Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 12.06.2002, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EINKAREKSTUR SJÚKRADEILDA Í Morgunblaðinu sl. laugardagbirtist frétt um umræður í Dan- mörku og Svíþjóð um einkarekstur inni á sjúkrahúsum, þ.e. á ein- stökum sjúkradeildum. Umræður þessar eru sprottnar af tilraunum sem Svíar eru að gera með að bjóða út rekstur einstakra sjúkradeilda inni á spítölunum og eru slysadeildir nefndar sérstaklega í því sambandi. Þær umræður, sem fram hafa far- ið hér á Íslandi um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu, hafa fyrst og fremst snúizt um allt annað. Þær hafa beinzt að því að byggja upp einkarekinn valkost utan sjúkrahús- anna. Sú leið vex mörgum í augum vegna hins mikla fjárfestingarkostn- aðar, sem slíku mundi fylgja. Að vísu er það svo, að nú þegar eru ýmsar aðgerðir, sem áður voru ein- göngu framkvæmdar á sjúkrahús- um, orðnar að veruleika á lækna- stofum utan sjúkrahúsanna. Sú hugmynd, að hið opinbera bjóði út rekstur ákveðinna sjúkra- deilda inni á sjúkrahúsum, er mjög athyglisverð og æskilegt að fram fari umræður um hana hér á landi. Það er í fyrsta lagi ljóst, að það yrði mun auðveldara fyrir hóp lækna og annarra heilbrigðisstarfs- manna að mynda samtök um að bjóða í slíkan rekstur, þegar ekki þyrfti að leggja út í miklar fjárfest- ingar heldur væri um að ræða út- leigu á húsnæði og tækjum. Í öðru lagi mundi einkarekstur einstakra sjúkradeilda hugsanlega leysa þann mikla vanda, sem augljóslega er í rekstri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss, sem að einhverju leyti byggist á því, hvað sjúkrahúsið er orðið gífurlega stórt á okkar mæli- kvarða og erfitt að ná utan um þann margslungna og flókna rekstur, sem þar fer fram. Miklar líkur eru á því, að með því að brjóta rekstur spít- alans upp í smærri einingar á þann veg að bjóða út rekstur einstakra sjúkradeilda mundi nást meiri hag- kvæmni í þeim rekstri. Undanfarna daga hafa formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis haft uppi töluverða gagn- rýni á rekstur Landspítala – há- skólasjúkrahúss. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjár- laganefndar, hefur gengið svo langt að fullyrða, að sameining sjúkrahús- anna hafi í raun engu skilað í auk- inni hagkvæmni. Það er full ástæða til að fjár- laganefndarmenn og forystumenn Landspítala – háskólasjúkrahúss kynni sér þessar umræður á öðrum Norðurlöndum. Það er ekki fráleitt að ætla, að þarna geti verið á ferð- inni ákveðin millileið á milli þeirra andstæðu sjónarmiða, sem uppi hafa verið um einkarekstur eða ekki einkarekstur í heilbrigðiskerfinu. Í KLÓM SKORTS OG HUNGURS Hungur og fátækt eru alvarlegasta vandamál samtímans og hægagangur í lausn þeirra er blettur á samfélagi þjóðanna. Um þessar mundir stend- ur matvælaráðstefna Sameinuðu þjóðanna yfir í Róm. Við setningu hennar á mánudag sagði Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, að þjóðir heims mættu engan tíma missa ætluðu þær að standa við að minnka fjölda þeirra, sem líða hungur, um helming fyrir árið 2015. „Meira en 800 milljónir manna, þar af 300 milljónir barna, þjást dag hvern af hungri og þeim sjúkdómum, sem vannæringin veldur,“ sagði Ann- an. „Áætlað er að allt að 24.000 manns deyi daglega af þessum sök- um ... Fátt er meiri svívirða við mannlega reisn en hungur. Í þessum heimi allsnægtanna ætti okkur að vera í lófa lagið að útrýma því og við skulum ekki láta þá skömm henda okkur að sitja auðum höndum.“ Spjótin hafa beinst að vestrænum ríkjum á ráðstefnunni. Annan skor- aði á vel stæð ríki að hætta að nið- urgreiða landbúnað og sagði að slík vernd kæmi í veg fyrir að fátæk ríki gætu keppt við þau á frjálsum mark- aði. „Hver er tilgangurinn með því að hjálpa mjólkurbúum í þróunarríki og selja síðan niðurgreitt mjólkurduft inn í hagkerfi þeirra þannig að bænd- urnir eigi erfitt með að halda áfram framleiðslu?“ sagði Annan við blaða- menn. Jacques Diouf, yfirmaður Mat- væla- og landbúnaðarstofnunarinn- ar, sagði á ráðstefnunni að ríku þjóð- irnar styrktu sinn landbúnað með 27 milljörðum króna árlega, en það jafn- gilti tæplega 1,1 milljóna króna styrk við hvern bónda. Á hinn bóginn væri aðstoð ríku þjóðanna við þróunar- löndin um 720 milljarðar króna, sem gerði 540 krónur á hvern bónda. Það hefur vakið mikla eftirtekt á ráðstefnunni að leiðtogar Spánar og Ítalíu, sem er gestgjafi, sækja hana einir vestrænna leiðtoga. Þetta hefur sætt harðri gagnrýni á ráðstefnunni og hefur verið haft eftir embættis- mönnum hjá Sameinuðu þjóðunum að það sýni að í vestrænum ríkjum standi mönnum á sama um hungurs- neyðina í heiminum. Bretar, sem létu nægja að senda embættismenn á ráðstefnuna, hafa svarað þessari gagnrýni fullum hálsi og sagði Clare Short, ráðherra þró- unarmála, að ráðstefnan sé tímasó- un. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna sé gamaldags stofnun, sem þarfnist umbóta. Vissulega má gagnrýna stofn- unina, en árangur stofnunar á borð við Sameinuðu þjóðirnar og undir- stofnanir þeirra mun ávallt velta á því hvað aðildarríkin eru tilbúin að leggja af mörkum. Á matvælaráð- stefnu SÞ 1996 var það markmið sett að fækka hungruðum í heiminum um helming fyrir árið 2015, eða úr 840 milljónum í 400 milljónir. Nú eru lið- in sex ár og er talið að hungraðir í heiminum séu 815 milljónir. Það muni taka 60 ár að ná markinu ef fram heldur sem horfir. Það er auð- velt að gefa fögur fyrirheit, en orðin verða innantóm ef ekkert er á bak við þau. LÖGREGLAN á Keflavík-urflugvelli stöðvaði ígærmorgun 26 áhang-endur Falun Gong sem komu með Flugleiðavélum frá Boston og New York og synjaði þeim um landgöngu á Íslandi. Tekin var skýrsla af hverjum og einum og fólkið síðan flutt með rútu í Njarðvíkurskóla þar sem það er enn í gæslu lögreglu. Til stóð að fólkið yrði sent til baka til Bandaríkjanna síðdegis en fólkið harðneitaði því. Óskar Þórmundsson, yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli, sagði að lögregla hefði ekki viljað beita valdi til að flytja það í flug- vélarnar þegar ljóst var að fólkið vildi ekki fara. Var því ákveðið að fólkið yrði áfram í skólanum í umsjá lögreglu en gert er ráð fyr- ir að það verði sent til baka með síðdegisvélum til Bandaríkjanna í dag. Óskar sagði þetta samvinnufúst, friðsamt og indælt fólk, sem væri á öllum aldri. Svo virtist sem það ferðaðist ekki saman til Íslands heldur kæmi úr ýmsum áttum. Flestir eru af asískum uppruna en um er að ræða ríkisborgara margra landa, m.a. Bandaríkj- anna, Kanada, Taívan, Ástralíu og Kína. Að sögn hans fer vel um fólkið í Njarðvíkurskóla. Síðdegis var ákveðið að fólkið yrði áfram í skólahúsnæðinu í nótt og voru fengnar dýnur og teppi frá Al- mannavörnum Suðurnesja. Settust á gólf flugstöðvar- innar og hófu iðkun Falun Gong-leikfimi Um hádegi í gær komu 38 Fal- un Gong-iðkendur til landsins með vél frá Kaupmannahöfn og fengu þeir heldur ekki inngöngu í landið. Yfirheyrslur yfir fólkinu stóðu í nokkrar klukkustundir og vann lögregla að því að það yrði allt sent til baka með síðdegisflugi. Fólkið neitaði hins vegar að snúa til baka og neitaði samvinnu við lögreglu, að sögn Jóhanns Bene- diktssonar, sýslumanns á Kefla- víkurflugvelli. Að sögn hans neit- uðu flestir að afhenda farmiða sína og settust niður á gólf flug- stöðvarinnar og hófu iðkun Falun Gong-leikfimi. Var ákveðið að hætta við að senda fólkið í gær. Á fjórða tím- anum í gær komu svo tíu Falun Gong-iðkendur til viðbótar til landsins með síðdegisvélum frá Evrópu og var þeim einnig synjað um landvist. Samkvæmt ingum Morgunblaðsins t regla víst að nokkrir Falu iðkendur hafi komist í landamæraeftirlitið og inn í gær. Ákveðið var að t landamæraeftirlit í gær flestum vélum sem komu um innan Schengen-svæ gær vegna komu Falun laganna og voru allar flug greiddar með sama hætti sem koma frá löndum ut isins, með viðeigandi vega irliti. Þegar blaðamaður og lj ari Morgunblaðsins ko Njarðvíkurskóla upp úr gær var allur hópurinn aður inni í skólahúsnæði lögreglueftirliti. Var fj meinað að tala við fólkið svör fengust þegar reyn ná tali af Falun Gong-fé sem hafðir voru í haldi í L Tókst þó að ná stuttu tali úr hópnum í gegnum loka Kvaðst hann vera frá Ka sagðist ekki skilja af hve væri hafður í haldi. Fólk ,,Samvinnufús samt og indælt Nálægt 70 Falun Gong-iðkendum sem kom landsins frá Bandaríkjunum og Evrópu í gæ synjað um landvist og voru þeir í haldi lögre Njarðvíkurskóla og Leifsstöð í gærdag og í Um 70 félögum í Falun Gong var synjað um eru í haldi lögreglu í Njarðvíkurskóla og á K FARARSTJÓRI hópsins frá Taí- van, Pan Hsing Ming, sagði að vegabréfum fólksins hefði verið safnað saman af lögreglunni sem einnig hefði viljað fá farmiðana. „Við viljum ekki brjóta neinar reglur. En ég sagði þeim að við vildum ekki afhenda miðana, ferðin hingað kostar um 1.500 dollara[nær 140 þúsund krónur]. Við vildum ekki láta vísa okkur burt. Ég sagði þeim að ef við fengjum að heyra viðunandi ástæðu fyrir brottvísun myndum við hlýða en það sem við hefðum fengið að vita dygði ekki. Það er ekki nóg að segja að við séum Falun Gong-iðkendur. Hvað er slæmt við það?“Aðspurð sagðist hún ekki vita hvort von væri á fleira fólki úr röðum Falun Gong-iðkenda hingað á næstu dögum. Pan og annar talsmaður hóps- ins, Laney Wang, sögðu að snemma árs 1999, áður en hafn- ar voru ofsóknir gegn Falun Gong í Kína, hefði Zhu Rongji forsætisráðherra sagt í ræðu að Falun Gong-iðkendur hefðu sparað landinu stórfé með lækn- ingum sínum. „Hálfu ári síðar gaf Jiang út skipun um að láta pynta læknana. Þetta skiljum við ekki.“ Lin Shu Hui er húsmóðir frá Taipei og hefur iðkað Falun Gong í fimm ár. Hún er spurð hvort æfingarnar séu flóknar, hvort erfitt sé að læra þær. „Alls ekki, þær eru mjög einfaldar, gamalt fólk og lítil börn geta lært þær og stundað ekki síður en aðrir.“ – Hvernig hafið þið Taívan- búar samband við Falun Gong- iðkendur í Kína? „Við höfum ekkert samband við þá, við heyrum bara um þá fyrir milligöngu sameiginlegra vina. Mikil gagnkvæm viðskipti eru milli Taívans og Kína og þannig berast tíðindi á milli. Við lærðum Falun Gong af fólki frá Kína. Árið 1994 kynnt- ist langveik kona frá Taívan þessum æfingum en ættingi hennar sagði henni að halda ætti fyrirlestur um Falun Gong í Pek- ing. Eiginmaður hennar fór með henni þangað, þau fóru á fyr- irlesturinn og læknir á staðnum kenndi hjónunum æfingarnar og lét þau hafa bækur um þær. Konan náði fullum bata og hún fór að kenna æfingarnar endur- gjaldslaust þegar hún kom heim. Nú stunda rúmlega 100.000 manns æfingarnar á Taívan en alls er talið að Falun Gong- iðkendur í heiminum séu um 100 milljónir í um 60 löndum um all- an heim, langflestir í Kína.“ – Gerðir þú ráð fyrir því að vera kyrrsett í flugstöð á þegar þú lagðir af stað? „Við höfum aldrei lent „Vildum heyra viðunandi ástæðu fyrir brottvísun“ Falun Gong-iðkendurnir þeirra. Ragnar Aðalste Lin Shu Hui

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.