Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isGuðmundur Ingvi og Herborg meistarar í holukeppni / B8–B9 HM-hetjunum var vel fagnað við heimkomuna / B1–B5 12 SÍÐUR40 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Í DÓMSMÁLARÁÐUNEYTINU eru til skoðunar hugmyndir um að flytja yfirstjórn almannavarna í landinu frá Almannavörnum ríkis- ins til embættis Ríkislögreglustjóra. Engar breytingar verða þó á skipu- lagi almannavarna hér á landi. Ingvi Hrafn Óskarsson, aðstoðar- maður Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra, staðfestir að breytingar á yfirstjórn Almanna- varna séu til umfjöllunar í ráðu- neytinu en útfærsla þeirra liggi ekki fyrir. Hann segir tillögurnar snúast um hagræðingu. Þær taki einnig mið af breytingum sem framundan séu á þessu sviði en á næstu misserum verði leitar- og björgunarmiðstöð komið á fót þar sem allir þeir aðilar sem koma að leit og björgun á Íslandi munu starfa saman. Sex starfsmenn starfa í dag hjá Almannavörnum ríkisins. Aðspurð- ur hvort stöðugildin verði flutt yfir til Ríkislögreglustjórans samhliða þessum breytingum segir Ingvi Hrafn ekki tímabært að fjalla op- inberlega um hugmyndirnar, þar sem ákvörðun liggi ekki fyrir. Hann segist ekki geta sagt til um hversu miklir fjármunir muni sparast með breytingunum. Aðspurður hvort til standi að leggja almannavarnaráð einnig nið- ur segir Ingvi Hrafn að starfsemi ráðsins sé til skoðunar. Í sveitar- félögum starfa almannavarnanefnd- ir og segir hann að ekki standi til að umbylta almannavarnakerfinu á nokkurn hátt heldur beinist hug- myndirnar einungis að yfirstjórn starfseminnar. Tillögurnar muni liggja fyrir með haustinu og þá verði breytingarnar kynntar ef þörf krefur en athug- unin tengist undirbúningi fjárlaga fyrir næsta ár. Yfirstjórn almanna- varna færð til Ríkislögreglustjóra MAÐURINN sem lenti í um- ferðarslysi á Hlíðarbraut á Ak- ureyri aðfaranótt laugardags lést á sunnudagsmorgun af völdum áverka sem hann hlaut í slysinu. Hann hét Kjartan Einar Haf- steinsson, til heimilis á Hríseyj- arbraut 18 á Akureyri. Hann var 27 ára, fæddur 8. ágúst árið 1974, ókvæntur og barnlaus. Kjartan Einar missti stjórn á bifreið sinni á Hlíðarbraut með þeim afleiðingum að hún skall á ljósastaur. Hann var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur á laugardagsmorgun og gekkst undir aðgerð á Landspítala – háskólasjúkrahúsi í Fossvogi þar sem hann lést um sólar- hring síðar. Kjartan Einar Hafsteinsson Lést eftir bílslys á Akureyri Hjálmar Björnsson Lést af slysförum í Rotterdam SEXTÁN ára íslenskur piltur, Hjálmar Björnsson, fannst lát- inn í Rotterdam í Hollandi um helgina, en talið er að hann hafi látist af slysförum. Hans hafði verið saknað frá því á fimmtu- dag. Pilturinn hafði verið bú- settur í Hollandi í nokkur ár ásamt foreldrum sínum. Að sögn Ronalds Pfeiffer, ræðismanns Íslands í Rotter- dam, er lögreglan í Rotterdam að rannsaka lát piltsins. Ekki er vitað nákvæmlega hvað gerðist frá því hann sást síðast og þar til hann fannst látinn. FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sín- um í gær að bæta við einni kennslustund á dag í stundaskrá barna í öðrum, þriðja og fjórða bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Þar með á börnum að standa til boða að vera í skólanum til u.þ.b. 14.30 í stað til u.þ.b. 13.30. Stefán Jón Hafstein, formaður Fræðslu- ráðs Reykjavíkur, segir að koma eigi þessu fyrirkomulagi á í áföng- um. Næsta haust komi það til framkvæmda í Breiðholti og í Vesturbæ, síðan bætist við fleiri hverfi haustið 2003 og árið 2004 verði búið að koma þessari skipan á í öllum grunnskólum Reykjavík- ur. Stefán Jón segir að í fyrstu verði ekki um aukna kennslu- skyldu að ræða, þ.e. börnum verði ekki skylt að mæta í þennan auka- kennslutíma, þar sem ekki verði hægt að bjóða öllum börnum í Reykjavík upp á jafn langan skóla- dag. Hins vegar vonast hann til þess að foreldrar og forráðamenn barna nýti sér þessa auknu þjón- ustu. Þegar aukatímanum hafi síð- an verið bætt við í öllum skólum Reykjavíkur, verði reynslan af þessu metin og tekin afstaða til þess hvort ástæða sé til að gera þennan aukatíma að skólaskyldu barna í fyrrgreindum bekkjum. Stefán Jón segir að markmiðið með þessum breytingum sé að auka þjónustu við börn og bæta menntun þeirra. Þær séu í sam- ræmi við kosningaloforð R-listans í borgarstjórnarkosningunum. Hafa breytingarnar þegar verið kynntar skólastjórum í Reykjavík. Málið verður tekið fyrir á fundi borgarráðs í dag. Frístundaheimili í boði til kl. 17 Stefán Jón segir að á fundi Fræðsluráðs í gær hafi jafnframt verið ákveðið að taka upp samstarf við Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur, um að það sjái um svonefnt frístundaheimili í grunn- skólum Reykjavíkur, þar sem í boði verði margs konar tóm- stundastarf að loknum skóladegi og fram til kl. 17 á virkum dögum. Slík frístundaheimili hafi þegar verið í boði í Breiðholtinu í vetur, með góðum árangri, en næsta haust taki þau til starfa í Vest- urbænum. Þar með leggist af svo- kölluð skóladagvist. Stefán Jón segir að frístundaheimilin taki síð- an til starfa í áföngum í öllum grunnskólum Reykjavíkur sam- hliða því sem bætt verði við auka kennslutíma. Skólabörn á aldrinum sjö til níu ára Kennslutími lengdur um einn tíma á dag DÖNSKU systurskipin Thetis og Vædderen böðuðu sig í kvöldsólinni í Reykjavíkurhöfn í liðinni viku og tóku á sig bleikan lit eins og borgin öll. Skipin eru bæði nýleg og afar vel búin. Þau eru sérstaklega hönnuð til siglinga í norðurhöfum. Skips- skrokkurinn er styrktur og eiga þau að geta að siglt í gegnum metra- þykkan hafís. Vædderen er tíður gestur hér við land og hafa skipverj- ar oftar en einu sinni aðstoðað Ís- lendinga við björgunarstörf. Skipin tóku þátt í æfingunni Sam- verði 2002 sem lauk nú um helgina. Hjá Veðurstofunni er gert ráð fyr- ir björtu veðri norðvestantil en ann- ars verður skýjað með köflum og austan og norðaustan 3-8 m/s næsta sólarhring sunnan- og vestanlands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skip böðuð í kvöldsólinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.