Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 15

Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 15
Robert Gibbons er í hópi lykilstarfsmanna Kaupþings Robert Gibbons, framkvæmdastjóri Kaupthing New York Inc., lauk BS-gráðu í fjármálum og markaðsfræði frá Muhlenberg College og meistaragráðu með láði frá New York University. Hann var áður framkvæmdastjóri American Corporate Services og hefur því unnið í rúm 10 ár með fyrirtækjum að þróun alþjóðlegra viðskipta, ekki síst með áherslu á samtengingu markaða í Evrópu og Norður-Ameríku. Reynsla hans og sérhæfð þekking á öllu því sem snýr að fyrirtækjaþjónustu hefur skilað mjög góðum árangri í þágu við- skiptavina Kaupþings. Robert er ástríðu- fullur sjóstangveiðimaður og veiddi meðal annars 120 punda makríl undan ströndum Mexíkó eftir 45 mínútna harða baráttu. Það verkefni leysti hann, eins og önnur, með þolinmæði, yfir- vegun og útsjónarsemi. „Það er mikilvægt að hafa sterka til- finningu fyrir heildarmyndinni og yfirfæra hugmyndir þaðan yfir á dagleg verkefni. Jafnframt er nauðsynlegt að vera upp- lýsandi og hvetjandi fyrir aðra til að gera slíkt hið sama. Opin og heiðarleg skoðanaskipti skila sterkari liðsheild og betri árangri.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.