Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 9
Frábær ferðafatnaður
Engjateigi 5, sími 581 2141.
Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—15.00.
Sportlegur sumarfatnaður
Stærðir 36—56
Geisladiskur til sölu
Love Messages From Overseas
Indian Princess Leoncie
Hinn frábæri nýi 17-laga geisladiskur Love
Messages From Overseas, fæst í Skífunni,
Þrumunni og Japis, Laugavegi.
Örfá eintök til.
Leoncie, hin vinsæla söngkona,
vill skemmta á allskyns opinberum
mannfögnuðum.
www.simnet.is/leoncie
Umboðssími 691 8123
Leoncie er spiluð á Rás 2
Geymið auglýsinguna
HALLDÓR Halldórsson, bæjar-
stjóri Ísafjarðarbæjar, segir að ekki
komi til greina að draga úr byggð
vegna snjóflóðahættu, en hættumat
vegna ofanflóða á Ísafirði og í Hnífs-
dal var kynnt á borgarafundi á mið-
vikudaginn. „Varnarvirkjaaðferðin
er eina raunhæfa leiðin í mínum
huga,“ segir Halldór.
Hinn kosturinn, að kaupa upp hús
þar sem snjóflóðahætta telst vera of
mikil fyrir byggð kemur ekki til
greina að hans mati. „Að mínu viti
erum við ekki að tala um nein álíka
varnarvirki og t.a.m. var verið að
byggja á Flateyri og verið er að reisa
á Neskaupstað og Siglufirði,“ segir
hann, en gerir þó þann fyrirvara að
hann sé leikmaður á þessu sviði.
Óvissu eytt
Halldór segir að borgarafundur-
inn hafi verið afar málefnalegur.
„Fólk var almennt ánægt með að nú
væri allri óvissu eytt, en síðan 1995
hafa margir íbúar á meintum hættu-
svæðum lifað við þó nokkra óvissu.
Nú vita þeir hvar þeir standa og vita
líka að þótt þeir búi á hættusvæði
verður gripið til viðeigandi aðgerða,“
segir hann.
Hann segir að í nokkrum tilvikum
hafi hættumatið komið fólki á óvart.
„Sérstaklega íbúum efstu húsa við
Urðarveg á Ísafirði og á sunnanverð-
um Hnífsdal, þar sem er engin saga
snjóflóða og fólki datt ekki í hug að
hætta væri fyrir hendi,“ segir Hall-
dór. Hann segir að sérfræðingur
Veðurstofunnar hafi lagt áherslu á
að um óvissuvísindi væri að ræða og
að með hættumatinu væri gert ráð
fyrir verstu hugsanlegu aðstæðum.
Tillögur hættumatsnefndar liggja
nú frammi á bæjarskrifstofunum til
19. júlí, þegar fjórar vikur eru liðnar
frá borgarafundinum, sem haldinn
var á miðvikudaginn. Á þeim tíma er
almenningi frjálst að leggja fram
skriflegar athugasemdir við tillög-
urnar. Að þessum tíma loknum
verða þær lagðar fyrir umhverfis-
ráðherra til staðfestingar. Innan sex
mánaða frá staðfestingu hættumats
skal bæjarstjórn gera áætlun um að-
gerðir til að tryggja öryggi íbúa á
hættusvæðum. Í reglugerð er svo
gert ráð fyrir að aðgerðum verði lok-
ið árið 2010.
Lög um varnir gegn skriðuföllum
og snjóflóðum kveða á um að ofan-
flóðasjóður megi greiða allt að 90%
kostnaðar við undirbúning og og
framkvæmdir við varnarvirki. Hinn
hlutann greiðir sveitarfélagið.
Bæjarstjóri Ísafjarðar um aðgerðir vegna snjóflóðahættu
Kemur ekki til greina
að draga úr byggð
BRAUTSKRÁNING kandídata frá
Háskóla Íslands verður í Laugar-
dalshöll í dag, laugardaginn 22.
júní, og hefst kl. 13.00. Að þessu
sinni brautskrást 715 kandídatar.
Þess má m.a. geta að nú útskrifast
í fyrsta sinn nemar úr framhalds-
námi í lagadeild og guðfræðideild
og fyrstu MBA-nemarnir við Há-
skóla Íslands. Húsið verður opnað
kl. 11.45 og munu þeir Eðvarð Lár-
usson, Jóel Pálsson og Tómas R.
Einarsson leika tónlist í anddyri
þar til gengið verður til hefðbund-
innar dagskrár sem hefst með af-
hendingu prófskírteina. Að því
búnu ávarpar rektor kandídata.
Athöfninni lýkur með söng Há-
skólakórsins undir stjórn Hákons
Leifssonar.
Brautskrán-
ing frá Há-
skóla Íslands