Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 24

Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 24
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 24 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍKJADALUR hefur lækkað mikið gagnvart evru síðustu daga og vikur, en lækkunin hófst í raun í febrúar þó hún færi hægt af stað. Gengi evru gagnvart Banda- ríkjadal var um 0,86 í febrúar og var orðið um 0,88 í mars. Í gær fór evran yfir 0,97 dali, en veikari hefur dal- urinn ekki verið gagnvart evru í 26 mánuði. Ástæða þessarar veikingar dalsins gagnvart evrunni er frekar að dalurinn er að veikjast en að evr- an sé að styrkjast, enda hafði gengi dalsins ekki í sjö mánuði verið lægra gagnvart jeni en það var í gær. Svipaða sögu er að segja um Bandaríkjadal gagnvart íslensku krónunni. Við lok dags í gær kostaði dalurinn um 88,20 krónur og hefur hann ekki verið ódýrari frá því í mars í fyrra. Sterkastur var hann undir lok nóvember í fyrra, þegar hann fór yfir 110 krónur, en síðan hefur hann farið lækkandi eins og sést á meðfylgjandi línuriti. Lækk- unin frá því hann var sterkastur er rúm 20% og frá áramótum hefur hann lækkað um rúm 14%. Erlendar fjárfestingar dragast saman í Bandaríkjunum Í Morgunpunktum Kaupþings segir að ástæða þess að gengi dals- ins hafi lækkað svo hratt undanfarið sé fyrst og fremst sú, að svo virðist sem fjárfestar hafi minni trú á bandarísku efnahagslífi en áður og að þeir hafi í einhverjum tilfellum flutt fjármagn úr landi, meðal ann- ars til Evrópu. Mikið innstreymi fjármagns til Bandaríkjanna hafi unnið á móti miklum viðskiptahalla þar í landi síðustu ár, og um leið og dragi úr erlendri fjárfestingu í Bandaríkjunum virðist fátt geta komið í veg fyrir veikingu dalsins. Hlutabréfavísitölur í Bandaríkj- unum hafa farið lækkandi síðustu vikur og mánuði, ekki síst síðustu daga, og er þetta eitt af því sem dregið hefur úr áhuga fjárfesta á mörkuðunum í Bandaríkjunum. Hægur bati og óviss Í The Wall Street Journal kemur fram að bandaríska hagkerfið sé smám saman að ná sér, en jafnframt að batinn sé viðkvæmur. Eins og fram hefur komið voru í fyrradag birtar tölur um viðskipta- jöfnuð Bandaríkjanna og reyndist viðskiptahallinn hafa vaxið úr 95 milljörðum Bandaríkjadala í 112,5 milljarða á milli ársfjórðunga og hefur hann aldrei verið hærri. Þessi aukning varð þrátt fyrir að útflutn- ingur ykist um 2,2%, því innflutn- ingur jókst tvöfalt meira. Þriðjung- ur orsakar þessarar miklu aukn- ingar innflutnings er hækkað verð og aukið magn innfluttrar olíu. Aukning útflutnings stafar aðallega af auknum útflutningi iðnaðarvara. Innlend eftirspurn eykst og atvinnuleysi minnkar The Wall Street Journal hefur eftir hagfræðingum að aukning inn- flutningsins sé jákvæð að því leyti að hún sýni aukna innlenda eftirspurn. Á hinn bóginn sé neikvætt að hún auki viðskiptahallann, sem þýði að Bandaríkin þurfi að taka erlend lán og geti jafnvel orðið til að hækka vexti til að draga að fjárfestingu. Vísitala leiðandi hagvísa, sem gefa vísbendinu um efnahags- ástandið næstu þrjá til fjóra mánuði, hækkaði óvænt um 0,4% í maí, eftir að hafa lækkað um 0,3% í apríl, og er talið að þetta kunni að benda til betra efnahagsumhverfis á seinni hluta ársins. Annað sem þykir fremur jákvætt er að nýskráningar atvinnulausra hafa heldur lækkað að undanförnu og sýnir fjögurra mánaða meðaltal lækkun um 8.000 á milli vikna, úr 404.000 í 396.000 nýskráða atvinnu- lausa. Bandaríkjadalur veikist Bandaríkjadalur kostar nú það sama og í mars í fyrra 7 $2 !8 .%%$  .$2 !8 .%%. $.% $$, $$% $%, $%% *, *% &, &% /,         9 2 1 : 1 ; ; <  #  = ; 7 1 : 1 ;; 7 .%%$ .%%. SAMSTARFSSAMNINGUR Ice- land Genomics Corporation (IGC) við Myriad Genetics mun hafa margvís- leg áhrif á fyrirtækið, að sögn Gunn- laugs Sævars Gunnlaugssonar, fram- kvæmdastjóra þess. IGC, sem er móðurfélag líftækni- fyrirtækisins Urðar, Verðandi, Skuldar ehf. (UVS), hefur, eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær, samið við bandaríska líftæknifyrir- tækið Myriad Genetics um samstarf við staðsetningu erfðavísis sem veld- ur krabbameini. Gunnlaugur Sævar segir áhrifin af þessum samningi vera margvísleg. „Það fylgja þessu náttúrulega fjár- munir sem eru tengdir árangri, eins og títt er um slíka samninga. Þetta vekur líka athygli á fyrirtæk- inu, ekki síst erlendis, þar sem er í raun okkar markaðssvæði. Samning- urinn hefur reyndar þegar vakið mikla athygli en frétt um tilurð hans var birt á vef Nasdaq-hlutabréfa- markaðarins í gær. Nú, þetta hefur einnig mikla þýð- ingu fyrir vísindafólkið okkar, sem þarna fær að spreyta sig á verkefni í samstarfi við eitt af stærri líftækni- fyrirtækjum veraldar. Þar fæst þá prófsteinn á okkar vísindavinnu og þau gögn sem við höfum. Samningurinn mun því hafa mjög mikil og jákvæð áhrif á okkur þó svo að honum kunni ekki að fylgja neinar stórkostlegar fjárhæðir,“ segir Gunn- laugur Sævar. Hann kveðst ekki geta tjáð sig um hvers konar upphæðir er um að ræða en segir að þar sem greiðslur verði árangurstengdar geti fjárhæðirnar orðið umtalsverðar ef árangur af samstarfinu verður góður. Að sama skapi verði þær fremur litlar ef lítill árangur næst. Aðspurður segist Gunnlaugur jafn- vel eiga von á frekara samstarfi við Myriad ef vel gengur með þetta verk- efni. Myriad Genetics starfar á sviði erfðafræðirannsókna og hefur gjarn- an verið líkt við deCODE genetics. Hlutabréf Myriad eru skráð á banda- ríska Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn. Í fréttatilkynningu á Nasdaq á mið- vikudag var haft eftir Mark Skolnick, framkvæmdastjóra hjá Myriad, að samstarfið við IGC muni hraða stað- setningu erfðavísisins sem veldur krabbameini auk þess sem kostnað- urinn sé lágmarkaður. Þá geti erfða- fræðileg gögn sem til eru um íslensku þjóðina haft áhrif á framgang rann- sóknarinnar á krabbameinsgeninu. Móðurfélag UVS gerir samning með árangurstengingu Samningurinn við Myriad hefur mikil og góð áhrif FJÖGUR lönd hafa verið tekin af al- þjóðlegum svörtum lista FATF (Fin- ancial Action Task Force) yfir lönd sem stunda peningaþvætti. Það eru Ungverjaland, Ísrael, Líbanon og Sankti Kitts og Nevis. FATF er sérstök fjármálasér- sveit, með aðsetur í París, sem berst gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. FATF heldur lista yfir þau lönd sem talin eru stunda pen- ingaþvætti. Nú eru á þessum lista 15 lönd og svæði: Cookeyjar, Dóm- iníska lýðveldið, Egyptaland, Grenada, Gvatemala, Indónesía, Marshalleyjar, Burma, Nárú, Níg- ería, Niue, Filippseyjar, Rússland, Sankti Vinsent og Grenadíneyjar og Úkraína. Löndin fjögur, sem eru dottin út af listanum, verða áfram undir eft- irliti um tíma en ættu nú að hafa greiðari aðgang að fjármálakerfi heimsins, að því er segir á fréttavef BBC. Ungverjaland var tekið af lista eftir að þar voru sett lög sem banna nafnlausa bankareikninga og Ísrael var tekið af lista eftir setningu laga sem tryggja að bankar viti hverjir hagnast af þjónustu þeirra. Einnig er á döfinni að setja á fót virkt fjár- málaeftirlit í Ísrael. Reyndar hefur Rússland sett lög í samræmi við óskir FATF en ekki þótti ráðlegt að taka landið af svarta listanum fyrr en framkvæmd lag- anna liggur fyrir. Gagnrýnisraddir halda því fram að svarti listi FATF sé til lítils enda viðgangist peningaþvætti nær alls staðar þar sem mikil fjármálastarf- semi þrífst. Þannig vanti á listann heimsins stærstu fjármálamiðstöðv- ar, eins og London og New York, sem séu yfirleitt endastöðvar pen- inganna sem eru „þvegnir“. Fjögur lönd út af peningaþvættislista MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá Íslands- banka: „Vegna athugasemda sem nb.is hefur sent til Samkeppnisstofnunar vegna auglýsinga Íslandsbanka í fjölmiðlum um vaxtakjör, óskar Ís- landsbanki eftir að taka fram: Það kemur skýrt fram í auglýsing- unum að Íslandsbanki bjóði bestu vaxtakjör helstu banka og spari- sjóða. Með orðalaginu „helstu bank- ar og sparisjóðir“ er átt við stærstu banka og sparisjóði sem bjóða upp á sambærilega þjónustu og Íslands- banki. Í auglýsingunni eru Íslands- banki, Landsbanki, Búnaðarbanki og SPRON bornir saman enda stærstu fjármálafyrirtækin á þessu sviði. Þessi fjármálafyrirtæki bjóða víð- tæka fjármálaþjónustu fyrir einstak- linga og fyrirtæki og bjóða viðskipta- vinum sínum bæði að koma í útibú svo og að sinna viðskiptum sínum á Netinu. Markmið auglýsinga Ís- landsbanka er að upplýsa viðskipta- vini með samanburði á vöxtum og verði hjá umræddum fjórum fjár- málafyrirtækjum. Benda má á að samanburð vaxta og verðlags allra banka og sparisjóða má finna annars staðar, t.d. á hverjum degi í vaxta- töflu Morgunblaðsins.“ Tilkynning frá Íslandsbanka Vegna vaxta- samanburðar ● ÞAÐ sem af er ári hafa verið af- greidd viðbótarlán frá Íbúðalánasjóði fyrir 1,6 milljarða króna samanborð við tæplega einn milljarð króna á sama tímabili í fyrra. Aukningin nemur því ríflega 62% milli ára, að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Á sama tímabili hefur útgáfa hús- bréfa aukist um 22%, úr 11,4 millj- örðum króna á fyrstu fimm mánuðum síðasta árs í 13,9 milljarða króna á sama tímabili í ár. „Aukna húsbréfaútgáfu má að hluta til rekja beint til aukningar í út- gáfu viðbótarlána en viðbótarlán koma, eins og nafnið gefur til kynna, til viðbótar hefðbundnum hús- bréfalánum og getur heildarveðhlut- fall húsbréfa og húsnæðisbréfalána á hverja íbúð numið allt að 90%. Til- koma viðbótarlánanna hefur því gert fleirum kleift að kaupa sér húsnæði og þannig aukið húsbréfaútgáfuna, haldið uppi ávöxtunarkröfunni og íbúðaverðinu,“ að því er fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. 66% aukning viðbótarlána ● BOÐAÐ hefur verið til hluthafa- fundar Landsbanka Íslands hf. mánudaginn 1. júlí þar sem fram á að fara kosning í nýtt bankaráð. Í liðinni viku var 20% eignarhlutur ríkissjóðs í bankanum seldur í al- mennu hlutafjárútboði á Verð- bréfaþingi. Þegar tekin var ákvörðun í ríkisstjórn um þessa sölu og lækkun eignarhlutar ríkisins úr rúmum 68% í rúm 48% var jafnframt ákveðið að boðað yrði til hluthafafundar og kosið nýtt bankaráð ef allt hlutaféð seldist. Nú sitja í bankaráði, samkvæmt ákvörðun aðalfundar Landsbankans í mars: Helgi S. Guðmundsson for- maður, Kjartan Gunnarsson varafor- maður, Guðbjartur Hannesson ritari, Birgir Þór Runólfsson meðstjórnandi og Jónas Hallgrímsson meðstjórn- andi. Varamenn eru Þórunn K. Þor- steinsdóttir, Elsa B. Friðfinnsdóttir, Fannar Jónasson, Elínbjörg Magn- úsdóttir og Jóhanna Engilbertsdóttir. Kosið í bankaráð Landsbankans VIÐSKIPTA- og hagfræðideild Háskóla Íslands, með stuðningi Hollvinafélags deildarinnar, veit- ir í dag Marinó Erni Tryggva- syni verðlaun fyrir árangur í námi, en hann hlaut 9,43 í meðaleinkunn. Marinó, sem er fæddur árið 1978 og lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1999, lýkur nú BS-prófi í viðskipta- fræði með áherslu á fjármál. Lokaritgerð Marinós Arnar, sem unnin var undir leiðsögn Gylfa Magnússonar dósents, nefnist Eignastýring og fjárfest- ingastefna lífeyrissjóða. Marinó Örn segir niðurstöðu ritgerðar- innnar þá að með tiltölulega ein- földum aðgerðum til að verjast gengisáhættu megi bæta ávöxtun lífeyrissjóðanna um 1⁄2%–1%. Þetta sé þó engin endanleg nið- urstaða heldur frekar grunn- rannsókn sem hægt sé að vinna frekar út frá og líta megi á rit- gerðina sem innlegg í umræðu um fjárfestingarstefnu lífeyris- sjóðanna. Marinó Örn segir að á bilinu fjórði til fimmti hluti eigna lífeyr- issjóðanna sé í erlendum mynt- um og vegna sveiflna í gengi krónunnar skipti miklu hvernig vörnum gegn gengisáhættu sé háttað enda byggi fólk fjárhags- legt öryggi sitt á efri árum á sparnaði sínum í lífeyrissjóðun- um. Eftir að ritgerðarsmíðinni lauk hóf Marinó Örn störf hjá eign- astýringu lífeyrissjóða hjá Kaup- þingi. Gerir hann ráð fyrir að starfa þar í náinni framtíð, en síðan hyggur hann á frekara nám erlendis, helst í Bretlandi eða Bandaríkjunum, og þá áfram á sviði fjármála. Verðlaun í viðskiptafræði Marinó Örn Tryggvason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.