Morgunblaðið - 12.06.2002, Síða 15
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 15
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
100% ilmefnalaust
Ráðgjafi frá Clinique aðstoðar þig við litaval og létta förðun:
Í dag ......................................Austurstræti 12-17
Fimmtudag ...........................Melhaga 12-17
Föstudag ..............................Selfossi 11-17
Laugardag ............................Kringlunni 12-17
Gegnsær og glansandi varalitur
með SPF 15 sólarvörn
Tólf girnilegir litir í fallegum silfurtúpum.
Ómótstæðilegir og freistandi fyrir sumarið.
Dekraðu við þig í sumar.
Moisture Sheer Lipstick SPF 15 kr. 1.636.
Clinique. 100% ilmefnalaust
Kaupauki: Ef keyptir eru tveir
hlutir úr sólarvörn Clinique fylgir
Clinique baðtaska 45*34 cm.
Nýir girnilegir varalitir
Moisture Sheer Lipstick SPF 15 frá Clinique
ÞAÐ ER æði misjafnt hvað börn
taka sér fyrir hendur þegar
skóla lýkur í sumarbyrjun.
Framundan er nægur tími til
skemmtilegra verka og víst er að
Kristín Ósk Gísladóttir, 10 ára
stúlka í Keflavík, er full tilhlökk-
unar fyrir þetta óvenjulega sum-
ar.
Hún ætlar að leika í kvikmynd
og þar með hefur langþráður
draumur hennar ræst. Kvik-
myndin sem um ræðir er Dauði
kötturinn eftir Kristlaugu Maríu
Sigurðardóttur en tökur mynd-
arinnar hófust í Reykjanesbæ
nýliðna helgi.
Rétt fyrir páskahátíðina aug-
lýstu aðstandendur kvikmyndar-
innar að áheyrnarprufur vegna
leikaravals færu fram í Frum-
leikhúsinu á föstudaginn langa.
Þar var tekið fram að verið væri
að leita að ungri stúlku í aðal-
hlutverk myndarinnar.
Vilborg Reynisdóttir, móðir
Kristínar, segist hafa rekið aug-
un í auglýsinguna og sagt Krist-
ínu frá henni, meira í gríni en al-
vöru. „Kristín sagði oft þegar
hún var yngri að hún ætlaði að
verða leikkona.
Ég var svo sem ekkert viss um
að sá brennandi áhugi væri enn
fyrir hendi þegar ég nefndi þetta
við hana, en það var hann samt
greinilega því hún dreif sig,“
sagði Vilborg í samtali við Morg-
unblaðið.
Ekki happatalan
Gísli Viðar Harðarson, faðir
Kristínar, var jafnhissa og Vil-
borg en að kvöldi skírdags bað
Kristín pabba sinn að vekja sig
snemma morguninn eftir. „Ég
spurði hana hvers vegna í ósköp-
unum, enda var mér ekki kunn-
ugt um að neitt stæði til. Hún til-
kynnti mér galvösk að hún
ætlaði í prufuna og þar við sat.“
Hátt í 200 stúlkur voru mættar
í leikhúsið að morgni föstudags-
ins langa, en Kristín lét fjöldann
ekkert á sig fá, þrátt fyrir
reynsluleysi á þessu sviði.
Í prufunni þurfti Kristín að
fara í viðtal. „Ég var spurð um
áhugamál og svoleiðis,“ sagði
Kristín, sem greinlega hefur haft
mikla útgeislun því fljótlega var
henni tilkynnt að hún væri kom-
in í tíu manna úrtak vegna hlut-
verksins. „Ég var látin fá númer
og mér sagt að koma aftur
seinna um daginn. Ég fékk núm-
erið 49 og ég segi að það sé
happatalan mín. Í seinni pruf-
unni þurfti ég svo að leika.“ Þar
með voru úrslitin ráðin.
Kristín segir að leiklistina geti
hún alveg hugsað sér að leggja
fyrir sig og á sú reynsla sem hún
mun hljóta á næstu vikum ef-
laust eftir að reynast henni vel á
þeirri braut.
Sumir draumar
rætast
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Kristín Ósk Gísladóttir tók sig vel út í sumarblíðunni og á sjálfsagt
eftir að taka sig jafn vel út á hvíta tjaldinu.
Keflavík
BÆJARSTJÓRN Reykjanesbæjar
hvetur til endurskoðunar á ákvörð-
un um að takmarka ferðafrelsi fé-
laga í Falun Gong hér á landi. Bæj-
arstjórnin leggst þó ekki gegn því
að þeim verði veitt húsaskjól í
Njarðvíkurskóla.
Ályktun um aðgerðirnar gegn
Falun Gong var samþykkt á fyrsta
fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar
Reykjanesbæjar í gær og stóðu all-
ir bæjarfulltrúarnir ellefu að henni.
Í henni eru forseti Íslands og ríkis-
stjórn hvött til að endurskoða þá
ákvörðun sína, í tilefni af komu for-
seta Kína hingað til lands, „að tak-
marka ferðafrelsi hóps friðsam-
legra mótmælenda sem leggur
stund á líkamlegar og andlegar æf-
ingar undir heitinu Falun Gong“.
Þar segir einnig: „Á Íslandi og í
Kína ríkir algjörlega ólíkt mat á
virðingu fyrir einstaklingnum og
réttindum hans. Með tilkomu Ji-
angs Zemins, forseta Kína, mega ís-
lensk stjórnvöld alls ekki nálgast
sjónarmið kínverskra yfirvalda á
grundvallarmannréttindum ein-
staklinga heldur nota tækifærið og
leggja áherslu á mannréttindavið-
horf Íslendinga. Ef þjóðhöfðingi
Kína má ekki verða vitni að frið-
samlegum mótmælum er mikið
álitamál hvaða erindi hann á til okk-
ar lýðræðisríkis.“
Tillagan var flutt af Árna Sigfús-
syni, nýráðnum bæjarstjóra, og
samin eftir samræður oddvita allra
flokkanna í bæjarstjórn. Árni segir
að bæjarfulltrúarnir séu algerlega
andsnúnir þeim aðgerðum sem
beitt er gegn Falun Gong og telji
þær ekki í þeim anda sem ríkir í ís-
lensku þjóðfélagi. Oft áður hafi er-
lendir þjóðhöfðingar komið í heim-
sókn en aldrei hafi verið farið með
þessum hætti að dyntum manna
sem komið hafi frá einræðisríkjum
og virðist ekki þola friðsamleg mót-
mæli. „Við eigum ekki að sætta
okkur við slíkt,“ segir Árni.
Dvölin verði bærileg
Ellert Eiríksson, fráfarandi bæj-
arstjóri, og skólastjóri Njarðvíkur-
skóla veittu lögreglunni á Keflavík-
urflugvelli heimild til að nota
húsnæði Njarðvíkurskóla fyrir þá
félagsmenn Falun Gong sem ekki fá
landvistarleyfi. Í ályktun bæjar-
stjórnar Reykjanesbæjar er tekið
fram að þótt stjórnvöld fari ekki að
áskorun þeirra um breytingar á
ákvörðunum um að takmarka
ferðafrelsi Falun Gong megi það
ekki verða til þess að þeir búi við
slæman kost hér á landi og að við
þær aðstæður sé skárra að aðstoða
við að gera dvöl þeirra sem bæri-
legasta. Felur þetta í sér óbeinan
stuðning við afnot fólksins af hús-
næði Njarðvíkurskóla. Jóhann
Geirdal, oddviti Samfylkingarinnar
í bæjarstjórn, segist telja óæskilegt
að nota skólahúsnæði með þessum
hætti en telji að sú samstaða sem
náðist í bæjarstjórn um að mót-
mæla skerðingu mannréttinda
þessa fólks sé mikilvægur áfangi og
hafi vegið þyngra í sínum huga.
Árni Sigfússon segir að bæjar-
fulltrúar beri ákveðna ábyrgð sem
einstaklingar og að hann telji ekki
rétt að vísa vandanum annað, held-
ur að gera fólkinu lífið hér eins
bærilegt og unnt sé miðað við að-
stæður, ekki síst með tilliti til
mannúðarsjónarmiða.
Mótmæla takmörkun
á ferðafrelsi fólksins
Reykjanesbær
Nýkjörin bæjarstjórn leggst ekki gegn vistun
Falun Gong í Njarðvíkurskóla
ÁRNI Sigfússon, oddviti sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn Reykjanes-
bæjar, var í gær ráðinn bæjarstjóri
á fyrsta fundi nýkjörinnar bæj-
arstjórnar. Að loknum fundi tók
hann við lyklavöldunum að bæj-
arstjóraskrifstofunni af Ellert Ei-
ríkssyni sem verið hefur bæjar-
stjóri Reykjanesbæjar og áður
Keflavíkurbæjar í tólf ár.
Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæð-
isflokksins, sem hafa meirihluta í
bæjarstjórn, um ráðningu Árna var
samþykkt með sex atkvæðum
þeirra en fimm fulltrúar minnihlut-
ans sátu hjá. Síðar á fundinum
þakkaði Árni kosningu sína, hét því
að vinna að heilindum í störfum sín-
um og sagðist treysta á stuðning
allra bæjarfulltrúa.
Sjálfkjörið var í aðrar nefndir,
ráð og embætti. Björk Guðjóns-
dóttir var kjörin forseti bæjar-
stjórnar, Þorsteinn Erlingsson
fyrsti varaforseti og Jóhann Geir-
dal annar varaforseti. Böðvar Jóns-
son var kjörinn formaður bæjar-
ráðs og með honum í ráðinu verða
Björk Guðjónsdóttir og Steinþór
Jónsson en þau eru öll kjörin af D-
lista, og Jóhann Geirdal og Ólafur
Thordersen, fulltrúar Samfylking-
arinnar.
Sjálfstæðisflokkur á þrjá fulltrúa
og Samfylking tvo í fimm manna
nefndum. Framsóknarflokkurinn á
ekki fulltrúa í nefndunum nema
hvað Kjartan Már Kjartansson bæj-
arfulltrúi verður áfram formaður
stýrihóps um Staðardagskrá 21,
samkvæmt tillögu sjálfstæðis-
manna. Þá mun Kjartan Már nýta
sér heimild til að sitja fundi bæjar-
ráðs sem áheyrnarfulltrúi.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Ellert Eiríksson afhenti eftirmanni sínum, Árna Sigfússyni, lyklavöldin
að bæjarskrifstofunum og höfuðverkjartöflu sem hann hefur geymt í
skrifborðsskúffu sinni í tólf ára bæjarstjóratíð en aldrei þurft að nota.
Árni Sigfússon tekinn
við lyklavöldunum
Reykjanesbær