Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 60

Morgunblaðið - 22.06.2002, Síða 60
DAGBÓK 60 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara Baldvin og Vol- umbus út. Hafnarfjarðarhöfn: Í dag kemur Bitland og út fer Kleifaberg. Mannamót Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Í dag, laugardag, er morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Rúta frá Firðinum kl. 9.50. Á mánudag verður fé- lagsvist kl. 13.30. Frjáls spilamennska þriðjudag kl. 13.30. Pútt á Hrafn- istuvelli kl. 14-16. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Sundleikfimin hjá Lovísu í Sundlaug Garðabæjar byrjar 25. júní kl. 16.00 og verður á þriðjud. og fimmtud í 3 vikur. Allir velkomnir. Golfnámskeiðið hjá Sturlu sem verður á þriðjud. og miðvikud. kl. 13.00 næstu 3 vikur í GKG í Vetrarmýrinni. Fótaaðgerðarstofar tímapantanir eftir sam- komulagi s. 899 4223. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Kaffistofan opin alla virka daga frá kl. 10.00 – 13.00. Kaffi – blöðin og matur í hádegi. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20.00 Caprí-tríó leik- ur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13.00 Danskennsla Sig- valda framhald kl. 19.00. og byrjendur kl. 20.30. Söguferð í Dali 25.júní dagsferð, Eiríksstaðir- Höskuldsstaðir- Hjarðarholt-Búð- ardalur-Laugar- Hvammur. Léttur há- degisverður að Laugum í Sælingsdal. Kaffihlað- borð í Munaðarnesi Leiðsögumaður Sig- urður Kristinsson. Brottför frá Ásgarði Glæsibæ kl. 8.00. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar fara í létta göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Þórsmörk – Langidalur 4.júlí, Kaffihlaðborð á Hvolsvelli. Leiðsögn Þórunn Lárusdóttir. Skráning hafin. Hálendisferð 8.-14. júlí 7 dagar Ekið norður Sprengisandsleið, fjöl- margir áhugaverðir staðir skoðaðir t.d. Herðubreiðarlindir, Askja, Mývatn ofl. ekið suður um um Kjöl. Leið- sögn Sigurður Krist- insson. Silfurlínan er opin á mánudögum og mið- vikudögum frá kl. 10.00 til 12.00 fh. í síma 588 2111. Skrifstofa fé- lagsins er flutt að Faxa- feni 12 sama símanúmer og áður. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Boccia á þriðjudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 9.30. Veitingar í Kaffi Berg. Á fimmtud. 27. júní: Ferðalag um Suð- urnes. M.a. ekið um Hafnarfjörð, Vatns- leysuströnd, Njarðvíkur og á Garðskaga. Kaffi- hlaðborð í Golfskálanum í Leiru. Mæting í Gerðu- bergi kl. 13.30. Stað- kunnugur leið- sögumaður. Skráning hafin. Upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki. Vorvaka eldra fólks í Kópavog verður í Gjábakka, Fannborg 8 sunnudagskvöldið 23. júní. Á dagskránni sem hefst kl. 22 verður m.a. spiluð félagsvist, harm- onikkuleikur, sam- söngur undir slætti Guð- rúnar á gítarstrengi. Einnig verður lesið úr óútkominni ljóðabók. Kaffiveitingar á vægu verði. Dagskrárlok óákveðin. Allir eru boðn- ir velkomnir og skemmti- og fræðsluefni er vel þegið.Vegna for- falla eru 4 sæti laus í ferð um Vestfirði 15.-19. júlí. Þeir sem ekki hafa staðfest nú þegar eru beðnir að gera það sem fyrst. Uppl. í síma 554 3400. Sumarferð á vegum Fé- lagsþjónustunnar í Hvassaleiti, Hæð- argarði og Sléttuvegi verður farin næsta mið- vikudag 26. júní nk. og lagt af stað kl. 10:30. Ek- ið um Þrengsli að Eyr- arbakka og Stokkseyri og ekið austur með ströndinni að Þjórsá. Þaðan verður stefnan tekin á Skálholt. Máls- verður í Réttinni við Út- hlíð. Leiðsögumaður verður Kristrún Hreið- arsdóttir. Verð kr. 3.100. Skráning fer fram á skrifstofum staðanna og í símum: 588 9335 og 568 3132 og 568 2586. Félag eldri borgara Kópavogi. Púttað verð- ur á Listatúni í dag, laugardag, kl. 10.30 Mætum öll og reynum með okkur. Félag eldri borgara Sel- fossi. Dagsferð á Njálu- slóðir. Farið verður á söguslóðir Njálu þri. 25. júní. Leiðsögumaður verður Óskar H. Ólafs- son. Lagt af stað frá Mörkinni (Grænumörk 5) kl. 10 og komið við í Horninu. Ferðaáætlun: Sögusetrið á Hvolsvelli skoðað, farið að Berg- þórshvoli og síðan að Vík í Mýrdal en þar verður léttur hádegisverður. Síðan farið í Kerlingadal og til baka upp Mark- arfljótsaura í leit að Gunnarshólma. (Sumir segja að Rangæingar séu búnir að týna hon- um). Þaðan er farið að Hlíðarenda. Kaffiveit- ingar í Langbrók. Leiðin liggur framhjá Þríhyrn- ingi að Keldum og svo heim um Rangarvelli. Heimkoma áætluð um kl. 18. Kostnaður kr. 3.000-3.500 á mann. Farpantanir og upplýs- ingar í síma 482 4117 (Óskar) eða 482 2938 (Böðvar). Gjörið svo vel að panta far ekki síðar en á sunnudagskvöld. Allir velkomnir. Reykjavíkurdeild SÍBS fer í sína árlegu jóns- messuferð sunnudaginn 23. júní. Farið verður um sögustaði Njálu í Rangárþingi og leið- sögumaður verður Jón Böðvarsson. Skráning í ferðina fer fram í síma SÍBS 551 0977 á skrif- stofutíma. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 frá Gjábakka í Kópavogi laugardagsmorgna. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3-5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA-samtakanna. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og tóm- stundastarf eldri borg- ara. Farin verður 4 daga ferð á Vestfirði, Suð- urfirðina, 22., 23., 24. og 25. júlí, nánar auglýst í Suðurnesjafréttum og dagbók Morgunblaðsins. Ellimálaráð Reykjavík- urprófastsdæma. Boðið er upp á orlofsdvöl í Skálholti í sumar. Í boði er 1.-5. júlí. Skráning á skrifstofu f.h. virka daga í síma 557 1666. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkra- húsum og á skrifstofu Reykjavíkurdeildar, Fákafeni 11, s. 568-8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562-1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551-7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561-5622. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykja- vík. Opið virka daga kl. 9–17. S. 553-9494. Minningarkort Breið- firðingafélagsins, eru til sölu hjá Sveini Sig- urjónssyni s. 555-0383 eða 899-1161. Minningarkort Kven- félagsins Seltjarnar eru afgreidd á bæjarskrif- stofu Seltjarnarness hjá Ingibjörgu. Í dag er laugardagur 22. júní, 173. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Himinn og jörð munu líða undir lok, en orð mín munu aldrei undir lok líða. (Mark. 13,31.) Aðstoðar óskað UNDIRRITAÐUR hefur hafið ritun sjálfsævisögu eða minninga og óskar að- stoðar bæði vildar- og óvildarmanna við verkið. Þeir, sem vilja að einhvers sérstaks atviks eða persónu verði getið, svo og þeir, sem vilja að eitthvað verði látið ósagt, eru beðnir að hafa samband við mig. Bókin er ennþá í burðarliðnum en hún mun eflaust verða gott innlegg í ævisöguflóðið. Sérstök áherzla verður lögð á að lýsa störfum mín- um hjá Coldwater og Sam- bandinu og þeim mörgu stórbrakúnum, sem þar komu við sögu. Reynt verður að hafa bæði orðbragð og atvika- lýsingar bókarinnar stofu- hæf en þó er hugsanlegt að banna þurfi börnum og óhörðnuðum unglingum að lesa hana. Sendið ábendingar í vef- pósti eða upp á gamla mát- ann. Veffang er coot@red- rose.net – Heimilisfang: 4052 Lisburn Road, Mechanicsburg, Pa 17055. Geir Magnússon. Kvörtun ÉG vil koma á framfæri kvörtun vegna þess að Fréttablaðið hefur ekki borist til okkar í Bólstað- arhlíðinni í viku og ef mað- ur hringdir til að kvarta er ekki svarað. Lesandi. Tapað/fundið Kökuföt í óskilum ÉG sit hér uppi með 6 kökuföt, eina skál og bakka, sem skilin voru eftir í Digraneskirkju 13. maí. Eigendur eru vinsamlega beðnir að hafa samband í síma 554 0789. Sigurlaug Sveinsdóttir. Týndi peningaumslagi UNGUR maður týndi pen- ingum í umslagi nýkominn úr banka, líklega í Lágmúla eða Skeifunni. Þetta var aleiga hans og saknar hann peninganna sárt. Skilvís finnandi hafi samband í síma 698-6184. Tvenn gleraugu týndust TVENN gleraugu, sólgler- augu með styrkleika og sjóngleraugu, týndust, lík- lega í Holta- og Hlíða- hverfi, fyrir u.þ.b. 2 mán- uðum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 551 0261 eða 866 5462. Dýrahald Kettlingar fást gefins GULLFALLEGA, kelna og skemmtilega kettlinga vantar gott heimili. Hvítir með svörtu, 3ja mán. Uppl. í síma 865 5178. Kisa týndist frá Dvergabakka ÞESSI sæta dúlla týndist frá Dvergabakka. Hún var með ól og merkt en gæti hafa týnt henni. Hún er grá og hvít og 2ja ára. Hennar er afskaplega sárt saknað. Ef einhver getur gefið upp- lýsingar um ferðir hennar þá vinsamlega látið vita í síma 697 8663 eða 557 8930. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vansiðaður maður, 8 náði í, 9 selir, 10 eykta- mark, 11 skriftamál, 13 nálægt, 15 málms, 18 fjárrétt, 21 ungviði, 22 þunnt stykki, 23 ýlfrar, 24 misfella. LÓÐRÉTT: 2 gleður, 3 yfrið nógur, 4 gyðja, 5 megnar, 6 tjón, 7 illgjarni, 12 reyfi, 14 iðk- að, 15 ávaxtasafi, 16 gróða, 17 hávaði, 18 spurning, 19 hlífðu, 20 landabréf. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: -1 skálm, 4 fótur, 7 kafli, 8 ólykt, 9 sýr, 11 sorg, 13 einn, 14 áburð, 15 burt, 17 afla, 20 gat, 22 gegna, 23 játar, 24 reiða, 25 nárar. Lóðrétt: - 1 sukks, 2 álfur, 3 meis, 4 flór, 5 teygi, 6 rotin, 10 ýsuna, 12 gát, 13 eða, 15 bágur, 16 rægði, 18 fötur, 19 akrar, 20 gata, 21 tjón. Víkverji skrifar... VÍKVERJA brá heldur betur íbrún um daginn þegar sonur hans á sjötta ári rukkaði skyndilega um annan pabba: „Af hverju á ég bara einn pabba?“ sagði hann í um- kvörtunartóni, „flestir krakkarnir í leikskólanum eiga tvo pabba!“ Víkverji verður að viðurkenna að honum varð heldur svarafátt og eig- inlega hálfsár yfir því að drengnum þætti þessi eini pabbi sinn ekki duga til en eftir nokkra umhugsun lagði hann málið til hliðar með þeim orð- um að svona væri þetta nú bara, sumir ættu einn pabba og aðrir tvo. Síðar sama dag kom reyndar stað- festing á því hversu fjölskyldu- mynstrið í samfélaginu hefur breyst því í fréttum var sagt frá því að á að- eins 30 prósent heimila í borginni byggi hefðbundin kjarnafjölskylda sem innihéldi hjón og börn þeirra. Á hinum væru einstaklingar, barnlaus pör eða einstæðir foreldrar. Víkverji hafði reyndar áður heyrt að á helmingi heimila í Ósló búi að- eins einn fullorðinn einstaklingur og þótti það nokkuð mikið en hélt alltaf að þetta hlutfall hlyti að vera lægra í Reykjavík. Í ljósi þessa er ekki hægt annað en furða sig á þeim ranghugmyndum fólks að hið „eðlilega ástand“ sé sam- búðarformið en ef miða má við um- kvartanir vinkvenna Víkverja virðist það vera algeng krafa samfélagsins að einstaklingar finni sér lífsföru- naut. Þannig eru þeir sem eru lausir og liðugir stöðugt spurðir að því hvort þeir séu ekki komnir með maka. Reyndar ber meira á því að konur kvarti undan þessu sem end- urspeglar hugsanlega það að frekar sé til þess ætlast af konum að þær „séu með mann“ en að karlar „séu með konu“. Nú getur hver og einn reiknað fyr- ir sig hvort þetta gengur upp þegar litið er til þess að um það bil helm- ingur íbúa landsins eru konur en hinn helmingurinn karlar. Og gott ef karlarnir eru ekki heldur færri í borginni. Þannig að ef krafan er sú að konur fái sér menn en karlarnir ekki konur gæti þetta nú farið að verða heldur snúið! x x x KVENRÉTTINDADAGINN, 19.júní, opnuðu ungar hægrisinn- aðar konur vefsetur sitt sem þær kalla Tíkina. Víkverja lék forvitni á að vita hvað ylli nafngift þessa ágæta vefjar og fór því inn á síðuna til að leita skýringa á því. Gerði Víkverji ráð fyrir því að einhver djúpstæð ástæða lægi þarna að baki, líkt og þegar sænskir feministar tóku með stolti upp nafngiftina „píkutorfa“ á sjálfa sig eftir að verkalýðsleiðtogi þar í landi notaði orðið sem skamm- aryrði yfir konur sem sóttust eftir sömu réttindum og karlmenn. Fem- inistarnir litu svo á að ef „píkutorfa“ endurspeglaði konur sem væru ómeðfærilegar, ögrandi og neituðu að spila eftir reglum karlasamfélags- ins þá hlyti orðið að vera gott. En aftur að Tíkinni. Til að gera langa sögu stutta tókst Víkverja ekki að finna skýringu á nafngiftinni, þrátt fyrir langa og ítarlega leit á vefnum. Nú er það svo að orðið tík hefur löngum verið notað á niðrandi hátt um konur og því eru fyrstu við- brögð Víkverja að ekki sé mikil sjálfsvirðing fólgin í þessari nafngift vefjarins. Í öllu falli lýsir hann eftir skýringum á vefsíðunni á því hvaða hugsun liggur þarna að baki. ÞETTA málverk Ástu G. Eyvindardóttur listmálara, sem hún nefndi ýmist „Ískonuna“ eða „Ísland er best ís- kalt“, er horfið og er síðast vitað af því í íbúð Ástu á Óð- insgötu 8. Hver sem kynni að hafa það undir höndum eða vita hvar það er niðurkomið er beðinn að láta að- standendur hennar, Eyvind eða Sjöfn, vita í síma 482 1090, 482 3211 eða 898 9180. Málverks saknað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.