Morgunblaðið - 22.06.2002, Side 61
haldinu reynist frumkvæði
hvíts svörtum ofviða. 28.
Df5+! Kg8 29. Hxc4 Dc7 30.
Hc2 Hd6 31. Hfc1 b4 32.
Dc5 Rg4 33. g3 a5 34. He2
Rf6 35. Dxd6 Dxd6 36. c7
Db6+ 37. Kf1 g6 38. c8=D+
Kg7 39. Dc5 Db7 40. Dc6 og
svartur gafst upp. Skákþing
Norðlendinga hefst í dag,
22. júní, kl. 13.30 í Grímsey.
Tefldar verða 7 umferðir
með 25 mínútna umhugsun-
artíma á hvorn keppanda.
Öllum er heimil þátttaka.
Keppninni lýkur 23. júní
með tveimur umferðum.
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4
4. e3 c5 5. Bd3 d5 6. Rf3 cxd4
7. exd4 dxc4 8. Bxc4 Dc7 9.
De2 O-O 10. O-O Bxc3 11.
bxc3 Rbd7 12. Ba3 He8 13.
Hac1 a6 14. Re5 b5 15. Bd3
Bb7 16. f4 Had8 17. c4 Db6
18. c5 Da5 19. Bb2 Bd5 20.
c6 Rb6 21. f5 Rc4 22. fxe6
Hxe6 23. Df2 Bxc6 24. Rxc6
Hxc6 25. d5 Rxb2
Staðan kom upp á Sigem-
an-mótinu sem lauk
fyrir skömmu í
Málmey í Svíþjóð.
Leif Erlend Jo-
hannesson (2452)
sem tryggði sér
sinn þriðja stór-
meistaraáfanga á
mótinu hafði hvítt
gegn Vladimir Ep-
ishin (2606). 26.
Bxh7+! Kxh7 27.
dxc6 Rc4 27...Rd3
gekk ekki upp
vegna 28. Df5+
Kg8 29. c7. Í fram-
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 61
DAGBÓK
Nýbýlavegi 12, Kópavogi,
sími 554 4433.
Mikið úrval
af fallegum
sumardrögtum
UNDANFARNA daga höf-
um við séð nokkur dæmi um
það hvenær útspil í trompi
eru „rétt“. En hvenær eru
þau „röng“. Ótrúlega oft,
segir Mike Lawrence, og
undir það má taka. Lawr-
ence nefnir til sögunnar
nokkrar stöður þar sem sér-
staklega ber að varast
trompútspil, þar á meðal
þegar maður á „dulinn“
styrk í trompinu:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♠ G7
♥ KD74
♦ ÁDG4
♣G74
Vestur Austur
♠ 1062 ♠ D3
♥ G65 ♥ Á1093
♦ 8532 ♦ 1097
♣Á92 ♣K1065
Suður
♠ ÁK9854
♥ 82
♦ K6
♣D83
Vestur Norður Austur Suður
– 1 tígull Pass 1 spaði
Pass 1 grand Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Vestur á ekkert gott út-
spil og gæti trompað út í
þeim tilgangi að „gefa ekk-
ert“. En við sjáum að útspil-
ið er síður en svo hættulaust
– vörnin glatar trompslagn-
um, auk þess sem sagnhafi
nær að henda niður tveimur
laufum í tígulinn.
Tían er ekki hundur! Og
það er raunar nían ekki
heldur. Allir vita að það
borgar sig ekki að spila frá
trompgosa eða drottningu,
en stundum kostar það slag
að spila frá 9x. Til dæmis ef
makker á K10x.
Í þessu spili vinnur suður
fjóra spaða með tígli út, en
vörnin hefur betur með út-
spili í hjarta eða laufi. Lawr-
ence er mjög á móti því að
koma út frá óstuddum ás og
útilokar laufið því strax.
Tromp kemur ekki til greina
vegna tíunnar og tígull er
litur blinds. Hjarta er því
hans val.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
Árnað heilla
60 ÁRA afmæli. 19. júní sl. urðu sextugar Alberta Guð-rún og Guðný Þóra Böðvarsdætur. Í tilefni þess taka
þær á móti gestum á Hólabraut 6 í Hafnarfirði, laugardaginn
22. júní frá kl. 17–20.
50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 22.
júní, er fimmtugur Snorri
Magnússon, Laufbrekku 8,
Kópavogi. Af því tilefni taka
Snorri og eiginkona hans,
Ólafía Gísladóttir, á móti
gestum á heimiliu sínu frá
kl. 20.
LJÓÐABROT
MINNI INGÓLFS
Lýsti sól
stjörnu stól,
stirndi á Ránar klæði.
Skemmti sér
vor um ver,
vindur lék í næði.
Heilög sjón:
hló við Frón.
Himinn, jörð og flæði
fluttu landsins föður heillakvæði.
Himinfjöll,
földuð mjöll,
fránu gulli brunnu.
„Fram til sjár,“
silungsár
sungu, meðan runnu.
Blóm á grund,
glöð í lund,
gull og silki spunnu,
meðan fuglar kváðu allt, sem kunnu.
– – –
Matthías Jochumsson
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
KRABBI
Afmælisbörn dagsins:
Persóna þín er rómantísk og
hefur átt í nokkrum ást-
arsamböndum. Þá er per-
sóna þín talin búa yfir áköf-
um tilfinningum. Góður
vinskapur skiptir þig jafn-
framt miklu máli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Ekki er allt sem sýnist í sam-
skiptum þínum við þína nán-
ustu. Farðu varlega og ekki
gera neinar ráðstafanir sem
hægt er að steypa um koll.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það kæmi sér betur fyrir þig
að leyfa öðrum að ráða ferð-
inni og halda þig til hlés um
tíma. Hvíldu þig og endur-
nærðu líkama og sál.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú færð ónot í magann í
samskiptum við aðra í dag,
en slíkt kann að vera merki
um að eitthvað grunsamlegt
sé á seyði.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú freistast til þess að eyða
allt of miklum peningum í
einhvern sem þú berð ábyrgð
á. Slíkt er ekki nauðsynlegt
og oft hægt að gleðja fólk
með öðru móti.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Samskipti þín við aðra geta
reynst ruglingsleg, en slíkt
kann að stafa af misskilningi
eða orðaruglingi.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einhver reynir að telja þér
trú um að sá hafi fórnað öllu
fyrir þig. Líklega er viðkom-
andi að reyna að ná valdi yfir
þér með því að ráðskast með
tilfinningar þínar.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Þessi dagur hentar ekki til
þess að hefja ný sambönd,
nauðsynlegt er að sýna nær-
gætni þegar þau eru annars
vegar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki láta aðra segja þér fyr-
ir verkum, því stundum get-
ur reynst nauðsynlegt að
vera fastur fyrir í samskipt-
um.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ert ekki alveg eins og þú
átt að þér að vera og þarft að
vera á varðbergi varðandi
hvað þú lætur út úr þér svo
þú særir ekki tilfinningar
annarra.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Dagurinn hentar engan veg-
inn til þess að gera viðskipta-
sambönd. Ef þú kemst ekki
hjá því skaltu fara vandlega
yfir alla hluti.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þrátt fyrir að þú öðlist róm-
antíska reynslu á þessum
degi er ekki sjálfgefið að
slíkt eigi sér stað alla daga.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Ekki hræðast málefni sem
snerta heilsu þína. Misskiln-
ingur kann oft að valda öðr-
um hugarangri.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
FRÉTTIR
NÚ UM helgina verða staddir hér 7
Svíar sem setja upp alþjóðlegan rat-
leik á eftirtöldum stöðum:
Í Öskjuhlíð kl. 18:00 í dag (laug-
ardag) með starti frá Loftleiðahót-
elinu, sunnudag í Elliðaárdal kl.
17:00 og á mánudag í Gálgahrauni
um kl. 16:00. Allir áhugasamir um
ratleik eru velkomnir til að vera með.
Alþjóðlegur
ratleikur
LJÓSMYNDAKEPPNI var haldin í
þriðja sinn á vefsíðunni www.ljos-
myndari.is í maí sl. Alls bárust 117
myndir í keppnina og var almenn-
ingi gefinn kostur á því að taka þátt
í vali á bestu myndinni.
Í fyrsta sæti var mynd af Jökuls-
árlóni, höfundur hennar er Arnar
Már Hall Guðmundsson, í öðru sæti
„Brotin skál“ eftir Árna Torfason og
í þriðja sæti mynd sem Rósalind
Hansen tók. Verðlaun eru innskann-
anir og útprentun á vinningsmynd-
unum. Loftmyndir ehf. Skólavörðu-
stíg munu sjá um vinnsluna á
vinningsmyndunum, en þeir sérhæfa
sig í stækkunum og vinnslu á ljós-
myndum, segir í fréttatilkynningu.
Úrslit í ljósmyndakeppni
Mynd af Jökulsárlóni var í 1. sæti.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi tilkynning frá utanríkis-
ráðuneytinu:
„Utanríkisráðuneytið býður fyrir-
tækjum, samtökum, stofnunum og
einstaklingum viðtalstíma við sendi-
herra Íslands til þess að ræða hags-
munamál sín erlendis, viðskipta-
möguleika og önnur málefni þar sem
utanríkisþjónustan getur orðið að liði.
Sigríður Á. Snævarr, sendiherra
Íslands í París, verður til viðtals í ut-
anríkisráðuneytinu þriðjudaginn 25.
júní nk. kl. 14 til 16. Umdæmi sendi-
ráðsins nær einnig til Andorra, Ítalíu,
Portúgals, San Marínó og Spánar auk
þess sem það hefur fyrirsvar gagn-
vart Efnahagssamvinnu- og þróunar-
stofnuninni (OECD), Menningar-
málastofnun Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) og Matvæla- og landbún-
aðarstofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO).
Stefán Haukur Jóhannesson, fasta-
fulltrúi Íslands hjá Fríverslunarsam-
tökum Evrópu (EFTA), verður til
viðtals í utanríkisráðuneytinu mið-
vikudaginn 26. júní kl. 9:30 til 11:30.
Sendiskrifstofan gegnir einnig hlut-
verki sendiráðs gagnvart Slóveníu
auk þess að fara með fyrirsvar Ís-
lands gagnvart Alþjóðaviðskipta-
stofnuninni (WTO), skrifstofu Sam-
einuðu þjóðanna í Genf og öðrum
alþjóðastofnunum sem hafa aðsetur í
Genf og Ísland er aðili að.
Björn Dagbjartsson, sendiherra
Íslands í Mapútó, verður til viðtals í
utanríkisráðuneytinu fimmtudaginn
27. júní n.k. 14 til 16. Umdæmi sendi-
ráðsins nær einnig til Malaví, Namib-
íu, Suður-Afríku og Úganda.“
Sendiherrar
til viðtals