Morgunblaðið - 22.06.2002, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir 1250 punkta
færðu bíómiða.
150 kr. í boði VISA ef greitt er með VISA kreditkorti
Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 379
STUART TOWNSEND AALIYAH
Sýnd kl. 10.10. B. i. 16. Vit 377.
ALI G INDAHOUSE
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 385.
Þær eru fjarska fallegar
En ekki koma of nálægt
Frumsýning
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. B.i. 12. Vit 382.
Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. Vit 389.
Einnig sýnd í lúxussal VIP
Sýnd í lúxus kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 16. Vit nr. 395.
Eina leiðin til að verða einn af strákunum aftur... er að verða
“ein” af stelpunum! Ekki missa af þessum geggjaða sumarsmell!
Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 358.Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 370.
DV
Sýnd kl. 2. Ísl tal. Vit 338
Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. Vit 395. Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.10. Vit 393.
Hugh Grant hefur aldrei verið
betri. Frábær gamanmynd
fyrir bæði kynin.
Margir vilja
meina að hér
sé komin
ein besta
gamanmynd
ársins.
1/2
SV Mbl
Vinsælasta myndin á Íslandi í dag
Kvikmyndir.is
Óskarsverðlaunahafarnir Kevin Costner og Kathy
Bates fara á kostum í dularfullum og yfirnáttúru-
legum trylli í anda THE SIXTH SENSE.
ÞEGAR ÁSTVINUR DEYR...
ER HANN ÞÁ
HORFINN AÐ EILÍFU?
kvikmyndir.com
ÓHT Rás 2
Strik.is
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 16.
Ástin stingur.
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Loksins er Sly Stallone kominn í góða
gamla Rambó gírinn aftur. Rafmagnað-
ur spennuhasar frá upphafi til enda.
Að lifa af
getur reynst
dýrkeypt
ÓHT Rás 2 1/2HK DV
HL Mbl
Kvikmyndir.com
Frábær teikni-
mynd fyrir alla
fjölskyduna.
Með íslensku
tali.
Þau drukku safa
sem neyddi þau
til að kafa
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal.
Sýnd kl. 5.45 og
10.30.
Nýjasta snilldarverkið frá meistaranum
drepfyndna... hinum eina sanna Woody Allen.
Ný ímynd, nýr Allen.
Ath! Áhorfendur verða dáleiddir af hlátri.
Sýnd kl. 8. Bi 16.
HK DV
HJ Mbl
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15.
Hugh Grant hefur aldrei verið
betri. Frábær gamanmynd
fyrir bæði kynin.
Margir vilja meina
að hér sé komin
ein besta
gamanmynd
ársins.
Frumsýning: Saga um strák
„Besta
gamanmynd
ársins“
-US MAGAZINE
-EMPIRE
HL Mbl
MIKIÐ hefur verið á seyði íTilraunaeldhúsinu undan-farið, skammt er síðan
tveir matsveinar eldhússins sneru
aftur heim eftir frækna för til
Barcelona, þar sem leikið var á Son-
ar-raftónlistarhátíðinni, og á næstu
dögum heldur fríður flokkur til Ítal-
íu að leika á hátíð í Flórens og það-
an til Englands, meðal annars til að
leika á sérstakri tveggja daga tón-
listarhátíð sem helguð er íslenskri
framúrstefnu.
Jóhann Jóhannsson og Kristín
Björk Kristjánsdóttir voru fulltrúar
Tilraunaeldhússins, sem kallast
Kitchen Motors ytra, á Sonar-hátíð-
inni og segir Jóhann að það hafi ver-
ið mikið ævintýri að fá að vera með
þar, enda Sonar ein virtasta til-
raunatónlistarhátíð heims nú um
stundir. „Við komum fram í þeim
hluta hátíðarinnar sem kallast Son-
arlab, en þá er plötufyrirtækjum
boðið að kynna tónlist. Yfirskriftin á
okkar skemmtun var að við værum
að kynna Kitchen Motors og við lék-
um mikið af óútgefinni íslenskri
tónlist listamanna sem tengjast
okkur að einhverju leyti en líka tón-
list hljómsveita sem eru á vegum
Thule, eins og Apparat og Trabant,
en þær tengjast okkur reyndar
líka.“
Hátíð í fangelsisgarði
Jóhann og Kristín, sem kemur
fram undir nafinu Kira Kira, léku á
Sonar-hátíðinni 14. júní sl., en næst
á dagskrá er að fara til Ítalíu þar
sem leika á á tónlistarhátíð í Flór-
ens 1. og 2. júlí. Jóhann segir að há-
tíðin í Flórens sé haldin í gömlum
fangelsisgarði og kallist Flóttaleið-
in. Þar leika, auk Jóhanns og Kira
Kira, músíkvatur, Hilmar Jensson
og Skúli Sverrisson, Stilluppsteypa
og Auxpan.
Beint frá Ítalíu heldur hluti
flokksins til Brighton, heimabæjar
Fat Cat útgáfunnar sem gefur með-
al annars út Sigur Rós og múm. Þar
verður haldin Fat Cat skemmtun 5.
júlí með þeim Motion, Antenna
Farm, Pétri Hallgrímssyni, Kira
Kira, músíkvat, Hilmari Jenssyni
og Skúla Sverrissyni og Auxpan.
Ekki er fjörið búið þar með því
daginn eftir hefst tveggja daga ís-
lensk tónlistarhátíð sem haldin er í
ICA, nútímalistamiðstöðinni í
Lundúnum, 6. og 7. júlí. Jóhann seg-
ir að sú hátíð sé til komin meðal
annars fyrir frumkvæði stjórnenda
þáttaraðar hjá BBC sem kallast
Mixing It, en þeir komu hingað til
lands fyrir nokkru og tóku upp
þætti sem fluttir voru á BBC. Á há-
tíðinni flytja Kira Kira og Sigga
Björg brúðuleikhúsþátt sem kallast
Málfur Skinnytoe og Jóhann segir
að sé eins konar sambland af há-
vaðatónlist og hryllingsbrúðuleik-
húsi, Slowblow leikur með Emilíönu
Torrini, Auxpan flytur tónlist, Hel-
vítis orgelsinfónían verður flutt
undir stjórn Bruce Gilbert sem var í
hljómsveitinni Wire, Hilmar Jens-
son og Skúli Sverrisson leika og
múm og orgelkvartettinn Apparat
troða upp. Einnig verða sýndar
stuttmyndir eftir Þorgeir Guð-
mundsson og Dag Kára.
Að sögn Jóhanns er ferð sem
þessi bráðgagnleg, ekki endilega til
að ná plötusamningum, enda er Til-
raunaeldhúsið með ágæta dreifing-
arsamninga bæði í Bretlandi og
Bandaríkjunum, heldur er þetta al-
menn kynning á því sem er á seyði í
„skapandi íslenskri tónlist“, eins og
Jóhann orðar það. Í tengslum við
hátíðina í Lundúnum kemur sjö-
tomma út á merki David Holmes í
Bretlandi með tveimur lögum
Apparats orgelkvartetts sem Jó-
hann segir að sé gert til gamans,
væntanleg sé breiðskífa Apparats í
haust sem Thule gefi út og ekki
stefnt að frekari útgáfu hjá David
Holmes að svo stöddu.
Ýmsar útgáfur í aðsigi
Jóhann segir að ekki sé bara að
Tilraunaeldhúsið sé lagst í ferðalög
heldur eru væntanlega ýmsar út-
gáfur á næstunni. Skammt er
reyndar síðan út kom diskur til að
afla fjár fyrir ferðalögin öll, en á
honum er tónlist eftir Kira Kira,
músíkvat, Auxpan, Slowblow og
Apparat orgelkvartett. Í aðsigi er
svo fyrsta breiðskífa Kippa Kan-
inus, H u g g u n, sem gefin er út í
samvinnu Tilraunaeldhússins og
Óma, en þess má geta að Kippi
verður á ferð með múm um Banda-
ríkin 17. til 26. júlí næstkomandi.
Í haust koma síðan út diskar með
tónlist við þöglar kvikmyndir sem
flutt var í Bæjarbíói í vetur á vegum
Kvikmyndasafnsins í umsjá Orra
Jónssonar. Fyrst kemur út tónlist
Hilmars Arnar Hilmarssonar við
Höddu Pöddu og Hilmars Jensson-
ar og Skúla Sverrissonar við Nan-
ook of the North, en á hinum diskn-
um verður tónlist múm við
Beitiskipið Potemkin og Jóhanns
Jóhannssonar við Fall St. Péturs-
borgar.
Tónleikahald á Íslandi er ekki
fullmótað, að sögn Jóhanns, en þó
ljóst að haldnir verða útgáfutón-
leikar þegar plata Kippa Kaninus
kemur út. Erfitt sé þó að koma á
frekara tónleikahaldi að sinni, enda
séu menn uppteknir út um allar
jarðir í sumar, hann sé til að mynda
að fara að gefa út plötu með tónlist-
inni við Englabörn hjá útgáfunni
Touch og fleira sé í bígerð. Það
muni því ekki skýrast fyrr en í haust
hvort Tilrauneldhúshátíð verði sett
upp hér á landi eða hvort menn
verði bara að leggja land undir fót.
Íslensk framúrstefnutónlist verður kynnt í þremur Evrópu-
löndum í sumar. Árni Matthíasson ræddi við Jóhann Jóhannsson,
sem lagstur er í ferðalög með Tilraunaeldhúsinu.
Tilraunaeldhúsið
gerir víðreist