Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 1
152. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 2. JÚLÍ 2002 SENDIHERRAR ríkja Atlantshafs- bandalagsins komu saman í Brussel í gær til að ræða framtíð alþjóðlegu lögreglusveitanna í Bosníu eftir að Bandaríkin ákváðu að beita neitun- arvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn því að umboð sveit- anna yrði endurnýjað. Sendiherr- arnir sögðu að þessi ákvörðun yrði ekki til þess að NATO flytti friðar- gæslulið sitt, SFOR, frá Bosníu. Bandaríkin beittu neitunarvaldinu eftir að önnur ríki í öryggisráðinu höfnuðu kröfu þeirra um að banda- rískir friðargæsluliðar nytu friðhelgi fyrir Alþjóðlega sakamáladómstóln- um, ICC. Rómarsamþykktin um dómstólinn öðlaðist gildi í gær og gert er ráð fyrir því að hann taki til starfa á næsta ári. Bandaríkin hótuðu að hætta þátt- töku í friðargæslu á vegum Samein- uðu þjóðanna yrði krafa þeirra ekki samþykkt. Atlantshafsbandalagið segir þó að þetta hafi ekki áhrif á SFOR þar sem friðargæsluliðið starfi ekki á vegum SÞ, heldur sam- kvæmt ákvæðum friðarsamningsins sem undirritaður var í Dayton í Ohio 1995. Um 3.100 bandarískir her- menn eru í friðargæsluliðinu og embættismenn Bandaríkjastjórnar segja að engin áform séu um að flytja þá frá Bosníu. Hugsanlegt er hins vegar að önn- ur ríki hætti þátttöku í friðargæsl- unni endurnýi öryggisráðið ekki um- boðið. Talsmaður þýska varnarmála- ráðuneytisins sagði að þýsku her- mennirnir í Bosníu, sem eru um 1.700, yrðu kallaðir heim félli umboð friðargæsluliðsins úr gildi. Óvissa um framtíð lögreglusveitanna Lögreglusveitir SÞ eru einnig í hættu, en þær eru skipaðar um 1.500 lögreglumönnum frá 40 löndum, m.a. 46 Bandaríkjamönnum, og eiga að þjálfa bosníska lögreglumenn og að- stoða þá við löggæslu. Gert hefur verið ráð fyrir því að Evrópusambandið taki við stjórn al- þjóðlegu lögreglusveitanna 1. janúar en Sameinuðu þjóðirnar hafa nú ósk- að eftir því að þeirri breytingu verði flýtt. Embættismenn ESB sögðust þó vona að samkomulag næðist í ör- yggisráðinu um að endurnýja umboð lögreglusveitanna. Það átti að falla úr gildi í gær en Bandaríkin féllust á að það yrði framlengt um þrjá daga. Margir evrópskir embættismenn mótmæltu afstöðu Bandaríkja- stjórnar í málinu. Per Stig Møller, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði hana stofna friðargæslu SÞ í heim- inum í mikla hættu. SFOR verður áfram í Bosníu Brussel. AP, AFP. AFGANSKIR embættismenn sögðu í gær að um 40 manns hefðu beðið bana í sprengjuárás bandarískra herflugvéla á þorpið Kakrakai í suð- urhluta Afganistans í fyrrakvöld. Fréttir af árásinni voru mjög óljósar í gærkvöldi og aðrir heimildarmenn sögðu að mannfallið hefði verið meira. „Samkvæmt þeim fréttum sem við höfum fengið létu 40 manns lífið og 60–70 til viðbótar særðust,“ sagði embættismaður í Uruzgan-héraði þar sem árásin var gerð. Hann bætti við að þorpsbúarnir hefðu verið í brúðkaupsveislu og hleypt af byssum upp í loftið eins og venja er þegar efnt er til mannfagnaðar á þessum slóðum. „Bandaríkjamenn- irnir misskildu þetta og vörpuðu sprengjum á staðinn,“ sagði embætt- ismaðurinn. Varnarmálaráðuneytið í Wash- ington sagði að bandarískar herflug- vélar hefðu gert sprengjuárás í Uruzgan-héraði eftir að skotið hefði verið á könnunarflugvél með loft- varnabyssum. „Að minnsta kosti ein af þessum sprengjum missti marks. Við vitum ekki hvar hún lenti,“ sagði talsmaður ráðuneytisins. Rannsókn fyrirskipuð Embættismenn í varnarmálaráðu- neytinu sögðu að rannsakað yrði hvort mannfallið hefði orðið vegna bandarískrar sprengju eða sprengi- kúlna frá loftvarnarbyssum. Hamid Karzai, forseti Afganist- ans, tilkynnti í gærkvöldi að hátt- settum embættismönnum hefði verið falið að rannsaka atvikið. Bandarískar herflugvélar gera árás á afganskt þorp Afganar segja tugi þorpsbúa hafa fallið Kabúl. AFP, AP. ÞESS var minnst í gær að fimm ár voru liðin síðan Hong Kong varð á ný hluti kínverska ríkisins. Aldr- aðir andófsmenn í Hong Kong taka hér þátt í mótmælum gegn stefnu kommúnistastjórnarinnar skammt frá hátíðarsvæðinu þar sem Jiang Zemin, forseti Kína, lét æðsta full- trúa kommúnistastjórnarinnar í Hong Kong sverja embættiseið. „Niður með Jiang Zemin!“ hrópuðu andófsmennirnir og sögðu stjórn hans stunda morð. Tugir liðsmanna Falun Gong mótmæltu ofsóknum stjórnvalda gegn hreyfingunni. AP Mótmæli í Hong Kong KÍNVERSKUR ávöxtur, litkaber, hefur verið seldur fyrir andvirði tæpra sex milljóna króna og er það hæsta verð sem fengist hefur fyrir þessa sjaldgæfu keisarafæðu. Kínversk kona skoðar hér litka- berið sem vó 18,8 grömm og var selt á uppboði í borginni Zengch- eng í Suður-Kína á sunnudag. Er það ávöxtur 400 ára gamals trés sem gefur aðeins af sér nokkra tugi litkaberja á ári. Á valdatíma Qing- ættarinnar (1644–1911) voru litka- ber helguð keisurum Kína og köll- uð „konungar ávaxtanna“. Litkaber, öðru nafni litkaplóma, minnir í útliti á jarðarber, er með þunna, stökka og vörtótta skurn um ljóst, ljúffengt aldinkjöt, súrt, með múskatkeim. Reuters Kínverskur ávöxtur seldur á sex milljónir TVÆR stórar þotur, flutningavél af gerðinni Boeing 757 og farþegavél af gerðinni Tupolev 154, rákust saman á flugi nálægt Bodenvatni í þýska sambandslandinu Baden-Württem- berg í gærkvöldi. Að minnsta kosti 95 manns létu lífið, að sögn þýskra embættismanna seint í gærkvöldi. Lögreglan sagði að flugvélarnar hefðu rekist saman yfir Owingen í grennd við Überlingen, nálægt Bod- envatni, við landamærin að Sviss. Talsmaður innanríkisráðuneytis Baden-Württemberg sagði að Tup- olev-vélin hefði verið með 93 farþega og verið á leiðinni frá Moskvu til Barcelona. Talið var að aðeins tveir menn hefðu verið í Boeing-þotunni sem var í vöruflutningaflugi og í eigu flutn- ingafyrirtækisins DHL. Hún var á leiðinni frá Barein til Brussel. Talið var að þoturnar hefðu verið á 11 km hæð þegar þær rákust saman. Sjónarvottur sagði við þýsku sjón- varpsstöðina ARD að hann hefði séð tvo stóra eldhnetti í loftinu. Íbúar í grennd við slysstaðinn sögðust hafa heyrt mikla sprengingu og sáu síðan logandi brak dreifast yfir stórt svæði. Lögreglan sagði að kviknað hefði í nokkrum húsum, meðal annars skóla og bóndabýli. Að sögn Sky-sjónvarpsins heyrir flugumferðarstjórnin á þessum slóð- um undir svissnesk flugmálayfir- völd. Tvær stórar þotur rekast saman yfir Suður-Þýskalandi Að minnsta kosti 95 manns fórust Brak dreifðist yfir stórt svæði Stuttgart. AFP, AP. Þotur af gerðunum Tupolev 154 (efri myndin) og Boeing 757.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.