Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 21 BANDARÍSKI mafíuforinginn John Gotti, sem m.a. hlaut á ferli sínum viðurnefnið „Don Teflon“ vegna þess að hann virtist ætíð geta hrist af sér allar ákærur, lést á fangelsissjúkrahúsi sl. mánudag. Hann var með krabbamein. Gotti var 61 árs og afplánaði lífs- tíðardóm sem hann hlaut 1992 fyrir morð og fjárkúganir. Gotti komst til æðstu metorða innan mafíunnar og varð alræmdur í Bandaríkj- unum og víðar, bæði vegna af- brotaferilsins og vegna íburð- armikils lífsstíls. Þannig hlaut hann einnig viðurnefnið „Dapper Don“, eða „fágaði doninn“, vegna þess hve hann var ætíð fínn í tauinu. Gotti fæddist inn í fátæka fjöl- skyldu ítalskra innflytjenda í New York, þar sem hann hóf feril sinn við skipulagða glæpastarfsemi með ránum á flutningabílum. Þegar hann var 21 árs hafði hann þegar verið handtekinn fimm sinnum, en ætíð voru ákærurnar felldar niður eða mildaðar – og einmitt þannig urðu samskipti hans við arm lag- anna lengst af. Hann vann sig í áliti innan Gambino glæpasamtakanna með blóðhefnd sem hann hlaut vægan fangelsisdóm fyrir, og er hann var látinn laus vann hann sig upp innan samtakanna með dyggri aðstoð vinar síns Sammy „Bola“ Gravano. Saman lögðu þeir svo á ráðin um morðið á fjölskylduhöfuðpaurnum „Stóra Páli“ Castellano, sem var skotinn til bana ásamt bílstjóra sín- um fyrir utan Sparks steikhúsið á Manhattan 1985. Gotti tók þá völdin í fjölskyld- unni og varð um leið miðpunktur rannsókna alríkislögreglunnar (FBI) á skipulagðri glæpastarf- semi. Með yfirvöldin á hælunum varð Gotti áberandi í fjölmiðlum og prýddi meðal annars forsíðu Time fréttatímaritsins, sem hið nýja and- lit skipulagðrar glæpastarfsemi. Eftir að hann hafði verið fundinn sýkn saka í fjölda dómsmála hlaut hann viðurnefnið „Don Teflon“. Gula pressan sagði hann vera frægasta mafíumann síðan Al Cap- one, og Gotti naut frægðarinnar, sannfærður um að hann myndi standa af sér allar atlögur lög- regluyfirvalda. „Þegar litið er yfir valdaferil Gottis sér maður að eini árangurinn sem hann í rauninni náði sem mafíuforingi var að fanga athygli almennings,“ sagði Allan May, höfundur bókarinnar „Maf- íusögur“ og vefsíðunnar www.- crimelibrary.com. „En sem leiðtoga skorti hann al- veg þá hæfileika sem einkenna feril mafíumanna á borð við Al Capone. Á endanum var það kæruleysi Gottis og sjálfsánægja sem leiddu til þess að hann féll af stalli.“ At- hyglin sem Gotti hlaut kom líka niður á „kaupsýslu“ Gambino- fjölskyldunnar, því að lögreglan sótti að henni úr öllum áttum. Við réttarhöldin sem leiddu til lífstíðardómsins yfir Gotti byggði FBI mál sitt á segulbands- upptökum sem náðust með hler- unartækjum er komið hafði verið fyrir í höfuðstöðvum Gottis í Litlu Ítalíu-hverfinu í New York. Mátti þar heyra Gotti tala opinskátt um mafíuframkvæmdir, þar á meðal morð. Á einni segulbandsupptökunni mátti heyra hann láta í veðri vaka að Gravano skyldi fá það óþvegið, og þegar Gravano heyrði upptök- una gekkst hann inn á að vitna gegn Gotti og samstarfsmanni hans, gegn því að fá sjálfur fimm ára fangelsisdóm fyrir 19 morð. Upptökurnar og vitnisburður Gravanos dugðu til að Gotti var fundinn sekur. Fyrir utan dóms- húsið gengu stuðningsmenn hans berserksgang, veltu bílum og æptu: „Látið Gotti lausan!“ Hann var fluttur í alríkisfang- elsið í Marion í Illinois þar sem hann sat uns hann var fluttur á fangelsissjúkrahúsið í Springfield í Missouri, þar sem hann lést. Lögreglumenn sem unnu að því að handsama hann fordæmdu hann einróma. „Þegar allt kemur til alls olli hann mafíunni og Gambino- fjölskyldunni meira óláni en nokk- uð annað,“ sagði Ronald Goldstock, fyrrverandi yfirmaður þeirrar deildar FBI sem rannsakaði skipu- lagða glæpastarfsemi. Gotti hefði verið erkiklaufi. „Hann kunni ekki að forðast hleranir (hann var gripinn þrisvar með þeim hætti), hann veitti mönn- um frama á grundvelli vináttu og skyldleika, en ekki eftir því hversu hæfir menn voru – og sumir þess- ara manna snérust gegn honum, hann olli heiftarlegum innanbúð- arerjum innan mafíunnar og hann olli því að bæði fjölmiðlar og lög- regla beindu allri sinni athygli að mafíunni.“ „Don Teflon“ allur ’ Hann olli mafíunnimeira óláni en nokk-uð annað ‘ APJohn Gotti, fínn í tauinu eins og alltaf, fyrir rétti í New York 1990. New York. AP, AFP, Newsday.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.