Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 42
UMRÆÐAN 42 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ AF UMRÆÐUM síðustu mánaða má ætla að orðin semítar, gyð- ingar, zíonistar og Ísr- aelar séu notuð án þess að menn viti um mun á þeim. Afleiðingin er sú að maður er stimplaður gyðingahatari eða jafn- vel nasisti áður en mað- ur veit af. Jafnvel zíon- istar nota orðin á „lúmska vísu“ þegar mótmælt er þeirra stefnu og aðgerðum og túlka það sem gyðinga- hatur. Eitt gott dæmi um það má lesa í fyrir- sögn í New York Times (í eign gyðinga) frá því í apríl, þess efnis að reka ætti Roed Larsen úr stöðu sinni í SÞ vegna „anti-semít- ískra“ ummæla hans. Átt er auðvitað við anti-zíonisk ummælum hans, en „antí-semítískt“ hljómar betur og minnir á helförina miklu. Og þetta með jafnrétti gyðinga og araba: í Ísr- ael, fyrir u.þ.b. tveim vikum, var arab- ískur þingmaður í Knesset sviptur þinghelgi fyrir að segja sína mein- ingu, svo kæra mætti hann fyrir land- ráð. Er þetta lúmskt – eða lýðræði? En hvað þýða þessi orð: Semítar eru tilgreindir sem kyn- stofn með semítíska tungu, áður fyrr t.d. Assýrar, Fönikar og Kaldear, en í dag aðallega arabar, gyðingar og Eþ- íópíumenn. Antí-semítismi hefur hins vegar fest í máli sem gyðingahatur, en ekki sem hatur á öðrum semítísk- um þjóðum. Gyðingar eru fylgjendur gyð- ingatrúar og/eða meðlimir gyðinga- kynstofns. Barn telst gyðingur ef móðir þess er gyðingur. Zíonismi er pólitísk stefna, sem kom upp seint á 19. öld með það að markmiði að stofnað yrði gyðingaríki í Pal- estínu, þó að fáir gyð- ingar byggju þar. Byrj- að var að framkvæma þessa stefnu fyrir al- vöru eftir birtingu Balfour-viljayfirlýsing- ar Breta frá 1917, þar sem Bretar lofa að beita sér fyrir stofnun Ísr- aelsríkis, í andstöðu við loforð sín við araba og Frakka til að greiða leið fyrir stofnun eins sjálf- stæðs Palestínuríkis. Zíonista-ríkið Ísrael var síðan stofnað í maí 1948 og stríð braust út á milli araba og Ísraela. Sameinuðu þjóðirnar voru búnar að gera tillögu að skiptingu Palestínu þegar 1947, en eftir sigur síonista á aröbum innlim- uðu zíonistar stóran hluta af því svæði sem SÞ ætluðu að Palestínumenn „mættu halda“ undir sjálfstætt ríki Palestínu. Eftirfarandi mynd skýrir þetta betur. Þar sem ekki er hægt að merkja hinar 230 til 300 ólöglegu landnemabyggðir zíonista inn á myndina, inn á leifar af palestínsku landi, er þeim sleppt. Um áframhald- ið vísar undirritaður í grein sína frá 29. maí í Mbl, sem beið því miður birt- ingar síðan í april. Ísraelar voru íbúar norðurríkisins eftir dauða Salómons konungs, íbúar suðurríkisins voru Júðar. Í dag eru Ísraelar skilgreindir sem íbúar alls Ísraelsríkis og stór hluti þeirra er zíonistar. En til hvers allur þessi orðaleikur? Pólitísk stefna, sem felur í sér stofnun ríkis þar sem aðeins einn (national-) kynstofn (og ein trú) fær að ráða hlýt- ur að vera fordæmt sem rasismi. Sharon skýrði þetta sjálfur ágætlega út með ummælum um friðartillögur Sádi-Araba þar sem segir að palest- ínskum flóttamönnum skuli heimilað að snúa heim úr útlegð. Kallaði Shar- on þetta „óðsmanns æði“ að leyfa þeim að snúa heim, því þá væri ekki lengur um Gyðingaríkið Ísrael að ræða. Og þegar stjórn þess ríkis er þar að auki sósíalísk, þá höfum við „national-sósíalískt“ ríki – sem sagt nasista – eða hvað? Á stefnuskrá nas- ista var einmitt stofnun sósíalísks rík- is þar sem aðeins einn kynstofn (Ar- íar) fengu að ráða og allir aðrir voru útskúfaðir (eða drepnir). Þó að zíon- istar hafi ekki drepið sína andstæð- inga nema í litlum mæli, heldur flæmt stóran hluta þeirra í burtu úr landi, eyðilagt eigur þeirra, niðurlægt og of- sótt þá, þá má líkja þessu við „þjóð- arhreinsun“. Og ef maður hatar nas- ista, má maður þá ekki vera andvígur zíonistum? Er þetta gyðingahatur? Maður getur hatað nasista án þess að hata Þjóðverja, á sama hátt mætti hata zíonista án þess að hata gyðinga. Þó að Palestínumenn geri ófyrir- gefanlegar sjálfmorðsárásir í örvænt- ingu sinni, sem enginn getur komið í veg fyrir, sérstaklega þegar óbreyttir Ísraelar verða fyrir barðinu í stað hermanna eða ólöglegir landnemar, er engin lausn fólgin í því að reka Ara- fat í útlegð. Ef zíonistar gera það og setja á stofn stjórn í hans stað sem er hliðholl þeim, munu það verða svik- arar í augum Palestínumanna, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Er það það sem zíonistar vilja? Og að lokum: Fyrir nokkrum mán- uðum talaði undirritaður við gyðing og sagðist hafa verið með sektar- kennd gagnvart Ísraelum þar til fyrir nokkrum árum. Svaraði hann að ég ætti að skammast mín ef ég fylgdi málstað Ísraela í dag. Edmund Bellersen Höfundur er rafmagnstækni- fræðingur. Miðausturlönd Engin lausn er fólgin í því, segir Edmund Bellersen, að reka Arafat í útlegð. Semítar, gyðingar, zíonistar og Ísraelar SÖNGUR er ís- lenskukennsla, var yf- irskrift á smábréfi sem ég undirr. sendi Morgunblaðinu fyrir nokkrum árum. Í því greinarkorni er minnst á ýmislegt sem hefur verið að gerast í tónmennta- og tónlist- arkennslumálum á síð- ustu áratugum á Ís- landi. Mér er sagt að engin þjóð í heimi eyði eins miklum pening- um í tónlistarfræðslu og Íslendingar og er það vel. Bæði danskir og sænskir kollegar mínir hafa haft þetta á orði og öf- undað okkur af þessu peningaflóði, þó eru laun þeirra þarna í Skandin- avíunni snöggtum betri en hér á skerinu (þrátt fyrir verkfall og launabætur). Tónlistarskólar, yfir áttatíu að tölu, hafa að margra áliti, verið í fararbroddi tónlistarfræðslunnar í landinu síðustu áratugi en uppeld- ishlutverk kóra og skólahljóm- sveita er minna metið. Kennara- deildir eru reknar af hinu opinbera, þar sem ungt fólk hefur menntað sig til kennarastarfa, hljómsveitir hverskonar eru um allt land. Er eitthvað hægt að end- urbæta, hagræða eða endurskipu- leggja? Söngleikir og hljómleikar á hverjum degi og það fleiri en einn daglega, sem sagt gífurlegar fram- farir og líf í tuskunum! Er nokkuð að í þessum tónlistarmálum? Um þetta og ýmislegt fleira langar mig að fjalla í þessum pistli og ég býst við því að margir verði mér ósammála um marga hluti, en ég vona að einhverjir foreldrar, kennarar, ráðamenn eða aðrir áhugamenn um vel- ferð barna og æsku- fólks skoði þessi mál, sem hér er fjallað um, með opnum huga en ekki með eigin sér- hagsmuni að leiðar- ljósi. Nokkrar fullyrðing- ar: 1. Fjármagni til tón- listarfræðslu á Íslandi er ekki nægilega vel varið! 2. Söngkennsla (ís- lenskukennsla) barna er meira og minna í molum ekki síst á þéttbýlissvæðum Reykjavík- ur og nágrennis! 3. Kennsluaðferðir tónlistarskól- anna eru ekki alltaf þær heppileg- ustu! 1. Stór hluti fjármagnsins fer í einkakennslu, sem er ekki alltaf heppilegasta aðferðin til að ná ár- angri með ungum nemendum. Stundum virkar slík kennsla á afar neikvæðan hátt á einstaklinginn. Er það af ýmsum ástæðum sem verður fjallað um seinna í þessu greinarkorni. Þau börn sem njóta eðlilegrar hópkennslu með hæfum kennurum þroskast hraðar og eru hæfari til að velja og hafna. 2. Söngkennsla (tónmennta- kennsla) yngstu barnanna ætti að hafa algeran forgang í skólakerf- inu. Eftir höfðinu dansa limirnir en ekki öfugt. Þarna þyrfti að taka til hendinni, ala upp hæfa kennara, veita stóraukið fjármagn til gras- rótarinnar. 3. Tónlistarskólarnir hafa nem- endur 4 ára til 40 ára! Þeir hafa á síðustu árum tekið við söngkennslu í formi forskólakennslu, en sú kennsla nær ekki til nema örlítils hluta barnanna og þar að auki er tekið hátt gjald fyrir þá kennslu. Mikil mismunun á sér stað vegna mismunandi fjárhags heimilanna, fjarlægðar frá kennslustað og tím- setningar utan skólatíma. Nauðsynlegt er að flytja stóran hluta af heildarfjármagni því sem bæjarfélögin leggja til þessara mála niður í grasrótina, þ.e. grunn- skólana. Bæjarfélögin ættu að hætta að styrkja einkakennslu í einkaskólum heldur efla af fremsta megni þær stofnanir sem þeim er treyst fyrir, þ.e. grunnskólunum. Tillögur: Stefna að því að kenn- aradeildir verði endurreistar! Öll börn fái þrjá tíma í söng og íslenskukennslu frá fimm ára aldri til níu ára. Að sjálfsögðu í hóp- kennslu, mismunandi stórum hóp- um en njóti sérkennslu eftir sér- þörfum með sveigjanlegum að- ferðum. Kennaradeildir verði stórefldar með því að greiða hærri laun fyrir hópkennsluna og breyta allri innri skipan þeirra mála. Guðmundur Norðdahl Söngkennsla Öll börn fái þrjá tíma í söng, segir Guðmundur Norðdahl, og íslensku- kennslu. Höfundur er tónlistarkennari. Söngkennsla í grunnskólum ATHYGLISVERT er, hversu vandlega þess er gætt, að því er virðist, að hvorki örli á skynsemi eða réttlæti í fiskveiðistjórnunarkerfi okkar Íslendinga. Þessu til stuðnings er rétt að benda á að það skuli ekki vera nein leið önnur en að henda fiski dauðum aftur í hafið sem kemur sem meðafli með þeim fisktegund- um sem stundaðar eru veiðar á og viðkomandi hefur veiðiheimildir fyr- ir. Einnig að það skuli vera hagkvæmast fyrir viðkomandi að henda stærðarflokkum af þeim fisktegundum sem stundaðar eru veiðar á sem ekki skila hámarksarði eða eru verðminni en leiguverð kvót- ans. Sú aðferð sem notuð er nú til að koma í veg fyrir brottkast af fyrr- greindum ástæðum, virkar alls ekki eins og allir vita. Þessi aðferð er sú að beita hörðum viðurlögum gagnvart þeim sem koma að landi með afla sem ekki er veiðiheimild fyrir (ef ekki má koma með aflann að landi, hvað er þá hægt að gera við hann?) og að hegna þeim ríflega sem kvarta opinberlega yfir því að þurfa að henda fiski í sjó- inn. Árangurinn er sá að öllum óæski- legum fiski er hent í sjóinn án þess að varla nokkur sem því tengist vogi sér að tala um það. Í skjóli þessa geta stjórnvöld og fiskistofa haldið „þess- um mjög svo dökka borgarísjaka ósýnilegum undir yfirborðinu“ og í skjóli þessa státað sig af besta fisk- veiðistjórnunarkerfi í heimi. Á sama tíma og sá afli sem að landi kemur minnkar ár frá ári og það sama á við um fiskistofnana. Að sjálfsögðu er þetta óviðundandi fyrir okkur hin sem erum eigendur auðlindarinnar. Það skilar ekki miklu í aðra hönd fyrir okkur þótt reynt sé að halda þeirri firru á lofti að hið stór- gallaða fiskveiðistjórnunarkerfi sem við búum við sé það besta í heimi. Mjög óeðlilegt hlýtur að teljast að henda þurfi fiski aftur í hafið, sem þegar hefur verið veiddur og aflífaður vegna þess að annaðhvort sé ekki önnur leið fær, eða það sé einfaldlega hagkvæmast. Eðlilegra væri að greiða sjómönnum ákveðna umbun fyrir að koma með þennan afla að landi (hugsanlega 30 til 40 kr./kg) og láta restina af skilaverðinu renna í ríkissjóð. Sjómenn fái einfaldlega að ákveða sjálfir hvaða hluta af aflanum þeir landi á þennan hátt, án þess að hann dragist frá aflaheimildum þeirra. Þessi afli verður síðan dreginn frá heildaraflaheimildum næsta árs fyrir úthlutun. Það sem vinnst með þessu er að allir munu græða. Sjó- menn þar sem þeir geta komið með allan afla að landi sem þeir þegar hafa veitt, eigandi auðlindarinnar, íslenska þjóðin, fengi mesta arðinn af afla sem kæmi að landi á þennan hátt og síðast en ekki síðst myndi brottkastið hverfa. Sú skammarlega umgengni sem nú viðgengst legst af og uppgefn- ar aflatölur verða marktækar. Hinn þáttur kerfisins sem erfitt er að skilja er hversvegna lokuðum hópi sægreifa eru gefnar allar veiðiheim- ildirnar án endurgjalds, sem þeir síð- an leigja frá sér margir að stórum hluta, fyrir stjarnfræðilegar fjárhæð- ir. Eðlilegra og sanngjarnara hlýtur að teljast að afskrifa 20% allra úthlut- aðra aflaheimilda á hverju ári og bjóða þessi 20% upp þannig að allir hafi jafnan rétt á að bjóða í. Þannig fengju allir jafna möguleika á að koma inn í þessa grein og hefja útgerð við hlið þeirra sem þar eru fyrir. Ann- ar ávinningur verður sá að það minnkaði að útgerðarmenn hafi til út- leigu veiðiheimildir, sem þeir ekki ætla að nýta sjálfir og þannig verða veiðiheimildirnar í auknum mæli á höndum þeirra sem veiðarnar stunda og réttur þegna þjóð- félagsins verður jafnari. Að mati greinarhöfund- ar er sú einkahags- munagæsla sem nú er stunduð við úthlutun veiðiheimilda með öllu óréttlætanleg með tilliti til jafnréttis þegnanna, auk þess sem tugir milljarða fara í súginn einungis vegna brott- kastsins sem viðgengst af þessum völdum. Til viðbótar við þær dökku hliðar á þessu kerfi okkar sem þegar hafa verið nefndar ber að geta þess að einokunin í þessari atvinnugrein og brask innan sægreifahópsins með veiðiheimildir sín á milli eru þess valdandi að atvinnulíf í stórum hluta landsbyggðarinnar er í rúst og mögu- leikar til að byggja það upp að nýju á upphaflegum grunni nánast engir. Fiskveiðistjórn- un án skynsemi og réttlætis Guðjón Ingólfsson Kvótinn Einkahagsmunagæsla við úthlutun veiðiheim- ilda, segir Guðjón Ing- ólfsson, er óréttlæt- anleg með tilliti til jafnréttis þegnanna. Höfundur hefur verkfræðimenntun í sjávarútvegsfræðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.