Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 22.06.2002, Qupperneq 20
SUÐURNES 20 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐSVIRÐI Sparisjóðsins í Keflavík er metið á tæplega 3 millj- arða króna. Stjórn sjóðsins hefur að loknum kynningarfundum ákveðið að ljúka vinnu við að breyta sjóðnum í hlutafélag og er stefnt að endanlegri ákvörðun og stofnfundi um mánaða- mót júlí og ágúst. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að undirbúningi formbreyting- ar Sparisjóðsins. Mat á markaðsvirði og fleiri atriði undirbúnings hluta- félagsstofnunar hafa undanfarna daga verið kynnt á fundum stofnfjár- eigenda, síðast í fyrrakvöld. Að mati óháðra endurskoðenda, KPMG- Endurskoðunar, er mark- aðsvirði Sparisjóðsins í Keflavík rétt tæpir 3 milljarðar kr. en eigið fé sjóðsins var um 1,8 milljarðar um áramót. Til samanburðar má geta þess að verðmæti SPRON, sem einn- ig er verið að breyta í hlutafélag, er metið 4,2 milljarðar kr. Stofnfé ein- staklinga og fyrirtækja í Sparisjóðn- um í Keflavík verður breytt í hlutafé, en það var um síðustu áramót rúmar 800 milljónir kr. Í hlut sérstakrar sjálfseignarstofnunar koma því lið- lega 2,1 milljarðar kr. Skiptist hlutafé í Sparisjóðnum í Keflavík hf. þannig að sjálfseignarstofnunin fær rúmlega 70% hlutafjár en aðrir hluthafar tæp 30% eftir að stofnfjáreign þeirra hef- ur verið uppfærð frá áramótum. Hlutafé aukið fljótlega Geirmundur Kristinsson spari- sjóðsstjóri segir að eiginfjárstaða sparisjóðsins sé góð. Hins vegar hafi ekki verið gefið út nýtt stofnfé í hálft annað ár og því sé að verða þörf á að afla nýs eigin fjár. Stefnt sé að útgáfu nýs hlutafjár fljótlega eftir form- breytingu og muni hlutur sjálfseign- arstofnunarinnar minnka smám sam- an, nema hún auki hlutafé sitt til samræmis við aðra hluthafa. Um- rædd sjálfseignarstofnun er bundin núverandi starfssvæði sparisjóðsins, Suðurnesjum, og er hlutverk hennar meðal annars að styrkja menningar- starfsemi á svæðinu. Geirmundur segir að mikil sam- staða hafi verið um málið á kynning- arfundinum í fyrrakvöld en þó hafi tveir eða þrír stofnfjáreigendur lýsti sig mótfallna breytingunni, talið hag- kvæmara að reka sparisjóðinn áfram í óbreyttu formi. Stjórn sparisjóðsins kom saman að fundi loknum og ákvað að ljúka verkinu með stofnun hluta- félags um reksturinn. Áætlun um samruna Sparisjóðsins í Keflavík við nýtt hlutafélag sem stofnað hefur verið til að taka við rekstrinum verður send hlutafélaga- skrá fyrir mánaðamót og birt opin- berlega. Að mánuði liðnum verður unnt að taka endanlegar ákvarðanir og vonast Geirmundur til að hægt verði að boða til þeirra funda í lok júlí eða byrjun ágúst. Markaðsvirði Sparisjóðsins tæpir þrír milljarðar króna Stofnfjáreigendur eign- ast tæp 30% hlutafjár Keflavík JÓNSMESSUGANGA verður úr Grindavík á fjallið Þorbjörn á sunnu- dagskvöld og Bláa lónið verður opið til klukkan eitt um nóttina í tilefni Jónsmessunnar. Gangan er árlegur viðburður og eykst fjöldi göngufólks með ári hverju. Lagt verður af stað klukkan 20 á sunnudagskvöld frá Sundlaug Grindavíkur og er hópurinn væntan- legur í Bláa lónið, eftir fjallgönguna, um klukkan 22.30. Bláa lónið verður síðan opið til klukkan eitt. KK mun fara með göngufólki á Þorbjörn og taka lagið þegar á topp- inn er komið. Sætaferðir vegna göngunnar eru frá BSÍ kl 19.15 og frá Keflavík (SBK) kl. 19.30. Rúturn- ar fara til baka klukkan hálf eitt. Jónsmessudagskráin er sam- vinnuverkefni Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar. Gengið á Þorbjörn Grindavík Á FYRRA námskeiði Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur sem nú stendur yfir eru 107 börn, meira en 40 börnum færra en á sams konar námskeiði á síðasta ári. Í gær var brugðið á leik, haldinn furðufatadagur og farið á diskó- tek í Fjörheimum. Keflavík, íþrótta- og ungmenna- félag, stendur fyrir tveimur íþrótta- og leikjanámskeiðum í sumar, eins og undanfarin ár. Hinu fyrra lýkur 28. júní en það síðara stendur frá 1. til 19. júlí og er skráð á það á mánudag og þriðjudag í næstu viku að Skóla- vegi 32. Fyrra námskeiðið hefur venjulega verið fjölsóttara en hið síðara en Einar Haraldsson, for- maður Keflavíkur, hefur ekki skýringar á fækkuninni. Hann nefnir þó að nauðsynlegt hafi ver- ið að seinka námskeiðinu vegna þess hvað grunnskólarnir starfi lengi fram á sumarið. Á síðasta sumri tóku alls 215 börn á aldrinum sex til ellefu ára þátt í námskeiðum Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur en Einar Haraldsson telur víst að þau verði mun færri í ár. Markmið námskeiðanna er að kynna börnunum ýmsar íþrótta- greinar, efla félagsþroska og samskiptahæfni og auka hreyfi- færni og bæta líkmsþrek. Einnig er markmið að kynnast betur um- hverfinu og náttúrunni, stuðla að útiveru og skemmta sér með öðr- um börnum. Dagskrá námskeið- anna er fjölbreytt. Síðustu daga hafa börnin til dæmis unnið að gróðursetningu og farið á hestbak og í sund. Furðufatadagurinn er alltaf sérstakur. Börnin mæta skemmtilega klædd á diskótek í félagsmiðstöðinni Fjörheimum og fá aldrei þessu vant að hafa með sér sælgæti. Lokadagur námskeiðsins, næst- komandi föstudag, verður einnig hátíðlegur, þá verður boðið til grillveislu og foreldrar hvattir til að mæta. Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Börn á morgunnámskeiði Íþrótta- og leikjaskóla Keflavíkur koma saman í Fjörheimum á furðufatadegi. Brugðið á leik á furðufatadegi Keflavík MEIRA er flogið yfir efri byggðir Keflavíkur í sumar vegna malbikun- arframkvæmda á austur-vesturflug- braut Keflavíkurflugvallar. Flug- málastjórn hefur látið íbúana vita. Íslenskir aðalverktakar hafa tekið að sér fyrir varnarliðið að fræsa og heilmalbika austur-vesturflugbraut Keflavíkurflugvallar. Framkvæmdir eru hafnar og standa fram á haust. Á meðan er allri flugumferð beint inn á norður-suðurbrautina. Í aðflugi fara flugvélarnar yfir Leiru og nálægt íbúðahverfum í efri hluta Keflavík- ur. Björn Ingi Knútsson flugvallar- stjóri segir að fólk verði meira vart við flugið núna vegna aukningar á flugumferð á sumrin og nýrra álags- toppa. Nefnir hann aukið kvöldflug, á fimmtudögum og sunnudögum, vegna leiguflugs yfir sumarið og aukið flug Flugleiða samkvæmt sumaráætlun. Austur-vesturflugbrautin malbikuð Flug nærri byggð Keflavík VINÁTTUFÉLAGIÐ ICE-NATO- US Friendship Club hefur heiðrað þyrlubjörgunarsveit varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli vegna björg- unar þess á skipverja af vélbátnum Svanborgu SH sem fórst við Snæ- fellsnes í desember síðastliðnum. Vináttufélagið hefur starfað í aldarfjórðung. Eitt af helstu mark- miðum þess er að fylgjast með og fræðast um starfsemi varnarliðs- ins, með sameiginlega hagsmuni Íslands og varnarstöðvarinnar að leiðarljósi, samkvæmt upplýsing- um frá Gunnari Helgasyni sem verið hefur formaður frá upphafi. Árlega er skipulögð sérstök kynnisferð á Keflavíkurflugvöll þar sem eitt afmarkað starfssvið varn- arliðsins er skoðað sérstaklega. Að þessu sinni kynntu fé- lagsmenn sér starfsemi þyrlu- björgunarsveitarinnar frá öllum hliðum, meðal annars þróun starf- seminnar, líf og starf flugmanna og annarra úr áhöfnum, og flugvéla- kostinn. Þyrlusveitin bauð þátttak- endum að kynnast af eigin raun myndvélabúnaði í hjálmum flug- manna sem gerir þeim kleift að sjá flug- og björgunaraðstæður í myrkri. Þessi tækni kom meðal annars að góðum notum við björg- un skipverjans af Svanborgu. Við þetta tækifæri færði félagið björgunarsveitinni í virðingarskyni sæveðraðan blágrýtisstein úr fjöru Snæfellsness með áletruðum silf- urskildi þar sem björgunarafreks- ins er minnst. Heiðra þyrlu- björgunarsveit varnarliðsins Keflavíkurflugvöllur Nokkrir liðsmanna þyrlubjörgunarsveitarinnar ásamt formanni vináttufélagsins, f.v., Keith H. McCready yf- irmaður björgunarsveitarinnar, Jeremy Foster flugvirki, Jeremy Miller varðbergsmaður, Scott Bilyeu björg- unarmaður, Jay Lane björgunarmaður, Javier Casanova flugstjóri og Gunnar Helgason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.