Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 23

Morgunblaðið - 12.06.2002, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 23 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir opna þér leiðina til Ít- alíu í sumar á hreint ótrúlegum kjörum og opna þér dyrnar að þessu stórkostlega landi á verði sem hefur aldrei sést fyrr á Íslandi. Vikuleg flug alla fimmtudaga til Verona, einnar fegurstu borgar Ítalíu, þar sem þú getur notið ótrúlegrar fegurðar hennar og sögu eða dvalið við Gardavatn í magnaðri náttúrufegurð. Verona er í hjarta Ítalíu, frábær- lega staðsett og þaðan er örstutt til allra átta og þú velur úr glæsilegustu verslunum heimsins og listasöfnum og nýtur lífs- ins í þessu menningar- hjarta Evrópu. Aðeins 50 sæti á sértilboði Beint flug alla fimmtudaga Brottför frá Keflavík kl. 17.30. Flug heim á þriðjudagsmorgnum Verð kr. 24.265 Gildir 11. eða 18. júlí til Verona. 5 eða 12 nætur. Flugsæti með sköttum, m.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára. Verð kr. 29.950 Flugsæti fyrir fullorðinn, fargjald A. Gildir 11. eða 18. júlí til Verona. 5 eða 12 nætur. Aðeins 40 sæti í boði. Skattar innifaldir. Kynntu þér Ítalíubækling Heimsferða Ítalíu- veisla Heimsferða 11. og 18. júlí frá kr. 24.265 MENNINGARHÁTÍÐ verður hald- in í Mývatnssveit dagana 13. til 17. júní næstkomandi og sam- anstendur hún af tónleikum, upp- lestri, samsöng og ýmsum við- burðum við allra hæfi. Margrét Bóasdóttir söngkona stjórnar menningarhátíðinni sem nú er haldin í fjórða sinn. „Hátíðin byrj- aði sem nokkurs konar viðauki við Sumartónleika við Mývatn, sem staðið er fyrir nú sextánda árið í röð. Í fyrra breikkuðum við dálítið hugmyndina á bak við menning- arhátíðina, bættum við myndlist- arviðburðum og dagskrá tengdri þingeyskum menningararfi. Í ár ætlum við að halda áfram á þess- ari braut og verður hátíðin viða- meiri en nokkru sinni fyrr, enda er aðalviðburðurinn, þ.e. hátíð- artónleikarnir í íþróttahúsinu í Reykjahlíð, mjög stórt og metn- aðarfullt verkefni,“ segir Margrét. Menningarhátíðin samanstendur af fjórum dagskrám og verður sú fyrsta haldin í Skjólbrekku á morgun, fimmtudag, kl. 20.30. Dagskráin verður tileinkuð menn- ingararfi þingeyskra kvenna og er haldin í tengslum við fyrirhugaða útgáfu bókar um efnið sem gefin verður út af Menningarsjóði þing- eyskra kvenna í haust. „Dagskráin verður í tali og tónum,“ segir Margrét. „Þar verður lesið úr birtum og óbirtum verkum kvenna úr Þingeyjarsýslu og kvennakór- inn Lissý kemur saman eftir nokk- urt hlé og syngjur lög og texta eftir þingeyskar konur.“ Á föstudag verður efnt til við- burðar sem að sögn Margrétar er orðinn fastur liður í menningarhá- tíðinni. „Það er mikil hefð fyrir því hér í Þingeyjarsýslu að syngja í fjórum röddum þegar fólk kem- ur saman. Á föstudaginn verður efnt til slíks samsöngs í Skjól- brekku sem Jón Stefánsson, kór- stjóri og organisti í Langholts- kirkju, mun stjórna. Jón er alinn upp í Þingeyjarsýslu og hefur stjórnað þessum samsöng frá upp- hafi. Þar koma saman allt að því hundrað manns, ungir sem aldnir, og taka þátt í nokkurs konar „op- inni söngæfingu“ og syngja af hjartans lyst. Á dagskrá verða ætttjarðarlögin, eða „Fjárlögin“, eins og þau hafa verið kölluð, og hefst dagskráin klukkan hálfníu um kvöldið.“ Meginviðburður hátíðarinnar er hátíðartónleikar með Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og átta- tíu manna kór úr Þingeyjarsýslu, einleikara og fjórum einsöngv- urum. Á efnisskrá eru óp- eruforleikur, einsöngslög, tromp- etkonsert eftir J. Haydn og Krýningarmessan eftir W.A. Moz- art. „Þetta er alstærsta verkefnið sem við höfum ráðist í og kemur hér saman söngfólk úr flestum kórum í Suður-Þingeyjarsýslu, auk Kammerkórs Norðurlands,“ segir Margrét. Einsöngvararnir eiga það allir sameiginlegt að vera búsettir hér á Norðurlandi eða eiga ættir sínar þangað að rekja, en það eru Sig- rún Arngrímsdóttir mezzósópran, Óskar Pétursson tenór og Bene- dikt Ingólfsson bassi, auk Mar- grétar Bóasdóttur. Þá mun Ásgeir H. Steingrímsson leika einleik á trompet en stjórnandi á tónleik- unum verður Guðmundur Óli Gunnarsson. Margrét bendir á að þetta verði í fyrsta sinn sem þingeyskir kórar fá tækifæri til að koma saman og syngja með sinfóníuhljómsveit. „Krýningarmessuna hefur kórinn æft frá því í vor, og er mikil ánægja meðal kórfólksins með þessa tónlist. Ég held að það sé einkar mikilvægt að efnt sé til verkefna af þessu tagi í öðrum byggðarlögum en á höfuðborg- arsvæðinu, enda hefur hátíðin sem slík gefið heimafólki tækifæri til að njóta og taka þátt í metn- aðarfullum menningarviðburðum. Þetta hefði þó aldrei verið hægt hefði ekki notið við styrktaraðila sem hafa mikinn skilning á mik- ilvægi þess að styðja við listalíf á landsbyggðinni,“ segir Margrét. Á þjóðhátíðardaginn verður lokadagskrá hátíðarinnar, sem op- in verður gestum og gangandi. Flutt verður lifandi tónlist og boð- ið upp á veitingar á veitingahús- unum Hótel Reynihlíð, Selhóteli Mývatni og í Gamla bænum. „Leit- ast verður við að skapa hátíð- arstemningu í tilefni af þjóðhátíð- ardeginum og í tónlistaratriðunum verða ungir einsöngvarar kynnt- ir,“ segir Margrét Bóasdóttir að lokum. Menningarhátíð í Mývatnssveit Viðameiri dag- skrá en nokkru sinni fyrr Morgunblaðið/Birkir Fanndal Á hátíðartónleikum Menningarhátíðarinnar í Mývatnssveit kemur fram 80 manna kór úr S-Þingeyjarsýslu. „ALLT sem glitrar er ekki illt“ nefnist sýning Heimis Björgúlfsson- ar í galleri@hlemmur.is. Þetta er fyrsta einkasýning Heimis, en hann hefur verið í námi í Hollandi síðan 1997 og mun ljúka MFA-gráðu frá Sandberg Institute í Amsterdam á næsta ári. Yfirskrift sýningarinnar veldur mér nokkrum vafa. Setningin er eins og staðhæfing og les ég því að „allt sem glitrar sé gott“, gott sbr. „ekki illt“. Ég hef samt á tilfinningunni að listamaðurinn ætli að segja okkur að „ekki sé allt illt sem glitrar“. Ég kann þó að hafa rangt fyrir mér þar. Stærsta verk sýningarinnar ber sama titil og yfirskrift hennar. Það er pýramídi gerður úr 2.400 tómum Egils Gull-dósum, en pýramídar, fuglar og veiðimennska eru helsta myndefnið á sýningunni. Gull-dós- irnar leiða huga minn að gullgerð- arlist á miðöldum þegar fræðimenn leituðust við að breyta ódýrum málmi í gull. Segja má að myndlist- armenn séu gullgerðarmenn nú- tímans. Þeir breyta kannski ekki ódýrum málmi í gull, en þeir breyta gildi hluta með því að setja þá í ann- að samhengi, líkt og Heimir gerir með tómar dósirnar. Það sem truflar mig við Gull-pýramídann er upp- stoppaður hrafn sem situr á toppi hans og virðist vera að rífa í sig eina bjórdósina eins og hann hafi fangað bráð. Verkið verður því eins og ný- stárleg uppstilling á náttúrugripa- safni. Hrafninn hefur þó þýðingu innan myndmálsins. Hrafnar eru jú þekktir fyrir að safna glitrandi hlut- um. „Spádómsskór“ Heimis eru mun betur heppnað myndlistarverk. Vað- stígvél eru fest með þéttifroðu á tvö barnasjóbretti og frauðplast. Létt efnið gefur möguleika á að nota skóna til vatnsgöngu. Verkið hefur því trúarlega tilvitnun, en með tilliti til annarra verka á sýningunni má líka tengja það veiðimennsku. Efni og hugmynd fara vel saman og verk- ið er opið fyrir túlkun. Áhugavert samspil er svo á milli skónna og ljós- myndar af vatnsfötum raðað í pýra- mída. Á gólfinu við hliðina á spádóms- skónum er sjónvarp sem sýnir myndbandsupptöku af Heimi og vin- um hans á fuglaveiðum. Á hillu fyrir ofan sjónvarpið eru plastbrúsar merktir „Gull“ sem eru ætlaðir fyrir spíra og á veggi gallerísins hefur listamaðurinn hengt upp teikningar með samskonar þema og þrívíð verkin á gólfinu. Í Hollandi er sterk hefð fyrir því að vinna skúlptúr eftir fljótunnum teikningum og spila þeim saman í sýningu. Teikning er þannig jafngild skúlptúr þótt hún sé íburðarminni. Þessi virðing fyrir fljótunnum teikningum eða rissi er ekki eins mikil á Íslandi og því ánægjulegt að sjá listamanninn taka þau áhrif með sér heim. Að öðru leyti er Heimir nokkuð í takt við áherslur yngstu kynslóðar myndlist- armanna hérlendis og mun tíminn leiða í ljós hvort hann verður einn þeirra sem skara fram úr í framtíð- inni eða ekki. Gullgerðarlist nútímans MYNDLIST galleri@hlemmur.is Galleríið er opið fimmtudaga til sunnu- daga frá 14–18. Sýningin er til 23. júní. BLÖNDUÐ TÆKNI HEIMIR BJÖRGÚLFSSON Morgunblaðið/Jim Smart Frá sýningu Heimis Björgúlfssonar. Jón B.K. Ransu Tímaritið Saga er komið út. Efni rits- ins er fjölbreytt að venju, spannar söguna frá miðöldum til síðustu ára- tuga auk viðhorfsgreina og bókarýni. Sögufélag er í hópi elstu fræðafélaga í landinu og fagnar aldarafmæli sínu í ár. Nú hefur útgáfa tímaritsins verið efld og munu framvegis koma út tvö rit á ári. Í tilefni þessa áfanga gerir Einar Laxness sögu félagsins skil. Rit- inu er ætlað að stuðla að því að efla umræðu um sögu og samtíma, birta rannsóknarritgerðir og greinar um við- fangsefni fræðanna og miðlun þeirra. Til að hvetja til umræðu hefur nýr bálkur verið tekinn upp í ritinu, „Við- horf“. Í grein sem kallast „Skamm- hlaup“ er að finna hugsanir Einars Más Jónssonar sem sprottið hafa af lestri bókar Sveins Yngva Egilssonar, Arfs og umbyltingar. Í annarri grein, sem nefnist „Þjóðernishreyfingin á 19. öld: Hvað var hún og hvað vildi hún?“, gagnrýnir Guðmundur Jónsson nokkra þætti í nýrri bók Guðmundar Hálfdanarsonar, Íslenska þjóðríkið. Ferskar rannsóknir eru birtar í nokkrum greinum, og eru ungir fræði- menn áberandi í þessum hópi, inn- lendir og erlendir. Í grein um mið- aldasögu, „Braudel í Breiðafirði? Breiðafjörðurinn og hinn breiðfirski heimur á öld Sturlunga“, beitir Sverrir Jakobsson skoðunarmáta franska sagnfræðingsins Fernands Braudels í frægu verki um Miðjarðarhafslönd á tímum Filippusar II við athugun á samspili landslags, búskapar og stjórnmála á öld Sturlunga. Menningarsaga hefur verið í sókn á undanförnum árum og birtist grein eft- ir ungan danskan sagnfræðing, Christinu Folke Ax, „Menningarmunur á Íslandi í lok 18. aldar“. Kristrún Halla Helgadóttir skrifar líka um þátt úr menningu þjóðarinnar, „Í sókn gegn hjátrú og venjum. Lækk- un ungbarnadauðans í Nesþingum á Snæfellsnesi 1881–1910“. Nýtt sjónarhorn á samtímasöguna er að finna í tveimur greinum. Kjartan Emil Sigurðsson skrifar um samninga milli verkalýðshreyfingar og ríkisvalds á sjöunda áratugnum um byggingu íbúðarhúsnæðis handa verkafólki í Breiðholti. Aldamótanna er minnst með greininni „Höfum við gengið til góðs? Nokkrar bækur um tuttugustu öldina“ eftir Guðna Th. Jóhannesson. Ritstjórar Sögu eru Guðmundur J. Guðmundsson, Guðmundur Jónsson og Hrefna Róbertsdóttir. Tímarit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.