Morgunblaðið - 12.06.2002, Síða 48

Morgunblaðið - 12.06.2002, Síða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ HÆGT er með auð- veldum hætti að nálg- ast á Netinu lögin á Eldhúspartí fm957, fyrstu íslensku geisla- plötunni sem fram- leidd var með sér- stakri læsingu til að koma í veg fyrir að hægt væri að spila hana í tölvum og þar með afrita. Skífan ákvað að frá og með 1. maí yrðu allar geisla- plötur, er fyrirtækið framleiddi, læstar með umræddri afrit- unarvörn en svo virð- ist sem mönnum hafi tekist það sem ekki átti að vera hægt, að brjóta vörnina á bak aft- ur, með þar til gerðum forritum og venjulegum tússpenna, spila plöturnar í tölvum og þar með taka afrit af þeim. Hið sama hefur átt sér stað erlendis, þar sem mönnum hefur tekist, með fremur einföldum klækjum, að afrita efni af plötum sem áttu að vera harð- lokaðar og læstar. Kemur ekki á óvart Eiður Arnarson, útgáfustjóri hjá Skífunni, segist vita til þess að mönnum hafi tekist að smeygja sér framhjá lásnum á Eldhúspartí- plötunni og þar með náð að taka af henni afrit. „Þetta kemur okkur svo sem ekkert mjög á óvart því við vissum vel að þessi tækni væri ekki, frekar en önnur tækni, full- komin,“ segir Eiður. „Ég átti þó kannski von á að það hefði þurft tæknilegri brögð til. Tússpenna- bragðið er nefnilega langt frá því að vera eins öruggt og það var fyrir svona hálfu ári þegar greini- leg var sú rönd á geislaplötunni sem strika þurfti yfir. Á þessari nýjustu kynslóð læstra geisla- platna er hins vegar alveg ógrein- anlegt það svæði sem þarf að ein- angra og því orðin miklu meiri áhætta í því fólgin að vera að tússa á plötuna hér og þar því sé það gert á rangan stað verður platan hreinlega ónothæf.“ Eiður segir menn frá upphafi hafa verið meðvitaða um að þetta hafi einungis verið fyrsta skref af mörgum í baráttunni gegn ólög- legri afritun. „Það mikilvægasta af öllu var að með þessum aðgerðum vildum við koma á framfæri sjónar- miðum rétthafa, að ítreka að allt annað en afritun til einka- nota er klár þjófn- aður. Við erum að vonast til að öll um- ræðan sem orðið hef- ur í kringum læsta diska veki fólk til umhugsunar um hvað það er að gera er það stendur í að fjölfalda tónlist. Ég held t.d. að það sé að vaxa úr grasi kyn- slóð hér á landi sem hefur ekki hugmynd um að það sé eitthvað rangt við að afrita tónlist.“ Eiður segist gera ráð fyrir því að erlendir framleiðendur geisla- platnanna sem Skífan gefur út vinni hörðum höndum við að þróa áfram leiðir til að læsa geislaplöt- um enn kirfilegar: „Þeir eru með- vitaðir um þennan einfalda galla á núverandi diskum, sem kannski engin augljós lausn er á.“ Skaðinn ógreinilegur Eiður segir söluna á umræddri plötu hafa staðið undir væntingum en það sé þó afar erfitt að meta hversu illa það hefur komið niður á sölunni að hún sé aðgengileg á Netinu og að hægt sé eftir allt saman að afrita hana. „Það eina sem hægt er að greina er að ein- tökin verði fleiri í umferð en ella. En hvort það eru eintök sem hefðu annars selst er erfitt að fullyrða um, sérstaklega í ljósi þess að plat- an fór ekki á Netið fyrr en mánuði eftir að hún kom í búðir og plötur seljast mjög hratt á Íslandi.“ Hann segist þó greina eina fremur skýra vísbendingu um að læsing plöt- unnar hafi orðið til þess að hún seljist meira en ella en það sé hag- stæður samanburðurinn við til- tölulega dræma sölu á nýjustu plötu hins geysivinsæla Eminem. „Sú plata er ekki læst og var fáan- leg í heild sinni á Netinu nokkru áður en hún kom í búðir. Miðað við vinsældir Eminem ætti sú plata í raun að seljast miklu meira og hefði eflaust gert það ef hún væri læst og ekki komin á Netið.“ Sú nýbreytni fylgir hinum læstu geislaplötum sem Skífan gefur út að eigendur þeirra eiga að geta sótt efni þeirra á heimasíðu Skíf- unnar með því að slá inn sértæka kóða sem fylgja með hverju og einu eintaki. Nokkuð hefur þó bor- ið á því að þessi þjónusta hafi brugðist, þ.e. að aðgangur sé ekki veittur að efni plötunnar þrátt fyr- ir að réttur kóði sé sleginn inn. Eiður segist þekkja þennan vanda og harmar að hann skuli hafa komið upp. Hann fullyrðir þó að vandinn, sem megi rekja til fram- leiðenda í Austurríki, sé úr sög- unni og að allir kóðarnir eigi nú að virka. Hægt að spila læsta diska í tölvum innan árs Eiður segir gallana á læstu disk- unum sem komið hafa í ljós ekki verða til þess að Skífan dragi í land og hætti við að læsa öllum sínum diskum. „Við höldum þessu að sjálfsögðu áfram og með næstu útgáfu, sem verður safnplatan Svona er sumarið 2002, munum við t.d. ganga skrefinu lengra í að þjónusta þá sem kaupa plötuna með því að bjóða þeim upp á ein 5 aukalög sem verður að finna á vef- svæðinu sem þeir fá jafnframt að- gang að. Við teljum þannig að þeir sem verða sér úti um tónlist með löglegum hætti eigi allt gott skilið og viljum gera enn betur við þá. Innan árs sjáum við síðan fram á að búið verði að þróa þá tækni sem gerir eigendum allra læstra diska, þeirra sem þegar eru komn- ir út og annarra, að spila þá í tölv- um sínum, án þess þó að hægt sé að afrita þá.“ Ólögleg afrit af Eldhúspartí fm957 komin á Netið Auðvelt að afrita læstar geislaplötur skarpi@mbl.is Eiður Arnarson Reuters Hinn læsti Eldhúspartí fm957 hefur selst vel hér á landi í samanburði við nýja og ólæsta plötu Eminem. ÉG VAR nokkuð hrifinn af síðustu plötu Davids Bowies Hours, þar sem hann jós markvisst úr reynslubrunni sínum og beitti auðheyrilega hand- bragði sem hann hafði ekki gert frá fyrstu plötum sínum. Enn er hann með hugann við árdaga ferilsins og gengur jafnvel ennþá lengra í þeim efnum með því að kalla til sögunnar gamla upptöku- stjórann sinn Tony Visconti en þeir hafa ekki unnið saman í rúma tvo áratugi eða síðan þeir stýrðu saman upptökum á Scary Monsters. Sumum kann að þykja það kærkomnir fagnaðarfundir og fyrir- fram var ég vissulega í þeim hópi. En eftir að hafa hlýtt ítrekað á útkomuna verð ég að segja að ráðagerðin sú hafi heldur óráðleg fyrir Bowie. Heathen er nefnilega íhaldssamasta plata síð- an á hörmungarskeiði níunda áratug- arins. Það er auðvitað sorglegt að heyra aðra eins hugleysu frá annars einhverjum frjóasta og framsýnasta manni rokksögunnar. Sérstaklega er það sorglegt í ljósi þess að lagasmíð- arnar eru hans kröftugustu síðan á hinni grátlega vanmetnu 1. Outside og missa marks í hefðbundnum og fyrirsjáanlegum útsetningum. Upp- hafslagið og eitt besta lag plötunnar „Sunday“ vekur reyndar falskar von- ir um að í vændum sé viðlíka snilld en tilgangslaus útgáfa á Pixies-laginu „Cactus“, sem á eftir fylgir, slær snögglega á þær væntingar. Og síðan tekur við spælingin yfir því hversu andlitlar útsetningar spilla fyrir ann- ars haganlega sömdum „Slip Away“ og „Slow Burn“. En þrátt fyrir viss vonbrigði eru samt nægilega margir ljósir punktar á Heathen til að platan flokkist undir skyldueign fyrir fylgjendur Bowies. Hann hefur t.a.m. blessunarlega los- að sig við Fripp-eftirhermuna Ree- ves Gabriel og óbærilegt gítarvælið hans. Síðan eru lagasmíðar Bowies fyrsta flokks, eins og áður segir, mel- ódíur skemmtilega lúmskar og ágengar og textarnir óvenju gegnsæ- ir og einlægir. Í reynd eru tökulögin þrjú, áðurnefnt Pixies-lag, Neil Young-slagarinn „I’ve Been Waiting For You“ og gamla geimópus Leg- endary Stardust Cowboys „I Took a Trip on a Gemini Spaceship“, slök- ustu lög plötunnar og harla óskiljan- legir valkostir. Heathen mun þegar fram líða stundir ekki flokkast með bestu plöt- um Bowies en þegar allt kemur til alls og með sérstöku tilliti til laga- smíðanna þá er hún samt frambæri- legri en flest það sem karlinn hefur verið að gera undanfarna tvo áratugi. En ef þú ert að lesa þetta kæri Bowie, þá vil ég nota tækifærið til að biðja þig um að taka á ný upp þitt góða fordæmi, að horfa fram á veg- inn, í stað þess að horfa reiður um öxl. Tónlist Heiðingi horfir um öxl David Bowie Heathen ISO Bowie búinn að skipta um útgefanda, enn eina ferðina, og reiðir sig áfram á gamla handbragðið. Skarphéðinn Guðmundsson Lykillög: „Sunday“, „The Angel Has Gone“, „Heathen (the Rays)“ Fyrir 1250 punkta færðu bíómiða. Sýnd kl. 4. Ísl tal. Vit nr. 370. Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára Vit 382. 150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti J I M C A R R E Y T H E M A J E S T I C 1/2kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 8. Vit 380. Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379 Sýnd Kl. 4, 6, 8 og 10.10. Vit 387. Hann ætlar að reyna hið óhugsandi. Alls ekkert kynlíf í 40 daga og 40 nætur. Drepfyndin grínmynd með hinum ómótstæðilega Josh Hartnett. Einnig sýnd í lúxussal VIP Sýnd í lúxus kl. 6, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit nr. 387. ALI G INDAHOUSE STUART TOWNSEND AALIYAH Sýnd Kl. 5,50, 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385. Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit 389. Resident Evil Jimmy Neutron Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. Vit 377. Sýnd kl. 5.45. ÓHT Rás 2 1/2HK DV HL Mbl Kvikmyndir.com Sýnd kl. 10. B. i. 12. 1/2 Kvikmyndir.is  Sánd  RadioX Sýnd kl. 8 og 10.15. Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Cost- ner og Kathy Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnáttúrulegum trylli í anda THE SIXTH SENSE. ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR... ER HANN ÞÁ HORFINN AÐ EILÍFU? Sýnd kl. 8.Sýnd kl. 10.15. Síð.sýn. Bi 16. HK DV HJ Mbl MULLHOLLAND DRIVE Kvikmyndir.com „Snilld“ HK DV Sýnd kl. 8. Síðustu sýn. B. i. 16. Nýjasta snilldarverkið frá meistaranum drepfyndna... hinum eina sanna Woody Allen. Ný ímynd, nýr Allen. Ath!Áhorfendur verða dáleiddir af hlátri.  kvikmyndir.com Sýnd kl. 8 og 10.15. Ástin stingur. Sýnd kl. 6. Íslenskt tal. Frábær teiknimynd fyrir alla fjölskyduna. Með íslensku tali. Þau drukku safa sem neyddi þau til að kafa. f i til f . Íshestar bjóða sérferðir fyrir hópa. Tímasetning, lengd ferðar og veitingar eru ákveðin í samráði við hvern hóp enda er lögð áhersla á að mæta þörfum hvers og eins. Sérstakir hópafslættir eru fyrir 10 og fleiri. Sími 555 7000 - frá kl. 8:00 til 22:00 alla daga Hestamiðstöð Íshesta Vina- og starfsmannahópar - Sérferðir hvenær sem er.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.