Morgunblaðið - 22.06.2002, Page 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 33
STÓRTÓNLEIKAR í Íþrótta-
húsinu í Reykjahlíð 16. júní voru há-
punktur Menningahátíðar í Mý-
vatnssveit á þessu vori. Norðlenskir
tónlistarmenn voru þar í aðalhlut-
verkum og sungu og
léku með Sinfóníu-
hljómsveit Norður-
lands verk eftir Moz-
art og Haydn auk
fjögurra íslenskra
sönglaga. Þetta voru
einsöngvararnir Mar-
grét Bóasdóttir sópr-
an, Sigrún Arngríms-
dóttir mezzosópran,
Óskar Pétursson tenór
og Benedikt Ingólfs-
son bassi ásamt tromp-
etleikaranum Ásgeiri
Steingrímssyni. Stærð-
ar kór myndaður af
kórfólki úr kórum
Reykjahlíðarkirkju,
Skútustaðakirkju, Ein-
arsstaðakirkju, Grenivíkurkirkju,
Svalbarðsstrandarkirkju, Húsavík-
urkirkju, Akureyrarkirkju og Lang-
holtskirkju, líka fólki úr Samkór
Húsavíkur, Kammerkór Norður-
lands, Karlakórnum Hreimi og
Leikhúskórnum á Akureyri, var
einnig í aðalhlutverki á tónleikunum
auk sinfóníuhljómsveitarinnar.
Stjórnandi var Guðmundur Óli
Gunnarsson.
Tónleikarnir hófust á því að
hljómsveitin lék Forleikinn að
Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart.
Hið „nett spúkí“ andrúmsloft for-
leiksins og óperunnar komst vel til
skila í vönduðum flutningi þó
strengirnir hafi verið helst til fálið-
aðir miðað við blásarana. En það er
einkum peningavandamál fremur en
listræns eðlis. Einnig heyrðist að
hljómburður hússins var of mattur
en það hafa löngum verið örlög ís-
lenskra músíkanta að syngja í bolta-
spriklhúsum en ekki tónlistarsölum.
Eftir forleikinn var komið að ís-
lensku sönglögunum, fyrst Vorgyðj-
unni eftir Árna Thorsteinsson með
einsöng Margrétar Bóasdóttur sem
tókst þokkalega. Hver á sér fegra
föðurland Emils Thoroddsens
hljómaði bærilega í túlkun Bene-
dikts bassasöngvara Ingólfssonar
en röddin þarf að opnast dálítíð
meira. Sigrún Arngrímsdóttir söng
Draumalandið eftir Sigfús Einars-
son mjög fallega þó tóntakan hefði á
einstöku stað mátt vera markviss-
ari. Plokkið í hljómsveitinni var líka
aðeins of veikt í laginu en það helg-
ast ekki síst af fæð strengjanna.
Einsöngslögunum lauk með
Hamraborginni Kaldalóns í flutn-
ingi Óskars Péturssonar og hljóm-
sveitarinnar. Óskar söng sérdeilis
frábærlega en hljómsveitin hefði
mátt halda meira aftur af sér í styrk
til þess að röddin nyti sín betur.
Sá frægi trompetkonsert Haydns
Í Es-dúr var næstur á efnisskránni.
Þetta er tímamótaverk í málmblást-
urssögunni, samið 1796 fyrir Anton
nokkurn Wedinger, trompetleikara
og hljóðfærasmið. Ýmislegt bendir
til þess að hann og Haydn hafi
þekkst nokkuð og tónskáldið jafnvel
verið svaramaður í brúðkaupi hans.
Anton hafði þá nýlega fundið upp
eins konar klappatrompet, sem var
fyrirrennari ventlatrompetsins, en
þessi trompet gerði það að verkum
að hægt var að leika allar nótur,
ekki bara brotna hljóma eða yfir-
tónaraðir. Þetta kemur greinilega
fram í upphafstónum trompetsins,
sem mynda skrefhreyfingu.
Tónverkið er síðasta stórverk
Haydns sem eingöngu er fyrir
hljóðfæri og af mörgum talin hans
besta konserttónsmíð. Einleikarinn
Ásgeir Steingrímsson lék konsert-
inn fallega og fumlaust og sleppti
sér ekki í of mikil átök.
Hefði hljóðrýmið verið ákjósan-
legra hefði hugsanlega mátt leika
hæga kaflann hægar og gera hann
sætari og meira lifandi en slíkt var
einfaldlega ekki mögulegt. Í heild
var samspil einleikara og hljóm-
sveitar með ágætum og náði víða að
laða fram „Haydnskan“ glæsileika,
einkum í lokakaflanum.
Eftir hlé var kórmúsík í fyrir-
rúmi, hinn gríðarstóri kór (um 80
manns) tók sér stöðu
bak við hljómsveitina
og söng Ave verum
corpus mótettuna ægi-
fögru af næmni og
smekkvísi. Jafnvægi
milli radda var gott en
kórinn mátti ekki vera
mikið stærri og sterk-
ari miðað við hljóm-
sveitina. Síðasta og
viðamesta verkið á
tónleikunum var Krýn-
ingarmessa Mozarts.
Af hverju hún er köll-
uð krýningarmessa er
ekki ljóst. Lengi vel
töldu menn að nafn-
giftin tengdist krafta-
verki sem ku hafa átt
sér stað 1751 er María guðsmóðir
krýnd birtist heittrúuðum í kirkju
norður af Salzburg. Fræðimenn
hafa síðan dregið þetta í efa en
nafnið hefur samt haldist. Messan
hefur hina hefðbundnu messuþátta-
röð: Kyrie (miskunnarbæn), Gloria
(dýrðarsöngur), Credo (trúarjátn-
ing), Sanctus (heilagur), Benedictus
(blessaður) og Agnus dei (lamb
guðs) og er fyrir kór, 4 einsöngvara
og hljómsveit án lágfiðla en brass-
hljóðfæri eru nokkuð áberandi.
Erkibiskupinn í Salzburg lagði Moz-
art línurnar við messutónsmíðarnar
og vildi enga flókna fjölröddun, sem
minnsta skörun á textahendingum,
bara eina sólóaríu og umfram allt
hafa verkið stutt, enda er messan í
styttra lagi miðað við t.d. ítalskar
messur frá þessum tíma. Hér heyr-
ast áhrif frá J.C. Bach og ítalskri
óperu í laglínum, „Händelskar“
bassalínur, hljómsveitarútsetning í
anda Mannheim-skólans, í músík
sem umfram allt er gegnsýrð af feg-
urð og ríkri tjáningu. Flutningur
messunnar tókst að flestu leyti afar
vel. Óskar og Margrét voru í góðu
stuði í kyrie kaflanum og glorian
var mikilfengleg þó upphafið hefði
kannski mátt vera eilítið sterkara í
kór og hljómsveit. Kvartett ein-
söngvaranna í credo hlutanum
leiddi ljós að raddir þeirra blönd-
uðust sérstaklega vel saman og var
flutningur þáttarins í heild mjög
sannfærandi. Hið sama má segja
um Benedictus kaflann. Sanctus var
mjög fínn og einhvern veginn trufl-
aði það mann ekkert þó stundum
heyrðist ekki mikið í strengjunum á
móti kórnum á útopnu. Sólóaría
Margrétar í Agnus Dei var stór-
glæsilega flutt og eftirtektarvert
hve vibratóið í tóninum myndaðist
einstaklega fallega og áreynslu-
laust. Endir verksins er kórinn
syngur „dona nobis pacem“ var líka
áberandi þéttur og flottur og kór-
ónaði þessa ágætu tónleika á viðeig-
andi hátt. Það var vel til fundið að
færa einsöngvurunum, stjórnanda
og einleikara körfur með reyktum
Mývatnssilungi og heimagerðu
brauði í stað blóma í lok tónleikanna
en blómagjafir eru orðnar alltof
staðlað form á því hvernig ber að
þakka fyrir góða tónleika.
TÓNLIST
Íþróttahúsið í Reykjahlíð
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Margrét
Bóasdóttir sópran, Sigrún Arngrímsdóttir
mezzosópran, Óskar Pétursson tenór,
Benedikt Ingólfsson bassi, Ásgeir Stein-
grímsson trompetleikari, Kórar Reykja-
hlíðarkirkju, Skútustaðakirkju, Ein-
arsstaðakikju, Grenivíkurkirkju,
Svalbarðsstrandarkirkju, Húsavík-
urkirkju, Akureyrarkirkju og Langholts-
kirkju, auk meðlima úr Samkór Húsavík-
ur, Kammerkór Norðurlands, Karla-
kórnum Hreimi og Leikhúskórnum á
Akureyri. Stjórnandi var Guðmundur Óli
Gunnarsson.
STÓRTÓNLEIKAR MENNINGARHÁTÍÐAR
MÝVATNSSVEITAR
Músíkveisla
í Mývatnssveit
Guðmundur Óli
Gunnarsson
Ívar Aðalsteinsson
LOKATÓNLEIKARNIR í nor-
rænni tónleikaröð Camerarctica
og Norræna hússins verða á
sunnudag.
Á efnisskránni eru verk eftir
Carl Nielsen, Niels Gade, Øistein
Sommerfeldt, Sveinbjörn Svein-
björnsson og Jón Leifs. Eins og á
fyrri tónleikunum setur norrænt
ljóð tónleikunum tóninn og í
þetta sinn er það norska ljóðið
„Vi skal ikkje sova burt sum-
arnatta“. Þannig eru á efnis-
skránni smástykki sem bera titla
eins og „Bjartur vormorgunn“ og
„Litli lækurinn“, sem eru úr Vor-
lögum Norðmannsins Øistein
Sommerfeldt fyrir einleiksflautu,
og „Þokunni léttir“ eftir Danann
Carl Nielsen. Flytjendur á tón-
leikunum eru Örn Magnússon pí-
anóleikari og Camerarctica: Hall-
fríður Ólafsdóttir flautuleikari,
Ármann Helgason klarinettuleik-
ari, Hildigunnur Halldórsdóttir
fiðluleikari, Sigurlaug Eðvalds-
dóttir fiðluleikari, Guðmundur
Kristmundsson víóluleikari og
Sigurður Halldórsson sellóleikari.
Tónleikarnir hefjast klukkan
14.00 og eru um klukkustund-
arlangir.
Norrænar
fantasíur
og náttúru-
stemmning
Morgunblaðið/Sverrir
Camerarctica leikur í Norræna húsinu á morgun.
FJÖLBREYTT dagskrá verður í
Árbæjarsafni á morgun, sunnudag.
Í flestum húsum safnsins verður
handverksfólk að störfum frá
klukkan 13. Í Árbænum verður of-
ið, spunnið, prjónað og gerðir roð-
skór auk þess sem húsfreyjan býð-
ur gestum og gangandi upp á
lummur. Við Árbæinn verður einn-
ig teymt undir börnum milli klukk-
an 13 og 15. Í Líkn verður þjóð-
búningasaumi gerð góð skil og þar
verður einnig knipl, saumað í bún-
ing, baldering og útsaumur. Í Ull-
arhúsinu verður kynning á sveins-
stykki í húsgagnasmíði og spón-
skurður og fyrir utan húsið verður
steinsmiður að störfum. Í Hábæ
verður prjónað á prjónavél og skó-
smiður gerir við skó. Í Miðhúsi
geta gestir fræðst um bókband og
á úrsmíðaverkstæðinu í Þingholts-
stræti 9 verður úrsmiður við störf.
Gullsmiður smíðar víravirkisskart
og annar steypir í mót í Suðurgötu.
Við Nýlendu verður netagerðar-
maður að ríða net og eldsmiður í
smiðjunni. Í Dillonshúsi verður
boðið upp á ljúffengar veitingar.
Klukkan 14 hefst dagskráin
Spekúlerað á stórum skala í húsinu
Lækjargötu 4. Þar býður Þorlákur
Ó. Johnson upp á skemmtun í anda
liðins tíma. Þar fá gestir innsýn í
lífið í Reykjavík á 19. öld.
Hin árlega Jónsmessunætur-
ganga Árbæjarsafns verður á
sunnudag. Lagt verður af stað frá
miðasölu Árbæjarsafns klukkan 22
og er þátttaka ókeypis. Á göngunni
mun fólk fræðast um íslenska
þjóðtrú, gróðurfar og sögu Elliða-
árdalsins.
Fararstjórar verða Helgi M.
Sigurðsson, sagnfræðingur á Ár-
bæjarsafni, og Þorvaldur Örn
Árnason líffræðingur sem mun
fræða fólk um gróðurinn í dalnum
og leika létt lög á gítar þar sem áð
verður.
Jónsmessuganga
í Árbæjarsafni
Í GALLERÍI Sævars Karls við
Bankastræti verður opnuð í dag
sýning á ljósmyndum Egils
Prunner.
Sýningin ber heitið London –
Paris – Reykjavík og sýnir af-
rakstur fimm ára tímabils sem
Egill varði við myndgerð í Evr-
ópu.
Á sýningunni gefur m.a. að
líta samstarfsverkefni við mynd-
gerðarfólk víða að og er mynd-
efnið, samkvæmt tilkynningu,
fólk, aðstæður og umhverfi.
Eins og nafn sýningarinnar
gefur til kynna eru myndirnar
teknar í þremur borgum Evr-
ópu: Lundúnum, París og
Reykjavík.
Sýningin stendur til 27. júlí og
er opin á verslunartíma.
Ljós-
myndir úr
þremur
borgum