Morgunblaðið - 12.06.2002, Page 34

Morgunblaðið - 12.06.2002, Page 34
MINNINGAR 34 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Jóhanna Rann-veig Skaftadóttir fæddist í Reykjavík 25. apríl 1962. Hún lést á Landspítalan- um við Hringbraut aðfaranótt 5. júní síð- astliðins. Foreldrar hennar eru Magga Alda Árnadóttir, f. 21.4. 1936, frá Bræðraminni á Bíldu- dal, og Skafti Svavar Skúlason, f. 5.3. 1939. Fósturfaðir hennar er Þorvaldur Sigur- jónsson, f. 1.10. 1929, frá Núpakoti undir Eyjafjöllum. Systur Jóhönnu sammæðra eru Hafdís Þorvaldsdóttir, f. 2.12. 1968, og Guðlaug Þorvaldsdóttir, f. 25.9. 1972. Systkini Jóhönnu samfeðra eru Lilja, f. 1.12. 1959, Skúli, f. 21.8. 1967, Svava, f. 21.2. 1973, Dýrunn Pála, f. 15.11. 1974, og Sverrir Þór, f. 12.3. 1983. Jóhanna ólst upp á Bíldudal og síðar á Núpakoti undir Eyjafjöllum. Eftir nám í héraðs- skólanum á Skógum og málaskóla í Bret- landi vann hún ýmis sumarstörf og síðar í Landsbanka Íslands. Síðustu árin starfaði Jóhanna Rannveig á barnaheimilinu Arn- arborg í Breiðholti. Jóhanna Rannveig giftist Ævari Hjart- arsyni, f. 25.12. 1960. Þau skildu. Börn þeirra eru Lára Guðrún, f. 14.10. 1983, Vigdís Hlíf, f. 8.5. 1992, og Jón Sigmar, f. 10.12. 1994. Jóhanna Rannveig verður jarð- sungin frá Seljakirkju í Breiðholti í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku mamma mín og besta vin- kona. Ég kveð þig með söknuð í hjarta. Þegar ég hugsa um síðast- liðið ár verð ég alltaf jafn stolt af þér hversu bjartsýn þú varst í þessari erfiðu baráttu þinni við krabbamein- ið. Þú hélst höfðinu hátt allt til dauðadags. Við gengum í gegnum svo margt saman, bæði gott og slæmt, þetta góða mun samt alltaf yfirgnæfa það slæma. Alltaf tókst þér að líta á björtu hliðarnar á lífinu og mun ég aldrei gleyma því þegar þú sagðir að ég skyldi búa mig undir það versta en vona það besta. Nú hefur þú fengið líkn frá þjáningum þínum og veit ég að nú ert þú komin á betri stað. Ég man ekki eftir þér öðruvísi en bros- andi og útgeislunin sem þú hafðir snerti alla sem þú hittir á lífsleið þinni. Þegar þú gekkst inn í herbergi fylltir þú alla af jákvæði og hlýju með fallega brosinu þínu. Þegar ég sagði við þig nýlega að ég vildi ekki missa þig frá mér sagðir þú mér að hafa engar áhyggjur, þú myndir ávallt fylgja mér. Veit ég það nú fyrir víst að þú munt gera það því ég finn þú fylgir mér hvert sem ég fer. Það skipti engu máli hversu veik þú varst, alltaf hafðir þú áhyggjur af öll- um í kringum þig og passaðir svo vel upp á að allir hefðu það gott. Við skemmtum okkur vel saman. Allar þessar góðu stundir er við töluðum saman fram á rauða nótt um lífið og tilveruna. Þú hugsaðir svo fallega til allra og vildir öllum vel. Við töluðum um gleði okkar og sorgir. Alltaf tókst þér að koma mér í gott skap og í raun varst þú eina manneskjan sem tókst að halda mér á jörðinni þegar hug- myndaflug mitt var komið út fyrir heimsins mörk. Þú varst skynsöm og ávallt með það á hreinu hvernig best væri að gera hlutina. Þú varst mér, Jóni Sigmari og Vigdísi Hlíf ómetanlega góð móðir og ert þú okkur mikill missir. Hafðu samt engar áhyggjur, það verður vel hugsað um litlu börnin þín. Þegar við fórum saman í bústaðinn hjá Björgu frænku sagðist þú hafa fengið flugu í höfuðið. Það var þessi kolsvarti húm- or þinn sem talaði þá en það var eftir að þú fréttir að krabbameinið væri komið í heilann. En með þessari flugu meintir þú að þú hefðir ákveðið að gera allt sem í þínu valdi stæði til að fara með okkur börnin í utan- landsferðina sem þig hafði dreymt um. Það sýndi sig og sannaði hversu gott fólk þú hafðir í kringum þig því það gerði okkur mögulegt að fara til útlanda um miðjan júní. Nú munum við þó fara í þessa ferð án þín en ég lofa þér því að ég mun sjá allt sem þú talaðir um að sjá og gera allt sem þú talaðir um að gera í ferðinni okkar. Síðustu mánuðirnir sem við áttum saman eru mér ómetanlegir því ég náði að segja þér á hverjum degi hversu mikið mér þætti vænt um þig. Það sem einkenndi þig var einstök hógværð og sakleysi. Þú máttir ekk- ert illt sjá. Við vorum ekki aðeins mæðgur, heldur líka sálufélagar og við börðumst í sameiningu gegn sjúkdómi þínum. Ég kveð með söknuði. Þú varst mikilvægasta manneskjan í lífi mínu og munt halda áfram að vera það. Ég held minningu þinni í hjarta mínu. Ég vil einnig senda þakkir til Auð- bjargar Ingvarsdóttur, Krabba- meinsfélagsins, allra á 11-E og geisladeildinni og sérstakar þakkir vil ég senda Óskari Þóri Jóhannes- syni lækni fyrir að gefa okkur ein- staka hlýju og góða umönnun, þú gafst mömmu minni mikinn styrk. Elsku mamma, örlög þín eru ráðin og ég bið Guð um að gefa mér styrk þinn, bjartsýni, óendanlega þraut- seigju, hetjuskap og umfram allt þetta tæra og saklausa hjarta þitt sem fyllti líf mitt af hlýju, kærleik og gleði, við systkinin munum sakna þín sárlega. „Ástin þekkir ekki dýpi sitt fyrr en á skilnaðarstundinni, og árin, sem þú varst hjá okkur, verða að minningu.“ (Kahlil Gibran) Þín dóttir Lára Guðrún. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Í dag kveðjum við Jóhönnu Rann- veigu systurdóttur mína hinstu kveðju. Minningar mínar um Jó- hönnu ná allt aftur til þess tíma þeg- ar hún lá í vöggunni sinni vestur á Bíldudal og horfði á skara af frænk- um og frændum stórum rannsakandi augum. Jóhanna varð strax auga- steinn allra og þó sérstaklega afa síns og ömmu. Margar stundir sat hún á hné afa síns sem söng barna- gælur fyrir hana og blés í hálsakotið þangað til hún skellihló sínum dill- andi hlátri og spékopparnir hennar fallegu komu í ljós. Bernskuárin liðu áhyggjulaus fyrir vestan og síðan á Núpakoti undir Eyjafjöllum í örugg- um höndum hjá móður og fósturföð- ur sem reyndist henni hinn besti fað- ir alla tíð. Ég minnist Jóhönnu Rannveigar sem ungrar og ham- ingjusamrar móður með börnin sín þrjú og síðan sem þroskaðrar konu með mikla lífsreynslu að baki að tak- ast á við erfiðleika sem margir teldu ofraun fyrir eina manneskju. Jó- hanna hafði það lífsviðhorf að ekki væri lagt meira á nokkurn mann en hann gæti borið og þetta viðhorf hennar hefur eflaust fleytt henni áfram þessi síðustu ár. Hugrekki hennar og æðruleysi sem hún hefur sýnt yfir örlögum sínum hefur verið aðdáunarvert og okkur hinum um- hugsunarefni um það hvað það er sem raunverulega skiptir máli. Fyrir rúmum þremur vikum kom síðasta reiðarslagið, hún var að ljúka erfiðri meðferð vegna krabbameins þegar í ljós kom að enn hafði sjúk- dómurinn tekið sig upp og að þessu sinni var ljóst að baráttan var von- laus. Helgina sem í hönd fór mun ég ávallt geyma í huga mér sem dýr- mæta og lærdómsríka minningu. Í næði og ró uppi í sveit í sumarbústað okkar fór Jóhanna ásamt Láru Guð- rúnu dóttur sinni að skipuleggja þá framtíð barnanna sem hún sá fyrir sér. Jóhanna vissi nú að hennar tími með börnum sínum var naumur og að það sem máli skipti var að reyna að tryggja framtíð ungra barna sinna með öllum mögulegum ráðum. Velferð barnanna var í hennar huga ofar öllu og allt annað skyldi lagt til hliðar svo þau nytu tryggrar fram- tíðar. Þessa einlægu ósk hennar verðum við öll, aðstandendur hennar og allir hennar góðu og tryggu vinir, að virða. Jóhanna hafði til að bera mikla hjartahlýju og manngæsku sem hún miðlaði af til allra sem henni kynnt- ust. Hún eignaðist fjölmarga vini á lífsleiðinni og fólk laðaðist að henni þar sem persónuleiki hennar var slíkur að öllum leið vel í návist henn- ar. Á 40 ára afmælisdegi hennar 25. apríl sl. héldu vinir hennar og ætt- ingjar fyrir hana afmælisveislu. Lára Guðrún vissi að móður hennar langaði að safna saman vinum sínum og ættingjum en hafði ekki bolmagn eða getu til þess. Það þurfti ekki nema eitt símtal og allir lögðust á eitt að gera henni þennan dag eft- irminnilegan. Jóhanna naut þessarar stundar þrátt fyrir að hún væri þrot- in að kröftum. Lára Guðrún hefur á undanförnum árum þurft að taka á sig meiri ábyrgð en gengur og gerist, hún hefur ekki aðeins hjúkrað móður sinni í veikindum hennar af þvílíkri ást og umhyggju að snert hefur alla, heldur hefur hún einnig verið sem faðir og móðir Jóns Sigmars og Vig- dísar systkina sinna. Öllu því góða fólki sem hefur aðstoðað Jóhönnu og börnin hennar vil ég fyrir hönd ætt- ingja hennar senda okkar innileg- ustu þakkir. Á það jafnt við um lækna, hjúkrunarfólk og aðra starfs- menn Landspítalans sem og elsku- lega og trygga vini sem hafa tekið börnin hennar að sér þegar mikið hefur legið við. Einnig sendum við öllum þeim sem vildu greiða götu hennar til þess að uppfylla hennar hinstu ósk, að komast með börnin sín í frí, hjartans þakkir. Þessi ósk henn- ar rættist því miður ekki en vonandi munu börnin hennar geta notið þess þótt síðar verði. Börnunum hennar þremur bið ég blessunar Guðs um alla framtíð og þau mega vita að faðmur fjölskyld- unnar er stór og þangað mega þau leita hvenær sem þau þurfa á að halda. Ég bið Guð að styrkja líka móður hennar og fósturföður í þeirra veikindum og sorg. Blessuð sé minning Jóhönnu Rannveigar. Björg. Jóhanna frænka og ég vorum fæddar sama ár með fimm daga millibili. Fyrstu fimm árin bjó Jó- hanna með móður sinni í Bræðra- minni á Bíldudal. Þær bjuggu þar í sama húsi og amma og afi og var ég svo heppin að koma oft í heimsókn þangað og eyddum við Jóhanna miklum tíma saman. Við lékum okk- ur þar uppi í fjalli í búi sem mæður okkar og systkini þeirra höfðu gert sér þegar þau voru börn. Þar vorum við með dýrabein og alls kyns skeljar úr fjörunni sem okkar ímynduðu dýr sem við heyjuðum fyrir og hugsuð- um um sem lifandi væru. Reka þurfti beljurnar í haga og sækja þær aftur. Reka kindur á fjall eftir sauðburð og smala aftur á haustin. Svo yndisleg- ar eru þessar minningar af okkur Jó- hönnu og Grímu frænku okkar á Bíldudal hjá afa og ömmu að enginn staður finnst mér fallegri á jörðu. Þegar Jóhanna var fimm ára flutti hún með móður sinni að Núpakoti undir Eyjafjöllum þar sem móðir hennar giftist Þorvaldi sem var bóndi þar á bæ. Þar tók við nýtt æv- intýratímabil að mér þótti. Mér þótti ævintýri að hafa öll þessi dýr, hunda og ketti og hænur í litlu húsi þar sem hægt var að ná sér í egg og þurfti ekki að fara út í búð eftir þeim. Svo var náttúrulega allur bústofninn að sjálfsögðu. Það var ekki amalegt að hafa nú alvöru kýr til að reka eftir kjálkakýrnar úr búinu á Bíldudal. Það var gaman að koma að Núpakoti í heimsókn. Voru það samantekin ráð heimilisfólksins að plata inn á okkur kettling í hvert sinn sem við komum í heimsókn. Sérstaklega var Valdi, pabbi Jóhönnu, lunkinn við þetta og sagði að annars færu þeir í lækinn. Þetta hreif á pabba minn, sem betur fer, og áttum við nokkra gæðaketti ættaða frá Núpakoti. Hélt ég lengi að þetta væri sérstakt katta- kyn komið þaðan sem malaði svona hátt og var sérstaklega húsbónda- hollt. Þegar unglingsárin tóku við höfð- um við Jóhanna mikið samband, bæði bréflega og einnig heimsóttum við hvor aðra. Af tilviljun fann ég öll bréfin frá henni fyrir rúmum mánuði og las þau og minnti hana á innihald- ið í kringum fertugsafmælin okkar og hlógum við mikið. Bréfaskriftirn- ar voru mjög tíðar á milli okkar því ekki þýddi að tala um leyndarmálin í sveitasímann þar sem hver sem var úr sveitinni gat verið að hlusta. Nokkrum sinnum bauð Jóhanna mér á árshátíð í Skógaskóla og lofaði miklu fjöri, sem kom á daginn. Þar eignuðumst við marga sameiginlega vini. Jóhanna kom líka oft í bæinn og gisti hjá mér. Þá skemmtum við okk- ur með vinkonum mínum sem einnig urðu hennar vinkonur. Á haustin kom Jóhanna yfirleitt í bæinn eftir sláturtíð með fulla vasa fjár af lambapeningum til að kaupa sér föt fyrir veturinn. Það var í þá tíð sem ég taldi bændur vera ríkustu stétt landsins. Eftir að Jóhanna lauk námi í Skógaskóla kom hún suður til Reykjavíkur til náms. Þegar við vor- um 17 ára var okkur treyst til að búa tveimur saman í íbúð þar sem for- eldrar mínir voru tímabundið búsett- ir úti á landi. Við bjuggum í íbúð for- eldra minna í Hafnarfirði og gengum í Flensborgarskóla. Það var nú frek- ar skrautlegur búskapur. Við kunn- um nú mest lítið að elda og lifðum að- allega á brauðtertum með rækjum sem Jóhanna útbjó af mikilli snilld og skreytti og var þetta oft borðað í öll mál. Við fórum í Hollywood um helgar og ef við hefðum stundað skólann jafnvel hefðu einkunnir okk- ar líklega orðið ívið betri. En skólinn var misvel sóttur og sjaldan þegar rigndi. Þá bara lágum við heima og spiluðum og mösuðum og er ég þakklát fyrir þessa rigningardaga núna því annars ætti ég ekki þessar minningar frá þeim. Jóhanna fór til Ólafsvíkur 1979 tímabundið til að vinna og bjó þá hjá foreldrum mínum. Þar kynntist hún mörgu fólki á þessum stutta tíma og vissi fljótlega hverjir allir voru. Það lýsir henni rétt því hún var einstak- lega fljót að kynnast fólki og átti vini úr öllum áttum. Eins og sást í nýaf- stöðnu fertugsafmæli hennar þar sem allar hennar góðu vinkonur tóku höndum saman og héldu glæsilega veislu fyrir hana. Eftir Ólafsvíkurdvölina skellti hún sér í enskunám til Englands og kom síðan heim og hóf störf í Landsbank- anum. Þar starfaði hún þegar hún kynntist fyrrverandi manni sínum. Með honum eignaðist hún þrjú börn, Láru Guðrúnu, Vigdísi Hlíf og Jón Sigmar. Jóhanna var heimavinnandi eftir að Vigdís og Jón Sigmar fædd- ust. Tók skilnaður við eiginmanninn mjög á Jóhönnu en eftir hann hóf Jó- hanna að starfa á leikskólanum Arn- arborg. Það starf átti einkar vel við hana því hún var mjög barngóð. Jóhanna var dugleg að heimsækja mig hvar sem ég bjó. Hún kom til Parísar með Láru Guðrúnu og til Stokkhólms með Vigdísi en til Hels- inki kom hún ein vorið 1999. Voru það samantekin ráð hjá okkur að reyna að hittast án barna svo við gætum haft það eins og í gamla daga og talað saman út í eitt í ró og næði. Mér þótti óendanlega vænt um að hún skyldi sjá sér fært að heimsækja frænku sína hvar sem ég var búsett. Í lok ársins 2000 greindist Jó- hanna með krabbamein í brjósti og gekkst undir aðgerð vegna þess. Ári seinna hafði meinið tekið sig upp aft- ur og virtist sama hvað gert var, meinið varð ekki stöðvað. Hún stóð sig eins og hetja í þessum veikindum og kvartaði aldrei og alltaf var allt gott að frétta hjá henni og hennar þegar við töluðum saman. Alltaf mundi hún eftir að spyrja eftir hvernig mínir hefðu það og mundi eftir öllu, hversu smávægilegt sem það var. Ég skildi ekki hvaðan hún fékk allan þennan styrk til að takast á við allt sem á gekk. Föstudaginn 14. júní ætlaði Jóhanna með börnin sín til Portúgals, Vigdísi og Jón Sig- mar dreymdi um að koma til sólar- landa og vildi hún uppfylla þá ósk og gefa þeim góða minningu um síðasta sumarið þeirra saman. Við ætluðum að hittast þar og eyða þessu fríi sam- an með fjölskyldum okkar. Við vor- um búnar að ræða fram og til baka allt sem átti að gera og hvað við mundum hafa það gott. Ég held að tilhlökkunin um þetta frí hafi fyllt síðustu daga hennar mikilli gleði. Eiga þeir sem sáu til þess að hún gat séð sér fært að fara miklar þakkir skilið. Hlýja, traust og góðmennska eru orð sem einkenndu Jóhönnu. Aldrei talaði hún illa um nokkurn mann og mundi ávallt eftir veikindum og erf- iðleikum annarra en gerði lítið úr sínum eigin. Með trega kveð ég Jóhönnu frænku mína en er um leið óendan- lega þakklát fyrir allar góðu minn- ingarnar. Við deildum saman fyrst og fremst gleði en einnig sorg í fjöru- tíu ár. Sem betur fer voru gleði- stundirnar mun fleiri. Elsku Lára Guðrún, þú hefur staðið þig svo vel í veikindum mömmu þinnar og eins og hún sagði hefur þú verið mamma, pabbi og stóra systir fyrir litlu systkini þín meðan á þessu stóð. Elsku Vigdís og Jón Sigmar, þið hafið verið svo dug- leg og sterk. Við Hannes, Heimir, Jóna og Sólon Björn vottum okkar dýpstu samúð. Guðrún Sólonsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega frænku okkar, Jóhönnu Rannveigu Skaftadóttur. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Lára Guðrún, Vigdís Hlíf, Jón Sigmar og fjölskylda, við send- um ykkur innilegustu samúðar- kveðjur okkar. Guð blessi minningu Jóhönnu Rannveigar. Árni Valur Sólonsson, Svanlaug Ida Þráinsdóttir, Sólon Kristinn Árnason. Að setjast niður að skrifa minn- ingargrein um Jóhönnu frænku mína og vinkonu er eitt það erfiðasta sem ég hef gert. Margs er að minnast. Ég man að ég hlakkaði mikið til þegar ég frétti að hún ætlaði að flytja í heimasveit- ina sína, undir Fjöllin eins og svo margir tala um. Það er í þessu tilfelli undir A-Eyjafjöll, en þar hafði ég bú- ið frá 1980, á Skógum. Að fá að hitta og kynnast frænku minni þarna fyrir austan var mjög gaman og tengd- umst við tryggum og traustum vin- áttuböndum sem héldust alla tíð og aldrei bar skugga á. Jóhanna var mikil bjartsýnismanneskja að eðlis- fari og mjög bros- og hláturmild og bjartsýnin kom vel fram í veikindum hennar núna sem stóðu yfir í 16 mán- uði og voru mjög erfið. Hún ætlaði sér að sigra en því miður varð hún að láta í minni pokann. Eftir að hún flutti í sveitina sína fyrir austan hittumst við mjög reglu- lega og fórum í gönguferðir, vorum saman í saumaklúbb og gerðum fleira skemmtilegt. Ofarlega í huga mínum er ferð sem við nokkrar frænkur fórum til Keflavíkur í haust að heimsækja frænku okkar sem býr þar. Tilhlökkun Jóhönnu var mikil, JÓHANNA RANNVEIG SKAFTADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.