Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 29

Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 29
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 29 FATLAÐIR Íslendingar eru fá- tækari en aðrir fatlaðir Norður- landabúar. Fátæktin kallar fram fordóma og af þeim spretta fram ýmsar alhæfingar. Flestir hafa einhverja skoðun á því sem fyrir augu og eyru ber. Oft er álit manna byggt á reynslu eða nokkurri þekkingu. Hitt er og algengt að menn myndi sér skoð- anir um ýmislegt sem þeir hafa litla eða enga þekkingu á. Séu þessar skoðanir byggðar á alhæf- ingum kallast þær fordómar. Fordómar birtast í ýmsum myndum. Þeir sem skera sig á einhvern hátt úr samfélaginu verða einatt fyrir þeim. Þá er og algengt að viss skilyrði kalli fram fordóma í garð þeirra sem njóta ekki sömu skilyrða og þeir sem fordómana hafa. Þess- um fordómum er þó sameiginlegt að þeir stuðla ekki að lausn neinna vanda- mála. Fatlaðir verða einatt fyrir barðinu á margs konar fordómum og gildir þá einu hver fötlunin er. Samtök fatlaðra hafa leynt og ljóst reynt að vinna gegn fordómum í garð fatlaðra. Þegar vel árar í þjóðfélaginu er eins og slakni á fordómunum. En þegar syrtir að í efnahagslífinu verður erfiðara fyrir þá sem eiga undir högg að sækja að hasla sér völl á vettvangi þjóðlífsins. Meginvandi margra fatlaðra er sá að þeir fá ekki tækifæri til þess að nýta krafta sína og hæfileika. Þess vegna hefur þurft að grípa til sérstakra úrræða mörgum þeirra til aðstoðar á almennum vinnumarkaði. Geti einstaklingur um fötlun sína á umsóknareyðublaði atvinnumiðlunar reynist það nægileg ástæða þess að hvorki er haft samband við hann né honum gefinn kostur á at- vinnuviðtölum. Árið 2003 verður helgað málefnum fatlaðra í Evrópu. Hér á landi er brýnt að nota tækifærið til þess að draga úr ýmsum fordómum sem eru ríkjandi í garð fatlaðra. Með samstilltu átaki stjórnvalda og almennings er þetta hægt. Efna þarf til vitundarvakningar og styrkja lagaákvæði um jafnan rétt fatl- aðra. Með því að bæta kjör fatlaðra og efla rétt þeirra til hvers konar þjón- ustu verður um leið dregið úr fordómum í þeirra garð. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands  Vitundarvakning Landlæknisembættisins og Geðræktar um fordóma í samstarfi við: Alþjóðahúsið, Félag eldri borgara, Félagsþjónustuna í Reykjavík, Heilsueflingu í skólum, Hitt húsið, Jafnréttisnefnd og Stúdentaráð Háskóla Íslands, Miðborgarstarf KFUM og K og Þjóðkirkjunnar, Rauða kross Íslands, Samtökin ’78 og Öryrkjabandalag Íslands. Heilsan í brennidepli Fordómar gegn fötluðum Fordómar birtast í ýmsum myndum. Þeir sem skera sig á einhvern hátt úr samfélaginu verða einatt fyrir þeim Spurning: Ég hef heyrt talað um að fólk sé með tvíburabróður á bakinu og jafnvel þurfi að fjar- lægja hann með skurðaðgerð. Hvaða fyrirbæri er þetta? Svar: Þetta hefur ekkert með tví- bura eða systkini að gera en hefur einhvern tíma í fyrndinni fengið þetta heiti sem má segja að sé skrýtið og skemmtilegt. Tvíbura- bróðir er í raun graftarkýli sem getur myndast á milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu. Á sumu fólki er gat eða göt í húðinni milli rasskinna ofan á spjaldhrygg í miðlínu, og undir er húðklætt holrými. Þetta holrými er í helmingi tilvika fullt af hárum sem hafa troðist þangað inn. Ef opið lokast af einhverjum ástæð- um þá myndast óhjákvæmilega sýking í holrýminu. Þá verður þar bólga og eymsli og úr vilsar gröft- ur og oft smáblæðing og er það kallað tvíburabróðir í daglegu máli. Í íðorðasafni lækna er þetta nefnt hæruskúti. Latneska fræði- heitið er sinus pilonidalis og enska heitið pilonidal sinus (sinus þýðir hola, pilus þýðir hár og nidus hreiður). Þessar holur eru að öll- um líkindum meðfæddar og stafa frá flóknu ferli í þróun fóstursins þar sem húðin á bakinu lokast yfir vefi sem mynda taugakerfið. Miklu alvarlegri gallar af sama toga eru klofinn hryggur og klofin mæna. Þessu fyrirbæri var fyrst lýst árið 1830 og 1880 var því gefið fræðiheitið sinus pilonidalis. Lengi hafa staðið deilur um eðli og uppruna tvíburabróður og lík- lega er ekki búið að segja síðasta orðið enn. Til er rannsókn frá N- Ameríku þar sem tíðni (algengi) þessa meins var um 1% hjá karl- mönnum og 0,1% hjá konum en mér er ekki kunnugt um að tíðni hafi verið rannsökuð hér á landi. Í annarri rannsókn var kynjahlut- fall þeirra sem leituðu sér lækn- inga 3–7 karlmenn á móti hverri konu. Algengast er að sjúklingar séu um eða rétt yfir tvítugt og langflestir eru á aldrinum 15–35 ára. Flestir leita læknis vegna eymsla eða ígerðar og aukin áhætta að fá þennan kvilla fylgir offitu, fjölskyldusögu, hreyfing- arleysi og störfum þar sem mikið er setið. Oft er nægjanlegt að tæma graftarkýlið og hreinsa hol- rýmið vel af hárum og öðru sem safnast hefur fyrir. Yfirleitt er ekki ástæða til að gefa sýklalyf. Ef sýking endurtekur sig er venju- lega ástæða til að gera aðeins stærri aðgerð þar sem öll holrými eru fjarlægð og ber það oftast full- nægjandi árangur. Hvað er tvíburabróðir? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Tengist ferli í þróun fósturs  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrirspurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhanns- sonar: elmag@hotmail.com. LÍÐAN hjúkrunar- fræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og samskipti starfsmanna og stjórnenda eru meginefni rannsóknar Sigrúnar Gunnarsdótt- ur, doktorsnema í London School of Hyg- iene & Tropical Medic- ine. Hún lauk BS- gráðu og MS-gráðu í hjúkrunarfræði frá HÍ árin 1986 og 2000 og starfar nú á Landspít- ala – háskólasjúkra- húsi. Rannsóknin sem nú er í bígerð byggir á kenningum um svokölluð mögnuð sjúkrahús (magnet hospitals) sem þróaðar hafa verið í Bandaríkjun- um. Morgunblaðið ræddi við Sig- rúnu um fyrri rannsóknir, nýju rannsóknina og áhrif þeirra á líðan starfsfólks. Rannsókn í eldhúsi og þvottahúsi Fyrri rannsókn Sigrúnar, til meistaraprófs í hjúkrunarfræði, fór fram í eldhúsi og þvottahúsi Land- spítala – háskólasjúkrahúss árin 1999 og 2000. „Ég dvaldi með starfsfólkinu á vinnustöðunum og tók þátt í sem flestu sem tengdist lífi starfsfólksins þar. Með því móti náði ég heildrænni sýn á aðstæð- urnar og efnið, sem var nauðsynleg forsenda vals míns á nokkrum starfsmönnum til ítarlegra við- ræðna,“ svarar Sigrún þegar spurt er um rannsóknarferlið. Markmið rannsóknarinnar var að kanna líðan starfsmanna út frá þeirra eigin sjónarhorni og leita um leið árang- ursríkra leiða í heilsueflingu. Sigrún hefur starfað við heilsu- eflingu og lýðheilsufræði í mörg ár en hafði áhuga á að víkka sjóndeild- arhringinn í þeim efnum. Með það í huga tengdi hún rannsóknina við tilvistarheimspeki og fetaði þar nýja braut í starfsmannafræðum. „Ég hef nefnt þessa nálgun við fræðimenn á sviði starfsmannamála og hefur hún vakið athygli þeirra og þótt nýstárleg. Það er áhugavert að flétta saman kenningar um heil- brigði og heimspeki og skapa þannig nýjar hugmyndir um lýð- heilsu og starfs- mannamál.“ Vilhjálm- ur Árnason heimspek- ingur var leiðbeinandi Sigrúnar í þessum efnum, en Kristín Björnsdóttir og Rann- veig Traustadóttir voru leiðbeinendur á öðrum sviðum rann- sóknarinnar. List hins mögulega Sigrún komst að áhugaverðri niður- stöðu í rannsókninni. „Niðurstaðan varð sú að það starfsfólk sem sér tækifærin í vinnunni til að láta sér líða vel býr yfir ákveðinni list sem ég kalla list hins mögulega. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður tekst þessu starfsfólki að láta sér líða vel í vinnunni, til dæmis með því að leita leiða til að hafa áhrif á vinnuað- stæður og eiga góð samskipti við stjórnendur og vinnufélaga. Störf við færiband eða í miklum hávaða auka t.d. hættu á heilsutjóni og starfsfólkið þurfti sannarlega á úr- bótum að halda. Með rannsóknar- vinnunni opnuðust augu margra fyrir leiðum til úrbóta og einnig kom í ljós að margir höfðu fundið sér leið sem þeim hentaði.“ Sam- félag á vinnustað hefur verið Sig- rúnu umhugsunarefni. „Hver vinnu- staður er samfélag og það getur verið ríkt af félagsauði ef samskipti eru góð og traust ríkir. Lýðheilsa ræðst meðal annars af þessum þátt- um.“ Strax að lokinni rannsókninni kynnti Sigrún niðurstöður sínar fyrir starfsfólki eldhúss og þvotta- húss. Komið var á fót vinnuhópum í kjölfarið sem unnu að umbótum á aðstöðu starfsmanna. „Á þann hátt náðist árangur af rannsókninni, sem ég er mjög ánægð með. Skýrsl- an mín hefur komið af stað breyt- ingum á áherslum, og nauðsynlegt er að fylgja þeim eftir,“ segir Sig- rún baráttuglöð á leið í næsta stór- verkefni, sem er rannsókn á líðan og aðstæðum hjúkrunarfræðinga og lækna á Landspítala – háskóla- sjúkrahúsi. Rannsókn sem skiptir máli Nýja rannsóknin, sem er dokt- orsverkefni Sigrúnar, er nú í burð- arliðnum. „Samspil stjórnunar og líðanar á vinnustað verður meg- inviðfangsefni næstu rannsóknar,“ segir Sigrún. „Ég mun senda út spurningalista í september til allra hjúkrunarfræðinga á sjúkrahúsinu, alls um 1500 manns, þar sem spurt er um líðan, samskipti, stjórnunar- aðferðir og mat á gæðum þjónust- unnar.“ Spurningalistinn byggir á líkani magnaðra sjúkrahúsa, sem upphaflega var beitt í Bandaríkj- unum þegar í ljós kom að viss sjúkrahús löðuðu til sín hjúkrunar- fræðinga þrátt fyrir þrengingar og sýndu um leið mikil gæði þjónust- unnar. „Áhugi hefur verið fyrir notkun líkansins hér á landi og fylgi ég nú í kjölfarið og tek að mér þessa rannsókn fyrir hönd sjúkra- hússins. Leiðbeinendur mínir í London eru prófessor Don Nut- beam og dr. Anne Marie Rafferty, sem hefur stýrt sams konar rann- sóknum í Bretlandi. Einnig er ég í samvinnu við Vinnueftirlit ríkisins við gerð rannsóknarinnar.“ Sigrún væntir góðrar þátttöku hjúkrunarfræðinga í rannsókninni. „Mér er mikið í mun að niðurstöður mínar nýtist á vinnustað og grunn- urinn að því er að starfsfólk taki virkan þátt í rannsókninni, líkt og tókst svo vel í eldhúsinu og þvotta- húsinu,“ segir Sigrún að lokum. Doktorsverkefni á sviði starfsmannamála og lýðheilsu Rannsóknir í þágu starfsfólksins Sigrún Gunnarsdóttir Pressukanna verð kr. 1.995 2 bollar í stíl kr. 995 Stálútlit (matt) Klapparstíg 44 Sími 562 3614

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.