Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 6
FRÉTTIR
6 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI Magnússon, skólastjóri
Hlíðaskóla, segir fleiri en eina
ástæðu liggja að baki hinni góðu út-
komu skólans í samræmdum próf-
um 10. bekkjar undanfarin ár.
Hann telur að fyrst og fremst megi
þakka árangurinn góðri kennslu í
skólanum frá upphafi námsferils
nemenda. „Það hefur verið mjög
lítið um mannabreytingar bæði
hvað varðar kennara og annað
starfslið skólans. Þegar fólk er búið
að vera lengi í starfi og er orðið
vant því að búa nemendur undir
próf er ósköp eðlilegt að betri ár-
angur náist en í skólum þar sem
kennarar staldra stutt við,“ segir
Árni.
Hann segir að starfsaldur kenn-
ara Hlíðaskóla sé hár og sennilega í
hærri kantinum miðað við aðra
skóla, þrátt fyrir að nokkur end-
urnýjun hafi átt sér stað und-
anfarin ár. Elsti kennari skólans
núna er 87 ára gamall smíðakenn-
ari sem kennir nokkra tíma á viku
við skólann og telur Árni að það að
hafa kennara á öllum aldri skapi
mjög góðan anda. Sjálfur hefur
Árni verið skólastjóri Hlíðaskóla
frá árinu 1980 en frá 1969 var hann
yfirkennari við skólann.
Árni segist einnig telja að mik-
ilvægt sé hversu jákvætt andrúms-
loft ríki í skólanum. Nemendur hafi
jákvætt viðhorf til skólans og for-
eldarnir hafi verið velviljaðir skóla-
starfinu og kennslunni, en þessir
þættir hjálpi mikið til. Annað sem
oft hafi verið vísað til er að bak-
grunnur þeirra nemenda sem
ganga í Hlíðaskóla sé góður.
„Við erum með hátt hlutfall af vel
menntuðum foreldrum, en þetta
hlutfall er hærra á vesturbæj-
arsvæðinu, miðað við nýrri hverfi
borgarinnar. Hverfið er gróið og
segja má að öll umgjörð í kringum
skólann sé góð,“ segir Árni.
Nám í verk- og listgreinum
leiðir til einingar og samstöðu
Árni bendir á að þegar komi að
forvarnarstarfi í grunnskólum, sem
sé afar mikilvægt, sé algengt að
miklum peningum sé eytt í alls kyns
upplýsingarit um þær hættur sem
eru samfara fíkniefnanotkun. „Við
höfum byggt okkar
forvarnarstarf upp á
annan hátt og tel ég að
sú leið sem við höfum
farið sé stór þáttur í
velgengni skólans. Við
erum með hæstu með-
aleinkunn í bóklegum
greinum, en þrátt fyrir
þetta er mikil áhersla
lögð á nám í verk- og
listgreinum í skól-
anum.
Með því að leggja
áherslu á þessar grein-
ar tel ég að við þjöpp-
um nemendum saman,
í gegnum þetta nám
finna þau til meiri ein-
ingar og mikil samstaða myndast
milli þeirra. Sem dæmi má nefna að
ferð sem 10. bekkur fór til Noregs í
vor gekk afskaplega vel og hegðun
nemenda í ferðinni var í alla staði
til fyrirmyndar, engin vandamál
komu upp,“ segir Árni.
Hann segir að mikil áhersla sé
lögð á að efla félagsvitund
barnanna alveg frá upphafi skóla-
göngu og í skólanum séu til að
mynda reglulega haldnar bekkja-
skemmtanir. „Við byrjum strax í 6
ára bekk og svo þróast þetta með
árunum og fyrir nemendur í 8., 9.,
og 10. bekk er rekin listasmiðja. Á
vegum hennar er færður upp söng-
leikur þriðja hvert ár svo allir nem-
endur í þessum árgöngum taka
einu sinni þátt í söngleik.
Ég held að hin sterka fé-
lagsvitund sem skapast hjá krökk-
unum við þetta starf sé stór þáttur í
velgengni skólans og geri að verk-
um að miklu auðveldara verður fyr-
ir kennara að koma að málunum,
þó um bóklegar greinar sé að
ræða,“ segir Árni.
Reyndir kennarar
gera öðruvísi kröfur
Aðspurður um hve-
nær þessar áherslur
hafi byrjað í skólanum
svarar Árni því til að
það hafi verið árið
1994. „Þá fékk skólinn
góða aðstöðu með nýj-
um sal sem söngleik-
irnir eru settir upp í,
en áður vorum við á
hrakhólum með þetta.
Í yngri deildunum eru
það tónmenntakenn-
ararnir sem sjá um
skemmtanirnar, en sú
sem sér um listasmiðj-
una er Anna Flosadóttir, mynd-
mennta- og leiklistarkennari. Það
er engin spurning að áhersla okkar
á verk- og listgreinar er alveg
ómetanlegur þáttur í skólastarf-
inu,“ segir Árni.
Inntur eftir því hvort hann telji
að kennarar skólans geri meiri
kröfur til nemenda sinna en gengur
og gerist annars staðar segir Árni
að gera megi ráð fyrir því að reynd-
ir kennarar geri öðruvísi og
kannski meiri kröfur en aðrir og
nemendum skólans sé án vafa hald-
ið vel við efnið.
Árni segir að það sé ljóst að ár-
angur eins og sá sem skólinn hefur
náð í samræmdum prófum á und-
anförnum árum sé einungis mögu-
legur vegna þess hversu vel hafi
verið staðið að hlutunum af hendi
allra sem málinu tengjast. Afar
mikilvægt sé að kennarar, stjórn-
endur og foreldrar hafi alltaf stutt
við skólann og tekist að leysa öll
ágreiningsmál í góðri samvinnu.
Áhersla á verk- og listgreinar
stór þáttur í velgengni skólans
Hlíðaskóli náði í ár, þriðja árið í röð,
hæstu meðaleinkunn í samræmdum
prófum 10. bekkjar á landsvísu, en í skól-
anum stunda á sjötta hundrað börn og
unglingar nám. Árni Magnússon, skóla-
stjóri Hlíðaskóla, sagði Elvu Björk
Sverrisdóttur frá því sem hann telur
helst liggja að baki hinum góða árangri.
elva@mbl.is
Árni Magnússon
skólastjóri
Feður sækja
í ríkum mæli
um fæðing-
arorlof
UMSÓKNIR feðra um fæðingarorlof
á síðasta ári voru 80% af umsóknum
mæðra og var heildarkostnaður
vegna fæðingarorlofs rúmir 2,8 millj-
arðar króna. Gert er ráð fyrir að
kostnaðurinn fari upp í 4,5 til 5 millj-
arða króna í ár og að á næsta ári fari
hann að nálgast 5,5 milljarða króna.
Þetta kemur fram í frétt á heima-
síðu Samtaka atvinnulífsins (SA) en
þar segir að hlutfall fæðingarorlofs-
umsókna feðra hafi verið svipað á
fyrsta þriðjungi ársins 2002 og í fyrra
eða 79%. Hægt er að taka út fæðing-
arorlof þar til barnið nær 18 mánaða
aldri og er því talsverð dreifing yfir
árið, að því er segir í fréttinni.
Fæðingarorlof er nú 8 mánuðir en
þar af eru þrír mánuðir ætlaðir
mæðrum, tveir ætlaðir feðrum og
þrír mánuðir skiptast milli foreldra
að þeirra vild. Á næsta ári bætist svo
þriðji mánuðurinn við fæðingarorlof
feðra.
Í frétt SA segir að yfirleitt taki
mæður mestallt sameiginlegt orlof. Í
fyrra tóku feður að meðaltali 39 or-
lofsdaga en mæður 185 daga en þá
voru 30 orlofsdagar að lágmarki
merktir feðrum, 90 mæðrum og 90
sameiginlegir. Í ár eru 60 dagar
merktir feðrum og á næsta ári verða
þeir 90. Við þetta bætast dagar vegna
tvíburafæðinga og veikinda.
Í orlofinu fá foreldrar 80% af heild-
arlaunum árið fyrir barnsburð en á
liðnu ári voru meðalorlofsgreiðslur til
mæðra 123 þúsund krónur á mánuði
sem eru tæp 60% af greiðslum til
karla en þær námu að meðaltali 212
þúsund krónum á mánuði.
Kostnaður meiri en áætlað var
Í fréttinni segir ennfremur að
kostnaður af fæðingarorlofi hafi verið
meiri en ráðgert var í upphafi. „Árið
2001 var heildarkostnaður við fæð-
ingarorlof rúmir 2,8 milljarðar króna,
en fram eftir árinu voru í raun tvö
kerfi í gangi þar sem réttindi foreldra
barna fæddra í árslok 2000 miðuðust
við gamla kerfið. Á þessu ári er hins
vegar líklegt að kostnaður við fæð-
ingarorlof verði á bilinu 4,5–5 millj-
arðar króna (í fjárlagafrumvarpi var
gert ráð fyrir að útgjöldin yrðu 4,5
milljarðar). Á næsta ári bætist einn
mánuður við og má þá gera ráð fyrir
að kostnaður nálgist 5,5 milljarða
króna.“
Segir að í mati SA og Alþýðusam-
bandsins á fæðingarorlofsfrumvarp-
inu þegar það kom fram árið 2001
hafi verið áætlað að kostnaður yrði
4,3 milljarðar á ári. Mat fjármála-
ráðuneytisins var hins vegar að
kostnaður yrði um hálfum milljarði
minni.
ÞAÐ færist í vöxt að fólk noti reiðhjól til
að komast leiðar sinnar, enda er ódýrara
að hjóla milli staða en að fara um á
einkabíl, auk þess sem það er umhverf-
isvænt og gott fyrir heilsuna.
Á sumrin draga margir hjólhestana
fram úr bílskúrum og geymslum og fara
í hjólatúra sér til skemmtunar. Þá fara
þó nokkrir allra sinna ferða á hjóli allt
árið um kring og setja þá nagladekk
undir hjólið á veturna til að þeir missi
ekki stjórn á því í ís og hjarni. Á sumrin
eu hjólreiðamenn, eins og landsmenn all-
ir, blessunarlega lausir við svellið, en all-
ir sem nota reiðhjól ættu að nota hjálm,
eins og þessi unga hjólreiðakona gerir. Morgunblaðið/Þorkell
Á fullri ferð
Í NÝRRI skýrslu bandaríska utan-
ríkisþjónustunnar um mansal í heim-
inum kemur fram að eistneskar kon-
ur og stúlkur eru seldar mansali til
Vestur-Evrópu þar sem þær eru not-
aðar við kynlífsiðnað, þ.m.t. til Pól-
lands, Þýskalands, Hollands og Ís-
lands. Skýrslan er gerð skv. lögum
sem tóku gildi árið 2000 og er lögð
fyrir bandaríska þingið. Dómsmála-
ráðuneytið er að kanna hvaðan
bandaríska utanríkisþjónustan hefur
þessar upplýsingar.
Í skýrslunni sem kom út í þessum
mánuði er fjallað um stöðu mála í hátt
í 90 þjóðlöndum. Þar kemur fram að
Eistland standist ekki enn lágmarks-
kröfur um aðgerðir til að koma í veg
fyrir mansal. Ekki sé til staðar sér-
stök löggjöf gegn mansali en lögregla
styðjist við lög gegn vændi, mannrán-
um, hvatningu til ungmenna til að
fremja afbrot, kúgun og lög sem
banna að fólk sé neytt til að stunda
vændi.
Í fyrra leituðu fjórar eistneskar
nektardansmeyjar til lögreglunnar í
Reykjavík og sögðust hafa verið
hlunnfarnar þar sem þær neituðu að
stunda vændi á nektarstaðnum
Bóhem. Rannókn lögreglu er ekki
lokið en Karl Steinar Valsson,
aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja-
vík vonast til að henni ljúki fljótlega.
Sönnunarbyrði í slíkum málum sé þó
erfið.
Kemur ekki á óvart
Rúna Jónsdóttir, fræðslu- og
kynningarfulltrúi Stígamóta segir að
skýrslan komi sér ekki á óvart. Sjálf
hefur hún rætt við eistneskar nekt-
ardansmeyjar sem sögðust hafa
stundað vændi hér á landi og hún hef-
ur líka talað við íslenskan karlmann
sem keypti vændisþjónustu af út-
lendum nektardansmeyjum. „Það
sem kemur mér á óvart eru þau varn-
arviðbrögð sem koma fram þegar er-
lendir aðilar segja frá stöðu mála á
Íslandi,“ og vísar í viðbrögð við frá-
sögn Ellisifar Tinnu Víðisdóttur, full-
trúa sýslumannsins á Keflavíkurflug-
velli, af viðtölum hennar við eistneska
og lettneska lögreglumenn um að
þarlendar nektarsdansmeyjar hafi
stundað vændi hér á landi. Þessar
upplýsingar fékk Tinna á ráðstefnu
um baráttu gegn mansali og vændi í
Tallin.
Þá minnir Rúna á orð Margaret
Winberg, ráðherra jafnréttismála í
Svíþjóð sem í ræðu á ráðstefnunni,
varpaði fram þeirri spurningu hvort
stjórnvöld sem innheimtu skatta af
kynlífsiðnaði væru ekki í hlutverki
melldudólgsins.
Ekki ástæða til að fjalla
sérstaklega um Ísland
Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar-
maður dómsmálaráðherra sagði að
ráðuneytið væri að kanna hvaðan
bandaríska utanríkisráðuneytið hefði
fengið þessar upplýsingar. Vitað væri
að við gerð skýrslunnar hefði meðal
annars verið leitað eftir upplýsingum
frá hjálparstofnunum, athvörfum og
til lögreglu. Þegar að ríkislögreglu-
stjóri hafi á sínum tíma leitað eftir
upplýsingum hjá eistnesku lögregl-
unni um það hvort að þarlendar kon-
ur hefðu stundað hér vændi hefði lög-
reglan ekki haft slíkar upplýsingar.
Ingvi sagði mikilvægt að hafa í
huga að skýrsluhöfundar hefðu ekki
talið átstæðu til að fjalla sérstaklega
um Ísland í skýrslunni heldur væri
landið talið upp í tengslum við um-
fjöllun um Eistland. Þetta væri
greinilegt merki þess að ástandið
væri alls ekki slæmt hér á landi.
Konur seldar
mansali frá Eist-
landi til Íslands
Ný skýrsla bandarísku utanríkisþjónustunnar um mansal í heiminum
Tamar og
Ingisól færð
á manna-
nafnaskrá
MANNANAFNANEFND hefur
úrskurðað að kvenmannsnöfnin
Tamar og Ingisól fullnægi skilyrð-
um laga um mannanöfn og þau skuli
færð á mannanafnaskrá. Kven-
mannsnafnið Nora uppfyllti hins
vegar ekki skilyrði laganna og var
því hafnað.
Þá var kvenmannsnafnið Hedda
sömuleiðis tekið á mannanafnaskrá.
Kemur fram í afgreiðslu nefndar-
innar að nafnið taki eignarfallsend-
ingu líkt og nöfnin Tamar og Ingi-
sól. Nafninu Nora var hins vegar
hafnað þar sem það telst ekki ritað í
samræmi við almennar ritreglur ís-
lensks máls.
Á fundi nefndarinnar var fallist á
breytingu ritháttar hins erlenda eig-
innafns William í Vilhjálm sam-
kvæmt beiðni þar um. Aftur á móti
var hafnað endurupptöku tveggja
mála þar sem annars vegar var farið
fram á að breyta rithætti nafnsins
Sævar í Sævarr og hins vegar að
karlmannsnafnið Blær yrði tekið á
skrá sem kvenmannsnafn.
SÝSLUMAÐURINN í
Reykjavík bauð ekki upp vík-
ingaskipið Íslending á þriðju-
dag, eins og auglýst hafði verið,
þar sem Lánasjóður Vestur-
Norðurlanda hafði afturkallað
uppboðsbeiðni sína.
Íslendingur
ekki boðinn
upp