vesturbær
KOSTNAÐUR við endurskipulagn-
ingu Korpúlfsstaða sem alhliða
menningarmiðstöðvar yrði mun
minni en áætlaður kostnaður við
endurbyggingu hússins sem menn-
ingarseturs og Erró-safns var fyrir
tæpum áratug. Þetta segir Guðrún
Jónsdóttir, formaður menningar-
málanefndar Reykjavíkurborgar.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
síðustu viku hefur menningarmála-
nefnd gert það að tillögu sinni að
Korpúlfsstaðir verði í framtíðinni
nýttir sem miðstöð menningar, sköp-
unar og mannræktar. Fyrir tæpum
áratug lagði svokölluð Korpúlfs-
staðanefnd til að byggingin yrði end-
urgerð sem menningarsetur og
Erró-safn en hætt var við þær fyr-
irætlanir vegna þess hve kostnaðar-
samt verkefnið þótti.
Að sögn Guðrúnar Jónsdóttur,
formanns menningamálanefndar,
hafa forsendur breyst að því leyti að
nú eru áformaðar mun minni breyt-
ingar á húsinu en þá var gert. „Í fyrri
hugmynd, þegar Erró-safnið var á
döfinni, var stefnt að ansi mikilli
breytingu á burðarvirkinu og sömu-
leiðis átti að saga út stóra glugga í
framhliðina,“ segir hún. „Hvort
tveggja er mjög dýrt í svona húsi
sem er ekki járnbent. Eins var í fyrri
tillögunni talað um stækkun á Korp-
úlfsstöðum því þá átti að byggja
geymslu norðan við húsið. Þá var
líka gert ráð fyrir miklum loftræsti-
kerfum og raka- og loftskiptikerfum
út af listasafninu og þetta allt saman
var mjög kostnaðarsamt. Þannig að
áætlunin var mjög há eða töluvert á
annan milljarð króna.“
Mikið verk eftir við
að lagfæra bygginguna
Hún segir annað uppi á teningnum
núna og í raun stefnt að því að varð-
veita húsið sem mest í upprunalegri
mynd. „Það er hvorki verið að tala
um að byggja við né breyta burð-
arvirkjum heldur að nýta þetta hús
eins og það kemur af skepnunni og
reyna að lagfæra það sem þarf.“
Guðrún bendir á að húsinu hafi lít-
ið verið breytt vegna þeirrar starf-
semi sem það hýsir núna. Um 200
milljónum hafi verið kostað til þegar
Korpuskóli hóf starfsemi sína í hús-
inu en þar af hafi 100 milljónir verið
vegna nauðsynlegs viðhalds hússins.
Hún segir engu að síður töluvert
verk eftir við að lagfæra bygg-
inguna. „Það eru stór rými í mið-
burstinni sem eru mjög lítið nýtt og
nánast fokheld og sömuleiðis á eftir
að laga kjallarann.“
Skólinn farinn
eftir þrjú ár
Hún segir menningarmálanefnd
ekki hafa sett fram kostnaðaráætlun
vegna verksins enda yrði hún að taka
mið af því hvað yrði í húsinu. „Núna
þyrfti að setja einhverja nefnd í að
hugsa það út næstu þrjú árin því tím-
inn er svo fljótur að líða. Það er talað
um að skólinn fari úr húsinu árið
2005 og þá opnast þarna mikið rými
þótt samningar við golfarana séu
lengri. Við gerum ráð fyrir því að
fyrir þann tíma verði búið að hugsa
út hvernig á að nota þetta.“
Að mati Guðrúnar er húsið ein-
stakt byggingasögulega séð og segir
hún að áhersla verði lögð á að virða
það. En var það þá bara heppni að
húsinu var ekki breytt á sínum tíma
eins og hugmyndir gerðu ráð fyrir?
„Ég held það, á margan hátt. Þótt
þetta væri stórhuga og glæsileg hug-
mynd þá held ég að hún hefði verið of
stór og hefði ekki skilað því að húsið
yrði varðveitt eins og maður hefði
gjarnan viljað.“
Grafarvogur
Fyrri hugmyndir mun
kostnaðarsamari
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Menningarmálanefnd borgarinnar leggur áherslu á að húsið verði varðveitt í upprunanlegri mynd, ólíkt fyrri
hugmyndum um endurbyggingu, en kostnaður við þær fyrirætlanir var áætlaður á annan milljarð króna.
Forsendur breyttar vegna nýtingar Korpúlfsstaða
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000
Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is
Úrval-Úts‡n
Vikufer› til Mallorca
17. júní tilbo›
*Innifali›: Flug, skattar, gisting í 7 nætur í ra›húsi me› 2 svefnherbergjum
og stofu á Íris, akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn.
kr.
*45.843
m.v. tvo fullor›na og tvö
börn, 2-11 ára í húsi.
Ver›:
Brottför 17. júní. Einungis 4 hús í bo›i í ra›ahúsagar›inum Íris.
kr.
*49.730
m.v. lágmark tvo
fullor›na í húsi.
Ver›:
Betri fer›ir – betra frí
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
1
80
74
06
/2
00
2
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
segir ljóst að viðræður verði að fara
fram milli borgaryfirvalda og flug-
málayfirvalda áður en flugbrautir í
Vatnsmýrinni verði lagðar af. Hún
segist alltaf hafa búist við því að um-
hverfisráðherra setji fyrirvara við
staðfestingu svæðisskipulags höfuð-
borgarsvæðisins hvað varðar flug-
vallarsvæðið.
Morgunblaðið greindi frá því í gær
að Skipulagsstofnun fallist ekki á að
sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu
geti tekið bindandi ákvörðun í svæð-
isskipulagi um að leggja Reykjavík-
urflugvöll niður í áföngum. Í grein-
argerð stofnunarinnar er mælt með
því við umhverfisráðherra að hann
setji fyrirvara við staðfestingu svæð-
isskipulags höfuðborgarsvæðisins,
sem nú bíður afgreiðslu hans, hvað
varðar flugvallarmálið þar sem ekki
liggi fyrir önnur stefna af hálfu
stjórnvalda en að flugvöllurinn verði
miðstöð innanlandsflugs á landinu.
Ingibjörg bendir á að í greinargerð
Skipulagsstofnunar komi fram að
svæðis- og aðalskipulag sé réttur
vettvangur til að hefja undirbúning
að slíkum breytingum. „Aðalskipu-
lag Reykjavíkur er auðvitað stefnu-
mótun borgarinnar til rúmlega 20
ára og það felur í sér þá stefnu sem
við höfum varðandi þetta svæði. Við
höfum engin önnur tæki til þess að
sýna stefnumótunina í aðalskipulagi
öðruvísi en að gera það á korti eins
og við gerum þarna. En það kemur
jafnframt fram, og á það höfum við
lagt áherslu, að í framhaldinu verði
að fara fram viðræður milli borgar-
yfirvalda og flugmálayfirvalda um
nánari útfærslu á málinu.“
Viðræður verði að
fara fram fljótlega
Í greinargerð Skipulagsstofnunar
er talað um bindandi ákvörðun í
þessu sambandi og aðspurð um það
hvort svo sé ekki ítrekar Ingibjörg
að um stefnumörkun borgarinnar sé
að ræða. „Ég átta mig ekki alveg á
því hvað átt er við með því að þessi
ákvörðun sé bindandi því við breyt-
um stundum aðalskipulagi reita. Í
framhaldi af slíkri ákvörðun þurfa
borgaryfirvöld að fara í viðræður við
þá aðila sem hagsmuna hafa að gæta.
En við getum ekki mótað stefnuna
öðruvísi en í gegnum skipulagstillög-
ur.“
Ingibjörg segist alltaf hafa átt von
á því að umhverfisráðherra myndi
staðfesta skipulagið með fyrirvara
um Vatnsmýrina eins og Skipulags-
stofnun leggur til. „Það kemur mér
ekkert á óvart. Svo má gera ráð fyrir
því að viðræðurnar fari fram og ein-
hver niðurstaða komi úr því og þá á
eftir að samþykkja aðalskipulag aft-
ur því það er gert á fjögurra ára
fresti.“
Hún segir ekki búið að ákveða við-
ræður við stjórnvöld en segist telja
að það verði að gerast fljótlega. „Það
eru ákveðnir hlutir sem er gert ráð
fyrir að taki gildi á árabilinu 2005-
2008 og það þarf auðvitað að liggja
ljóst fyrir von bráðar.“
Skipulagið er stefnu-
mörkun borgarinnar
Vatnsmýrin
Borgarstjóri segir umsögn Skipulagsstofnunar vegna
Svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins ekki óvænta